Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 36
MORGUN'BLAQID lAtU6ÁRDiA.j3UR 8: jfiljí -1989
36
ÞóroddurL Jóhannsson,
Akureyri - Kveðjuorð
Fæddur 3. júlí 1932
Dáinn 2. júlí 1988
Á bjartri og hlýrri miðsumar-
nóttu berast ótíðindin: Góður vinur
er hrifinn brott í blóma lífsins.
Skyndilega verður allt eins og kalt
og dimmt og fregnin nístir hug og
hjarta. Og um stund verða orð svo
meiningarlítil og máttlaus en spurn-
ing leitar aftur og aftur á hugann:
Hvers vegna? Við vitum þó að þess-
ari spurningu verður ekki svarað
að sinni en trúum að Guð sjái lengra
en við, skammsýnir menn. Og við
trúum líka að góður Guð leggi líkn
með þraut. En hinni þungbæru
staðreynd verður ekki haggað.
Leiðir fjölskyidna okkar hafa legið
saman um hartnær þriggja áratuga
skeið. Við vorum nýlega flutt í
Byggðaveginn, þegar Magga og
Þóroddur fluttu þangað. Það kom
strax í ljós að þama höfðum við
ekki einasta eignast góða granna
heldur jafnframt góða vini. Fram-
undan voru manndómsárin með þá
glímu, sem allir verða að heyja,
með misgóðum árangri eins og
gengur. En Þóroddur var óvenju
vel til þeirrar glímu fallinn. Andlegt
og líkamlegt atgervi, ljúfmennska,
dugnaður og samviskusemi voru
einkennandi fyrir Þórodd, og er þá
frekar van- en ofsagt. Og með sína
góðu konu sér við hlið, unnust sigr-
ar. Samtaka og samhuga vom þau
í blíðu og stríðu og aldrei heyrðum
við æðruorð né styggðaryrði á milli
þeirra fara. Gestrisni og höfðings-
skapur ríkti á heimilinu og gott
þangað að koma enda óvenju gest-
kvæmt og öllum sýnd sama rausn-
in. Og minningamar sækja á hug-
ann. Með þakklæti minnumst við
allra samverustundanna, þegar fjöl-
skyldur okkar glöddust saman á
góðri stund. Sú minning máist ekki
úr huganum og heldur ekki minn-
ingin um góðan dreng sem með
gleði og hlýju fegraði umhverfi sitt.
Það var i sannleika mannbætandi
að umgangast hann og erfitt að
þurfa að skilja svo skjótt. En vol
og víl var Þóroddi víðsfjarri. Þess-
vegna skulum við í minningu vinar
okkar ekki æðrast, en sýna styrk.
Þau tryggðarbönd, sem Þóroddur
átti svo mikinn þátt í að knýta okk-
ar í milli bila ekki þótt óneitanlega
hafi sterkur þáttur brostið. Elsku
Magga, Ingvar, Svandís og Berg-
hildur, Guð huggi ykkur og styrki
og veri ykkur öllum riálægur.
Gulli, Signa, Jónsi, Naninga
og fjölskyldur.
í dag er borinn til grafar Þórodd-
ur Ingvar Jóhannsson. Okkur er
ljúft að stinga niður penna til að
minnast þessa mæta manns, þvi það
er óvenju auðvelt að bera lof á
Þórodd heitinn.
Við höfum löngum talið það fjöl-
skyldu okkar til happs að Magga
móðursystir skyldi giftast honum
Þóroddi. Að öllum mönnum öðrum
ólöstuðum átti Þóroddur fáa sína
líka. Hann var mannvinur. Hann
hallaði ekki á aðra og gerði sér
greinilega far um að draga frekar
fram hinar jákvæðu hliðar í fari
fólks heldur en þær neikvæðu.
Hann tók gjarnan málstað lítil-
magnans.
Þóroddur var skemmtilegur! Það
var alltaf grunnt á gamninu hjá
honum en hnyttni hans og brandar-
ar voru ávallt svo græskulausir að
engum sárnaði undan. Það var einn-
ig skemmtilega áberandi hvað börn
drógust að Þóroddi og segir það
nokkuð um persónuleika hans.
