Morgunblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 33
MOqqUNBLAÐLÐ FÖSTUDAGUU 14.JÚLÍ 1989 . 33 Minning: Ingimagn Eiríksson bifreiðasijóri og var vandalaust að manna hann dugmikili skipshöfn, enda var hann með aflahæstu skipum á síldveiðum næstu árin. Öll styijaldarárin sigldi Sæfinnur með ísvarinn bátafisk til Bretlands, aðallega frá Neskaup- sstað og Hornafirði og farnaðist vel. Gísli og Fanný fluttust til Akur- eyrar með börnum sínum áriðð 1945 eins og áður er að vikið, byggðu þar veglegt íbúðarhús, sem þau nefndu Bjarg. Þar stundaði Gísli útgerð sem fyrr. Á Akureyri þjuggu þau um lö ára skeið. Arið 1955 fluttu þau til Hafnar- flarðar og þar með hætti Gísli öllum útgerðarumsvifum. Þau reistu strax veglegt íbúðarhús á Herjólfsgötu 22 við sjóinn, rétt vestan við hafnar- mynnið en þaðan sést öll sigling báta og skipa inn og út úr Hafnar- fjarðarhöfn. Eftir að þau fluttu í húsið fór Gísli að vinna við fisk- mat, en síðan við tollskoðun í Reykjavík um 12 ára skeið. Síðustu störf hans voru sumarvinna við verkstjórn í unglingavinnu hjá Hafnarfjarðarbæ og hafði hann verulega ánægju af því starfi, verk- stjórn hafði alla tíð faristhonum vel úr hendi. Gísli var heilsuhraustur nær alla sína löngu ævi. Fanný og Gísli fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði í mars árið 1986. Börn þeirra hjóna eru: Margrét, f. 6. ágúst 1924, gift Jóni Egilssyni forstjóra á Akureyri. Ingvar, f. 28. mars 1926, fyrrverandi mennta- málaráðherra og alþingismaður, kvæntur Ólöfu Auði Erlingsdóttur. María, f. 3. maí 1927, gift Heimi Bjamasyni aðstoðarborgarlækni. Kristján, f. 30. nóvember 1930 af- skipunarstjóri hjá SÍF, kvæntur Erlu Baldvinsdóttur. Ásdís, f. 8. júlí 1935, gift Kristni Gestssyni píanókennara. Tryggvi, f. 11. júní 1938, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, kvæntur Margréti Egg- ertsdóttur. Afkomendur Gísla og Fannýjar munu vera 85. Gísli var maður fríður sýnum, hávaxinn og höfðinglegur. Grannur en beinvaxinn og bar sig vel. Hann var mikill skapmaður og hefur það án efa átt þátt í þeirri óvenjulegu orku, sem í honum bjó. Hamn.þótti kröfuharðu við samstarfsmenn sína en trúlega kröfuharðastur við sjálf- an sig. Hann var þó svo vinsæll húsbóndi að jafnan var til þess vitn- að hvað eftirsóttir sjómenn og land- verkamenn voru langan tíma sam- fleytt á hans útvegi, sumir um margra ára skeið. Gott atlæti á heimilinu hefur eflaust átt sinn þátt í því. Af framanrituðu má ljóst vera að Gísli Kristjánsson var harðdug- legur athafnamaður, áræðinn og kjarkmikill, einstakt snyrtimenni svo sem húseignir hans á Bjargi báru vott um á Norðfjarðarárunum. Hann var jafnan talinn í fremstu röð þeirra útvegsmanna, sem gerðu sér grein fyrir þýðingu þess að vanda vel verkun fiskaflans og var öðrum til fyrirmyndar og hvatning- ar á því sviði. Gísli skildi manna best hvers virði það er að búa vel að útgerð sinni hvað varðar veiðar- færi og annan búnað. í Neskaupstað var Gísli framar- lega á sviði félagsmála er snertu sjávarútveginn. Hér skal þó aðeins nefnt að hann átti sæti í fýrstu bæjarstjórn Neskaupstaðar, sem kosin var 2. janúar 1929. Hann var fulltrúi útvegsmanna og var fram- boðslisti þeirra nefndur sjómanna- listinn. Gísli þótti jafnan tillögugóð- ur og drenglyndur, vinsæll og greið- vikinn svo að af bar, góður ræðu- maður og aðsópsmikill í ræðustól. Gísli var lítt skólagenginn en greindur vel og fróðleiksfús. Hann sagði vel frá. Hann skrifaði all- margar blaðagreinar, m.a. minning- argreinar um látna samferðamenn, einnig nokkrar greinar um málefni aldraðra á seinni árum. Allt fórst þetta honum vel úr hendi. Við hjónin áttum því láni að fagna að eiga Fanný og Gísla að vinum um margra ára skeið og við áttum margar eftirminnilegar ánægjustundir með þeim. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Við sendum Fanný, börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Ragnar Pétursson Fæddur 30. júlí 1914 Dáinn 7. júlí 1989 Mín fyrstu kynni af Ingimagni hófust er ég kynntist syni hans, Eiríkí, fyrir átta árum. Ingimagn tók mér og dóttur minni vel og varð mér góður tengdafaðir. Ingimagn fæddist í Reykjavík árið 1914. Hann var sonur hjónanna Eiríks Ingimagnssonar og Elísabet- ar Jónsdóttur. Árið 1940 giftist Ingimagn Þuríði Jónsdóttur. Þau voru samrýnd alla tíð og allt þeirra samlíf einkenndist af gagnkvæmri ást, virðingu og trausti. Eignuðust þau fjögur börn: Jón Bergmann, Elísabetu, Guðrúnu Erlu og Eirík. Elísabet litla lést af völdum veikinda árið 1942, aðeins átta mánaða gömul. Ingimagn var ungur að árum þegar bifreiðir heilluðu hann Qg gerði hann áhugamál sitt að ævi- starfi. Síðustu árin vann hann hjá Borgarbílastöðinni. Hann var leigubílstjóri í 57 ár og rækti starf sitt samviskusamlega, eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Ingimagn hafði mjög gaman af að spila í bingó og voru það ófá skiptin sem þau hjónin fóru þangað saman. Afahlutverkið var honum afar kært. Það er stundum sagt að afar og ömmur eigi það til að láta meira eftir bamabörnum sínum en góðu hófi gegnir. Ávallt var mikil sæla að koma í heimsókn á Meistaravell- ina. Ingimagn var traustur maður og vel gerður af skaparans hendi. Ætíð gátum við leitað til hans þeg- ar við þurftum á aðstoð að halda, þá lagði hann sig allan fram við að hjálpa okkur. Það er erfitt að sætta sig við að hann sé farinn burt úr þessum heimi, en hann mun ætíð lifa í hjört- um okkar sem hann þekktu. Ingimagn lést í Borgarspítalan- um 7. júlí eftir stutta sjúkrahús- legu. Elsku Þuríður, þú sem hefur misst svo mikið, ástkæran eigin- mann og góðan vin, ég bið góðan Guð að styrkja þig og aðra aðstand- endur í ykkar miklu sorg. Sirrý Mitt höfuð, Guð ég hneigi að hjartað stíga megi í bljúgri bæn til þín. Lát heims ei glys mér granda, en gef mér bænaranda og hjartans andvörp heyr þú mín. Og þótt ég öðlist eigi, gef ei ég hugsa.megi: „Mín bæn til einskis er.“ Þótt ekkert annað fái ég, í auðmýkt hjartans má ég, í von og trausti tengjast þér. (Vald. Briem.) Þessi bæn er mér ofarlega í huga nú í þessari stund. Hann tengdapabbi er dáinn. Mig setti hljóða. Spurningarnar hrannast upp. Aðeins rúmt ár síðan maðurinn með ljáinn knúði dyra, þegar ég missti son minn í blóma lífsins, en svörin verða engin. Tengdapabbi hefði orðið 75 ára núna 30. júlí. Það er kannski eðli- legra þegar fólk er komið á þennan aldur að það kveðji, en hann var svo ungur í anda og þau hjón með margar áætlanir á pijónunum að vinnudegi loknum, sem hefði orðið á afmælisdaginn hans. Það er erfitt að hugsa sér Inga, svona virkan og traustan, vera fallinn fyrir þess- um hræðilega sjúkdómi. Það var gott að eiga hann að. Lofaði hann einhveiju stóð það eins og stafur á bók, sama hver i hlut átti. Ég á svð margar og góðar minningar um hann að það gæti orðið efni í heila bók, hann var sá stóri og sterki sem maður gat alltaf treyst á. Við ferð- uðumst mikið saman hér á árum áður. Við áttum bæði hjólhýsi og ferðuðumst mikið með þau, við fór- um hringveginn þegar hann opnað- ist og gáfum okkur mánuð í þetta ferðalag. Þetta var mjög skemmti- legur tími. Auðvitað kom ýmislegt uppá, en ég var alltaf róleg, því tengdapabbi var svo yfirvegaður