Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 37
MéÍ&UMBiÉAÐIS %APéÁ4tM8Ú# 8: ÁÍ3%f>¥989 0- 37 Björn M. L. Kristjóns- sonf Ohifsvík - Minning Fæddur 28. nóvember 1930 Dáinn l.júlí 1989 í dag verður jarðsettur frá Ól- afsvíkurkirkju Björn M. L. Kris- tjónsson. Eftir lifir minning um góðan mann. Kynni okkar af Bubba, eins og við og flest vorum vön að kalla hann, hófust skömmu eftir að við fluttumst vestur með dóttur okkar, Sigurbjörgu árið 1981. Þá kynntist hún Hrafnhildi jafnöldru sinni, dótt- ur Bubba og Lísu, sem síðan hefur verið hennar besta vinkona. Það var mikilsvert fyrir Sigur- björgu, þá unga i nýju umhverfi, að eignast svo góðan vin. Þær urðu strax miklir mátar og dvaldi Sigur- björg mikið á heimili hennar þar sem henni var strax tekið opnum örmum af Bubba, Lísu og bræðrum Hrafnhildar, þeim Páli og Birgi. Má segja að Sigurbjörg hafi strax orðið hálfgerður heimalningur á heimili þeirra þar sem hún var ávallt umvafin sérstakri hlýju sem ætíð hefur einkennt heimili þeirra hjóna. Gladdi það Sigurbjörgu í hvert sinn er hún dvaldi á heimili þeirra eða inn í Bug þar sem þau voru með kindur. Sérstaklega minn- ist hún þess og metur mikils þegar þau hjón buðu henni að koma með þeim í Galtalæk eina verslunar- mannahelgina. Sigurbjörgu var mjög tíðrætt um kynni sín af fjöskyldu Hrafnhildar þar sem henni fannst allir vera vin- ir hennar. Sérstaklega hafði hún gaman af glettnislegri stríðni Bubba í sinn garð. Vegna þess að Sigurbjörg dvelur nú erlendis fjarri vinkonu sinni, sem nú á um sárt að binda, biður hún fyrir sérstakar samúðarkveðjur til Hrafnhildar, Lísu, Birgis og Páls. Þrátt fyrir mikla fjarlægð dvelur hún nú í huga sínum hjá þessum vinum sínum. Viljum við færa Lísu og fjölskyldu hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að hughreysta þau og styrkja í sorg sinni. Minningin um góð kynni af góð- um manni lifir áfram. Fyrir hönd dóttur okkar, Sigur- bjargar, Inga og Sveinn Að eitt sinn skal hver deyja er næstum því það eina sem við vitum að bíður okkar allra. Hvað bíður okkar á morgun vitum við ekki, því allt annað er breytingum háð og enginn veit hvenær hinsta kallið kemur. Kallið sem allir verða að hlýða, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er nú einu sinni svo, að okkur finnst stundum erfitt að skilja hvers vegna sumir eru kallað- ir svo fljótt frá ættingjum og vin- um. Jafnvel þó við stundum höfum grun um að hveiju stefni, þá kemur andlátsfregn góðs vinar okkur alltaf á óvart. Slíkar hugsanir sóttu á mig þeg- ar ég frétti að vinur okkar hjónanna Björn Kristjónsson hefði látist á heimili sínu þann 1. júlí sl., eftir erfiðan sjúkdóm. Björn Kristjónsson var fæddur 28. nóvember 1930 í Ytri Bug í Fróðárhreppi, hann var sonur hjónanna Kristjóns Jónssonar og Jóhönnu Kristjánsdóttur. Bjöm var næstelstur 10 systkina. Bubbi eins og hann var kallaðúr í daglegu tali byijaði ungur til sjós eins og tíðkaðist á þeim árum. Árið 1949 lést faðir hans frá stórri fjölskyldu, flyst þá móðir hans og systkini fljót- lega til Ólafsvíkur. Snemma á sjómennskuferlinum beinist