Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 14. JÚLÍ 1989 Minning: Gísli Kristjánsson fv. útgerðarmaður Fæddur 12. desemberl893 Dáinn 6. júlí 1989 Það var táp og fjör á Austur- landi við síðustu aldamót. Þótt ekki væri almennt auður í búi þá var gróska í atvinnulífí, það ríkti bjart- sýni og menn voru atorkusamir að nýta gæði lands og sjávar. Nýjung- ar í atvinnurekstri ruddu sér til rúms, við sjóinn til dæmis frosthús- in og vélknúnar fleytur og stærri en áður höfðu tíðkast. Samhliða var brotið upp á nýjungum og samhjálp í félagslífí, menntamálum og heil- brigðismálum og raunar á miklu fleiri sviðum. Með öðrum orðum, byrjað var að leggja grunninn að velferðarþjóðfélaginu sem íslend- ingar hafa verið að byggja upp síðan, eru stoltir af og vilja ekki með nokkru móti sjá á bak, þegar allt kemur til alls. Upp af þessum jarðvegi óx alda- mótakynslóðin svokallaða, sem eins og þar stendur „þorði allt nema þrek og manndáð svíkja“. Og í þeim hópi var Gísli Kristjánsson útgerð- armaður, síðast búsettur í Hafnar- firði. Hann hefur nú kvatt þennan heim og þá sem hann átti samleið með eftir 95 ára vegferð og vel það. Gísli var borinn og bamfæddur í Mjóafirði og átti þar ætíð sterkar rætur þótt hann færi að heiman ungur maður og ætti þá framundan annasama ævi. Hygg ég að tengsl hans við foreldra og aðra nána ættmenn hafí verið einstaklega traust og heil. Og aðrir sveitungar voru honum ekki óviðkomandi og áttu þar hauk í horni sem hann var, gæti hann á einhvern hátt greitt götu þeirra. Veitti ég þessu athygli unglingur, svo augljóst var það. Gísli fæddist í Sandhúsi, gras- býli í Brekkuþorpi 12. desember 1893, hinn þriðji í röð sex systkina. Foreldrar hans vom María hús- freyja Hjálmarsdóttir frá Brekku og Lars Kristján Jónsson, ættaður úr Fljótsdal. Hann hafði numið verslunarfræði í Noregi og vann um árábil við verslun mágs síns, Kon: ráðs Hjálmarssonar á Mjóafírði. í Sandhúsi græddi hann upp tún við hin erfíðustu skilyrði, ræktaði garðávexti og gerði út á fískveiðar. Ekki vom efni mikil í Sandhúsi en María var mikil myndarkona eins og heimili þeirra Kristjáns bar vott um og kemur þá meðal annars í hugann skrúðgarðurinn hennar Iitli og blómahaf í stofu. Sandhús var byggt nærri fiæðar- máli og öll aðstaða við sjó næsta hæg. Þangað hneigðist hugur Gísla þegar í bemsku og hefur hann sjálf- ur lýst því af hlýrri nærfærni þegar hann byijaði sjómennskuna barn að aldri á skektu með eldri bróður sínum, Hjálmari, árið sem Hjálmar fermdist — og rem í íjörðinn. Eftir því Gísla óx fiskur um hrygg færð- ist hann meira í fang við sjósókn- ina, reri á dýpri mið, sótti sjó á vetrarvertíð, gerðist formaður og hóf útgerð á eigin vegum. Á síðustu áratugum 19. aldar fjölgaði fólki í Mjóafírði og komst íbúatalan yfir fjögur hundmð 1902, auk nokkur hundruð starfsmanna á tveimur hvalveiðistöðvum. En brátt tók að falla út. Margir fluttu yfír til Norðfjarðar. Gísli Kristjáns- son mun hafa farið alfarinn úr Mjóafírði 1921. Á Norðfírði gerðist hann brátt mikilvirkur útgerðar- maður. Þar óx útgerð hröðum skrefum þau misseri og margir sóttu fast sjóinn eins og löngum áður og síðan. Hermann Vilhjálmsson á Brekku segir um sjósókn nágrannanna á þessum ámm í óbirtum minninga- brotum: „Á Norðfírði vom allir á sjó og fískuðu alltaf." — Að minni hyggju mátti þetta til sanns vegar færa. í fyrstu var Gísli formaður á báti sínum Gauta, sem fullur nafni