Þóroddur var sérstaklega félags-
lyndur maður, enda nutu ótai fé-
lagasamtök óeigingjarnrar vinnu
hans. Stundum er sagt að gamli
ungmennafélagsandinn sé liðinn
undir lok, en Þóroddur var svo ótví-
ræð sönnun þess að svo er ekki.
Hann var einnig samvinnumaður
af lífi og sál.
Þóroddur og Magga höfðu búið
sér ákaflega hlýlegt heimili í Eik-
arlundi 22. Þangað voru allir vel-
komnir og alltaf var manni tekið
með hispurslausri hlýju sem ein-
kenndi heimilishald þeirra hjóna.
Þangað sóttum við sennilega oftar
en í flest önnur hús. Ósjaldan skutu
þau hjónin skjólshúsi yfir okkur
unglingana úr sveitinni. Eins ef eitt-
hvað bjátaði á áttum við vísan styrk
og samastað hjá Þóroddi og Möggu.
Það er líka greinilegt að börn þeirra
hjóna, tengdaböm og barnaböm
eiga ömggt athvarf heima, því
þangað sælqa þau mikið. Gaman
yar að fylgjast með því sérstaka
jafnræði sem ríkti miili allra flöl-
skyldumeðlima. Þóroddi var einmitt
einkar lagið að koma á slíku jafn-
ræði milli manna.
Ennþá finnst okkur óhugsandi
að mega ekki lengur fara á fund
Þórodds í Eikarlundinum. Missir
okkar allra er mikill, en mestur þó
fyrir nánustu íjölskyldu hans.
Tíminn læknar vonandi öll sár, en
hann mun aldrei má út minninguna
um góðan dreng. Um leið og við
kveðjum Þórodd í hinsta sinn biðj-
um við þess að fjölskylda hans finni
styrk til að yfirstíga þessa miklu
sorg.
Gunnar og Ema,
Þóra og Magnús.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, lif, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(V.Briem)
Sorgin ber snögglega að dyrum,
óvænt og harkalega. Þegar sóknar-
presturinn á Akureyri hringdi að
morgni 2. júlí flaug strax í hugann:
Nú hefur eitthvað komið fyrir. Jú,
hann var að flytja okkur harma-
fregn. Elskulegur mágur okkar og
svili Þóroddur Jóhannsson hafði
orðið bráðkvaddur þá um nóttina.
Það er erfitt að trúa svona fréttum,
þegar lífinu er kippt burtu á andar-
taki, þar sem hann var að skemmta
sér með konu sinni í hópi góðra
vina. Hann sem aldrei hafði kennt
sér meins, svo neinn vissi og alltaf
svo hress og glaður. Þessi góði
maður á eflaust meira að starfa
guðs um geim. Því trúum við og
treystum.
Þessi fátæklegu orða eiga ekki
að vera neitt æviágrip. Starfssvið
hans var mjög víðtækt og hann
vann óhemju mikið og fórnfúst starf
fýrir ýmis félagasamtök. Hæst ber
þar Ungmennafélagshreyfinguna.
Hann á miklar þakkir skildar fyrir
allt sem hann hefur gefið fjölskyld-
um okkar. Foreldrum okkar var
hann ætíð sem besti sonur. Alltaf
virtist hann gefa sér tíma til að
hjálpa og greiða bæði fyrir okkur
sjálfum og bömum okkar.
Við minnumst allra góðu heim-
sóknanna á heimili Möggu og Þór-
odds. Fyrst í Byggðaveg 140a og
síðar í Eikarlund 22 þar sem þau
byggðu sér einbýlishús og eiga þar
mjög fallegt heimili. Þar hefur allt-
af ríkt mikil glaðværð. Hafði Þór-
oddur sérstakt lag á að koma öllum
í gott skap með glettni og gaman-
málum. Eins gátum við leitað styrks
hjá honum á alvöru- og sorgar-
stundum.
