Morgunblaðið - 14.07.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 14.07.1989, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚUÍ 1989 Sæunn Jóhannesdóttir við störf. Fatlaðir í garðyrkjuvinnu hjá Reykjavíkurborg: Hér ríkir skemmti- # legur og góður andi - segja verkstjórarnir „Okkur fínnst skemmtilegast að raka og leiðinlegast að reyta arf- ann. Við gerum samt alltaf það sem verkstjóramir segja okkur að gera hvort sem það er leiðinlegt eða skemmtilegt," sögðu krakkarn- ir á Miklatúni þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins litu þar við í vikunni. Einn vinnuhópinn á Miklatúni skipa aðeins fatlað- ir einstaklingar, ýmist á líkama eða sál. Verksljómm þeirra, þeim Kristínu Fjólu Bergþórsdóttur og Ragnheiði Haraldsdóttur, bar samt saman um að samviskusemin væri látin sitja í fyrirrúmi hjá krökkun- um og sameiginlega bættu þau hvert annað upp. „Starfið gengur mjög vel og hér ríkir mjög skemmtilegur og góður andi. Krakkarnir eru auðvitað mis- duglegir eins og gengur, en í heild- ina skila þau góðu verki. Þó einn og einn hafi skerta starfsorku, þá bæta þau hvert annað upp,“ sögðu þær Kristín Fjóla og Ragnheiður. Krakkarnir fá að taka þátt í öllum þeim ferðum og uppákomum sem Vinnuskólinn stendur fyrir. Þau höfðu m.a. fengið að fara tii Hvera- gerðis og að skoða útvarpshúsið við Efstaleiti. Jafnframt hafði verið haldin grillveisla og krakkarnir eiga kost á keilu, siglingum og veiðiferð- um. Undanfarin þijú sumur hafa fatl- aðir átt kost á sumarvinnu á Mikla- túni og fer sú starfsemi alfarið fram innan ramma Vinnuskóla Reykjavíkur. Atvinnumiðlun fyrir fatlaða, sem er deild á vegum Ráðn- ingastofu Reykjavíkurborgar, hefur milligöngu um starfið. Auk hópsins á Miklatúni eru tveir aðrir hópar fatlaðra starfandi við garðyrkju- störf, annar í Hljómskálagarðinum á vegum Garðyrkjudeildar Jafnframt væru fyrirtæki mjög mis- viljug að taka fatlað fólk í vinnu. Vinnumiðlunin hefur umsjón með ráðningum á þijá verndaða vinnu- staði, Múlalund við Hátún, vinnu- Reykjavíkur undir verkstjórn þeirra Birnu Björnsdóttur og Þóru Vil- hjálmsdóttur og hinn við Elliðaár- stíflu við gróðursetningu á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Verkstjóri þar er Theódóra Rafns- dóttir. Á Miklatún er aðeins tekið við fötluðum upp að 21 árs aldri og er þar boðið upp á hálfs dags vinnu, fyrir og eftir hádegi. I Hljóm- skálagarðinum vinna þroskaheftir og líkamlega fatlaðir á aldrinum 22 til 43 ára aðeins eftir hádegi, frá 13.00 til 15.00. Á vegum Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur er boðið upp á heilsdagsstörf. Þar starfa nú átta manns. Elísabet Guttormsdóttir er for- stöðumaður atvinnumiðlunarinnar. Hún sagði að aldrei hefðu jafn- margir fatlaðir sóst eftir útivinnu og nú í sumar. Um 40 fatlaðir ein- staklingar væru við útistörf að þessu sinni. Hinsvegar væri biðlist- inn eftir störfum langur og væri nú mun erfiðara að finna störf handa fötluðu fólki en áður sökum atvinnuleysis. Fatlaðir færu svo sannarlega ekki varhluta af því. Morgunblaðið/BAR Margrét Edda Stefánsdóttir hefúr verið Qölfótluð frá fæðingu og er bundin við raímagnshjólastól. Samt sem áður mætir hún nú á hveijum degi á Miklatúnið og vinnur þar almenn