hét Hrólfur Gautreksson. Var sá bátur happafleyta og er nú merkur safngripur í Neskaupstað. Síðan tóku aðrir við formennsku en Gísli var í landi og stýrði útgerðinni og þar með verkun aflans að þeirrar tíðar hætti. Bátamir stækkuðu, Björninn var smíðaður og síðan kom Sæfinnur, sem var haffært skip og var meðal annars gerður út á síldveiðar og hafður til flutninga á ísvörðum físki til Bretlands á stríðsámnum og síðar. Á Norðfírði starfaði Gísli að fé- Jagsmálum sjómanna og útgerðar- manna og hann átti sæti í fyrstu bæjarstjóm Neskaupstaðar. En hans merka athafnasaga verður ekki rakin í stuttri minningargrein. Þar kom að hann færði sig um set til Akureyrar og gerði Sæfinn þar út um hríð. Og að síðustu Iá leiðin til Hafnarfjarðar. Gísli Kristjánsson eignaðist mik- ilhæfa konu, Fannýju Ingvarsdóttur Pálmasonar alþingismanns og Margrétar Finnsdóttur konu hans. Þau gengu í hjónaband 28. maí 1923 og settu bú saman á Norð- fírði. Gísli reisti fjölskyldu sinni hús innarlega í kaupstaðnum og nefndi Bjarg. Þar stóð myndarlegt heimili þeirra Fannýjar á meðan þau bjuggu í Neskaupstað og þar fædd- ust þeim sex mannvænleg böm sem nú skulu nafngreind: Margrét hús- freyja á Akureyri, Ingvar ritstjóri í Reykjavík, fýrmm alþingismaður og ráðherra, María húsfreyja, nú í Reykjavík, Kristján skipstjóri lengi, nú búsettur í Reykjavík, Ásdís hús- freyja og fóstra í Kópavogi, Tryggvi skólameistari á Akureyri en um sinn skrifstofusljóri hjá Norðurlandaráði í Kaupmannahöfn. Öll hafa þau systkinin gifst og eignast böm og em afkomendur Fannýjar og Gísla orðnir margir. Gísli Kristjánsson var glæsi- menni og ferskur blær fylgdi honum hvar sem hann fór. Hann var og traustur maður og ábyggilegur í hvívetna. Eitt sinn á fyrstu útgerð- arárunum komst hann í vemlegar skuldir og var nokkuð uggandi um sinn hag, en þetta var um áramót. Hann tjáir frænda sínum, Konráði Hjálmarssyni, hvernig komið er, hvað nú sé til ráða. En kaupmaður svaraði snöggt: „Fara á Homa- Qörð.“ (Vetrarvertíð.) Gísli sagði þessa sögu sem dæmi um skjótar ákvarðanir Konráðs. En hún sýnir jafnframt líkt og í hnot- skum þá tiltrú sem hann naut sjálf- ur frá ungum aldri. — Það fýlgdi sögunni að Konráð veitti þá fyrir- greiðslu sem nægði til úthaldsins. En þegar því lauk hafði skuldin, sem ægði unga manninum við ára- mót, bókstaflega snúist í andhverfu sína. En það ætia ég að útgerð Gísla hafí löngum verið fremur hag- stæð og útkoman oftar en hitt réttu megin við strikið. Svo hagaði til að Gísli frændi minn Kristjánsson hóf vegferð sína í þessum heimi röskum tuttugu ámm á undan mér. Báðir lögðum við upp frá Mjóafirði. En þegar ég var vaxinn úr grasi var hann fyrir nokkm fluttur til Norðfjarðar og störf okkar lágu ekki þannjg sam- síða að veruleg persónuleg kynni tækjust, enda þótt við vissum vel hvor af öðmm. í huga mínum mót- aðist þó snemma mynd af gjörvu- legum atorkumanni og miklum heimilisföður. Sú mynd hefur ekk- ert breyst síðan nema fjölgað í henni dráttunum. Mér varð til dæm- is seinna ljóst að Gísli var einn þeirra góðu manna sem finna til í stormum sinnar tíðar. Um það vitna meðal annars nokkrar blaðagreinar sem hann skrifaði um einstök dag- skrármál líðandi stunda, um sam- tíðarmenn sína og um löngu liðna atburði. í þeim var heitur undirtónn sem lýsti höfundinum. Á allra síðustu árum tókust með okkur frændum örlítið nánari kynni en áður. Þá var Gísli sestur í helg- an