Þóroddur var fæddur á Skriðu-
landi í Arnarneshreppi, sonur
Ástríðar Sæmundsdóttur og Jó-
hanns Sigvaldasonar. Hann fluttist
á barnsaldri að Ytri-Reistará og
ólst þar upp með foreldrum sínum
í stórum systkinahópi. Þóroddur
kvæntist Margréti Magnúsdóttur
frá Björgum 12. október 1957,
yngstu systur okkar. Þau eignuðust
þijú börn: Ingvar f. 18. mars 1958
lögfræðingur, sambýliskona Sigríð-
ur Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræð-
ingur, Svandís f. 17. maí 1962 nemi
í fatahönnun gift Gretari Örlygs-
syni tölvunarfræðingi og Berghild-
ur f. 15. nóvember 1966 skrifstofu-
maður, sambýlismaður Vignir Már
Þormóðsson matreiðslunemi.
Barnabörnin eru tvö Eydís Ingvars-
dóttir og Birkir Örn Gretarsson,
sólargeislar afa síns.
Þessi samhenta fjölskylda missti
mikið þegar heiðursmaðurinn og
mannvinurinn Þóroddur hvarf sjón-
um manna. Við biðjum honum
blessunar guðs yfir móðuna miklu.
Hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Við biðjum að ijölskylda hans og
ættingjum gefist styrkur til að bera
þess þungu sorg.
Mágkonur og svilar.
Um síðustu helgi barst sú frétt
um Akureyrarbæ, ógnarfrétt sem
engum okkar félaganna hafði órað
fyrir að fá á þessum áratug né
þeim næsta, að Þóroddur Jóhanns-
son væri allur. Það vekur mann til
umhugsunar að hann skyldi kvadd-
ur á brott 2. júlí, á öðrum degi nýs
starfsárs Lionshreyfingarinnar, til
umhugsunar vegna þess að Þórodd-
ur var sterkasti hlekkurinn í keðju
okkar félaganna 39 í hópnum.
Hlekkurinn þessi hafði aldrei brugð-
ist okkur þrátt fýrir mikið álag.
Hann reyndist alltaf traustur og
voru honum því falin hin ábyrgðar-
mestu störf við líknar og mann-
vinamál.
Þóroddur var tekinn inn í Lions-
klúbbinn Huginn' árið 1981 og á
þessum fáu árum gegndi hann
mörgum mikilvægum embættum,
meðal annars formennsku eitt árið.
Hann var lykilmaðurinn í því að
koma þaki yfir höfuð okkar Lions-
manna í Tollvörugeymslunni við
Hjalteyrargötu þar sem hann
stjórnaði styrkri hendi.
Þó að almættið hafi kallað vin
okkar og félaga úr þessum heimi
þá verður Þóroddur áfram í hugum
okkar sem hinn sterki hlekkur. Það
verður erfítt að fylla í skarðið sem
hér er skilið eftir en minningin um
frábæran félaga hjálpar okkur í
viðleitninni til að feta í hans fótspor.
Þóroddur Jóhannsson hefur
ávallt átt okkar virðingu, okkar
þakklæti og aðdáun. Góðvild hans,
hjálpsemi og glaðværð gleymast
okkur ekki.
Við vottum Margréti, bömum
þeirra og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Félagar í Lions-
klúbbnum Huginn.
Olafur Ö. Þórðarson,
Varmalandi - Minning
Fæddur22. janúarl904
Dáinn 27. júní 1989
Ólafur Óskar Þórðarson, bóndi
og fyrrv. hreppstjóri, lést þann 27.
júní sl., 85 ára að aldri, í sjúkrahúsi
í Reykjavík. Síðustu árin fór heilsu
Ólafs heitins hrakandi einkum eftir
að hann lét af störfum hjá skatt-
stjóraembættinu í Hafnarfirði árið
1980.
Með Ólafi er genginn einn mæt-
asti maður byggðarlagsins og er
hans minnst hér að loknu ævistarfi
sem var að stórum hluta í þágu
almennings og til velferðar sam-
borgara hans.