garðyrkjustörf. Það er ekki síst smíðakennaranum hennar Birni Loftssyni að þakka að Margrét getur unnið slíka vinnu, en hann hefúr verið ötuli við að smíða ýmis hjálpartæki, sem auðvelda henni starfið. Hann hefúr in.a. útbúið kerru aftan á hjólastólinn, sérstakar festingar á hrífúr og kústa og stólinn, sem Margrét situr í á myndinni, smíðaði Björn til að auðvelda henni að reyta arfa og gróðursefja. Með Margréti á myndinni eru verkstjórarnir, þær Kristín Fjóla og Ragnheiður. Nokkrir af starfskröftunum í Hljómskálagarði höfðu tíma til að brosa fyrir Ijósmyndarann. A mynd- inni eru í fremri röð frá vinstri: Anton Baldursson, Anna Karolína Konráðsdóttir, Jóhann Magnússon og Kári Halldórsson. I aftari röð eru Jóhanna Marta Oskarsdóttir, Randy Jóhannsdóttir, Helga Jóna Thomsen, Anna Sólrún Jóhannesdóttir og Þórður Pétursson. Morgunblaðið/BAR Krakkarnir á Miklatúni, frá vinstri: Lilja Dögg Birgisdóttir, Elín Reynisdóttir, Margrét Edda Stefáns- dóttir, Haraldur Þórarinsson, Runólfúr Ómar Jónsson, Sæunn Jóhannesdóttir, Guðrún Unnur Þórs- dóttir, Svavar Már Jónsson, Einar Sigurðsson, Sigurður Valur Valsson og Helga Matthildur Viðarsdóttir. stofur Örykjabandalags íslands við Hátún og vinnustofur Sjálfsbjargar við Dverghöfða sem opnaði í nóv- ember sl. Að jafnaði starfa um eitt hundrað manns á Múlalundi, þar af er helmingurinn fastráðinn. Unn- ið er þar við framleiðslu og pöRkun á bréfbindum, lausblaðamöppum, ráðstefnutöskum, borðalmanökum, töskumerkispjöldum og hvers konar plasthulstrum ásamt ýmsu öðru. Á vinnustofum Öryrkjabandalagsins fer fram alls konar framleiðsla á tölvuköplum, saumaskapur svo og viðgerð á símtækjum. Vinnustofa Sjálfsbjargar framleiðir einnota loftdregnar plastumbúðir og tekur að sér hverskyns létta vinnu svo sem pökkun, flokkun uppröðun, merkingar og fleira. Elísabet segir að meirihluti þeirra, sem óskuðu eftir vinnu á vernduðum vinnustöðum, hefðu við geðræn vandamál að stríða enda ættu þeir hvað erfiðast uppdráttar með að fá vinnu á hinum almenna markaði. „Starf úti á hinum al- menna vinnumarkaði byggir mjög á einstaklingsbundinni atvinnuleit af hálfu atvinnumiðlunarinnar. Oft er erfitt um vik því atvinnurekendur gera iítið af því að bjóða vinnu. Hinsvegar höfum við reynt að heim- sækja fyrirtækin og kynna atvinnu- mál fatlaðra. Til dæmis hefur starfshópur, sem komið var á lagg- irnar eftir ár fatlaðra, 1981, heim- sótt 130 fyrirtæki og kynnt at- vinnumál fatlaðra. í haust hyggst hópurinn gangast fyrir víðtækari kynningu í fyrirtækjum, m.a. með því að sýna 17 mínútna langt mynd- band, sem gert hefur verið um þessi mál almennt. „Ég fullyrði að svona fyrirtækjaheimsóknir bera árangur enda hafa mörg fyrirtæki séð sér hag í að sinna beiðnum okkar eftir slíkar heimsóknir," segir Elísabet. Eftir að hafa kvatt krakkana á Miklatúni, var farið í Hljómskála- garðinn við Hringbraut þar sem hópur fatlaðra á vegum Garðyrkju- deildar Reykjavíkur var í þann veg- inn að búa sig undir erfiði dagsins. Verkstjórarnir, þær Birna og Þóra, voru sammála um að fólkið tæki starfið mjög alvarlega - mun alvar- legar en fullfrískt fólk. Greinilegt væri að samviskusemin og dugnað- urinn væri allsráðandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.