Morgunblaðið - 14.07.1989, Page 23

Morgunblaðið - 14.07.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 arinnar voru hermenn á eftirlaunum og bæklaðir hermenn og þeir höfðu lítinn áhuga á því að verjast, svo að múgurinn þrengdi sér inn og lét greipar sópa og á örskömmum tíma hafði hann sankað að sér 32 þúsund byssum. Sjónarvottar að þessum atburð- um undruðust það mest hversu þetta gekk fljótt fyrir sig og einnig að hersveitirnar, sem safnað var saman í næsta nágrenni Parísar, voru ákveðnar í því að.ráðast ekki tii atlögu gegn byltingarmönnum. Liðsforingjarnir töldu að þær myndu gera uppreisn ef skipun bærist um árás. Með töku Invalide hafði borgarvörðurinn og borgar- stjórn Parísar þegar náð yfirhönd- inni. Bastillan tákn skelfingar Um svipað leyti og manngrúinn flykktist að Invalide var annar hóp- ur á leiðinni til Bastillunnar. Bast- illan var reist af Karli V Frakkakon- ungi um 1370 sem virki við Sainte- Antoine-borgarhliðið. Hernaðar- gildi virkisins rýrnaði með tímanum og skáldið Claude Le Petit orti á 17. öld um kastalann: „Til hvers er þessi forni veggur í dýkinu? Er þetta vatnsveituskurður, kjallari eða froskatjörn?" Og svarið kom: „Þetta er Bastillan, sannarlega er þetta Bastillan. Það er nóg tii þess að allir skjáifi af skelfingu." Og hann lýkur þessu kvæði: „Kastali án varnariiðs, gagnslaust virki sem leitast við að vera dyblissa." Örlög þessa skálds urðu þau, að hann álp- aðist til að yrkja tviræðar vísur um einhvern af konungsættinni og var því brenndur á Gréve-torgi 1. sept. 1662, en Gréve-torg var opinber aftökustaður í hjarta Parísar. Ba- stillan var ferhyrnd bygging með átta turnum og 30 metra háum múrum. Umhverfis var dýki, sem var fyllt vatni úr Signu, en þetta vor var dýkið þurrt. Meðan Bast- illan var virki var hún oft notuð sem þar tvisvar, tæpt ár í fyrra skiptið og í tólf daga í síðara skiptið. For- vitnilegasti fanginn var vafalítið „maðurinn með járngrímuna“ sem var sakaður um njósnir og gagnn- jósnir. Hann hét Mattioli og dvaldi þarna 1698-1703. Hann var reynd- ar aldrei með jámgrímu, gríman var úr flaueli. Ymsir frægir menn voru taldir hafa dvalið í Bastill- unni, svo sem Diderot og Mirabeau, en þeir voru fangar um tíma í Vin- cennes-kastala sem var annað ríkis- fangelsið. Aðbúð fanganna á 18, öld var mun skárri í þessu fangelsi en í flestum öðrum og menn gátu lesið og skrifað og áttu aðgang að bókakosti. Þessi ískyggilegi kastali var tákn harðstjórnar og gerræðisstjórnar og hryllingssögurnar sem gengu um það sem átti að fara fram inna’n- dyra voru ógnvekjandi, þótt þær væru fjarri öllum sanni. Andstyggð- in á þessari vistarveru kom einkum til af því að konungur gat látið grípa menn eða konur, sent í Bast- illuna án þess að tilgreina ástæður og haldið þeim þar eins lengi og hann vildi. Þetta var undanfari út- listana Kafka löngu síðar og var framkvæmt í mun stærri stíl þegar tók að líða á 20. öld. Taugaveiklaður virkisstjóri Um klukkan hálfellefu fyrir há- degi kom fyrsta sendinefnd borgar- stjórnarinnar að portum Bastillunn- ar og krafðist vopna. Aftur var þessa farið á leit klukkustund síðar. Fjöldinn sem umkringdi kastalann bjóst við hinu