Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 44

Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 44
SJÓVÁODÁLMENNAR llllllll rílAG FÓLKSINS tfgtmfclfifeifr EINKAfíE/KNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM m __________________Má FOSTUDAGUR 14. JULI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Morgunblaðið/RAX Heyskapurá Suðurlandi hins ítrasta. Höfuðborgarbúar fóru að mestu varhluta af góðviðr- inu, því hitinn komst hæst í 13 stig í Reykjavík í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands er sömu sögu að segja um næstu daga, skýjað að mestu á Suðvesturlandi, en blíðviðri og heiðskírt annars staðar á landinu og hiti síst minni en í gær. Engin próf eru hér á landi vegna eyðniveirunnar HTV-2 MIKIÐ blíðskaparveður ríkir um mest allt. land þessa dagana, og varð hitinn í gær mestur rúmlega 21 gráða á Akureyri, en var viða um 20 stig. Þegar Morgunblaðsmenn flugu yfir Suður- land í gærdag stóð heýskapur sem hæst á öllum bæjum, og fór ekki á milli mála að bændur þar notfæra sér veðurblíðuna til Grindavík: Fjórhjóli ekið á lög- reglubifreið Grindavík. NOKKUÐ hefur borið á akstri fjórhjóla í Grindavík undanfarið. Fyrir stuttu olli ökumaður fjór- hjóls skemmdum á skjólgarði við knattspyrnuvöll, sem nýbúið var að sá grasfræi í. í fyrrakvöld lenti lögreglan í eltingaleik við fjór- hjólamann, sem gerði sér lítið fyr- ir og ók utan í lögreglubifreiðina. Að sögn Hrafns Ásgeirssonar lög- regiumanns ók hann lögreglubifreið- inni samsíða fjórhjólinu er ökumaður þess ók á horn bílsins og fram fyrir ^ hann. Hrafn kvaðst hafa hætt eftir- för skömmu síðar, þegar fjórhjólinu var ekið út fyrir veg. Unnt var að bera kennsl á ökumann fjórhjólsins, sem var sextán ára unglingur á óskráðu hjóii. Ægir Ágústsson varðstjóri sagði við Morgunblaðið að lögreglan fengi fjölda fyrirspurna um hvar mætti vera á fjórhjólum, en þau væru alfar- ið bönnuð á Suðurnesjum. FÓ Mývatnssveit: Tilraunmeð rjúpnaeldi KÁRI Þorgrímsson í Garði í Mý- vatnssveit gerði fyrir skömmu til- raun með rjúpnaeldi. Hann safnaði samtals níu eggjum úr þrem hreiðrum, en um tíu egg voru í hveiju hreiðri, og eggjunum ung- aði hann síðan út í útungunarvél. Ungarnir drápust skyndilega þeg- ar þeir voru sex sólarhringa gaml- ir, en Kári hafði alið þá á kjúkl- ingafóðri. „Mér datt í hug að prófa þetta í einhveijum vitleysisgangi, en hugs- unin á bak við þetta var að kanna hvort hægt væri að ala ijúpur á sama hátt og til dæmis gæsir og endur. Helst hef ég grun um að fóðrið sem ungarnir fengu hafi ekki verið nógu gott og þeir hafi drepist af þeim sökum. Eg geri ekki ráð fyrir að reyna þetta á nýjan leik, að minnsta kosti ekki fyrr en ég hef aflað mér frekari vitneskju um hvernig best væri að standa að fóðruninni," sagði Kári. EYÐNIVEIRAN HIV-2 fannst | árið 1986 og hefur útbreiðsla hennar verið í Vestur- og Mið- Afríku en nokkur tilfelli hafa síðan greinst í Evrópu og I Bandaríkjunum. í álitsgrein for- I sljóra Norrænu bióðbankanna kemur fram að útbreiðslan gefi ekki tilefhi til að taka upp skylduprófun vegna veirunnar I á Norðurlöndum þrátt fyrir að þar hafi hún greinst í nokkrum tilvikum, þar sem við prófun fyrir HIV-1 greinist HIV-2 í 60 til 70% tiivika. Haraldur Briem, lyflæknir á Borgarspítalanum, telur að ekki sé stætt á öðru en taka upp próf sem greina báðar veirurnar, þar sem fram eru komin próf sem það gera. Sennilega ætti HIV-2 eftir að verða jafn skæð og HIV-1 þó svo að í fyrstu hefði verið talið að