Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 1

Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 1
64 SIÐUR B/C 157. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sumarhlé á viðræðum um hefðbundin vopn; Bjartsýni á samn- inga á næsta ári Vín. Reuter. sumarhlé fram til 7. september. Fulltrúar Varsjárbandalagsins fóru heim með nýjar tillögur NATO, sem voru tilbúnar fyrr en ætlað var. Höfundar þeirra segja þær sýna vilja NATO til að ná skjótum árangri, en samþykkt var á leiðtogafundi NATO í lok maí að freista þess að slíkur samningur yrði tilbúinn innan 6-12 mánaða. Samningamenn Varsjár- bandalagsríkja sögðu hins vegar í gær að ekkert nýtt væri í tillögum NATO. í tillögunum felst, að NATO skeri flugher sinn á samningssvæðinu, sem nær frá Atlantshafi til Úral- fj'alla, niður um 15% en Varsjár- bandalagið um rúm 50%. Niðurstað- an verði 5.700 orrustuflugvélar hjá hvorum og 1.900 árásarþyrlur. Forsvarsmenn Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og Varsjár- bandalagsins segja að hægt eigi að vera að ná samkomulagi um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu á næsta ári. Menn eru sammála um að viðræð- umar, sem hófust í Vín í lok mars hafi gengið vel, en í gær var tekið Getnaðarvarnir; Ekkijafii- öruggar og talið var Francois Mitterrand Frakklandsforseti og George Bush Bandaríkjaforseti stinga saman nefjum á Troca- dero-torgi í Paris, þegar tekin var mynd af þeim 30 þjóðhöfðingjum, sem komnir eru til borgarinnar til að halda upp á byltingarafmælið. Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims í París; Skuldir þriðja heimsins og mannréttindi efst á 200 ára afmælis frönsku stjórnarbyltingarinnar minnst París. Daily Telegraph og Reuter. FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims — Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Italíu, Japans, Kanada og Vestur-Þýskalands — hefst í París í dag, en þar standa nú yfír mikil hátíðarhöld vegna 200 ára byltingarafinælis Frakklands. I gær fór þó lítið fyrir viðræðum leiðtoganna vegna ágreinings franskra stjórnvalda við Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands, en hún hefur látið í ljós mjög ákveðn- ar efasemdir um framlag frönsku sljórnarbyltingarinnar til mannrétt- inda. Almenningur í París virðist fylgja stjórnvöldum að málum, því mannfjöldi gerði hróp að Thatcher þegar hún kom fram ásamt meira en 30 öðrum þjóðarleiðtogum við Challiot-höll á Signubökkum. Hinum leiðtogunum var hins vegar ákaft fagnað. New York-borg. Reuter. FRAM kemur í nýrri rannsókn, að getnaðarvarnir bregðast mun oftar en talið hefur verið til þessa. Samkvæmt rannsókninni stafa 43% þeirra getnaða í Bandaríkjunum, sem ekki var ætlast til, af því að getnaðarvarn- ir brugðust. í Bandaríkjunum verða árlega um 3,4 milljónir kvenna þungaðar, án þess að það hafi verið ætlunin. 1,5 milljónir þeirra nota einhvers konar getnaðarvarnir við samfarir. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn, sem gerð var af Alan Guttmacher-stofnuninni í New York-borg, en hún helgar sig mann- talsrannsóknum. Niðurstöðurnar þykja ekki síst áhugaverðar nú, þar sem endi er bundinn á um helming þessara þungana með fóstureyð- ingu. Samkvæmt rannsókninni urðu 6% þeirra kvenna, sem notuðu pill- una, og 14% þeirra, sem notuðu smokkinn við samfarir, þungaðar á fyrstu 12 mánuðum getnaðarvarna- notkunarinnar, en 16% þeirra kvenna, sem notuðu lykkjuna, og 26% þeirra, sem notuðu sæðisdrep- andi krem. Þau mál, sem helst verða til um- ræðu á leiðtogafundinum, eru skuld- ir þriðja heimsins, baráttan gegn mengun og viðbrögð við fjöldamorð- um kínverska alþýðuhersins á Torgi hins himneska friðar í