versta. Virkisstjórinn, de Launey, hafði styrkt varnirnar undanfarna daga og fengið nokkurn liðsauka 7. júlí, 32 svissneska her- menn. Varnarliðið voru alls 82 her- menn á eftirlaunum. Vopnabirgðir voru miklar í kastalanum, þar á meðal failbyssur, og veggir hans voru þykkir og port örugg. Hæfur varðstjóri hefði því átt auðvelt með að veijast, en de Launey var það Lúðvík XVI Mirabeau var að slægjast, og hengdi þá. Til- ganginum með stofnun borgarvarð- liðsins varð náð, að vernda borgar- ana fyrir rænandi og stelandi rusl- aralýð og skjóta hirðinni í Versölum skelk f bringu. En þetta nægði ekki til að skapa einhverja öryggiskennd meðal efn- aðri hluta borgaranna og einkum meðal víxlara og kaupsýslumanna. Þeir álitu að ríkisgjaldþrot væri yfirvofandi og kauphöllinni var lok- að. Eina von þessa hóps var, að Necker yrði aftur kallaður til starfa. Verðbréf höfðu hríðfallið 12. og 13. júlí og með því framhaldi yrðu þau verðlaus innan nokkurra daga. Og hinn minnisverði dagur 14. júlí rann upp. Hin nýja borgarstjórn hafði setið á fundi alla nóttina og ráðgast um hvað skyldi gera tii að tryggja ró og jafnframt til að veija borgina árásum hersins og neyða konung til þess að afturkalla upp- sögn Neckers. Varðstjóri Invalides hafði hafnað kröfum kjörmann- anna, borgarstjórnarinnar, kvöldið áður um vopn og taldi sig bíða fyrir- skipana frá Versölum. Eldsnemma þennan morgun flykktist stór hópur manna að Invalide og krafðist þess, að vopn yrðu afhent. Varnarlið hall- dvalarstaður göfugra gesta og varðstjóra, staðan var heiðursstaða. Richelieu kardínáli gerði Bastilluna að ríkisfangelsi, það er að segja ætlað þeim föngum sem höfðu gert sig seka um þá tegund lögbrota sem m.a. mátti flokka undir „feloni“, drottinssvik, sem var einhver alvar- legasti glæpur sem framinn varð og jafnaðist á við „blasfemi“, guðníð. Konungarnir gátu gefið út handtökutilskipun „lettres de cac- het“ án undangenginnar rannsókn- ar eða dóms og auk þessara teg- unda brota komu fleiri til, t.d. trú- villa, falsanir sem snertu valdstjóm- ina og sakir sem vafasamt var að opinbera. Engin ákvæði fylgdu um varðhaldstímann, hann gat staðið í nokkra daga og til lífstíðar. Á dög- um Lúðvíks XIV var farið að fang- elsa ósvífna blaðaskrifara og deilu- ritahöfunda í Bastillunni, einnig galdrakuklara og kvenfólk sem hafði orðið uppvíst að kukli. Það var á dögum Lúðvíks XIV sem far- ið var að halda nöfnum fanga leynd- um. Þetta varð m.a. til þess að sveipa fangelsið óhugnaði og auka á skelfinguna sem fylgdi nafninu Bastillan. Einhver frægasti fangi í Bastillunni var Voltaire sem dvaldi ekki. Hann var taugaveiklaður og kunni lítt til hernaðar, hvarflandi og skelfingu lostinn þegar múgur- inn þyrptist að. Það fór allt í handa- skolum. Samningar um uppgjöf stóðu til, en þá lét varðstjórinn hefja skothríð á umsátursliðið. Þá var ekki að sökum að spyija. Frönsku varðliðarnir drógu fallbyssur að virkinu og þá virtist de Launey öll- um lokið. Hann gafst upp gegn því að fá grið fyrir sig og menn sína. Áður en til þess kæmi hafði hann hótað að sprengja kastalann í loft upp. Hann hafði látið flytja miklar púðurbirgðir í kjallara kastalans og ef af því