Morgunblaðið - 14.07.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 14.07.1989, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Iðnþróunarfélag Eyjafiarðar; Upplýsinga aflað um orkufrekan iðnað Verður að sporna við fólksflótta frá svæðinu, segir framkvæmdastjórinn SAMÞYKKT hefur verið á fiindi stjórnar Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar að starfsmenn félagsins afli nánari upplýsinga varðandi orkufrekan iðnað á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir fyrirhugaðan fund með iðnaðarráð- herra um málið sem haldinn verður í september næstkomandi. Jafn- framt lýsir stjórnin yfír fullum stuðningi við firamkomnar ályktanir sveitar- og verkalýðsfélaga um orkufrekan iðnað í Eyjafirði. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri IFE sagði að stjórnar- menn teldu félagið h«ppilegasta vett- vanginn til að vinna að frekari athug- un á hugsanlegum orkufrekum iðn- aði á svæðinu, þar sem að félaginu stæðu öll sveitarfélög á svæðinu, svo og félög launþega og atvinnurek- enda. Hann sagði að sporna yrði við þeirri þróun sem orðið hefði síðustu ár vegna fólksflutninga frá svæðinu. Kvennalistinn: Varað við stóriðju- draumum Kvennalistinn varar við draumum um stóriðju við Eyjafjörð, sem drepi í dróma aðrar hugmyndir um ný störf. Þetta kemur fram í ályktun frá fundi Kvennalistans. „Konur hafa ekki farið var- hluta af erfiðleikum atvinnulífs- ins að undanfömu og búa víða við ótrygga atvinnu. Opinberar tölur sýna að konur hafa undan- farna mánuði verið fleiri en karl- ar á atvinnuleysisskrá, auk þess sem dulið atvinnuleysi er meðal kvenna," segir í ályktuninni. „Við hvetjum íbúa við Eyja- fjörð til að leita nýrra leiða sem bjóða bæði konum og körlum fjölbreytt og góð störf, menga ekki umhverfið og nýta auðlindir lands og sjávar." Hefðbundnar atvinnugreinar, land- búnaður, sjávarútvegur og ullar- iðnaður muni ekki taka við viðbótar- vinnuafli á næstu árum. „Aðstæður eru breyttar frá því síðast var rætt um þessi mál fyrir um fimm árum, en þá var til að mynda meiri upp- gangur í sjávarútvegi," sagði Sigurð- ur. Frá árinu 1971 og til ársins 1980 var fjölgun íbúa á Akureyri talsvert yfir landsmeðaltali, en frá árinu 1983 talsvert undir landsmeðaltalinu. Sig- urður sagði að menn horfðu ti! þess- ara talna nú þegar umræður um orkufrekan iðnað kæmu aftur upp, en Eyj afj arðarsvæðið hefði tapað fólki síðustu sex árin. Nú ætti gamla módelið ekki lengur við, þegar það fólk sem flutti burtu frá sveitum og minni bæjum í nágrenninu flytti fyrst til Akureyrar og kannski síðar til höfuðborgarsvæðisins. Nú færi fólkið beint suður. „Við þessari þróun erum við að reyna að spoma.“ Morgunblaðið/KGA Mikið skáld, Matthías Fjölmargir leggja leið sína í Lystigarðinn á Akureyri yfir sum- armánuðina, skoða flóru Islands og rölta um garðinn i róleg- heitum. Á ferð ljósmyndara Morgunblaðsins um garðinn góða veðrinu í gær bar fyrir augu unga menn að velta fyrir sér skáldskap Matthíasar Jochumssonar og aðrir enn yngri efindu til keppni sem fólgin var í því að halda hendi sinni sem lengst ofair í ísköldum gosbrunni. Milljónatjón vegiia bruna við sútunarverksmiðjuna Baldvin ráðinn skólastjóri GA: Kominn aftur heim MILLJÓNATJÓN varð er eldur kom upp í hreinsunarbúnaði sem var í húsi austan við þurrvinnslusal sútunarverksmiðju Iðnaðar- deildar Sambandsins um klukkan 6 í gærmorgun. Hreinsibúnaður- inn er ónýtur og er talið að tjónið nemi á bilinu Qórar til fimm milljónir króna. Mikið af skinnum á ýmsum vinnslustigum var í salnum, en seinnipart dags í gær var ekki ljóst hversu mikið tjón hefur orðið vegna skemmda á skinnum. Varalið slökkviliðsins var kallað út vegna brunans og voru um tuttugu og fimm slökkviliðs- menn á vettvangi. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri sagði að eldurinn hefði verið auðveldur viðfangs, en hurð hefði skollið nærri hælum. Hreinsi- búnaðurinn var í húsi áföstu sútun- arverksmiðjunni, en þar er um að ræða um 2.000 fermetra hús. Tóm- as sagði að er slökkviliðsmenn komu á vettvang hafi eldurinn í húsinu náð að teygja sig í þak sútunarverksmiðjunnar, en tekist hafi að veija húsið. Rúður brotn- uðu í húsinu, en eldurinn náði ekki fótfestu, að sögn Tómasar. Viðvörunarkerfi fór í gang laust fyrir klukkan 6 og einnig hringdu starfsmenn sem verið höfðu á næturvakt í slökkvilið. Um tuttugu manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp, en þeir náðu allir að komast klakklaust út. Tómas sagði að vegna aðstæðna hefði varaliðið verið kallað út, en í því eru um tíu manns, þannig að um tuttugu og fimm slökkviliðsmenn voru á vett- vangi. Um hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Bjarni Jónasson forstöðumaður skinnaiðnaðar Sambandsins sagði að mikill reykur hefði verið um allan þurrvinnslusalinn, en þar inni voru um 30.000 skinn á ýmsum vinnslustigum. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdir hafa orðið á skinnunum, en það verður athugað næstu daga. Hreinsunarbúnaður- inn er hins vegar ónýtur og sagði Bjarni að áætlað tjón vegna þess væri á bilinu ijórar til fimm milljón- ir króna. Hann sagði að snarræði slökkviliðs hefði komið í veg fyrir stórtjón. BALDVIN Bjarnason hefur verið ráðinn skólastjóri Gagnfræðaskól- ans á Akureyri. Skólanefnd mælti einróma með því á fundi sínum í síðustu viku að Baldvin yrði ráð- inn til starfans og menntamálaráð- herra hefur nú skipað hann í stöð- una. Baldvin Bjarnason kenndi um fjög- urra ára skeið við Barnaskólann á Akureyri, en hóf störf við Gagn- fræðaskólann haustið 1966 þar sem hann starfaði næstu átján árin. Hann var um tíma umsjónarmaður fram- haldsdeilda skólans. Árið 1984 réðst hann að Verkmenntaskólanum á Akureyri og var kennslustjóri á við- skiptasviði og síðustu fjögur árin einnig aðstoðarskólameistari. Hann hefur gegnt stöðu skólameistara síðasta ár í fjarveru Bernharðs Har- aldssonar. „Eg lít hálfpartinn á þetta þannig að ég sé aftur kominn heim, en Gagn- fræðaskólinn er sá staður þar sem ég Iengst hef starfað á. Það má því segja að ég hafa skroppið upp á Eyralandsholtið um tíma en sé nú að hrökkva aftur til baka,“ sagði Baldvin Bjarnason. Plasteinangrun hf. íær greiðslustöðvun Skipt hefiir verið um framkvæmdastj óra hjá fyrirtækinu PLASTEINANGRUN hf. hefur fengið greiðslustöðvun til þriggja mánaða frá og með 10. þessa mánaðar. Mannabreytingar hafa orðið hjá fyrirtækinu og hefúr Sigríður Jónsdóttir, fyrrverandi skrifstofú- s^óri, verið ráðin framkvæmdastjóri, en Sigurður Jóhannsson, sem verið hefúr framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefúr snúið sér alfarið að sölu- og markaðsmálum. Viðræður hafa verið teknar upp við inn- lenda og erlenda aðila um aukna samvinnu og hugsanlega eignarað- ild þeirra að fyrirtækinu. I fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að seinni hluta síðastliðins árs og fyrri hluta þessa árs hafí verulegur samdráttur orðið í sölu Plasteinangrunar vegna versnandi afkomu sjávarútvegs og fiskvinnslu. Jafnframt hafí fyrirtækið staðið í talsverðum fjárfestingum við þróun nýrrar framleiðsluvöru og þetta hafi Ieitt til taprekstrar og greiðsluerfið- leika. Óhjákvæmilegt hafi þvi verið að fara fram á greiðslustöðvun svo ráðrúm gæfíst til endurskipulagn- ingar fyrirtækisins, Á meðan á greiðslustöðvunar- tímanum stendur hafa þeir Þor- steinn Kjartansson, löggiltur endur- skoðandi, og Benedikt Olafsson lög- maður verið ráðnir aðstoðarmenn Plasteinangrunar. Fyrirtækið mun áfram þjóna viðskipavinum sínum og lögð er áhersla á aukna mark- aðsstarfsemi, segir í fréttatilkynn- ingunni. Jafnframt verður leitað leiða til að endurskipuleggja rekstur og fjárhag fyrirtækisins þannig að tryggja megi sem best framtíð þess svo og hagsmuni starfsfólks og lán- ardrottna. Nýr, glæsilegur sumarmatseðill. ★ Dansleikur á laugardagskvöld. ★ Kftwbwg Heimilislegur matseðill. HótelKEA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.