síðasta mán- uði. Þá verða mannréttindamál sér- staklega tekin fyrir, ekki síst vegna byltingarafmælisins, en Frakkar hafa lagt áherslu á að tengja það mannréttindabaráttu. Leiðtogar þriðja heimsins fjöl- menntu til Parísar til þess að verða viðstaddir hátíðarhöldin, en notfærðu sér tækifærið og héldu eigin leið- togafund, þar sem skuldabaggi þeirra var sérstaklega ræddur. Þá tókst leiðtogunum að fá Frakka til þess að styðja hugmynd þeirra um „norður-suður“-leiðtogafund, sem væntanlega yrði haldinn næsta vor, ef af verður. Talið er að leiðtogar iðnríkjanna sjö reyni að finna leiðir til þess að létta skuldabyrði þriðja heimsins, sem nemur um 1.300 milljörðum Bandaríkjadala. Varla er annað talið koma til greina en niðurfelling vaxta að einhverju leyti, eða samningar um frystingu á endurgreiðslum. Talið er að deilur iðnríkjanna sjö um viðbrögð við fjöldamorðunum í Kína séu að mestu leystar. Frakkar lögðu áherslu á hörð viðbrögð, en Japanir vöruðu hins vegar við því að Kína yrði einangrað og sögðu Suðaustur-Asíu ekki mega við slíku. Talið er að leiðtogarnir samþykki harðorð mótmæli, en láti vera að grípa til harðra aðgerða á borð við viðskiptabann. Francois Mitterrand Frakklands- forseti ákvað að mannréttindi yrðu þungamiðja leiðtogafundarins og byltingarafmælishátíðarhaldanna, en Thatcher hefur gert lítið úr framlagi stjórnarbyltingarinnar 1789 til mannréttinda í viðtölum við franska fjölmiðla. Segir hún byltinguna tengdari ógnarstjórninni, sem á eftir fylgdi, og hugmyndafræði kommún- ismans seinna meir. Þá bendir hún á að mannréttindi hafi þegar verið tryggð á Bretlandi 1215 með frelsis- baugi skránni og löngu fyrr í Grikklandi til foma. Ónafngreindir breskir stjórnarerindrekar segja Thatcher una því illa hvernig Mitterrand hafi ætlað að gera mannréttindi að ein- hverri einkaeign Frakka og því látið hafa þetta eftir sér. Þetta hefur að vonum mælst illa fyrir í Frakklandi og þótti skyggja nokkuð á undirbúning hátíðarhald- anna og leiðtogafundarins. Reuter 56 milljarðar til hreinsunar Adríahafsins Fulltrúadeild ítalska þings- ins samþykkti í gær að verja sem svarar 56 milljörðum ísl. króna til að hreinsa Adría- hafið en þörungaplágan sem heijar á strendur landsins heftir valdið ferðamannaiðn- aði á Italiu gifurlegu tjóni. Hreinsunarátakið á að standa í þrjú ár en ljárveit- ingin á eftir að hljóta sam- þykki öldungadeildarinnar. Á myndinni að ofan sjást sjávarlíffræðingar taka sýni úr „Gulu froðunni". Grikkland; Papandreou kvænist um leið og hneykslisrannsókn hefst Hann skildi við síðustu eiginkonu sína tveimur dögum fyrir kosning- ar í síðasta mánuði. Brúðhjónin eiga bæði tvö hjónabönd að baki. Hin nýja ríkisstjórn Grikklands svipti í gær ráðherra síðustu ríkis- stjórnar friðhelgi og var hafist handa við að rannsaka fjárreiður Nikos Athanasopoulos, fyrrver- andi aðstoðarefnahagsmálaráð- herra. í næstu viku er fyrirhugað að taka fyrir mál Papandreous og fjögurra hæstsettu ráðherra hans vegna bankafjárdráttar, en jafnvirði meira en 11.600 milljóna íslenskra króna vantar í kassann. Apeiiu. iveuiei. ANDREAS Papandreou, fyrr- verandi forsætisráðherra Grikklands, kvæntist í gær Dimitru Liani, 34 ára gamalli flugfreyju, en sama dag til- kynnti hin nýja ríkisstjóm íhaldsmanna og kommúnista, að hafin væri rannsókn á meintri spillingu sósíalista- stjórnar Papandreous, en hún sat í átta ár. Papandreou er sjötugur. Ástarsamband Papandreous og flugfreyjunnar hefur staðið yfir í þijú ár, en forsætisráðherrann fyrrverandi var kvæntur fyrir. Reuter Andreas Papandreou, fyrrver- andi forsætisráðherra, ásamt Dimitru Liani, brúði sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.