Morgunblaðið - 14.07.1989, Page 4

Morgunblaðið - 14.07.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Ný farþegaþyrla bætist í flugflota landsmanna Umboðsaðili býður björgunarþyrlu til leigu NÝ farþegaþyrla bættíst í flugflota íslendinga í gær er Þyrluþjónust- an hf. tók þyrlu af gerðinni Bell 206 Long Ranger formlega í notk- un. Siguijón Ásbjörnsson, umboðsaðili Bell Helicopter Textron á íslandi, afhentí hinum nýju eigendum þyrluna við athöfh á Hótel Loftleiðum. Við sama tækifæri sagði Sigurjón að flest benti tíl þess að íslendingum gæfist kostur á að reyna 20 manna björgunarþyrlu í haust en þá mun þyrla af gerðinni Bell 214 Super Transport verða hér á landi í a.m.k. 2 vikur. Þyrluþjónustan hf. var stofnuð á síðasta ári. Eigandi hennar er Hall- dór Hreinsson flugmaður. Hin nýja þyrla ber 7 farþega og hefur þriggja og hálfrar klukkustundar flugþol. Hún er búin öllum helstu þægindum og flugleiðsögutækjum, m.a. til blindflugs. Þyrlunni má breyta til sjúkraflutninga þar sem sjúkrabör- ur eru til taks í farangurslest. Að sögn Siguijóns Ásbjörnssonar er þessi þyrlutegund hagkvæm í rekstri og hentar vel til fjölbreyttra verkefna. Fullhlaðin ber hún eitt tonn. Alls hafa verið framleiddar yfir 7 þúsund Bell 206 Long Rang- er þyrlur. Þyrla Flugþjónustunnar hf. var keypt lítið notuð frá Frakklandi. Hún hefur 850 flugtíma að baki. Halldór Hreinsson eigandi fyrirtæk- isins lauk námi við Rangers þyrlu- skólann í Kanada fyrr á þessu ári. Hann og flugrekstrarstjóri Þyrlu- þjónustunnar hf., Jón Pálsson, hafa einnig lokið sérstöku viðhaldsnám- skeiði á vegum framleiðanda þyrl- unnar í Texas í Bandarílq'unum. Fram kom í máli Siguijóns Ás- bjömssonar að allar líkur bentu til þess að í september í haust myndi Bell Helicopter Textron gefa íslend- ingum kost á að reyna hér í a.m.k. 2 vikur fullkomna 20 manna úthafs- björgunarþyrlu af gerðinni Bell 214 Super Transport. Þyrlur af þessari gerð haf verið í rekstri um árabil á vegum Norðmanna og Englend- inga við flutninga og björgunár- störf á Norðursjó. Til greina kemur að leigja Landhelgisgæslunni þyrl- una um nokkurra mánaða skeið. Að sögn Gunnars Bergsteinsson- ar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hefur ekki verið rætt hvort ástæða sé til að leigja björgunarþyrluna enda ekki ljóst hvort það verði hægt. „Okkur hefur boðist að reyna þyrluna í hálfan mánuð og í fram- haldi af því að taka hana á leigu um einhvem tíma,“ sagði Gunnar. „Að sjálfsögðu ber Landhelgis- gæslunni að kynna sér þær vélar sem em á markaðnum en endanleg ákvörðun um leigu á þyrlunni er í höndum stjómvalda," bætti Gunnar við. VEÐURHORFUR í DAG, 14. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Vestan gola eða kaldi viðast hvar á landinu. Skýj- að eða þokuslæðingur við vesturströndina en annars var bjartviðri um mestallt land. Hiti var víða á bilinu 14-20 stig inn til landsins en heldur svalara við sjóinn. SPÁ: Vestan- eða norðvestanátt, dálítil súld á Suðvesturlandi í fyrramálið, en þurrt síðdegis. ( öðrum iandshlutum verður bjart veöur víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Hæg vestiæg átt. Bjart veður víða um land þó líklega skýjað öðru hverju og ef til vill lítils háttar súld við suðvestur- og vesturströndina. Sums staöar nætur- þoka við norðurströndina. Hlýtt veður um allt land, hlýjast á Aust- ur- og Suðausturlandi. TÁKN: ■Q - Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ■\ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r / r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir El Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V \j oo 4 K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veöur Akureyrí 15 léttskýjað Reykjavlk 11 þokumáða Bergen 13 skúr Helsinki 20 skýjað Kaupmannah. 