hugur hans til þess að eign- ast bát. Um 1950 eignast bræðurn- ir Bubbi og Sigurður bátinn Borg- ina, stóð sú útgerð um árabil, síðan ræður hann sig á báta hjá öðrum. Aftur gerist Bubbi útgerðarmaður árið 1963, þá með Einari bróður sínum, stóð þeirra samstarf til dauðadags. Um nokkurra ára bil gerðu þeir bræður út tvo báta með sama nafni, Garðar og Garðar 2. Útgerð þeirra bræðra var lánsöm og fengsæl, enda dugmiklir afla- menn. Bubbi kvænist eftirlifandi eigin- konu sinni, Elísabetu Pálsdóttur, árið 1958, eignuðust þau tvo syni og eina dóttur. Þau eru Páll, f. 19. maí 1959, Birgir, f. 16. mars 1969, kvæntur Elínborgu Lárusdóttur, búa þau á Akranesi og Hrafnhild- ur, f. 29. janúar 1974. Fjölskyldan var mjög samrýnd og áttu þau mörg sameiginleg áhugamál. Þau hjónin voru ákaflega félags- lynd, og skemmtileg heim að sækja. Nú þegar ég hugsa til baka er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið vináttu og þeirrar miklu hjálp- ar sem Bubbi sýndi mér og minni fjölskyldu. Er ég forsjóninni þakk- látur fyrir að hafa fengið að starfa undir hans stjórn, og kynnast Bubba í leik og starfi. Við fjölskyldan vottum Lísu, Palla, Hrafnhildi, Birgi og Elín- borgu og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð, biðjum við góð- an Guð að veita ykkur styrk um ókomna framtíð. Jói, Hrönný og fjölskylda í dag, laugardaginn 8. júlí, verð- ur jarðsettur frá Ólafsvíkurkirkju, Björn Markús Leó Kristjónsson frá Borgarholti 8 í Ólafsvík. Enn er maðurinn með ljáinn á ferðinni, enginn veit hvar hann ber niður fyrr en höggið ríður af, því hann fer ekki troðnar slóðir. Laugardaginn 1. júlí barst sú fregn að hann Bubbi, eins og hann var oftast kallaður, væri allur. En hann lést þann sama dag á heimili sínu eftir þunga sjúkdómslegu. Björn var fæddur í Ytri-Bug í Fróðárhreppi þann 28. nóvember 1930. Sonur hjónanna Jóhönnu Kristjánsdóttur og Kristjóns Jóns- sonar, sem þar bjuggu, en þau eign- uðust 10 börn. Bubbi var mikill vilja og dugnaðarmaður eins og hann átti kyn til. Hann fór ungur að vinna eins og algengt var á þeim árum. Ég sá hann fyrst þegar hann var um fermingu, þá var hann vinnu- maður á Hamraendum í Breiðuvík, og á ferð út á Arnarstapa. Mér er minnistætt hvað hann var kátur og snyrtilegur. Við strákarnir litum á hann sem einhvern heimsmann eins sagt var. Seinna átti ég eftir að kynnast Bubba betur, meðal annars í Lionsklúbbnum okkar, en þar var hann mjög virkur og góður félagi, hefur m.a. verið í stjóm kiúbbsins, og hver man ekki eftir dillandi hlátri hails. Árið 1958 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Jóhönnu Elísa- betu Pálsdóttur frá Reykjavík. Þau eignuðust 3 börn, Pál Snæfeld, Birgi Snæfeld og Hrafnhildi Snæ- feld. Við í Lionsbklúbbi Ólafsvíkur sendum góðum félaga hinstu kveðj- ur og þökkum liðnar samvemstund- ir. Kæra Lísa og börn og ættingjar, Guð styðji ykkur og styrki í ykkar miklu sorg. „Vér grátum hið liðna, en grátum sem styst, svo grætum ei komandi tima... “ (Steingr. Th.) F.h. Lionsklúbbs Ólafsvíkur Kristófer Jónasson „Jafnvel þó vinur þinn dvelji í fyrlægð er hann þó nálægur vinum sínum. Máninn er ijarlægur en kyssir þó lótusblómið hveija nótt.