Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 27 Minning: * Marta Olafsson Fædd 10. október 1915 Dáin4. júlí 1989 Fundum okkar Mörtu bar fyrst saman fyrir níu árum. Mig langaði að sjá og kynna mig fyrir tilvonandi tengdamóður sonar míns. Við mætt- umst við húsdyr hennar. Hún hafði fengið sér göngu með heimilishund- inn, hann Kát. Eg fann það að hand- takið fyrsta var hlýtt og spáði vin- áttu. Mér fannst sem ég hefði alltaf þekkt hana. Hún hafði þann eigin- leika ap láta öllum líða vel í návist sinni. Á Sunnuvegi 13 átti ég síðan eftir að eiga margar yndisstundir með fjölskyldum beggja. Marta var ættuð frá T’ekkóslóva- kíu, en fór ung að árum til Eng- lands til að nema ensku. Vegna síðari heimsstyijaldarinnar átti hún ekki afturkvæmt til heimalandsins og hó_f nám í læknisfræði í Lundún- um. Á sama tíma dvaldi þar ungur íslendingur í verkfræðinámi, Bragi Ólafsson. Örlögin höguðu því þannig að leiðir þeirra lágu saman. Þau bundust tryggðaböndum og giftu sig þar úti. Hingað kom hún með manni sínum að námi loknu. Þau eignuðust þijú elskuleg börn, synina Pál og Ólaf og eina dóttur, Helgu, tengda- dóttur þeirrar er þetta ritar. Magnús minn eignaðist ekki aðeins góða konu, heldur elskulega tengdamóður sem hann virti og mat mikils. Marta var vitur og vel menntuð kona, gædd skemmtilegri kímnigáfu og frásagnarmáta. Hún var traust og sterk eins og eikin, þar sem allir gátu leitað skjóls sem þurftu. En vindar blésu einnig um þá eik. Bragi maður hennar lést skyndilega langt um aldur fram árið 1974. Þá var mikil sorg á Sunnuvegi. En Marta fann aftur fótfestu í lífinu. Ný kyn- slóð var að vaxa úr grasi, bamabörn- unum, sem nú eru orðin sex, reynd- ist hún hollur leiðbeinandi og var boðin og búin að gæta þeirra meðan kraftar entust. Ekki má heldur gleyma því að börnin studdu hana í hvívetna og gerðu henni allt til yndis sem verða mátti. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa kynnst góðri, fjölhæfri konu og hennar traustu íjölskyldu. Marta var mér fyrirmynd í mörgu. Við hér í Drápuhlíð sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til barna, tengda- bama og barnabarna, sem og allra sem Mörtu tengdust. Við biðjum þeim öllum Guðs blessunar. Friður Guðs sem er æðri öllum skilningi varðveiti Mörtu Ólafsson. Dísa Steingrímsdóttir Elskuleg tengdamóðir mín lést í Landakotsspítala þann 4. júlí sl. eft- ir erfiða sjúkdómslegu. Hún hét Marta Ólafsson, fædd 10. október 1915 í bænum Kosice í Tékkóslóv- akíu. Foreldrar Mörtu vora Leona og Hinrik Lakner lögfræðingur. Einn bróður átti hún, Pál að nafni, sem var skurðlæknir að mennt og 10 áram eldri en hún. Að loknu menntaskólanámi í heimabæ sínum, Ruzomberok, lá leið Mörtu til Englands á enskunám- skeið. Meðan á dvöl hennar stóð þar braust síðari heimsstyijöldin út. Marta reyndi að komast heim, en allar samgönguleiðir vora lokaðar. Þannig vildi það til, að hún varð útilokuð frá heimalandi sínu. Marta ákvað að nota tímann vel og settist á skólabekk í Manchester þar sem hún lagði stund á læknis- fræði. Þar kynntist hún tengdaföður mínum heitnum, Braga Olafssyni, sem var við verkfræðinám í sömu borg. Að loknu námi þeirra beggja flutt- ust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau Marta og Bragi eignuðust þijú börn, sem era: Páll, f. 1948, kvæntur undirritaðri. Eigum við fjóra syni, þá Hinrik, f. 1973, Hjör- leif