Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 48
Fógeti úr-
skurðar
tryg-ging--
arbréf Olís
verðlaus
Eru 298 milljónir
króna að nafnvirði
1 GÆRDAG úrskurðaði borgar-
fógeti 102 tryggingarbréf, sem
Olís lagði fram til tryggingar
fyrir kröfú Landsbankans á
hendur félaginu, verðlaus til
tryggingar. Bréfin eru samtals
metin á rúmar 298 milljónir
króna. Olís áfrýjaði þessum úr-
skurði borgarfógeta umsvifa-
laust til Hæstaréttar.
Aðrar tryggingar sem Olís lagði
fram til viðbótar þeim, sem áður
lágu fyrir og höfðu verið metnar á
210 milljónir, munu virðingarmenn
meta á næstunni. Flest fyrrnefndra
tryggingarbréfa hafði Olís áður lagt
fyrir borgarfógeta sem tryggingu,
en þau verið úrskurðuð verðlaus
vegna formgalla og þess að þau
voru óþinglýst. Þeim úrskurði fóg-
^^eta hnekkti Hæstiréttur eftir að
^^Olís hafði áfrýjað, en fyrirtækinu
var gert að lagfæra formgalla bréf-
anna áður en þau væru aftur tekin
til greina sem trygging.
Sjá nánar um Olísmálið á bls. 19.
Hæstiréttur:
Varðhalds-
úrskurður
staðfestur
^ HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
úrskurð Sakadóms Reykjavíkur
um gæzluvarðhald yfir mannin-
um, sem játar að hafa lent í átök-
um við mann, sem lézt daginn
eftir. Maðurinn mun sitja í varð-
haldi til 14. júlí.
Maðurinn, sem iézt, hét Sig-
hvatur Andrésson. Hann var fertug-
ur að aldri og bjó hjá foreldrum
sínum.
Konungur
pantaði tvö
verk eftir
Baltasar
JÓHANN Karl Spánarkon-
ungur bað Baltasar listmálara
að vinna fyrir sig tvö listaverk
og senda sér til Spánar. Balt-
asar, sem var fylgdarmaður
konungs meðan á heimsókn
hans hingað til lands stóð, er
í sjálfsvald sett hvert við-
fangsefhi verkanna verður,
annað en það að þau skulu
tengjast íslandi á einhvern
hátt.
„Konungur ítrekaði þessa bón
sína áður en hann hélt af landi
brott," sagði Baltasar í samtali
við Morgunblaðið. Hann sagði
að konungur hafi verið afskap-
lega alúðlegur og afslappaður í
samskiptum meðan á heimsókn-
inni stóð. Aðspurður sagðist
Baltasar enga ákvörðun hafa
tekið hver yrðu viðfangsefni
verkanna.
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Drottningin mikill dýravinur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varla eru þeir margir íslensku hvuttarnir sem kom-
ið hafa í fang drottningar. Soffía Spánardrottning
er mikill dýravinur, klappaði folöldum og seppum
þegar konungshjónin heimsóttu tamningastöðina
Dal- í Mosfellssveit í gærmorgun ásamt fríðu föru-
neyti. Þaðan hélt hópurinn að Nesjavallavirkjun og
Þingvöllum, þar sem forsætisráðherra bauð til há-
degisverðar. Spænsku gestirnir flugu af landi brott
klukkan sextán í gærdag.
Sjá frásögn af heimsókninni á bls. 14 og 15.
Iceland Seafood Ldt.:
Söluaukning
21%fyrstu
6 mánuðina
SALA Iceland Seafood Ltd., fisk-
sölufyrirtæki Sambandsins í Evr-
ópu, jókst um 21% að magni til
fyrstu sex mánuði þessa árs mið-
að við sama timabil á síðasta
ári. Verðmæti jókst minna eða
um 16%.
Iceland Seafood Ltd. seldi 13.300
tonn af fiski fyrstu sex mánuðina
á móti 11.000 tonnum á síðasta
ári, samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Á. Sigurðssonar forstjóra fyr-
irtækisins. Verðmætið var 21,8
milljónir sterlingspunda á móti 18,8
milljónum á sama tíma í fyrra.
