Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGÚR' 8. JÚLÍ 1989
ÍÞRÚntR
FOLK
■ BAYER Leverkusen er nú á
eftir brasilíska landsliðsmanninum
Jorghino, sem er 24 ára miðjuleik-
maður. Framkvæmdastjóri félags-
BHg ins er nú í Brasilíu
FráJóni til að ræða við Jorg-
Haíldórí hino, sem er fyrirliði
Garðarssyni Brasilíumanna.
i V-Þyskalandi m DORTMUND
hefur keypt Michael Schulz, mið-
’Nörð Kaiserslautem á 58 millj. ísl.
króna.
■ TYRKNESKA félagið Be-
siktas er tilbúið að kaupa Norbert
Meier frá Bremen. Hann á að fá
7.2 millj. ísl. kr. í árslaun
■ ALAN Giresse, sem hefur
tekið við þjálfarastarfi hjá Borde-
aux í Frakklandi, vill ekki gera
nema eins árs samning við Manny
Kaltz, leikmann Hamburger, sem
upphaflega átti að fá tveggja ára
samning.
■ CHRISTOPH Daum, þjálfari
Köln, er harður við sína leikmenn.
Hann hefur ákveðið að sekta þá
um 30 þús. ísl. kr. fyrir hvert kíló
sem þeir bæta á sig í sumarfríinu.
■ BELGÍSKI landsliðsmaðurinn
Stephane Demol, sem hefur leikið
með ítalska félaginu Bologna, hef-
ur gengið til liðs við Porto í Porúg-
al.
■ ALEXANDER Czerniat-
ynski, markaskorari landsliðsmað-
ur Belgíu, er farinn frá Standard
Liege til Antverpen.
■ MALMÖ FF varð sænskur
bikarmeistari með því að leggja
Djurgarden, 3:0.
KNATTSPYRNA
Chris Waddle
til Marseille
Frönsku meistararnir greiða metupphæð fyrir hann
ENSKI landsliðsútherjinn,
Chris Waddle, er á förum frá
Tottenham til frönsku meistar-
anna Marseille fyrir ævintýra-
legt verð, 4,25 milljónir punda
(400 miljónir. ísl. kr.), að því
er umboðsmaður hans tilkynnti
í gær. Þetta er hæsta upphæð
sem greidd hefur verið fyrir
enskan knattspyrnumann.
Samningurinn verður formlega
undirritaður í næstu viku.
Hann er til fjögurra ára og gefur
Waddle sjálfum tvær milljónir
punda, auk bónsusgreiðslna.
Marseille, sem varð franskur
meistari í vor, hefur undanfarið ieit-
að dyrum og dyngjum að nýjum
FELAGSLIF
Framdagurinn
á sunnudaginn
Hinn árlegi Framdagur verður
haldinn á félagssvæði Fram við
Safamýri á morgun, sunnudaginn
9. júlí, en ekki í dag eins og sagt
var frá í gær. Framheimilið verður
opið frá kl. 11.30 til 17.30. Fram-
konur verða með kaffi og meðlæti
á boðstólum frá kl. 14.
leikmönnum. Á tímabili var nafn
Maradona nefnt í því sambandí en
ekkert varð af því að hann færi til
liðsins.
Kaupverðið, 4,25 milljón punda,
er langhæsta verð sem greitt hefur
verið fyrir enskan leikmann. Það
er nærri því einni milljón punda
hærri upphæð en Juventus greiddi
Liverpool fyrir Ian Rush á sínum
tíma en það var gamla metupphæð-
in.
Ómótstæðilegt tilboð
Terry Venables, framkvæmda-
stjóri Tottenham, hafnaði fyrir
þremur vikum tilboði frá Mareille
en eftir að tilboðin tóku að hækka,
ákvað hann að láta Waddle sjálfan
velja. Waddle stóðst ekki freisting-
una. „Mér hafði ekki komið í hugar-
lund að yfirgefa Tottenham en
mátti til með að taka tilboðinu
vegna þess sem það færir íjölskyldu
minni í framtíðinni", sagði Waddle,
sem er 28 ára gamall.