hefði orðið hefði ekki að- eins kastalinn farið heldur stór hluti næsta nágrennis, púðurbirgðirnar voru um 15 tonn. Þótt margt benti til þess að varðstjórinn væri ekki starfi sínu vaxinn þá sá hann fram á, að þótt hann verði kastalann, þá gat vörnin aðeins varað í einn eða tvo daga vegna vistaleysis. í skot- hríðinni frá kastalanum féllu upp undir hundrað umsátursmanna og fjöldi særðist. Ráðist inn í kastalann Múgurinn réðist nú inn í kastal- ann, varðliðsmenn voru dregnir út og það var með naumindum að full- trúar borgarstjórnar gátu forðað flestum þeirra undan, en de Launey og sex aðrir voru handteknir af frönsku varðliðunum. Hrópin „A mort“ kváðu við, en liðsforingjarnir úr borgarvarðliðinu reyndu að vernda hann fyrir árásum og haldið var með hann til ráðhússins. Á leið- inni var honum misþyrmt og sví- virðingarnar dundu á honum. Þegar nálgaðist ráðhúsið var hann að dauða kominn eftir barsmíðar og ófáar hnífsstungur, einhver rak byssusting í kvið hans og síðan var hann margstunginn og loks skotinn, líkið var dregið að göturennunni. Þegar de Launey var fallinn hróp- aði einhver: „Þjóðin krefst þess, að höfuð hans verði sýnt almenningi, svo að mönnum megi vitnast sök hans.“ Atvinnulaus kokkur, Desnot að nafni sem de Launey hafði spark- að í í stimpingunum, stóð þar hjá, honum var rétt sverð, en hann tók hníf og skar höfuðið af varðstjóran- um. Auk varðstjórans voru sex aðr- ir líflátnir. Höfuð þeirra voru fest á spjótsodda og borin um stræti borgarinnar, við mikil fagnaðar- læti. Fangarnir sjö sem leystir voru úr Bastillunni voru bornir um stræt- in og hylltir. Það var um fimmleytið 14. júlí sem varðlið Bastillunnar gafst upp og klukkustund síðar hófst sigur- gangan, þar sem höfuð varðstjórans og feiri voru borin í fararbroddi. Hverjir voru sigurvegarar? Hveijir unnu Bastilluna? I júní- mánuði árið eftir þessa atburði voru 954 einstaklingar heiðraðir með titl- inum „vainqueur de la Bastille“, sigurvegari Bastillunnar. Vitað er um atvinnu eða samfélagsstöðu 661 af þessum 954. Hluti þeirra var úr Saint-Antoine-hverfínu og flestir voru handverksmenn, tilheyrðu þjónustugreinunum, einnig voru nokkrir borgarar, kaupmenn, verk- stæðiseigendur og meðal þeirra var Santerre ölbruggari, 80 hermenn og liðsforingjar úr borgarvarðliðinu og franska varðiiðinu, meðal þeirra voru borgarar, þar á meðal banka- skrifarar og víxlarar. Borgarar, handverksmenn, daglaunamenn og öreigar voru sigurvegarapnir. Þeir tóku Bastilluna. Auk þessa hóps sigurvegara var mikill manngrúi umhverfis kastalann. Þennan dag sameinuðust Parísarbúar til varnar yfirvofandi árás „konungshollra" hersveita gegn stjórn sem var á góðri leið með að rústa fjárhag ríkisins og gegn hungrinu og rang- læti sérréttinda og mismununar. Parísarbúar? íbúafjöldinn var rúm 600.000 og skiptist þannig: Aðals- menn 5.000, klerkar 10.000, borg- arar 120.000 og iðnaðar- og þjón- ustustéttir, handverksmenn, smá- kaupmenn og daglaunamenn auk betlara og flækinga um 500.000. Hagsmunir meginhluta þessara íbúa fóru saman. Almúginn var hungraður og atvinnuleysi var mik- ið. Hann krafðist brauðs og þess að vera talinn til fijálsborinna manna. Borgararnir kröfðust jafn- réttis á við forréttindastéttirnar og allir kröfðust frelsis og afnáms „harðstjórnar" og gerræðis. 