“ Indv. spakm. Andlátsfregn vinar veldur manni alltaf sorg og trega jafnvel þó að við henni hafi verið búist og maður viti og skilji að dauðinn sé besta lausnin, þegar erfiður sjúkdómur þjakar, og engin lækning er mögu- leg. Þannig leið okkur er við laugar- dagsmorguninn 1. júlí sl. fréttum lát vinar okkar Björns M. Kristjóns- sonar frá Ólafsvík, sem lést á heim- ili sínu þá um morguninn, eftir lang- varandi veikindi, sem fyrst varð vart við fyrir þremur árum síðan. Gekkst hann þá undir aðgerð og vom batahorfur álitnar góðar, en um síðustu áramót hrakaði heilsu hans ört og varð öllum ljóst er á leið að hveiju stefndi. Sá sem horfinn er skilur eftir í huga þeirra er eftir lifa óteljandi minningar og víst er það að vinir Bubba eins og hann var jafnan nefndur eiga aðeins hugljúfar minn- ingar um hann bæði í starfi og tóm- stundum. Hann gat alltaf glaðst með glöðum og sá alltaf betri hlið- arnar á öllum og man ég aldrei eftir að hafa heyrt hann leggja last- yrði til nokkurs manns. Jafn orðvar maður var vandfundinn. Heiðarleiki og prúðmennska vom þeir eiginleik- ar sem hann átti í ríkum mæli. Björn M. Kristjónsson var fæddur í Ytri Bug, Fróðárhreppi, Snæfells- nesi þ. 28. nóvember 1930, sonur hjónanna Jóhönnu Kristjánsdóttur og Kristjóns Jónssonar bónda þar. Kristjón lést er Bubbi var á 19. ári árið 1949 og var næstelstur af 10 systkinum, 6 piltum og 4 stúlk- um. Flutti þá móðir hans til Ólafsvíkur og getur hver hugsað sér að nóg hafi hún haft að gera rileð svo stóra fjölskyldu, því hún vann alla þá vinnu sem fáanleg var auk þess að sinna sínu heimili og trúlega hafa hvíldartímarnir stund- um verið fáir. Dugnaður hennar, kjarkur og létta lund létti ávallt skap vinnufélaganna. Hún gat allt- af komið okkur til að hlæja með ýmsum uppákomum og aldrei heyrðist kvartað. Börn hennar hafa öll tekið í arf dugnað hennar og atorkusemi því öll em þau dugandi fólk sem skilað hefur þjóðarbúinu stórum hlut. Synir hennar hafa ver- ið með útgerð og verið afla og happasælir skipstjórar bæði á stór- um og smærri skipum. Þijár dætur hennar eru búsettar í Bandaríkjun- um og ein í Reykjávík. Kynni okkar Bubba hófust skömmu eftir að fjölskylda hans flutti til Ólafsvíkur og hefir staðið óslitið síðan og aldrei borið þar skugga á. Bubbi giftist 1958, eftir- lifandi konu sinni ættaðri úr Reykjavík og eignuðust þau þijú börn, tvo syni og eina dóttur. Þau em Páll f. 19. maí 1959, Birgir f. 16. mars 1961 og Hrafnhildur f. 29. janúar 1974, var hún langyngst og augasteinn föður síns. Þau hjón vom mjög félagslynd og alltaf jafnskemmtileg heim að sækja og eiga samleið með bæði sem nágrönnum til fjölda ára og góðum vinum alla tíð. Hlýhugur þeirra og vinátta hefir einnig komið fram við börn okkar og barnabörn svo ómetanlegt er. Nú þegar komið er að kveðju- stund viljum við þakka Bubba sam- fylgdina og vottum fjölskyldu hans og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Steini og Ragna Minning; Elísabet Haftiðadóttir Fædd 17. ágúst 