Mikið hefur verið um kaup og
sölur leikmanna hjá Tottenham
undanfarið ár. Nú síðast keypti lið-
ið Gary Lineker frá Barcelona fyrir
eina og hálfa milljón punda. Salan
á Waddle ætti því að geta rétt
hressilega við haliann á innkaupa-
reikningi Venables.
HANDKNATTLEIKUR
Hilmar og Guðmundur
með Eyjamönnum
Hilmar Sigurgíslason, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik úr
Víkingi og HK, hefur verið ráðinn þjálfari Vestmannaeyjarliðsins
í handknattleik. Hilmar tekur við starfi félaga síns úr Víkingi, Sigurð-
ar Gunnarssonar, sem fer til Bidasoa á Spáni.
Hilmar var í Vestmannaeyjum í vikunni, ásamt Guðmundi Alberts-
syni, hornamanni úr KR, sem hefur einnig gengið til liðs við Eyjamenn.
Chris Waddle fær ævintýralegt tilboð.
GOLF / MEISTARAMOT GOLFKLUBBANNA
Veðrið setur strik
í reikninginn
Hart barist á meistaramótum golfklúbbanna um allt land
J>AÐ er mikið um að vera hjá
kylfingum þessa dagana.
Síðasta miðvikudag hófust
meistaramót golfklúbbanna og
má því sjá golfkúlur á ferð og
flugi á golfvöllum hringinn í
kringum landið. Leiknar eru 72
holur á fjórum dögum og líkur
keppni víðast hvar í dag.
Keppendur á meistaramótunum
eru kylfingar á öllum aldri og
hjá flestum klúbbanna um að ræða
skemmtilega og spennandi keppni.
PUNKTAR
GOLF
■ NESKLÚBBURINN er með
góðan gest á meistaramótinu í
golfi. Sara Palmer, sem er íslensk
í aðra ættina, keppir sem gestur
og hefur mikla yfirburði í kvenna-
flokki. Sara hefur' 3 í forgjöf, en
enginn íslenskur kvenkylfingur hef-
ur svo lága forgjöf. I fyrra setti
Sara vallarmet á Nesvellinum, og
er ekki ólíklegt að hún bæti það nú.
■ TVEIR kunnir kappar beij-
ast um sigurinn í öldungaflokki á
.meistaramóti golfklúbbs Suður-
nesja. Þorbjörn Kjærbo, marg-
faldur Islandsmeistari, er í efsta
sæti en landsliðseinvaldurinn Jó-
hann R. Benediktsson fylgir fast
á eftir.
■ DAVÍÐ Oddsson, sem keppir
í unglingaflokki hjá golfklúbbnum
Keili, var nálægt því að fara holu
í höggi á 6. braut, en 10 cm mun-
aði að sá merki áfangi næðist
Veðrið hefur að vísu sett strik í
reikninginn og er því skor kylfinga
almennt nokkru lægra en í fyrra.
Keppni í Vestmannaeyjum hófst
ekki fyrr en á fimmtudag vegna
veðurs og eru keppendur þar því
einum degi á eftir.
Meistaramót golfklúbbanna er
síðasta stórverkefni kylfinga fyrir
íslandsmótið sem hefst í lok júlí.
Að þessu sinni er það golfklúbbur
Suðurnesja sem sér um framkvæmd
mótsins.
