Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Minningarathöfn um Khomeini: Þúsundir féllu í yfirlið Teheran. Reuter. ÞÚSUNDIR manna féllu í yfirlið af völdum gífurlegra hita á minn- ingarathöfn um Ayatollah Ru- hollah Khomeini, fyrrum trúar- leiðtoga, í gær. Þá lauk 40 daga þjóðarsorg sem lýst var yfir í Iran vegna andláts Khomeinis hinn 3. júní sl. Einn lést í óeirðum í Armeníu Moskvu. Reuter. EINN Armeni var skotinn til bana í skærum Armena og Azerbajdzhana í Nagorno- Karabakh héraðinu í Armeníu á miðvikudag, að sögn sov- ésku fréttastofúnnar TASS í gær. Spenna virðist fara vax- andi í héraðinu og Æðsta ráð sovéska þingsins hefúr sent sérstaka rannsóknarnefnd til héraðsins. Æstur múgurinn hefur rænt verslanir, sett upp vegatálma og skotið á hermenn í óeirðunum í þessari viku, sagði TASS. Þrír menn hafa nú látist í deilum Armena og Azerbajdzhana eftir að þær blossuðu upp að nýju í maí sl. en í fyrra létu yfir 90 manns lífíð í óeirðunum í Nag- omo-Karabakh. Einn Armeni er nú á sjúkrahúsi eftir barsmíðar Azerbajdzhana. Sendinefnd Æðsta ráðsins er ætlað að kanna ástand mála í héraðinu og leita leiða til að stöðva óeirðirnar. Þyrlur flugu yfir Behest-e Zahra- grafreitinn, þar sem Khomeini var borinn til grafar, og sprautuðu vatni á mannfjöldann, sem þar var saman kominn. Einnig var sprautað vatni á fólkið úr slökkvibifreiðum. Var það gert til þess að koma í veg fyrir að enn fleiri féllu í yfirlið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var talið að liðið hefði yfir um 10.000 manns. Mikil þrong var á þingi við graf- reitinn er mannfjöldinn reyndi að troða sér sem næst grafhýsi trúar- leiðtogans fyrrverandi. Útvarpið í Teheran sagði að milljónir manna hefðu tekið þátt í minningarathöfn- inni. Hnigu menn niður í troðningn- um. Ekki fóru fregnir af manntjóni en margir tróðust undir og biðu bana við útför Khomeinis. Að þessu sinni höfðu yfirvöld heitið þeim sem sóttu minningarathöfnina ókeypis líftrygg- ingu þar sem dánarbætur námu jafn- virði 780 þúsunda íslenskra króna- og slysabætur 115 þúsund kr. Reuter Um 20.000 manns söfnuðust saman á aðaltorgi borgarinnar Mezh- duretsjensk í Vestur-Síberiu til stuðnings kröfúm námamanna, sem lagt hafa niður vinnu til að krefjast þess að dregið verði úr miðstýr- ingu og völdum sovéska kommúnistaflokksins. Verkfall á næstmesta kolanámasvæði Sovétríkjanna: Námamenn vilja minnka völd kommúnistaflokksins Valdsvið fulltrúaþing-sins verði aukið á kostnað miðstjórnarinnar Moskvu. Reuter. Námaverkamenn í næstmesta kolaframleiðslusvæði Sovétríkjanna, Kúznetskíj Basín í Vestur-Síberíu, hafa lagt niður vinnu til að krefj- ast meiri sjálfsstjórnar og þess að dregið verði úr miðstýringu. Þótt verkfallsnefnd hafi lagt til að verkamennirnir mæti til vinnu að nýju í dag var haft eftir háttsettum embættismanni, sem starfar við náma- iðnaðinn, að ekki væri öruggt að verkfallsmennimir samþykktu slíkt. Kolaframleiðslan stöðvaðist nær algjörlega á svæðinu í gær. Verkfallið hófst í einni námu á ir berðust fyrir því að dregið yrði mánudag vegna óánægju náma- manna með lífskjörin en breiddist síðan ört út. í gær hafði það kostað námafyrirtækin 13 milljónir rúblna, eða 1,6 milljarða ísl. kr. Embættismaður í Kúznetskíj Basín sagði að námaverkamennim- úr miðstýringunni frá Moskvu og völd kommúnistaflokksins yrðu minnkuð. „Á fundum með verkfalls- mönnum hefur komið fram að þeir vilja að dregið verði úr völdum kommúnistaflokks héraðsins, svo og miðstjómarinnar í Moskvu,“ HLIÐ 1 1. <), María mig langar 2. Suöur um höfin 3. Hjarnastaöabeljurnar 4. Hann var sjómaöur dáöadrengur 5. Kátir voru karlar 6. Litla fiugan 7. Komdu inn í kof'ann minn K. Kotukvæöi 9. Minning um mann 10. Lóan er komin 11. Komdu og skoftaóu í kistuna ... 12. I mbarassa 13. Sestu hérna hjá mer 14. Vertti ekki aó horfa 15. Vt»r vifl sæinn 16. I*> tur i laufi Vcrtu til HLIÐ 2 1. <), Jósep, Josep ... 2. Kvenmannslaus i kulda og trekki 3. Oflurinn úm árans kjóann, hann Jóhann 4. Fyrir 8 árum 5. IVtrsmerkurijófl 6. Hin gömlu k.vnni 7. Ifafl liggur svo makalaust 8. Ur 50 senta glasinu 9. Afl lífifl sé skjálfandi ... 