Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 25 Bókakassi tapaðist KASSI með bókum um AA- málefhi sem settur var í bifreið Kynnisferða á Keflavíkurflug- velli tapaðist mánudaginn 3. júní siðastliðinn. Kassinn var merktur „Fanney, bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar“. Farþegi á heimleið frá Banda- ríkjunum setti kassann í bifreið Kynnisferða á Keflavíkurflugvelli 3. júní. Kassinn hefur væntanlega tapast úr bílnum sem flutti farþega til Reykjavíkur eða úr afgreiðslu Kynnisferða á Loftleiðahótelinu. Finnandi er beðinn að hafa sam- band við Kynnisferðir eða Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti. Leiðrétting' VEGNA fréttar í Morgunblaðinu um að ríkisskattanefnd hefði úr- skurðað að tvö fyrirtæki, Trésmiðj- an Borg og Trésmíðavinnustofa Þorvaldar og Einars skuldi ekki söluskatt, vildi Garðar Valdimars- son ríkisskattstjóri koma því á framfæri, að varðandi annað fyrir- tækið hefði nefndin úrskurðað að söluskattkrafan yrði lækkuð en ekki fellt hana niður að öllu leyti. Melgresið er flutt á bíl austur, því er ekki hægt að dreifa úr flug- vél. Stefán er lengst til hægri á myndinni. Flugvél Landgræðslunnar, Páll Sveinsson. Áburðardreifing' í Þingeyjarsýslu Húsavík LANDGRÆÐSLA ríkisins hef- ur undanfama daga dreift um 270 tonnum af áburði frá Húsavíkurflugvelli með Páli Sveinssyni um Þingeyjarsýslur. Það er svipað magn og undan- farin ár og verksljórn hefúr eins og áður Stefán H. Sigfús- son. Dreift er í landgræðslugirðing- amar sem fyrir eru og hefur þetta framtak sýnt góðan árangur. í Krákárbotna er nú verið að sá melgresi og þangað fara um 100 tonn af áburði enda hefur upp- blástur þar verið mikill. Aformaðar eru framkvæmdir við girðingar í Grænulág austur af Mývatnssveit, en þar er mikið foksvæði og einnig tekur Land- græðslan þátt í miklum girðingar- framkvæmdum í landi Reykjahlíð- ar en þar er hreppurinn og fleiri aðilar þátttakendur í framkvæmd- um. - Fréttaritari Framleiðslu- verð á heyi 12,60-12,80 kr. á kíló Búreiknistofa landbúnaðar- ins hefúr áætlað framleiðslu- kostnað á heyi fyrir yfir- standandi sumar. Aætlað er að framleiðslukostnaðarverð nemi nú í sumar 12,60 til 12,80 krónum hvert ,kg. af fúllþurru heyi í lilöðu. Til samanburðar má geta þess að verð-þetta nam 9,40 krónum í fyrra. í útreikningum sínum miðar Búreiknistofan við kostnað undanfarið ár að við- bættum hækkunum. Verð á teignum er áætlað 10-15% lægra. Fimm manns hafa bæst í hóp eyðnismitaðra frá áramótum Skiptar skoðanir um hvort leita eigi HIV-2-eyðniveirunnar í blóði FIMM einstaklingar hafa bæst í hóp þeirra sem greinst hafa með eyðni hér á landi frá áramótum. Er þá vitað um 53, sem hafa smitast af eyðniveirunni HlV-1 og af þeim hafa 12 greinst með lokastig sjúk- dómsins. Að sögn Guðjóns Magnússonar aðstoðarlandlæknis hafa Qórir blóðþegar greinst með sjúkdóminn, þar af komu þrír fram á þessu ári. Hér á landi hefur enginn fundist smitaður af HIV-2- eyðniveiru sem fannst fyrst árið 1986 í Vestur- og Mið-Afríku en er farin að stinga sér niður á Vesturlöndum meðal annars í Portúg- al, Belgíu og eitt tilfelli hefúr komið fram í Svíþjóð. Vegna takmark- aðrar útbreiðslu eru skiptar skoðanir um hvort taka eigi upp skim- un fyrir báðum veirunum í Blóðbankanum. Talið er að í 60 til 70% tilvika muni HIV-2 koma fram þegar prófað er fyrir HIV-1. Ekki stætt á öðru en HIV-2- prófi Að sögn