stein eins og sagt er og ég hafði líka hægt nokkuð á mér og var tekinn til við ný verkefni. Við Gísli ræddum þá margt um gamla daga heima í sveitinni okkar, en saga hennar var báðum ofarlega í huga. Á þessum misserum eignaðist ég nokkrar samverustundir með þeim hjónum, Gísla og Fannýju, sem mér þykir vænt um. Þær staðfestu það er ég hafði áður skynjað um mann- kosti þeirra og hlýtt hjartalag og um órofa tryggð Gísla við uppruna sinn og átthaga. Ég get ekki stillt mig um að geta þess, að öldungurinn Gísli var meðal hinna fyrstu sem urðu við tilmælum sóknarnefndarMjóafjarð- ar um stuðning við endurbætur á Mjóafjarðarkirkju, sem senn er orð- in eitt hundrað ára gömul. Við fráfall Gísla Kristjánssonar frá Mjóafírði er á margt að minn- ast en ég læt staðar numið. Ég þakka fyrir minn part eins og ég heyrði gömlu formennina á Mjóa- fírði segja þegar ég var bam og fleytum þeirra hafði verið ráðið til hlunns að hausti. Og það gerum við áreiðanlega öll, gömlu sveit- ungamir, sem enn stöndum hérna megin markanna. Og við, gömlu hjónin á Brekku, sendum Fannýju, niðjum þeirra Gísla og öðmm ást- vinum hans hlýjar kveðjur og biðj- um þeim góðs. Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku Innfæddum Norðfirðingi, sem fæddur er 1919, uppalinn í kaup- staðnum á Nesi og dvaldi þar til fullorðinsára, em minnisstæðir at- hafnamennimir í bænum á sviði útgerðar og sjómennsku á því tíma- bili í sögu kaupstaðarins, þegar hver útgerðarmaður átti sína eigin bryggju og útgerðaraðstöðu og full- verkaði til útflutnings þann fískafla sem bátur hans eða bátar bám að landi. Yfir 40 bryggjur í bænum þegar flestar vom staðfesta þessa sögu. Þessu útgerðartímabili lauk í byijun síðari heimsstyrjaldar, þegar allur fiskur sem aflaðist var ekki lengur lagður á land, heldur settur um borð í stærri báta og skip sem fluttu hann á markaði í Bretlandi á meðan styijöldin geisaði. Að styij- öldinni lokinni hófst svo næsti þátt- ur útgerðar og fiskvinnslu í bænum, sem ekki verða gerð skil hér. Einna minnisstæðastur fyrr- greindra athafnamanna verður undirrituðum Gísli Kristjánsson út- gerðarmaður, sem lést hinn 6. júlí sl. að Hrafnistu í Hafnarfirði, 95 ára að aldri. Hann stundaði sjó- mennsku og síðan útgerð á Norð- firði átímabilinu 1922 er hann flutt- ist frá Mjóafírði og þar til hann fluttist til Akureyrar með fjölskyldu sinni árið 1945. Á Akureyri starf- rækti hann útgerð til ársins 1955 er hann flutti búferlum til Hafnar- ijarðar og hóf þá önnur störf, eins og síðar verður frá greint. Gísli er fæddur í Sandhúsi í Mjóa- firði 12. desember 1893. Foreldrar hans vom Lars Kristján Jónsson verslunarmaður og kona hans, María Hjálmarsdóttir frá Brekku. Hann ólst upp hjá foreldmm sínum, byijaði sjómennsku á árabát á sum- arveiðum aðeins 10 ára, síðan á vélbátum heima í Mjóafírði og á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum. Árið 1922 fluttist Gísli til Norð- ijarðar og tók við formennsku á 11 smálesta vélbát, taldist það stór bátur á þeim tíma. En hugur hans stóð til eigin útgerðar og þegar á næsta ári, 1923, eignaðist hann sinn fyrsta bát, 6 smálestir, af svip- aðri stærð og flestir vélbátar á Norðfirði vom á þeim ámm. Hann var sjálfur formaður á bátnum fyrstu árin. Jafnframt hófst hann handa um byggingu íbúðarhúss inn undir ijarðarbotni. Nefndi hann húsið Bjarg. Fiskverkunarhús og bryggju byggði hann einnig á þessu ári. Þá kvæntist