og Braga, f. 1975 og Viðar, f. 1978; Ólafur, f. 1955, ókvæntur og býr í foreldrahúsum og Helga, f. 1960, gift Magnúsi Halldórssyni. Eiga þau tvær dætur, þær Hrafn- hildi, f. 1986, og Söndra, f. 1987. Árið 1951 flutti Leona móðir Mörtu til dóttur sinnar og tengda- sonar og bjó hjá þeim síðustu 11 ár æfi sinnar. Bróðir Mörtu og mág- kona höfðu áður fallið frá án þess að eignast erfingja. Marta var mjög vel gefin og há- menntuð kona. Auk þess að hafa lært til læknis hafði hún gott vald á fjölmörgum tungumálum. Á heimaslóðum hennar í Tékkóslóv- akíu voru töluð slóvakíska, þýska, ungverska og tékkneska, sem hún gat öll notað jöfnum höndum. Ensku, frönsku, rússnesku og latínu hafði hún numið í skóla. Eftir að Marta fluttist til íslands settist hún á bekk í Háskóla íslands og lærði þar íslensku fyrir útlendinga. Víðlesin var Marta og hinn mesti lestrarhestur hvort sem um var að ræða heimsbókmenntir, fræðirit eða fréttir líðandi stundar. íslendinga- sögurnar vora þar ekki undanskild- ar. Hún ákvað að helga heimili sínu og fjölskyldu krafta sína. Kynni okkar Mörtu hófust fyrir rúmu 21 ári, þegar ég kom fyrst á heimili hennar og Braga hálfkvíðin ung stúlka í fylgd með syni þeirra. En Marta tók mér af slíkri ástúð og hlýju að allur kvíði hvarf eins og dögg fyrir sólu. Um tíma bjó ég á heimili tengda- foreldra minna. Komst ég fljótlega að því, að Marta dekraði við sitt heimafólk af einstakri ást og um- hyggju. Ég held mér sé óhætt að segja, að ég hafi ekki kynnst nokk- urri manneskju, sem bar jafn mikla umhyggju fyrir öðrum og hún gerði. Jafnan var hún brosmild og létt í lund og hafði góða kímnigáfu. Marta var þeim eiginleika gædd, að eiga sérlega gott með að umgangast fólk þannig að það laðaðist að henni, enda voru tengdaforeldrar mínir vin- mörg. Það tók mig langan tíma að átta mig á því hver væri hver í þeim fjölmenna vinahópi, sem hún hafði jafnan samband við, bæði hérlendis og erlendis. Ætíð var Marta reiðubú- in til að leggja öðram lið í baráttu lífsins. Leituðu margir ásjár hennar og lagði hún sig fram um að leysa hvers manns vanda. í nóvember 1975 varð Marta fyr- ir þeirri þungbæra sorg að missa eiginmann sinn, sem varð bráð- kvaddur á ferðalagi erlendis. Varð hún aldrei söm eftir það áfall. Barnabörnum sínum var Marta yndislega góð amma, sem veitti þeim óspart af sinni miklu hjartagæsku og var sannur og virkur félagi í leik þeirra og starfi. Sonarsynir hennar fóra oft „í vistina til að passa ömmu“ eftir að afi Bragi dó. Hjá henni vora þeir alsælir eins og kóngar í ríki sínu. Þeir eru sannfærðir um, að enginn hafi átt jafn góða og skemmtilega ömmu og þeir, sem skreið undir borð og á bak við sófa í feluleik, gaf krökkunum leyfi til að fara í fataskáp sinn til að klæða sig upp, hafði alltaf nægan tíma fyrir spumingaleiki og spil og lét þá ráða matseðli heimilisins meðan á heimsókn þeirra stóð. Ekki má gleyma leynihólfinu, en þar átti amma alltaf eitthvað spennandi. Við foreldrarnir fengum ekki að vita hvað það hafði að geyma. Þegar aldur færðist yfir tók heils- an mjög að bila. Marta varð illa haldin af liðagigt og síðar tók sykur- sýki að hijá hana. Að lokum var það krabbamein, sem var þrautin þyngst. Þessu mótlæti tók Marta með að- dáunarverðu hugrekki. Hún sótti styrk í trúna á Guð, og var sterk sem klettur í þessu harða stríði, já- kvæð og ákveðin að njóta til fulls