10. Det var brændevin i fiasken 11. Jón og ég Olafia. hvar er Vigga 12. Kinu sinni á ágústkvöldi 13. Kveikjum eld 14. í Hlíflarendakoti 15. Ljúfa Anna Hljóðfæraleikarar: Eyjólfur Kristjánsson, gítar Friðrik Sturluson, bassi Fjöldi söngvara HLIÐ1 1. StebbiogLina 2. Spáöu í mig 3. Viltu með mér vaka 4. Vertu sœl Mey 5. Hreöavatnsvalsinn 6. Vór göngum svo lóttir 7. Áhörpunaóma 8. Gamlisorrýgráni 9. Allir eru að gera það gott 10. AnnaíHlíð 11. Játning 12. Bláttlítiðblómeitter 13. Ég sá þig snemma dags 14. Hannelskaöiþilför... 15. Káta Vikurmœr. 16. Efógværioröinnógnarlanguráll HLIÐ2 1. Fram í heiðanna ró 2. Hif opp, æpti kartinn 3. Kvöld í Moskvu 4. Máninnfullurferumgeiminn 5. Upptilfjalla 6. Núliggurvelámór 7. Einu sinni var 8. Vetramótt 9. Búðardalurinn 10. Einanótt 11. Bam 12. Gunna var í sinni 13. Sumarkveöja 14. Kvöldiöerfagurt 15. Núblikarviðsólarlag 16. Hlíðinmínfríða MXIR MEÐ AFTUR 1 alfa bet a EIN STÖK ÚRGÁFA SKEIFUNNI 19 - S. 91 -678150 sagði embættismaðurinn í símavið- tali við fréttaritara Reuters. Hann sagði að þeir vildu einnig að starfs- mönnum kolanámaráðuneytisins í Moskvu yrði fækkað um helming og að skriffinnskubáknið í héraðinu yrði lagt niður. Þeir krefðust þess og að fulltrúaþing Sovétríkjanna yrði kallað saman til að minnka völd miðstjórnarinnar og auka vald- svið þingsins. 12.000 námamenn tóku þátt í verkfallinu. Um 20.000 manns söfnuðust saman á aðaltorgi borg- arinnar Mezhdúretsjensk, þar sem verkfallið hófst, til stuðnings kröf- um verkfallsmanna og hópar náma- manna sáu um að halda uppi lögum og reglu. Málgagn sovésku verka- lýðssamtakanna, Trúd, skýrði frá því að námamenn hefðu einnig stað- ið við áfengisverslanir til að koma í veg fyrir að verkfallsmenn keyptu vín og farið þess á leit við yfirvöld að áfengissölu yrði hætt meðan á verkfallinu stendur. Trúd skýrði frá því í mars að efnt hefði verið til ellefu verkfalla í sovéskum kolanámum á þessu ári, aðallega til að krefjast betri lífskjara. Fregnir um vinnudeilur gerast æ algengari í landinu. í und- irbúningi eru lög, sem heimila verkalýðsfélögum að efna til verk- falla, og er ráðgert að þau taki gildi á næstu mánuðum. Norskir bankar: Kína: Mörg hundruð farast í flóðum Peking. Reuter. MÖRG hundruð manns hafa beðið bana undanfarið vegna rigninga og vatnavaxta í Sic- huan-héraði í suð-vestur- hluta Kína. Að sögn Dagblaðs Alþýðunn- ar hafa 367 manns látið lífið undanfarið í héraðinu en í gegnum það rennur áin Yangtse og mikilúðlegar þverár hennar. Flestir fórust þegar aurskriða féll á hinn afskekkt- an bæ Xikou. Mikið manntjón verður á ári hvetju vegna flóða í Kína. í fyrra týndu tvö þúsund manns lífi í landinu af þeim sökum, einkum í austlægum héruðum. Milljarða vandræði vegna fískeldis NORSKIR bankar kunna að tapa á milli Qórum og sex milljörðum íslenskra króna vegna Sskeldis á þessu ári, segir í frétt norska blaðs- ins Aftenposten. Alls hafa bankarnir lánað um 50 milljarði ísl. kr. í þessa atvinnugrein á undanförnum árum og þar með stuðlað mjög að vexti hennar. Nú er talið að meira en 300 seiðastöðvar og um 700 eldisstöðvar séu í Noregi. í fyrra var tap á rekstri þeirra og er talið að það aukist enn í ár. Stærsti lánveitandi norskra fiskeld- isstöðva er Kreditkassen, sem hefur lánað um sex milljarði norskra króna alls til sjávarútvegs, eða um 50 milljarði íslenskra króna. Þar af hefur um einn milljarður, eða átta milljarðar íslenskra króna, far- ið til fiskeldisstöðva. Tölurnar eru svipaðar hjá Bergen Bank. Þessir tveir bankar eru í „milljarða- klúbbi" norska fiskeldisins og eru taldir hafa lánað mest allra banka í veröldinni til þeirrar starfsemi. Vandræðin innan fiskeldisins eiga einkum rætur að rekja til of- framleiðslu og ofijárfestingar. Talið er að markaður fyrir eldisfisk hafi aukist um 50% í ár, en framleiðslu- getan hefur jafnframt aukist gífur- lega auk þess sem mildur vetur leiddi til þess að framleiðsla á seið- um og eldislaxi var mun meiri en vænst hafði verið. Ástandið er verst hjá seiðastöðvunum en verð á seið- um hefur lækkað úr 15 norskum krónum (125 ísl. kr.) í þrjár til fjór- ar norskar krónur. Aftenposten segir að verðið á stórum laxi hafi lækkað mest eða um 10 til 20 krónur norskar kílóið (80 til 160 ísl. kr.). Meðalverðið sé 34 til 35 norskar krónur kílóið, en meðalkostnaður við framleiðsluna sé 35 til 36 norskar krónur (290 til 300 ísl. kr.). Dýrast sé að fram- leiða lax í norðurhluta Noregs, þar sem hann vaxi hægar þar en í suð- urhlutanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.