hann Fanný Ing- varsdóttur alþingismanns á Ekm og konu hans, Margrétar Finns- dóttur. Fanný var þá aðeins 19 ára gömul. Þegar á það er litið, að sjómenn- imir og fiskverkunarfólkið bjó á heimili útgerðarmannsins eins og tíðkaðist á þessum ámm og hafði þar jafnframt fæði og þjónustu, má ljóst vera að hinnar ungu eigin- konu biðu allumfangsmikil störf, sem hún frá upphafi rækti af þeim dugnaði og einstökum myndarskap að athygli vakti. Þess má einnig geta að Gísli hafði alla tíð nokkum landbúskap, sem fullnægði þörf hins stóra heimilis með mjólk og aðrar búsafurðir. Það var snemma áhugamál Gísla að eignast stærri bát og sá draum- ur var orðinn að veraleika 1929 en þá hafði hann látið byggja 17 tonna bát á Fáskrúðsfírði, vel búinn og vandaðan, og hófst nú sjósókn af nýjum krafti, vetrarróðrar stundað- ir að heiman og sótt suður í Lóns- bugt, sem ekki hafði tíðkast áður. Afli var oft ótrúlega mikill í þessum vetrarróðmm. Aukinn afli kallaði á bætta aðstöðu til fiskmóttöku og fískverkunar, og enn var byggt og bætt við útgerðaraðstöðuna á Bjargi, þar var alltaf verið að byggja, ekki aðeins útgerðarað- stöðu heldur var einnig í smíðum nýtt íbúðarhús, stórhýsi á þeim tíma. Þijú elstu börnin vom fædd þegar flutt var í nýja húsið árið 1930 og Ijórða bamið fæddist á nýja Bjargi í nóvember. Nú hófst áratugur heimskrepp- unnar. Áhrif hennar fyrir byggðar- lagið þekkja aðeins þeir, sem nú em aldnir að ámm. Gísli horfði til síldveiðanna, sem þóttu um þessar mundir álitlegri útvegur en þorsk- veiðarnar. Með ótrúlegum kjarki og dugnaði tókst honum að festa kaup á 100 tonna skipi í Englandi. Hann fór þangað sjálfur, skoðaði mörg skip og keypti að lokum gamalt skip, sem hann taldi best henta, lét breyta því eftir eigin óskum, m.a. setja í það nýja aflvél og til Norð- fjarðar var Gísli kominn með „Sæ- finn“ nægilega snemma til að koma skipinu á síldveiðar sumarið 1938. Sæfínnur vakti hvarvetna athygli t Móðir okkar, STEINUNN GRÓA SIGURÐARDÓTTIR, frá Seyðisfirði, lést hinn 6. þessa mánaöar. Útför fer fram í dag, þann 14. júli, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Sigurður Dagnýsson, Ólafia Dagnýsdóttir, Guðrún Lilja Dagnýsdóttir, Björk Dagnýsdóttir, Hlynur Dagnýsson, Vigfús Dagnýsson. Ástkær eiginkona min, móðir okkar, systir, og dóttir, ÞÓRDÍS HALLGRÍMSDÓTTIR, Brautarási 15, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum 12. júli. Páll Ammendrup, Sigrún Ammendrup, Fríða Ammendrup, Dagur Ammendup, Stefán Hallgrfmsson, Lilja Hallgrímsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Hafliði Hallgrímsson, Fríða Sæmundsdóttir. t Ástkær dóttir, eiginkona mín, móðir og amma, GUÐNÝ HELGA PÉTURSDÓTTIR, Engihjalla 11, Kópavogi, lést 3. júlí í Landspítalanum. Jaröarförin hefur farið fram. Guðrún Helgadóttir, Gunnar Pétursson, Guðrún Hrefna Gunnarsdóttir, og barnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, son, tengda- föður og afa, MAGNÚS ÞÓRARIN GUÐMUNDSSON skipstjóra, Brautarholti 19, Ólafsvik, er fórst með mb. Sæborgu SH 377 7. mars sl., fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Björgunarsveit Slysavarnafé- lagsins í Ólafsvík. Elisabet Mortensen, Guðmundur Jóhann Magnússon, Magðalena Magnúsdóttir, Maríanna B. Arnarsdóttir, Sigurður Hafsteinsson, Magðalena Kristjánsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, systkini og barnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.