og rólegur, sá við öllu sem aflaga fór, fyrir mér var hann sem bjarg. Síðasta ferðin sem við fórum saman var farin árið 1985 og fórum við utan. Það var stórkostleg ferð og það sem meira var, þetta var þeirra fyrsta ferð út fyrir landsteinana, en það sem lýsir honum best voru viðbrögðin hjá syni mínum þegar ég sagði honum hvað til stóð. Það fyrsta sem hann sagði: Fer afí með? Ég játti því og ekki stóð í svari hjá honum, þá fer ég sko með. Ingi þurfti ekki að hafa fyrir því að hæna að sér börn, það var eitthvað í hans fari sem gerði það að verkum að þau drógust að hon- um eins og segull. Það sem ein- kenndi þessa ferð og gerði hana svo skemmtilega var hvernig Ingi bjargaði sér þó engin tungumála- kunnátta væri fyrir hendi, hann notaði bara látbragð og allt gekk eins og í sögu. Fyrir tveimur árum veiktist tengdamamma og var hann hjá okkur á meðan, þá var Ingi lítill, enda sagði hann ég er ekki hálfur maður þegar ég hef ekki hana Hullu mína. Ég er svo óendan- lega þakklát fyrir þann tíma sem hann var hjá okkur og að við gátum veitt honum styrk og huggun á þeirri stund sem hann þurfti á henni að halda. Þann 19. maí síðastliðinn voru þau hjón búin að vera 50 ár saman. Það er langur tími og erfitt fyrir þann sem eftir lifir, tómið og einmanaleikinn svo yfirþyrmandi, það skilur enginn nema sá sem misst hefur. Kæra tengdamamma, þér votta ég mína dýpstu samúð. Megi algóð- ur guð styrkja þig og leiða um Okomna tíð. Ég kveð minn kæra tengdaföður með bæn sem honum var svo kær og töm. Nú til hvíldar halla’eg mér höfgi’á augu síga fer, alskyggn Drottinn, augu þín yfir vaki hvílu mín. Enn í dag ég of margt vann, er þig, Guð minn, styggja kann. Herrans Jesú blessað blóð bæti, hvað ég yfirtróð. Ég nú fel í umsjá þér alla hjartakæra mér, gjörvallt fólk um gjörvöll lönd geymi trútt þín föðurhönd. (Steingr. Thorst.) Þ.K. Hann Ingimagn afi er dáinn. Það er erfitt fyrir lítil börn að skilja og sætta sig við að fá ekki að sjá hann afa aftur. Það var alltaf svo gaman að fara heim til afa og ömmu, þar var allt- af vel tekið á móti okkur, með út- breiddum faðmi og brosi á vör. Það leyndi sér ekki hvað þeim þótti. vænt um okkur. Við munum aldrei gleyma honum afa sem var svo góður, og öllum góðu stundunum sem við áttum með honum og ömmu. Elsku arama, við munum biðja fyrir afa, og biðja guð að hjálpa þér á erfiðum stundum. Barnabörn og langafahörn t STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Grettisgötu 29, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavik mánudaginn 17. júlí kl. 13.30. Knútur R. Magnússon, Guðrún Leósdóttir, Svava Magnúsdóttir, Páll H. Kristjónsson, Katarína S. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, ARNODDUR MARINÓ EINARSSON frá Hólkoti, Miðneshreppi, verður jarðsunginn fró Hvalsneskirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans, láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Sigurlaug Pétursdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og amma, MARGRÉT HREINSDÓTTIR, Hvolsvegi 7, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Sigurjón Sigurjónsson, börn og barnabörn. Lokað Vegna útfarar GYÐRÍÐAR PÁLSDÓTTUR verða allar deildir Sölufélags garðyrkjumanna lokaðar frá kl. 14.00-16.00 í dag, föstudag 14. júlí. Sölufélag garðyrkjumanna. Lokað í dag, föstudag, frá kl. 12.00-16.00 vegna jarðar- farar MÖRTU ÓLAFSSON. Fálkinn, Suðurlandsbraut 8 og í Mjódd. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afrnælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú reglá, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.