Olafur fæddist á Æsustöðum í
Mosfelissveit 22. janúar 1904 og
ólst þar upp á heimili foreldra sinna,
þeirra Þórðar Jónssonar bónda þar
og Kristínar Vigfúsdóttur konu
hans, sem bjuggu alla sína búskap-
artíð á Æsustöðum. Ólafur vann á
búi foreldra sinna þar til hann stofn-
aði nýbýlið Varmaland í landi Æsu-
staða árið 1935. Skólagöngu naut
Ólafur aðeins í farskóla sveitarinnar
en ekki var kostur að mennta sig
meir þótt hann skorti ekki gáfur
og andlegt atgervi. Snemma tók
Ólafur þátt í Ungmennafélaginu
Áftureldingu og varð virkur vel í
þeim samtökum. Hann taldi að
framhaldsmenntun sína hafí hann
öðlast í ungmennafélaginu svo sem
tíðkaðist með unga fólkið á fyrri
hluta aldarinnar í sveitum landsins.
Svo mikið er víst, að í hinum mörgu
og fjölbreyttu félagsmálastörfum
bar aldrei á því að hann stæði ekki
fyllilega á sporði öðrum, sem voru
ef til vill langskólagengnir. Ólafur
var annar í röð þriggja barna þeirra
Æsustaðahjórfa en það voru Anna,
Ólafur bóndi á Varmalandi, svo sem
áður segir, og Hjalti bóndi og org-
anisti á Æsustöðum. Þessi systkini
voru hið mesta atgervisfólk bæði
til hugar og handa og þeir bræður
virkir í félagsmálum og íþróttum í
sveitinni.
í félagsmálum má nefna að sókn-
. arnefnd og safnaðarlíf átti hug Ól-
afs og var hann formaður sóknar-
nefndar í 24 ár. í hreppsnefnd sat
hann tvö kjörtímabil og var lengst
af fundarritari. Ritarastörf fóru
honum einkar vel úr hendi, en þar
kom til að hann var fljótur að átta
sig á ólíkustu málum og hafði lag
á að setja fram mismunandi flókin
mál á einfaldan hátt í stuttum og
ótvíræðum bókunum. Þá sinnti
Ólafur ýmis konar öðrum minni-
háttar störfum. Þar kom til for-
mennska í Lestrarfélagi sóknarinn-
ar og héraðsbókasafni í stjórn Sam-
bands garðyrkjumanna og fleira
mætti telja. Tvisvar varð hann for-
maður Aftureldingar, en stundum
vildi það korna fyrir að erfitt var
að fá menn til formennsku þar af
ýmsum ástæðum, og þá brást hann
ekki þar fremur eji annars staðar.
Árið 1962 var mjög leitað til hans
að taka aftur sæti í hreppsnefnd,
en hann færðist ákveðið undan og
bar fyrir sig aldur og einnig hitt
að hann taldi sig tæplega geta sinnt
því mikla starfi svo sem þyrfti með
öðru, sem hann hafði þegar á sinni
könnu. Þá var hann einnig hrepp-
stjóri frá 1959-65 eða í 7 ár er
hann baðst undan því starfi af svip-
uðum ástæðum sem fyrr greinir.
Ólafur kvæntist Kristínu Árna-
dóttur þann 20. okt. 1934 en hún
er ættuð úr Vopnafirði en kom í
Mosfellssveitina með fjölskyldu
Vigfúsar Einarssonar stjórnarráðs-
fulltrúa en hann átti jörðina
Reykjahlíð sem hét áður Hlaðgerð-
arkot. Þar bjó svo Helgi Tryggva-
son bókbindari með fjölskyldu sinni
og stundaði iðn sína með búskapn-
um. Ólafur Iærði bókband hjá Helga
og með því lágu leiðir þeirra Kristín-
ar saman. Varð þeim hjónum auðið
þriggja bama en þau eru: Þórir
prófessor, kvæntur Ingunni Valtýs-
dóttur og eiga þau fjögur börn,
Arnfríður gift Brúno Hjaltested,
þau eiga eitt bam og Ólafur Krist-
inn, kvæntur Þómnni Guðmunds-
dóttur og eru þeirra börn 3.