Haralds Briem, lyflækn- is á Borgarspítalanum, var í fyrstu talið að HIV-2 væri saklausari veira en HIV-1 en síðan hefur komið í Fiskverð á uppboðsmörkuðum 13. júií FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verft verft verft (lestir) verft (kr.) Þorskur 61,50 53,50 57,42 3,268 187.688 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,073 1.450 Ýsa 35,00 35,00 35,05 0,009 333 Ufsi(smár) 10,00 10,00 10,00 0,132 1.320 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,250 3.758 Lúða 100,00 100,00 100,00 0,354 35.448 Koli 15,00 15,00 15,00 0,594 30.888 Samtals 55,73 4,681 260.885 í dag verður seldur bátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 61,00 50,00 55,61 9,802 545.082 Þorskur(smár) 49,00 15,00 35,14 0,341 11.983 Ýsa 81,00 50,00 75,14 10,527 791.089 Karfi 29,00 24,50 "26,15 91,892 2.042.994 Ufsi 37,50 30,00 35,26 41,179 1.451.844 Ufsifundir- 15,00 15,00 15,00 0,218 3.270 máls) Steinbítur 450,00 45,00 139,04 2,007 279.045 Lúða(stór) 125,00 60,00 69,09 0,248 17.135 Lúða(smá) 105,00 60,00 99,28 0,166 16.480 Grálúða 42,00 30,00 37,11 4,905 182.030 Langa 29,00 28,00 28,35 1,496 42.412 Skarkoli 47,00 44,00 46,58 3,740 174.211 Hlýri 41,00 41,00 41,00 0,552 22.632 Skata 50,00 50,00 50,00 0,078 3.900 Skötuselur 90,00 80,00 85,36 0,084 7.170 Skötuselshalar 170,00 170,00 170,00 0,016 2.720 Samtals 35,60 167,253 5.953.999 Selt var úr Viðey RE, Ásgeiri RE, Skagfirðingi SK o.fl. 1 dag verður selt úr Ottó N. Þorlákssyni RE, Krossvík AK, Keili RE og bátum. Karfi 100 t, þorskur 10 t, ýsa 12 t o.fl. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 68,50 57,00 64,40 8,792 566.280 Ýsa 82,00 33,00 70,75 5,549 392.576 Karfi 29,50 15,00 27,90 2,161 60.297 Ufsi 30,50 28,50 29,91 1,942 58.078 Steinbítur 45,00 24,00 37,73 1,792 67.611 Langa 30,00 30,00 30,00 0,454 13.620 Lúða 175,00 90,00 104,52 0,159 16.639 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,484 16.940 Skötuselur 82,00 82,00 82,00 0,021 1.722 Samtals 55,90 21,354 1.193.763 Selt var úr Eini GK, Bjarna KE o. Sveinbjarnarsyni, 5 t ýsa og 5 t selt úr færabátum. fl. I dag verður selt úr Hrafni blandaður afli. Einnig verður Ijós að hún veldur ekki síður al- næmi. Sagði hann að það próf sem notað er hér á landi við greiningu á eyðni, fyndi hana í langflestum tilfellum en fram væri komið próf sem mældi báðar veirumar og sagð- ist hann búast við að það yrði tekið upp. „Það er erfitt að standa á öðru en áð taka upp próf á báðum veirunum úr því að vitað er að HIV-2 finnst hér í Vestur Evrópu, jafnvel þó líkurnar séu sáralitlar eins og málum er háttað í dag,“ sagði Haraldur. „Ég veit ekki hvemig ætti að afsaka það ef hún fyndist eftir að þessi próf eru kom- in á markaðinn." Haraldur sagði að sennilega væri HIV-2 veiran jafn skæð og HIV-1, en í fyrstu hefði verið talið að hún væri eitthvað vægari. Veiran hefði enn ekki feng- ið sama umþóttunartíma og HIV-1, þar sem átta til níu ár líða frá smiti þar til menn fá alnæmi. HIV-2 greinist í 60 til 70% tilvika Að sögn Ólafs Jenssonar, for- stöðumanns blóðabankans, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort tekin verið upp prófun fyrir HIV-2. Það próf sem notað er í dag er talið finna HIV-2 veimna í 60 til 70% tilvika. í álitsgrein forstjóra Norrænna blóðbanka um HIV-1 og HIV-2 segir að einungis hafi fund- ist einstaka tilfelli af HIV-2 smitun á Norðurlöndum