Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Umferðarslys í Svíþjóð: Rætt um að lækka há- markshraða enn frekar Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara DAUÐSFÖLLUM af völdum um- ferðarslysa og drukknunar Qölg- ar hratt í Svíþjóð, að því er bráð- birgðatölur opinberra skýrslna Umferðarmálaráðs sýna. Um- ferðarslysum íyrstu sex mánuði ársins heftir fjölgað um 15% mið- að við sex mánuðina þar á undan Fiskveiðar EB: Dregið úr síldveiðum Brussel. Frá Kristófer M. Kristins- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins (EB) hefur lagt til við ráðherranefnd þess að árlegt bann við síldveiðum við suðvestur- strönd Irlands verði látið ná til stærra svæðis en áður, jafhframt leggur fram- kvæmdasfjórnin til að þorskkvótar innan lögsögu EB-ríkjanna verði stækkaðir. Það er samkvæmt tilmælum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) að friðun hrygningar- stofns síldarinnar er látin ná til stærra svæðis en áður. Hins vegar leggur vísindanefnd bandalagsins til stækkun þroskkvóta um 700 tonn sem verður skipt á milli aðildarríkj- anna í hlutfalli við upphaflega kvóta þeirra. Morgunbiaðsins. og nær 400 manns týndu lífi í þeim. Einnig drukknuðu nokkru fleiri en áður eða 84. Enda þótt hámarkshraði hafi verið lækkaður í 90 km tímabilið 22. júní til 20. ágúst virðist það ekki hafa áhrif á slysatíðnina. Tölur um 15% íjölgun umferðarslysa segja auk þess ekki alla söguna; venjulega reyna aðilar að gera upp málin án afskipta lögreglu. Dauðaslysum í umferðinni fjölg- aði um árabil fram til 1967 er breytt var yfir í hægri umferð en fækkaði síðan hratt til ársins 1982 er 600 manns fórust. Gert er ráð fyrir að allt að 800 manns týni lífi á þessu ári sem þá verður mesta manntjón frá 1966. Bílaframleiðsla hefur tekið miklum framförum og ungir ökumenn nota oft tækifærið ,til að aka eins hratt og hægt er, án nokkurs tillits til annarra öku- manna. í sumarlok mun ríkisstjóm- in ákveða hvort hámarkshraði verð- ur lækkaður enn frekar og jafn- framt hvort 110 km hámarkshraði verður aðeins leyfður á hraðbraut- um. Slysum af völdum dmkkinna ökumanna hefur einnig ijölgað mik- ið; oft er bílum ekið út af að nætur- lagi á mikilli ferð og verða farþegar illa úti. Óhöpp á skemmtibátum verða oftast af völdum drykkjuskapar og of mikils hraða. Fólk í sólbaði og við aðra iðju á ströndunum verður oft fyrir slysi af völdum báta sem siglt er á fullri ferð upp á land. Lifði afskotárás ímóðurkviði Reuter Þessi litla stúlka fæddist með byssukúlu í brjóstinu síðasta laugardag eftir móðirin var skotin í kviðinn af árásarmanni sem reyndi að þröngva henni inn í bíl sinn. Læknar telja það kraftaverk að bamið skyldi lifa skotárásina af en bæði móður og dóttur líður eftir atvikum vel. Yfírlýsing Mandela: Hvetur stjórnvöld til að ræða við Afííska þjóðarráðið ísraelsk stjórnvöld: Dananum verður sleppt að lokinni rannsókn Kaupmannahöfn. Reuter. ÍSRAELSK stjómvöld ætla að leysa dönsku konuna Ullu Lyngs- by úr haldi um leið og rannsakað hefur verið til fulls hvort hún hafi steftit öryggi Israela í hættu, að því er talsmaður israelska sendiráðsins í Kaupmannahöfii skýrði frá i gær. Lyngsby var handtekin á laugar- dag er hún kom til Ben Gurion- flugvallar og úrskurðuð í gæslu- varðhald. Dómstóll dæmdi hana síðan á mánudag í ellefu daga ein- angrun meðan á rannsókninni á máli hennar stæði. „Það er öruggt að Lyngsby verð- ur látin laus og send heim til Dan- merkur þegar lögreglan hefur lokið rannsókn sinni,“ sagði talsmaður ísraelska sendiráðsins. Hann sagði að ísraelska lögreglan hefði undir höndum gögn, sem tengdu hana við Fatah-hreyfinguna