1909 Dáin 2. júlí 1989 í dag verður til moldar borin á Staðarstað í Staðarsveit móður- systir mín, Elísabet Hafliðadóttir, sem lést 2. júlí sl. tæplega áttræð að aldri. Elísabet Guðrún Hafliðadóttir fæddist í Bergsholtskoti í Staðar- sveit 17. ágúst 1909, dóttir Hafliða Þorsteinssonar, bónda í Bergholts- koti, síðar á Stóru-Hellu við Hellis- sand, fæddur 11. nóvember 1877, dáinn 21. nóvember 1969, og konu hans, Steinunnar Kristjánsdóttur, fædd 12. október 1878, dáin 17. mars 1924. Föðurforeldrar Elísa- betar voru Þorsteinn Þórðarson, bóndi lengst á Grenjum, Álftanes- hreppi og víðar, og kona hans, Sigríður Hafliðadóttir frá Heydal. Móðurforeldrar Elísabetar voru Kristján Elíasson, bóndi lengst á Yfra-Lágafelli, Miklaholtshreppi, Hnapp., og kona hans, Vigdís Jóns- dóttir. Kristján var sonur Elíasar sterka í Straumfjarðartungu Sig- urðssonar stúdents í Geitareyjum, sem Geiteyingar eru frá taldir. Vigdís var dóttir Jóns Þorgilssonar bónda í Hólkoti í Staðarsveit og er ættbogi hennar í Staðarsveit og víðar á Snæfellsnesi stór. Börn Hafliða og Steinunnar voru ellefu. Eftir lát Steinunnar átti Hafliði tvær dætur með bústýru sinni, Guðlaugu Sigríði Pálsdóttur, Láru Magneu og Ásdísi, sem báðar eru búsettar vestan hafs. Alsystkini Elísabetar voru: 1. Kristján Víglundur, f. 10. mars 1904, d. 16. júlí 1977, trésmiður á Hellissandi, kvæntur Guðmundsínu Sigurrós Sigurgeirsdóttur og eignuðust þau þijár dætur, Steinunni Rósborgu, Guðríði Geiru og Kristfríði. 2. Halldóra Elínborg, f. 23. apríl 1905, d. 15. maí 1949, húsfreyja á Hellissandi, átti Kristján Ágúst Bjarnason, sjómann. Þau áttu átta börn: Bjarneyju, Dagbjörtu, Haf- liða, Elsu Sigríði, Elsu Friðdísi, Ólínu, Sæmund og Guðmundu Jónu. Fyrir hjónaband átti hún dóttur, Steinunni, með Benóný Guðmundi Salomónssyni. 3. Þor- steinn, f. 27. mái 1906, d. 9. nóv- ember 1950, sjómaður, ókvæntur og barnlaus. 4. Sigriður Sesselja, f. 17. júní 1908, d. 1. ágúst 1984, húsfreyja í Ytri-Njarðvík, átti Einar Ögmundsson, vélstjóra. Börn þeirra: Þórveig Hrefna, Hafsteinn, Jóhanna Margrét, Trausti, Sól- mundur Tryggvi, Erna Sigríður og Sæmundur. 5. Sæma, f. 8. október 1910, d. 7. júlí 1941, húsfreyja á Hellissandi og víðar, átti Guðmund Breiðfjörð Jóhannsson, verkamann. Börn þeirra: Jóhanna Guðný, Erla og Hafsteinn. 6. Valdimar Friðrik Sæmundur Óskar, f. 11. október 1911, d. 21. september 1970, tré- smiður í Reykjavík, kvæntur Ljós- unni Jónasdóttur. Þau áttu tvö börn: Auði Hafdísi og Heiðar Stein- þór. 7. Jóhann Straumfjörð, f. 28. desember 1914, d. 11. janúar 1968, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Valgerði Sigurtryggvadóttur. Börn þeirra: Sigríður Steinunn, Hafliði Sigurtryggvi og Birgir Straum- fjörð. 8. Kristjana Vigdís, f. 31. janúar 1918, húsfreyja á Akranesi, gift Jóni Zophoniasi Sigríkssyni, sjómanni og verkamanni. Börn þeirra: Hrönn, Ester, Börkur og Þorsteinn. 