620 þúsund Parísarbúar stóðu saman þennan dag gegn óvinsælli stjóm og með valdatöku borgarstjórnar og stofnun borgarvarðliðs voru af- skipti ' konungsstjórnarinnar öll. Bailly, forseti þingsins, var valinn borgarstjóri og Lafayette, frelsis- hetjan úr frelsisstríði Norður- Ameríkumanna, varð stjórnandi þjóðvarðliðsins. Bastillan var rifín næstu daga. Konungur kallaði hersveitir sínar frá París og nágrenni og Þjóðþing- inu var borgið. Borgarstjórnin í París og Þjóðþingið höfðu sigrast á tilraunum hirðar og konungs að bijóta byltingu í burðarliðnum. Áhrif töku Bastillunnar voru gífurleg, Frakkland logaði, þjóðin reis upp og krafðist brauðs, frelsis og jafnréttis. 1880 var 14. júlí, Bastilludagurinn, lýstur þjóðhátíð- ardagur franska lýðveldisins. Höfundur er rithöfundur. 23 Sr. Pálmi Matthíasson BústaðaprestaJkalI: Sr. Pálmi Matthías- son settur í embætti Sr. Pálmi Matthíasson verður settur inn í embætti sóknarprests Bústaðaprestakalls við guðsþjón- ustu sunnudaginn 16. júlí kl. 11 árdegis. Dómprófastur, sr. Guð- mundur Þorsteinsson, annast inn- setningu hans. Stundarfjórðungi fyrir guðsþjón- ustuna verður tónlistarflutningur Guðrúnar Jónsdóttur söngkonu við undirleik Bryndísar Pálsdóttur á fiðlu, Guðna Þ. Guðmundssonar á orgel og Gunnars Gunnarssonar á flautu. í guðsþjónustunni syngur Ingveldur Olafsdóttir stólvers, Guð- jón Leifur Gunnarsson og Guðmund- ur Hafsteinsson leika á trompeta og kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar. Það er von sóknamefndar að íbúar sóknarinnar og velunnarar kirkjunn- ar fjölmenni til guðsþjónustu á þess- um tímamótum þegar nýr prestur tekur við Bústaðaprestakalli. (Fréttatilkynning) Island ger- ist aðili að Ferðamála- ári Evrópu Samgönguráðherra hefur ákveðið að ísland verði aðili að Ferðamálaári Evrópu árið 1990, sem Evrópubandalagið og EFTA- ríkin ætla að standa að í samein- ingu. Markmiðið með Ferðamála- árinu er að vekja athygli á sívax- andi mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar í öllum lönd- um Evrópu og þýðingu hennar í efhahags- og félagslegu tilliti í framtíðinni, en jafnframt að móta nýjar leiðir og áherslur í ferða- þjónustunni, segir í frétt frá sam- gönguráðuneytinu. Skipuð hefur verið þriggja manna landsnefnd átaksins hér á landi og eiga sæti í henni Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Árni Þór Sigurðsson hagfræðingur í sam- gönguráðuneyti og Haukur Ólafsson sendiráðunautur í utanríkisráðu- neyti. Verkefni landsnefndarinnar er m.a. að sjá um undirbúning og fram- kvæmd ferðamálaárs, kynna þetta átak meðal aðila í ferðaþjónustu og koma á framfæri hugmyndum um nýjungar. Þá mun landsnefndin einn- ig hafa með höndum samskipti og samstarf við stjórnarnefnd átaksins, sem er samstarfsnefnd EB og EFTA og hefur-aðsetur í Brussel, en stjórn- amefndin tekur stefnumarkandi ákvarðanir um framkvæmd ferða- málaársins. íslenska landsnefndin hefur hafið störf og mun kynna hug- myndir sinaf>um skipulagningu árs- ins hé.r á landi á haustmánuðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.