innan Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO).. Hvorki ísraelskir né danskir emb- ættismenn vildu upplýsa um hvað konan er sökuð. Talsmenn danska utanríkisráðu- Japan: Sjávargos og jarðskálftar Tókíó. Reuter. ELDGOS hófst í sjó um 150 kíló- metra suðvestur af Tóklo í gær og fylgdu því miklar jarðskjálfta- hrinur, að sögn Veðurstofu Jap- ans. Að sögn japanska ríkisútvarpsins fylgdist fólk með gosinu úr landi og sáust reykjarbólstrar stígá til himins. Neðansjávareldfjallið er um einn kílómetra úti fyrir stöndum Izu-skagans. Þar hafa verið miklar jarðhræringar frá því seint í júní og slösuðust 18 manns í stærsta skjálftanum, sem varð á síðastliðinn sunnudag. neytisins kváðust telja að Lyngsby yrði látin laus næstkomandi föstu- dag eftir að rannsókninni væri lok- ið. Lyngsby sem er 25 ára að aldri, er vanfær og í sambúð með Pa- listínumanni. Jóhannesarborg. Reuter. ISMAIL Ayob, lögfræðingur blökkumannaleiðtogans Nel- sons Mandela, telur litlar líkur á því að Mandela verði látinn laus úr haldi fljótlega þrátt fyr- ir fund hans með P. W. Botha, forseta Suður-Afríku, í síðustu viku. Ayob telur að fundinn hafi leitt af deilu innan Þjóðar- fiokksins. A miðvikudagskvöld sendi Mandela firá sér yfirlýs- ingu þar sem hann hvatti stjórnvöld í Pretoríu til þess að hefja viðræður við samtök sín, Afríska þjóðarráðið, og önnur samtök sem berjast gegn að- skilnaðarstefhu stjórnvalda. Aðrir blökkumannaleiðtogar hafa brugðist fálega við yfirlýs- ingu Mandela og telja að fundur hans og Botha hafi verið auglýs- ingabrella af hálfu stjómvalda. Ismail Ayob telur hins vegar að nú eigi stjómvöld næsta leik. Hann segir að Mandela telji per- sónulegt frelsi sitt skipta litlu í samanburði við frelsi allrar þjóðar- innar. En þótt Ayob sé svartsýnn á að Mandela verði látinn laus fljótlega eftir 26 ára fangelsisvist, þá eru margir stjórnmálaskýrend- ur á öðru máli. „Mér sýnist allt benda til að Mandela verði leystur úr haldi tveimur til þremur dögum eftir kosningamar í haust,“ sagði David Walsh prófessor í stjóm- málafræði við háskólann í Höfða- borg. Andries Treurnicht, leiðtogi íhaldsflokksins, sagði atburði síðustu daga vera undanfara þess að Mandela yrði látinn laus. Hann benti á að yfirlýsing Mandela hefði verið birt þrátt fyrir að það væri yfirlýst stefna dómsmálaráðher- rans Kobie Coetsee að fangar fengju ekki að gefa út neinar yfir- lýsingar til íjölmiðla. Talsmenn suður-afríska kirkju- ráðsins sögðust fagna því að Mandela vildi leggja sitt af mörk- um til að friður mætti ríkja í landinu en töldu að fundur Botha og Mandela hefði einungis verið vandlega tímasett kænskubragð stjórnvalda. Nú þyrfti stjórnin að sýna friðarvilja sinn í verki. Ástralía og Nýja Sjáland: Hvorir horfa á endanum öfimd- araugum yfir Tasman-sund? VEGNA legu landsins á jarðar- kringlunni eru Nýsjálendingar jaftian fyrstir á fætur til að fagna nýjum degi en svo er þó komið, að sumir eru farnir að gerast dálí- tið langeygir eftir döguninni. Þeg- ar Verkamannaflokkur Davids Lange komst til valda fyrir fimm árum voru hin ftjálsu markaðsöfl hafin til vegs og virðingar og því lofað, að árangurinn myndi ekki láta á sér standa. Það hefiir þó ekki gengið eftir enn sem komið er. Þjóðarframleiðsla er nú minni en 1985 og atvinnuleysið hefiir rokið úr 3% í rúm 10%. Nýsjálend- ingar horfa því nokkrum öftmdar- augum yfir Tasman-sundið, til Astraliu. Verkamannaflokkurinn þar heftir líka látið sum sósilisku steftiumálin í skiptum fyrir önnur hægrisinnaðri en bara farið miklu hægar í sakirnar. í Ástralíu er mikill uppgangur í eftiahagslífinu. Af þessu er auðvelt að álykta sem svo, að