og að í hverju ein- staka tilfelli hafi þeir smituðu kom- ið frá Vestur- Mið- Afríku. Þá kem- ur fram að þau próf sem notuð eru nái einnig til flestra sem em með HIV-2 og þar sem ekki hafi komið fram ömggt tilfelli einstaklings með báðar veirurnar á Norðurlöndum, er ekki mælt með því að skilda HIV-2 prófun. „Það er sagt að ráðist sé í mik- inn kostnað við þau tilfelli, sem eftir er að slægjast og þau em ekki mörg eftir að bú_ið er að einangra flesta smitberana," sagði Ólafur. „Það er einn og einn sem bætist við en ég held að það sé þekkt að þeir sem em í áhættuhópnum taka tillit til þess og gefa ekki blóð en leita annað til að forvitnast um eig- ið ástand." Flest tilfellin koma frá Afríku Prófessor Margrét Guðnadóttir segir, að hvarvetna séu menn að velta því fyrir sér hversu mikla áherslu eigi að leggja á leit að HIV-2. Þar sem tíðni eyðni er mik- il er leitað eftir veimnni ef HIV-1 finnst ekki og sjúklingurinn gefur tilefni til frekari leitar. Blóðbankar hafa hvergi tekið upp prófun fyrir HIV-2 og í Bandaríkjunum, þar sem í gangi er herferð í leit að veirunni hafa aðeins örfá tilfelli greinst með- al innfluttra Afríkubúa. Það sama ætti við um þau fáu tilfelli sem hefðu greinst í Evrópu. „Útbreiðsl- an er ekkert svipuð hjá þessum tveimur veimm, hvað sem síðar verður,“ sagði Margrét. „Ég vona bara að fræðsla og áróður undan- farinna ára hafi þau áhrif að veiran dreifist ekki eins mikið út. Ef upp kemur grannsamlegt tilfelli og HIV-1 prófið er neikvætt þegar sjúklingur á í hlut, þá munum við náttúrlega leita að HIV-2, en það verður ekki hópleit að svo stöddu. Það er ekki grundvöllur fyrir því mér vitanlega neinstaðar á vestur- löndum. Þar sem það hefur verið gert hefur ekkert fundist en fari veiran að breyta sér verður gerð gangskör að því að koma þessu prófi inn í blóðbankana." Fimm látist af eyðni Fimm hafa látist af völdum eyðni hér á landi frá því fyrsta tilfellið greindist árið 1984. Af þeim 53 sem greinst hafa með smit era 36 hommar eða tvíkynhneigðir, átta fíkniefnaneytendur, einn sem bæði er fíkniefnaneytandi ög hommi og fjórir em gagnkynhneigðir, þar af em þijár konur. Að sögn Guðjóns Magnússonar aðstoðarlandlæknis em þrír af þeim fjómm blóðþegum sem greinst hafa með sjúkdóminn konur. Vitað er að ein dó af völdum eyðni, ein er á lífi en óvíst er hvort dánarorsök tveggja er eyðni, þar sem aðrir sjúkdómar koma til greina. Kynjahlutfall þeirra, sem greinst hafa með smit er ein kona fyrir hveija fímm karlmenn. Flestir smitaðir em á aldrinum 20 til 29 ára, eða 27, og 13 á aldrinum 30 til 39 ára. James Bond enn á ferð: „Leyfið afturkallað“ sýnd í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefúr tekið til sýn- inga sextándu og nýjustu James Bond-myndina „Leyfið aftur- kallað“ (Licence to kill) með Timothy Dalton, David Heddi- son, Pricilla Bames og Carey Lowell í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er John Glen. James Bond og vinur hans Felix Leiter hafa það verkefni að fylgj- ast með ferðum fíkniefnasmyglar- ans Sanchez. í viðureign við hann ler eiginkona Leiters myrt en hann kemst undan við illan leik. Þegar yfirboðarar Bonds vilja setja hann í annað verkefni segir hann starfi sínu lausu til að hefna ófara Leit- ers og konu hans. (Úr frcttatilkynning\i) Úr nýjustu James Bond-mynd- inni „Leyfið afturkallað".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.