hún væri vægari. Ólafur Jens- son, forstöðumaður Blóðbankans, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort tekin verði upp prófun fyrir HIV-2. Forstjórar Norrænu blóðbankanna hafi sent frá sér álitsgerð, þar sem fram komi að í þeim fáu tilfellum, sem HIV-2 hafi greinst á Norðurlönd- um séu þau meðal afrískra inn- flytjenda. Margrét Guðnadóttir, prófessor, segir að menn séu að bræða það með sér hversu mikla áherslu eigi að leggja á leit að HIV-2. „Út- breiðslan er ekkert svipuð hjá þessum tveimur veirum, hvað sem síðar verður,“ sagði Margrét. Sagði hún að ef upp kæmi grunn- samlegt tilfelli og HIV-1 próf reyndist neikvætt þegar um sjúkl- ing væri að ræða, þá yrði vitan- lega leitað eftir HIV-2. Sjá nánar „Fimm manns hafa bæst í hóp eyðnismitaðra frá áramótum" á bls. 25. Hagvirki: Úrskurður ríkisskattanefiidar kominn RÍKISSKATTANEFND úrskurðaði í gær um meinta söluskatts- skuld Hagvirkis. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að samkvæmt úrskurðinum beri fyrirtækinu að greiða sýslumanni Rangárvallasýslu 108 milljónir króna í söluskatt, en ekki 153,5 millj- ónir eins og söluskattskrafa rikisins á hendur fyrirtækinu var. Reyn- ist hcimildir þessar réttar mun Hagvirki að öllum líkindum áfrýja málinu til dómstóla, efftir því sem Jóhann Bergþórsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, en forsvars- menn fyrirtækisins hafa ekki enn fengið úrskurð ríkisskattanefiidar í hendur. Forsögu málsins má rekja aftur til ársins 1982, þegar upp kom ágreiningur milli Hagvirkis og ríkisins, um hvort fyrirtækinu væri skylt að innheimta og greiða sölu- skatt af virkjunarframkvæmdum sem það annaðist. Fyrirtækið hefur til þessa ekki innheimt söluskatt af þeim verkum sem það hefur unnið við virkjanir landsins, en fjár- málaráðuneytið hefur hins vegar viljað innheimta þann söluskatt af Hagvirki. Fyrirtækið hefur beitt fyrir sig undanþáguákvæðum í söluskattslögum í málarekstri vegna þessa ágreinings. Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fyrirtækið hefði hins vegar ekki bent á lög um virkjanir og virkjanaframkvæmdir, þar sem segi að virkjanaframkvæmdir séu skýlaust undanþegnar öllum opin- berum gjöldum. „Við munum því reka málið áfram fyrir dómstólum reynist úrskurðurinn vera á þann veg sem nú er talið. Hins vegar verður fyrst að koma í ljós hvaða kröfur verða settar um samninga, tryggingar og annað." Þegar forsvarsmenn Hagvirkis komust á snoðir um það í gær að úrskurður hefði verið kveðinn upp í máli fyrirtækisins höfðu þeir þeg- ar samband við skrifstofu ríkis- skattanefndar. Þar fengust þau svör að úrskurðurinn væri á leið til okkar í pósti, en ef fulltrúi okk- ar kæmi á skrifstofuna fengi hann afrit af úrskurðinum. Svo reyndist hins vegar ekki vera þegar Aðal- steinn Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, mætti til nefndarinnar. Honum var þá tjáð, að fyrirtækið yrði að bíða þess að úrskurðurinn bærist í pósti. „Okkur þótti æði undarlegt að frétta utan úr bæ um niðurstöður nefndarinnar, áður en við vissum nokkuð sjálfir," sagði Jóhann. Hjá ríkisskattanefnd fengust i gær þær upplýsingar að úrskurður- inn væri gerður í þríriti, sem send væru málsaðilum í pósti. Engin leið. væri að óviðkomandi aðilar kæmust í þau gögn. Niðurstöður nefndarinnar væru hins vegar færðar jafnóðum í skýrsluvélakerfi ríkisins, til upplýsinga fyrir inn- heimtuaðila. Þaðan gætu uppiýs- ingar hins vegar borist út á við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.