Morgunblaðið - 08.07.1989, Side 34

Morgunblaðið - 08.07.1989, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JULI 1989 Subaru Justy; Smár og knár fj órhj óladrifsbíll Farangursými er ekki ógnar stórt en séu ekki farþegar í aftursæti má stækka það með því að leggja niður sætisbökin. Subaru er löngu orðið þekkt örumerki meðal landsmanna svo mikið sem selst hefur af þessum japönsku bílum á liðnum árum en Ingvar Helgason hf. hefur umboð fyrir þá. Stærri bíllinn, Su- baru 1800, hefiir átt sinn trygga aðdáendahóp og nú Qölgar þeim sífellt sem kaupa Subaru Justy, J-12, bíiinn litla sem einnig er fjórhjóladrifinn og að ýmsu leyti skemmtilegur bíll. Verðmunur á þessum bílum er kringum 350 þúsund krónur eftir gerð og bún- aði og er fúll ástæða til að menn spari sér þann mun og skoði J-12 sem álitlegan fjórhjóladrifsbíl séu þeir á annað borð ekki að sækjast eftir stórum bíl. J-12 er nefiiilega bíll sem stendur fylli- lega fyrir sínu, er skemmtilegur í borgarakstri og dugar líka vel á malarvegum. Hann er að vísu óþarflega hávaðasamur en það er líka einn af fáum göllum. Subaru Justy hefur verið hér á markaði í nokkur ár og er nú boð- inn með nýjum svip og ýmsum endurbótum. Eins og hjá öðrum framleiðendum þróast nýjungarnar frá köntuðum útlínum yfir í mjúk- ar og bogadregnar og má telja það áberandi breytingu hjá J-12. Ekki er þó verið að sækjast eftir straumlínulagi til hins ítrasta því hér verður aldrei um neinn hrað- akstur að ræða þótt hámarks- hraðinn sé vel á annað hundraðið. J-12 er boðinn í nokkrum gerðum, þrennra eða fimm dyra, hægt er að fá hann tvílitan og með samlit- um stuðurum og spegium óski menn þess. Verðið er á bilinu 696 þúsund krónur upp í 727 þúsund kr. án ryðvarnar og skráningar. Veitt er þriggja ára ábyrgð. Ekki smábíll Þegar sest er undir stýri á J-12 gleymist að um smábíl er að ræða því hann er allvel útbúinn og þægi- legur fyrir ökumann. Sætin eru góð og rými gott í framstólum. Stillingar eru hefðbundnar og ekk- ert fram yfir það en það dugar líka alveg. Séu framstólar mjög aftar- lega er heldur farið að þrengja að farþegum aftur í en aftursætin er að öðru leyti góð þótt sumir muni vilja hafa meira höfuðrými. Þá má benda á að lítill verðmunur er á þrennra og fimm dyra bílunum, aðeins þijú þúsund krónur, og skyldu kaupendur fremur kjósa fimm dyra vilji þeir þægilegri um- gang í aftursætin. Þá er mælaborð og fyrirkomulag stjórntækja gott og hefðbundið í J-12. Hraða- og snúningshraða- mælar eru framan við stýrið og þar eru einnig bensínmælir og vatnshitamælir og nauðsynleg við- vörunarljós, svo sem vegna fjór- hjóladrifs, handbremsu, ojíu, háu- ljósa og afturrúðuhitara. Á kantin- um umhverfis mælaborðið eru ro- far fyrir afturrúðuhitara og viðvö- runarblikkið. Miðstöðvarrofar eru hægra megin við ökumann og á armi vinstra megin við stýri eru ljósa- og stefnuljósarofar en á armi hægra megin þurrkurofar en þurrka og sprauta er einnig á aft- urrúðu. Allt þetta virkar vel á ökumann og sem fyrr segir hefur hann það ekki á tilfinningunni að hann sitji undir stýri í ómerkilegum smábíl. Klukka, vindlingakveikjari og spegill í