þeirra stunda, sem henni gáfust. Og það gerði hún svo sannarlega. Marta hafði ætíð ánægju af mannamótum og ferðalögum og ferðaðist víða með Braga meðan hans naut við. Lét hún heilsuleysi sitt ekki aftra sér frá því að hitta fólk eða ferðast, og dreif hún sig m.a. tvívegis í sólarlandaferðir með börnum sínum og fjölskyldum þeirra eftir að liðagigtin var orðin henni verulegur fjötur um fót. í bæði skipt- in kom hún heim helmingi liðugri, endurnærð og full af fjöri, eins og hún orðaði það sjálf. í september á síðasta ári fluttu þau Helga og Magnús til ömmu Mörtu á Sunnó. Hún var afskaplega glöð yfir að fá aftur líf og fjör í húsið, og litlu sólargeislarnir hennar tveir, þær Hrafnhildur og Sandra, sáu til þess að þar ríkti engin logn- molla. Nú, þegar komið er að hinstu kveðjustund og minningarnar hrann- ast upp, þá er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þessa yndislega góðu konu að. Hún var mér meira en bara tengdamóðir, hún var mín hjartans vinkona, sem ég á óumræði- lega mikið að þakka. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg Hjörleifsdóttir Það era aðeins níu ár síðan ég kynntist elskulegri tengdamóður minni, Mörtu Ólafsson. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hana miklu lengur. Nú er hún látin og þá rifjast upp þetta stutta en ánægjulega tímabil lífs míns. Það var vorið 1980 sem ég kom fyrst á Sunnuveg 13 stuttu eftir að ég kynntist Helgu dóttur Mörtu. Á neðri hæðinni bjuggum við Helga svo næstu fimm árin. Þann tíma reyndist Marta mér vel og tókust strax með okkur góð kynni. Marta hafði sterkan persónuleika. Hún var hlý og traust. Margar ánægjustundir áttum við saman þeg- ar Helga var á vakt. Þá var gaman að ræða við Mörtu yfir tebolla. Hún var mjög fróð, það var hægt að ræða við hana um hvað sem var. Eftir að veikindi fóra að hijá hana var aðdáunarvert að sjá hvernig hún reif sig upp af dugnaði og harðfylgi og tók þátt í daglegu lífi. Það hefur verið mér mikil ánægja hversu góðu sambandi mín fjölskylda náði við Mörtu. Þær era sterkar í minningunni þær stundir sem fjölskyldur okkar áttu saman. Eftir að hafa búið á Sunnuvegin- um í fimm ár fluttum við vestast í Vesturbæinn og bjuggum þar næstu þijú árin. Ekki minnkaði þörfin fyrir að fara inná Sunnó við það. Þar vora móttökur Mörtu alltaf jafn inni- legar. Marta kom líka á Rekagrand- ann og þar samgladdist hún okkur Helgu þegar við eignuðumst Hrafn- hildi. Hrafnhildur tók strax miklu ástfóstri við ömmu sína eins og yngri stelpan okkar Sandra gerði líka. Eftir að við fluttum aftur á Sunnó fyrir tæpu ári urðu stelpumar mjög hændar að ömmu sinni. Þær virtust sjaldan fínna að amma væri veik. Það var bara þegar amma fór upp á spítala í sprautur að spurt var hvenær 'amma kæmi aftur. Gleði þeirra var mikil þegar hún kom allt- af heim daginn eftir. En svo kom kallið og hún kemur ekki aftur. Söknuður okkar er mikill. Við biðjum algóðan Guð að hvíla lúin bein elsku- legrar móður, tengdamóður og ömmu. Magnús Halldórsson Undarlegar eru tilviljanir lífsins. Eða eru þær það, sem kallað er ör- lög? Yngsti bróðir minn, Bragi, stundaði verkfræðinám á stríðsárun- um í Manchester á Englandi. Á fyrsta námsári þurfti hann að sækja fyrirlestra í efnafræði, en það þurftu nemendur í ýmsum öðram greinum einnig að gera, svo sem læknastúd- entar. Þess vegna fór kennslan fram í einhverri stærstu stofu