Árið 1964 brá Ólafur búi og
flutti til Reykjavíkur en hóf þá störf
á Skattstofunni í Hafnarfirði. Áður
hafði hann starfað um langt árabil
í skattanefnd og reyndar sjálfkjör-
inn formaður hennar meðan hann
var hreppstjóri. Þá var leitað til
Ólafs með ótalmörg minniháttar
erindi og var hann ávallt boðinn og
búinn að leysa vanda fólks svo að
ef til vill má segja að á stundum
hafi það verið um of, en fáir eða
ef til vill engir fóru þar bónleiðir
til búðar.
Mér er það eitt sérstaklega minn-
isstætt er við sátum saman í nefnd
þeirri sem sá um vígslu Félags-
heimilisins Hlégarðs 1951, hann
sem fulltrúi hreppsnefndar en ég
frá Ungmennafélaginu sem for-
maður þess. Þá var það ekki bráð-
ónýtt fyrir mig að hafa þennan
reynda og velviljaða mann mér við
hlið. Eins og menn vita sem til
þekkja var í fjölmörgu að snúast á
síðustu dögum fyrir opnunarhátíð-
ina þar sem búist var við á sjötta
hundrað manns í sæti, og allveruleg
skemmtidagskrá. Mikill mannfjöldi
var að störfum í húsinu síðustu
dagana og iðnaðarmenn þar í meiri-
hluta en einnig sjálfboðaliðar frá
Ungmennafélaginu og Kvenfélag-
inu.
Að leiðarlokum koma nokkrar
minningar upp í hugann. Stundum
er talað um aidamótakynslóð og
telja má, að Ólafur hafi verið einn
úr þeim hópi. Oft er til þess vitnað
hversu þessi' kynslóð var þjóðinni
verðmæt eða þeim sem á eftir
komu, einkum fólki sem er á mann-
dómsárunum í dag og ber að þakka
þetta. Þessi kynslóð sem kennd
hefir verið við aldamótin er það
fólk sem upplifði atvinnu- og
lífskjarabyltinguna, en naut hennar
ekki en það gerum við, sem yngri
eru. í góðu næði var oft gaman að
hlusta á Ólaf rekja gamlar minning-
ar úr Mosfellsdalnum frá fyrri tíð
um menn og málefni, en minni hans
,var trútt og frásögn ætíð fléttuð
velvilja og yfirleitt dregið fram það
sem vel var gert. Ólafur og Halldór
Laxness voru á svipuðum aldri og
varð honum oft tiðrætt um drenginn
sem ætlaði sér að verða rithöfund-
ur. Ekki sýndi Halldór öllum ritverk
sín frá barnaskólaárunum sem voru
mikil að vöxtum en það kom fyrir
að hann las upp úr verkum sínum
fyrir Ólaf, enda var hann góður
hlustandi og hafði áhuga á málum
Halldórs og einn af þeim, sem trúði
alla tíð á hæfileika skáldsins frá
Laxnesi.
Það er autt plássið, sem Ólafur
skilur eftir sig og margir hugsa
hlýlega til þessa ágæta manns við
útför hans. Hann var mikill ham-
ingjumaður í lífinu en kona hans,
Kristín Málfríður, var traustur og
góður lífsförunautur, sem studdi
mann sinn til allra góðra verka.
Börnin og tengdabörn hið ágætasta
fólk sem hafa gott samband sín á
milli og nutu þess að eiga sam-
vistir við foreldra sína. Ég leyfi mér
að tala fyrir munn margra vina og
kunningja og segja að Ólafur kunni
vel að meta drengskap sem og hann
var mikill drengskaparmaður sjálf-
ur. Aðstandendum er vottuð samúð
og viljum við heiðra minningu hans
á kveðjustund.
Jón M. Guðmundsson