15 skúr Narssarssuaq 10 rigning Nuuk 6 alskýjað Osló 14 rigning Stokkhólmur 20 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 29 heiðskírt Amsterdam 18 hálfskýjað Barcelona 27 mistur Berlin 20 skýjað Chicago 19 skýjað Feneyjar 27 léttskýjað Frankfurt 22 hálfskýjað Qlasgow 17 hálfskýjað Hamborg 17 skúr Las Palmas 25 þokumóða London 23 léttskýjað Los Angeles 17 þokumóða Lúxemborg 20 léttskýjað Madrid 30 heiðskírt Malaga 28 heiðskírt Mallorca 30 léttskýjað Montreal 20 skýjað New York 21 alskýjað Orlando 24 léttskýjað Paris 23 léttskýjaö Róm 27 skýjað Vín 25 skýjað Washington 23 skúr Winnipeg vantar Morgunblaðið/Einar Falur Hin nýja farþegaþyrla Þyrluþjónustunnar hf. er af gerðinni Bell 206 Long Ranger. Bandarískt fyrirtæki gerir tilboð í umfram- birgðir af lambakjöti BANDARÍSKUR aðili hefur gert landbúnaðarráðuneytínu tílboð um að kaupa allar umframbirgðir lambakjöts í landinu, sem nú eru um 3 þúsund tonn, á 28.50 kr. kílóið. Að sögn Jóhanns Guðmundssonar, deildarstjóra hjá landbúnaðarráðuneytinu, verður tilboðinu svarað fljótlega, en hann sagði það verð sem í boði væri greinilega vera allt of lágt. „Geymslukostnaður á umfram- birgðunum er vissulega hár, en ef ríkið ætlar að flytja út þessi þijú þúsund tonn þyrfti að greiða um 450 krónur með hvetju kílói. Til þess þyrfti því um 1.350 milljónir króna, sem yrði að taka að láni, og vaxtakostnaður af því yrði líklega svipaður og geymslukostn- aðurinn er. Það verð sem banda- ríski aðilinn býður er auk þess fyr- ir neðan allar hellur, en það er um sjötti hluti af því verði sem fengist hefur fyrir kjöt sem flutt hefur ver- ið út til Norðurlandanna. Það hefur þó engin endanleg ákvörðun verið tekin um hvemig þessu tilboði verð- ur svarað, en það verður væntan- lega gert fljótlega," sagði Jóhann. Pétur Björnsson hjá ísberg í Hull: Brestir í samtaka- mætti verkfallsmanna víða í enskum liöfimm „EINHUGUR verkfallsmanna í breskum höfnum er ekki eins mikill og talið var fyrirfram, og brestír eru víða að myndast í verkfall þeirra," sagði Pétur Björnsson hjá ísberg í Hull í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Pét- ur sagðist ekki búast við að verk- fallið myndi valda verulegum truflunum á útflutningi íslensks físks, og sagði gámaútflutning vera kominn í nánast eðlilegt horf. „Reyndar er nokkuð meiri kostn- aður við gámaútflutninga nú en við eðlilegar aðstæður, þar sem kostn- aður af flutningi á landi frá upp- skipunarhöfn bætist við venjulegan kostnað. Hins vegar efa ég að verk- fallið setji flutninga okkar úr skorð- um á einhvern hátt,“ sagði Pétur ennfremur. Nokkur fjöldi hafna í Bretlandi er undanþeginn verkfallinu, og taldi Pétur það vera helstu skýringu þess að samtakamáttur verkfallsmanna reyndist ekki jafn mikill og búist var við. Borgarráð: Lóðarúthlutun í Lækjargötu BORGARRÁÐ liefur samþykkt að veita Hinu íslenska bók- menntafélagi lóðina við Lækjar- götu 4. Áður hafði félagið fengið vilyrði fyrir lóðinni og er þegar búið að hanna hús, sem þar verður væntan- lega reist. Þrír Islendingar á svæðamót í skák t FJÓRTÁN skákmenn, þar af þrír íslendingar, taka þátt í svæðamótí Norðurlanda sem hefst í næstu viku í Finnlandi. í kvennaflokki er átta keppendur, þar af einn frá íslandi. Níu stórmeistarar eru meðal keppenda og er mótið í 11. flokki FIDE. Þátttakendurinir eru: Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Mar- geir Pétursson frá íslandi. Bent Larsen, Curt Hansen og Erik Mort- ensen frá Danmörku, Harry Schússler, Tom Wedberg og Lars Karlsson frá Svíþjóð, Simen Agde- stein, Jonathan Tisdall, og Berge Östenstaad frá Noregi, og Heikki Westerinnen og Jouni Yijölá frá Finnlandi. í kvennaflokki keppir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fyrir íslands hönd. Mótið hefst 19. júlí. Tveir efstu menn mótsins komast áfram á milli- svæðamót. Jóhann Hjartarson hef- ur þegar öðlast þátttökurétt á það mót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.