Nýsjálendingar hafi gengið of langt en það er ekki rétt. Þeir fóru ekki rétta leið að markinu. Fram til 1984 voru allt umvefj- andi vemdarstéfna, höft og miðstýr- ing meiri í Nýja Sjálandi en nokkru öðru OECD-ríki. Verðlagshömlur, háir tollar og niðurgreiðslur veittu þjóðarauðnum í arðlausan atvinnu- rekstur og miklir skattar löttu fólk til að leggja hart að sér. Á þessu hefur orðið mikil breyting. Ríkis- stjórnin lækkaði hæsta skattþrepið um helming, niður í 33%, og útrýmdi skattundanþágum með þeim afleið- ingum, að nýsjálenska skattkerfið er það einfaldasta og eðlilegasta, sem um getur. Niðurgreiðslum í land- búnaði og öðrum atvinnurekstri var að mestu hætt, tollmúramir lækkað- ir og ríkisfyrirtæki seld. Árangurinn af þessum róttæku aðgerðum hefur verið mjög góður að sumu leyti. í fyrsta sinn í 15 ár er verðbólgan í Nýja Sjálandi komin niður fyrir OECD-meðaltalið og halli á greiðslujöfnuðinum hefur minnkað verulega. Þetta hefur þó verið greitt dýru verði, með efnahagslegum sam- drætti, gjaldþrotahrinu og atvinnu- leysi. Almennir kjósendur era heldur ekki hrifnir og skoðanakannanir benda til, að Verkamannaflokkurinn muni tapa í kosningunum á næsta ári. Flokkurinn er líka klofínn. í des- ember sl. rak David Lange höfuð- smið efnahagsaðgerðanna, Roger Douglas fjármálaráðherra, úr emb- ætti. Síðan þá hefur dregið úr hraða efnahagsumbótanna; sumir á vinstri væng flokksins vilja snúa þróuninni við. í Ástralíu á hinn bóginn hefur stjóm Verkamannaflokksins látið vera umbætur á smærri hagrænum þáttum. Hæsta þrep tekjuskattsins er enn sem fyrr hátt eða 47%. Kom- ið hefur verið í veg fyrir áform um einkavæðingu og margar fram- leiðslugreinar eru enn vemdaðar fyr- ir samkeppni. > Samt sem áður blómstrar ástralskt efnahagslíf á meðan efnahagur Nýja Sjálands hef- ur staðnað. Landsframleiðsla i Ástr- alíu hefur að meðaltali aukist um rúm 3% á ári undanfarin þijú ár og hagn- aður fyrirtækja hefur ekki verið meiri í 20 ár. Efriahagurinn látinn brokka En horfa verður til lengri tíma. Það er sama hversu gigtarsjúkur efnahagurinn er — ef eftirspum er hleypt á stökk þá tekst að láta hann brokka. Frá mars í fyrra til mars á þessu ári jókst innanlandsneysla um 8% í Ástralíu, innflutningur óx um 21% en útflutningur stóð í stað, sem olli því að greiðslujöfnuður við á við- skiptum við útlönd hefur aldrei verið óhagstæðari. Ríkisstjómin fram- fylgdi þenslustefnu í peningamálum sem var meiri en afgangur á ríkis- sjóði gaf tilefni til. Til þess að draga úr eftirspurn heíur ástralska stjórnin neyðst til að hækka vexti. Þeir eru nú nærri 20% og teljast hinir hæstu hjá ríkari þjóðum. Þar með er hætta á að dragi úr fjárfestingum sem myndi draga úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og viðleitni til að auka fjölbreytni þess. Þess vegna er ólík- legt að vaxtarkippurinn í Ástralíu endist. Án endurskipulagningar verður ástralska þjóðarbúið mjög við- kvæmt fyrir næstu verðlækkunum á framleiðsluvöru þess. Á Nýja Sjálandi eru skilyrði til langtímavaxtar mun betri. Fráhvarf frá miðstýringu verkar sem hvati á fjármagn og mannafla til að streyma inn í greinar þar sem landið nýtur yfirburða í samanburði við önnur lönd. Einmitt núna á sér slík þróun stað og hún færir Nýsjálendingum þá möguleika að halda við vexti án verðbólgu. Þetta á við jafnvel þótt Evrópubúar og Bandaríkjamenn sýni hlutdrægni og greiði niður afurðir eigin bænda og komi þannig í veg fyrir að Nýsjálendingar njóti ávaxt- anna af forskoti sínu í landbúnaði. Röng röð aðgerða Hafi Nýsjálendingum orðið á mis- tök þá eru þau ekki í því fólgin að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.