9. Guðríður Jóhanna, f. 16. mars 1920, d. 25. júní 1978. Bjó með Birni Kristjánssyni, sjó- manni á Rifi. Börn þeirra: Haf- steinn Þórarinn, Kristný og Gudrún Alda. 10. Steinunn Hafdís, f. 14. október 1923, húsfreyja á Gríshóli í Helgafellssveit, síðar á Akranesi, gift Illuga Hallssyni, bónda Á Gríshóli. Börn þeirra: Sigríður ÓI- afía, Ingveldur og Hallur. Fyrir hjónaband átti Steinunn dótturina Kolbrúnu. Næsti bær við Bergsholtskot í Staðarsveit er Yfra-Lágafell í Miklaholtshreppi. Þar bjuggu móð- urforeldrar Elísabetar, Kristján Elíasson og Vigdís Jónsdóttir. Þangað fór Elísabet í fóstur árið 1912. Móðursystkini hennar frá Lágafelli ílentust öll í nágrenni bernskustöðvanna, Elías bjó í Arn- artungu og síðar á Elliða í Staðar- sveit, Ragnheiður Guðrún á Elliða, Borgarholti og Straumíjarðar- tungu, Miklaholtshreppi, Jófríður á Furubrekku í Staðarsveit og Jó- hann Magnús á Lágafelli. :Þú aldna sveitin yndislega og fríða, sem öllum þykir tíguleg að sjá, með fuglakvak og fossahljóminn þýða • og fiskivötnin himintær og blá. Á sumrin upp við hamrafjöllin háu, sér hjarðir dreifa um grösug beitilönd, en sólin kyssir bændabýlin smáu . og bárur kveða hátt við sendna strönd. Þannig lýsir Bragi Jónsson frá Hoftúnum Staðarsveitinni, þar sem Elísabet fæddist og bjó síðar. Hún giftist í júní 1935 Ingólfi Kára- syni, fæddur 27. mars 1903 á Saur- um í Helgafellssveit. Foreldrar hans voru Kári Magnússon, bóndi lengst á Haga í Staðarsveit og kona hans Þórdís Gísladóttir. Ing- ólfur og Elísabet hófu búskap í Haga 1935 í sambýli við foreldra Ingólfs. Ingólfur var dugnaðar- bóndi og mikill jarðabótarmaður. Reisuleg húsin á Haga stóðu á hól milli Hagavatns og Litlavatns, þar sem útsýni er gott yfir sveitina og til jökulsins. Árin í Haga voru mik- ill hamingjutími í lifi Elísabetar. Hún tók mikinn þátt í störfum Kvenfélagsins Sigurvonar í Staðar- sveit og mun hún hafa setið lengst samfellt í stjórn þess og um skeið var hún formaður. Eftir lát Ing- ólfs, 25. janúar 1956, fluttist Elísa- bet til Keflavíkur og átti hún heima þar ávallt síðan, nema síðustu árin er hún dvaldist á Garðvangi í Garði. Kjörbörn Elísabetar og Ingólfs eru: 1. Hreinn, f. 24. ágúst 1945, bifreiðastjóri í Keflavík, kvæntur Eygló Óskarsdóttur. Fostursonur Hreins er Styrmir Magnússon, f. 1975. 2. Halldóra, f. 5. febrúar 1951, húsfreyja í Mosfellsbæ. Fyrri maður hennar er Ólafur Rúnar Björgúlfsson og eiga þau þrjú böm: Elísabetu Björgu, f. 1967, Björgúlf Rúnar, f. 1969, og Ingólf Kára, f. 1983. Seinni maður hennar er Jón Guðmundsson, járnsmiður, (skildu). Þau eiga þrjú börn: Ernu Björk, f. 1976, Ingu Helgu, f. 1977 og Guðbjörgu Maríu, f. 1980. Elísabet og Ingólfur áttu tvö fósturbörn: a) Magdalena Margrét Kristjánsdóttir, f. 13. nóvember 1928, húsfreyja í Ólafasvík, gift Guðmundi Þórarinssyni, sjómanni. b) ÓlínaKristjánsdóttir, systurdótt- ir Elísabetar, f. 1937, d. 1954. Við sem áttum því lani að fagna að kynnast Elísabetu kveðjum nú góðan vin. Sárastur er missirinn börnunum tveimur og barnabörn- unum sem hugur hennar dvaldi svo oft hjá. Hreinn og Dóra, ykkur votta ég mína innilegustu samúð. Allir sem þekktu Betu frænku minnast hennar með virðingu og hlýjum hug. Þorsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.