Söluaukning varð 18% í Bret-
landi, 17% í Frakklandi og 34% í
Þýskalandi á tímabilinu. Sigurður
sagði að stöðug söluaukning hefði
verið milli ára hjá Iceland Seafood
Ltd. og fiskútflutningur á vegum
fyrirtækisins væri nú yfir 50% af
heildarútflutningi Sambandsins.
Iceland Seafood Ltd. hefur aðal-
skrifstofu í Hull í Bretlandi. Sölu-
skrifstofur eru í Þýskalandi og
Frakklandi. Fyrirtækið selur aðal-
lega fryst flök til verksmiðja og
veitingastaða en er nú að hefja
sölu á smásölupakkningum sem
þróaðar hafa verið í þróunarstöð
Sambandsins og framleiddar í
frystihúsum þess.
„Við erum mjög vongóðir um að
þetta skili miklum árangri á næst-
unni og auki mjög arðsemina heima
á íslandi. Við erum þegar komnir
með samning upp á hálfa milljón
sterlingspunda sem verið er að af-
greiða. Og tilraunir í Frakklandi
og Þýskalandi lofa mjög góðu,“
sagði Sigurður Á. Sigurðsson.
Flugfreyjudeilan:
Sáttafundi
frestað
Sáttafundi í deilu Flugfreyjufé-
lags Islands og Flugleiða var
frestað um kvöldmatarleytið í
gær og hefst hann aftur hjá ríkis-
sáttasemjara klukkan 10 í dag.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari sagði við Morgunblað-
ið í gærkvöldi að enn bæri töluvert
á milli í deilunni.
Flugvirkjar samþykktu samning
sinn við Flugleiðip í atkvæða-
greiðslu á fimmtudagskvöld.
Islenzk lífferi gætu bjarg-
að 6 til 7 mannslífum á ári
- segir dr. Magdi Yacoub, sem grætt hefur líffæri í tvo Islendinga
DR. MAGDI Yacoub, þekktasti hjartaskurðlæknir Breta, segist myndu
líta á það sem framfaraspor, að íslenzkri löggjöf yrði breytt til samræm-
is við það, sem annars staðar gerist, þannig að fólk verði úrskurðað
látið er heilinn er hættur að starfa. Þá væri hægt að taka önnur líffæri
lifandi úr hinum Játna og græða í aðra, sem þurfa þeirra lífsnauðsyn-
lega með.
Dr. Yacoub segir í viðtali, sem
birtist í Morgunblaðinu í dag, að ís-
lendingar geti búizt við að hér á landi
falli til nothæf líffæri úr fjórum til
fimm látnum á ári. „Það gæti engu
að síður bjargað sex til sjö mannslíf-
um, ef við reiknum með því að fá
til dæmis eitt hjarta, tvö lungu, nokk-
ur nýru og lifur, segir dr. Yacoub.
„Það óskar enginn þess að fólk
lendi í slysum og deyi heiladauða.
Engu að síður gerist það, og úr þessu
látna fólki má fá nýtileg líffæri. Sem
stendur er þessum líffærum fleygt.
Þetta er siðfræðilegt vandamál, sem
verður að takast á við; hvernig er
hægt að láta ónotuð líffæri, sem
gætu bjargað mannslífum — hrein-
lega kasta þeim á glæ,“ segir skurð-
læknirinn.
Dr. Magdi Yacoub græddi lungu
og hjarta í Halldór Halldórsson
snemma á síðasta ári. Fyrir nokkrum
vikum græddi hann hjarta í Helga
Einar Harðarson. Hann segir að það
hafi glatt brezka lækna að geta
hjálpað íslenzku piltunum, og helzt
vildu þeir hjálpa sem flestum. Þeir
myndu meta það mikils ef íslenzkur
almenningur legði líffæri af mörkum.
Samstarf lækna, stjórnvalda og al-
mennings sé nauðsynlegt til þess að
svo megi verða.
Fyrir nokkrum vikum skrifaði
Yacoub íslenzkum hjartalæknum fyr-
ir hönd Brezku hjarta- og lungna-
stofnunarinnar og bað þá um aðstoð
við að fá íslenzk líffæri send til Bret-
lands. Hann segir að mikill skortur
sé nú á líffærum til ígræðslu í Bret-
landi, þótt það færist í vöxt að líffæri
fáist gefin.
Sjá viðtal við dr. Magdi Yacoub
á bls. 12.