sólskyggni gefa manni enn frekar til kynna að hér sé boðið upp á örlítið umfram það allra nauðsynlegasta. Fyrir utan hanskahólf eru í hurðum og víðar nokkrir aukavasar eða lítil hólf fyrir smádót sem geta komið sér vel. Gírskiptingin er góð og efst á stönginni er rofi til að skipta í fjór- hjóladrifið og úr því. Nægir að ýta á 'hnappinn og gefur ljós í mæla- borði til kynna hvort drifið hefur tengst fullkomlega. Hægt er að skipta á fullri ferð, aðeins þarf að gæta þess að það sé ekki gert í beygju. KF o 792! Subaru Justy er álitlegur fjórhjóladrifsbíll. Utlínur verða sífellt bogadregnari og mýkri, Mörg smáhólf auk hanskahólfsins eru til þæginda. Mælaborð er hefðbundið Og gOtt. Morpi„blaðið/Einar Falur Aflmikill og mjúkur Subaru J-12 er búinn all kraft- mikilli vél. Er stærri vél ein af endurbótunum frá fyrri árgerð. Hún gefur 68 hestöfl, er þriggja strokka vatnskæld, bensínknúin og mælt er með sterkara bensíninu. Blýlaust 95 oktana bensín myndi þó ganga væri það fyrir hendi hér. Bensíntankur er 35 lítra og mætti kannski telja smæð hans einn af fáum göllum. Þó má kannski segja að það sé ákveðin skynsemi í því að aka ekki alltaf um með tugi lítra af bensíni, að minnsta kosti Nissan Maxima sem kynntur var á Bandaríkjamarkaði síðast liðið haust hefúr fengið góðar móttökur. Seljast þar nú kringum 8 þús- und bílar á mánuði en þetta er sem kunnugt er japanskur fólksbíll af stærri gerðinni sem keppa á við bandaríska lúxusbílar. morgni þegar hanskarnir hafa gleymst? Þetta verður mögulegt í haust því Volvo hefur kynnt að fáanlegt verði upphitað stýri í nokkrum gerðum. Staðhæfa þeir að þetta sé hentugri lausn en ein- hvers konar hlífar sem algengar eru á stýri. Leyland/Daf Vörubílar frá sameinuðum Leyland/Daf voru söluhæstir í Bretlandi á síðasta ári en alls seldust 9.065 bílar. Volvo vörubílar voru í öðru sæti með 6.259 selda bíla og vörubílar frá Mercedes Benz í þriðja með 4.470 bíla. Hér er átt við vörubíla sem eru 15 tonn Molar: Samvinna um nýja framleiðslu Bandaríska Ford bílaverksmiðj- an og Nissan hin japanska hafa síðustu misserin átt í viðræðum um samvinnu á framleiðslu á svo- nefhdum minivan, bíls, sem síðustu árin hefúr verið að koma í stað hins venjulega skutbíls á Bandaríkjamarkaði. Þessa gerð þekkja menn hér á landi til dæm- is firá Honda og Mitsubishi. Þylqa þeir á ýmsan hátt liprari og hent- ugri sem rúmgóðir fjölskyldu- bílar sem taka mikinn farangnr og marga farþega án þess þó að vera of stórir. Gert er ráð fyrir að samvinna Nissan og Ford beri þann árangur að haustið 1991 geti framleiðsla hins nýja bíls hafist og að fram- leiddir- verði kringum 135 þúsund bílar á árlega þegar allt verður komið í fullan gang. Markaður fyr- ir þessa bíla er talinn hraðvaxandi í Bandaríkjunum en fyrir um fimm árum var hann vart fyrir hendi. Skrifstofa í bíl getur verið jafiivel búin og hver önnur skrifstofa. Árið 1987 voru seldir um 740 þús- und slíkir bílar og gert er ráð fyrir að salan fari yfir milljón bíla árið 1992. Upphitað stýri Væri ekki þægilegt að losna við að taka á ísköldu stýrinu á vetrar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.