STAÐAN
Úrslit meistaraflokka á meistara-
mótinu eftir annan daginn eru sem
hér segir:
Golfklúbbur Reykjavíkur
Karlar:
1. Hannes Eyvindsson................152
2. KarlÓmar Jónsson.................154
3. Ragnar ólafsson..................157
4. -5. Gunnar Sigurðsson............159
4.-5. Sigurjón Arnarson..............159
6. EinarL. Þórisson.................162
7. Sigurður Hafsteinsson............165
8. -10. FransP. Sigurðsson..........167
8.-10. Viggó Viggóson................167
8. -10. Þorsteinn Hallgrimsson......167
Konur:
1. Steinunn Sæmundsdóttir...........175
2. Ragnhildur Sigurðardóttir........187
3. Jóhanna Ingóifsdóttir............195
Golfklúbbur Akureyrar
Karlar:
1. Björn Axelsson...................152
2. Viðar Þorsteinsson...............155
3. Björgvin Þorsteinsson............157
4. Örn Amarson......................158
5. -6. Kristján Hjálmarsson.........159
5.-6. Magnús Karlsson............... 159
7.-8. Halldór Rafnsson...............161
7.-8. Haraldur Ringsted............ 161
9. -10. Eiríkur Haraldsson..........165
9.-10. Þórhallur Pálsson.............165
Konur:
1. Jónína Pálsdóttir.................179
2. Inga Magnúsdóttir.................189
3. Ámý L. Amadóttir................ 196
4. Karólína Guðmundsdóttir...........215
5. Áslaug Stefánsdóttir..............216
Golfklúbbur Suðurnesja
Karlar:
1. Sigurður Sigurðsson...............153
2. Gylfi Kristinsson.................157
3. Hilmar Björgvinsson...............165
4. -6, Bjöm Skúlason.................168
4.-6. Páll Ketilsson..................168
4.-6. Sigurður Albertsson.............168
Konur:
1. Karen Sævarsdóttir................166
2. Eygló Geirdal................... 189
3. Gerða Halldórsdóttir............ 195
4. -5. Sigurbjörg Gunnarsdóttir......202
4.-5. Elín Gunnarsdóttir..............202
6. Kristín Sveinbjömsdóttir..........212
Golfklúbbur Vestmannaeyja
(staðan eftir 1. dag)
Karlar:
1. Jóhann Pálmason...................72
2. Sindri Óskarsson................ 73
3. Böðvar Bergþórsson................74
4. Magnús Þórarinsson.............. 76
5. -6. Haraldur Júlíusson............77
5.-6. Grétar Jónatansson..............77
7. Hallgrímur Júlíusson..............78
Konur:
1. Jakobína Guðlaugsdóttir...........85
2. Ásta Finnbogadóttir..............103
3. Kristín Harðardóttir.............106
4. Kristín Einarsdóttir.............107
5. Kristjana Ingólfsdóttir..........110
Golfklúbburinn Keilir
Karlar:
1. Tryggvi Traustason...............141
2. Úlfar Jónsson....................144
3. Hörður Amarson...................148
4. Björgvin Sigurbergsson...........149
5. Sveinn Sigurbergsson.............150
6. -7. Guðbjörn Ólafsson............152
6.-7. Guðmundur Sveinbjömsson........152
8. -9. Magrnús Birgisson............153
i 8.-9. Arnar Már Olafsson..............153
Sigurður Sigurðsson.
Konur:
1. Þórdís Geirsdóttir...................162
2. Alda Sigurðardóttir..................165
3. Kristfn Þorvaldsdóttir...............169
4. Kristín Pálsdóttir...................172
Nesklúbbur
Karlar:
1. Jón Haukur Guðlaugsson.............145
2. Gunnlaugur Jóhannsson..............148
3. Jóhannes Gunnarsson................154
4. Friðþjófur Helgason................155
5. Jón Ólafsson.......................157
6. Óskar Friðþjófsson.................158
Konur:
1. Anna Einarsdóttir..................199
2. Kristine Eide......................204
3. Jóhanna Jóhannsdóttir..............205
4. Áslaug Bemhöft................... 208
Steinunn Sæmundsdóttir.
Fyrirtækja-
keppni GSÍ
Fyrirtækjakeppni Golfsam-
bands Islands fer fram föstu-
daginn 14. júlí. Keppnin fer
fram á velli Keilis í Hafnar-
firði. Keppt verður í tveggja
manna liðum eftir Bogey-
stigafyrirkomulagi og hafa
keppendur fulla forgjöf.
Glæsileg ferðaverðlaun verða
í boði. Þátttökutilkynningar
þurfa að berast til GSÍ sem
fyrst.