skólans, miklum sal. Einhveiju sinni settist hjá Braga stúlka, sem vantaði blý- ant og yrti á hann. Hann heyrði strax, að hún var ekki ensk og hafði orð á því. Stúlkan svaraði að bragði, að þar hallaðist ekkert á. Þegar hún heyrði, að Bragi var íslendingur, rak hún upp fagnaðaróp. Þannig hittist á, að þijár tékkneskar námskonur bjuggu saman í íbúð, en vinur þeirra og landi var þar tíður gestur. Þenn- an mann taldi sessunautur'-Braga gagnkunnugan á íslandi og tala íslenzku reiprennandi. Skipti það engum togum, að hún tróð upp á bróður minn miða með einhveiju hrafnasparki. Löngu síðar leiddist Braga einhvern sunnudaginn og minntist þá þessa atviks. Fann hann miðann í fóram sínum og tókst að stafa sig fram úr fljótskrifuðu heim- ilisfangi. Beið hann nú ekki lengur boðanna, leitaði staðarins og kvaddi dyra. Á móti honum tók ungur og vörpulegur maður, sem mælti skýr- um rómi: „Sæll og blessaður." Sá hinn sami átti síðar eftir að verða rammur íslendingur, séra Kári Vals- son í Hrísey. Að sjálfsögðu kom Bragi að óvörum, en hið unga fólk hafði keypt sér miða á bíó nema ein stúlkan og þó ekki sú, sem við sögu kom í háskólanum. Varð að ráði, að Bragi og heimasætan biðu hinna. Upp frá því viku þau ekki hvort frá öðra, meðan bæði lifðu. Marta Lakner fæddist í Kosice í Tékkóslóvakíu 10. október 1915. Æskuheimili hennar var í bænum Ruzomberok. Foreldrar hennar voru Hinrik dr. jur. og Leona Lakner. Bróður átti Marta, Paul að nafni, og var hann læknir. Heimilið var fyrirmannlegt og mótað af hámenn- ingu Vínarborgar. Sjálf stundaði Marta læknisfræði, þegar hún kynntist bróður mínum. Þau giftust í Manchester 30. marz 1946 og flutt- ust til íslands ári síðar. Fyrst bjuggu þau á efstu hæð Fálkans við Lauga- veg, síðan í Bólstaðarhlíð 4, en reistu sér fyrir hartnær þijátíu áram ein- býlishús að Sunnuvegi 13. Þeim varð þriggja barna auðið. Páll Bragason, viðskiptafræðingur og annar af forstjóram Fálkans hf., er elztur. Hann á fyrir konu Guðbjörgu Hjörleifsdóttur og með henni fjóra sonu. Næstelztur er Ólafur, rekstr- arhagfræðingur, ókvæntur og enn í foreldrahúsum. Yngst er Helga, hjúkrunarfræðingur, gift Magnúsi Halldórssyni, byggingaiðnfræðingi. Þau eiga tvær dætur, tveggja og þriggja ára. Þegar Bragi og Marta höfðu lokið námi í Englandi kom Bragi heim á undan konu sinni, því að Marta hafði brugðið sér til Slóvakíu á fund móð- ur sinnar. En þar kom, að Mörtu var von og við Bragi fórum út á Reykjavíkurflugvöll að taka á móti henni. Gerðum við ráð fyrir, að vélin kæmi að flugstöð, sem þá var við Öskjuhlíð, en okkur til skelfingar lenti hún úti við Skerjafjörð. Var því enginn sjáanlegur til þess að taka á móti gestinum. Á leiðinni yfir hafið hafði Marta setið hjá séra Jakobi Jónssyni, sem bauðst nú af mikilli kurteisi til að koma henni til skila. En Marta afþakkaði gott boð og kvaðst mundu hverfa aftur til síns heima með fyrstu ferð. Um síðir birtumst við bræðurnir þó, móðir og másandi með velktan blómvönd í höndunum. Þarf ekki að orðlengja það, að okkur var fyrirgefið. Eftir stríð stóð móðir Mörtu, Leona Lakner, ein uppi í hijáðu landi. Hún hafði misst bæði mann sinn og son. Eftir langa baráttu og loks fyrir tilstuðlan æðstu manna leyfðist henni að flytjast til dóttur sinnar og tengdasonar á íslandi gegn því að ganga frá öllu sínu nema klæðunum, sem hún stóð í. Hér bar hún beinin eftir 11 ára dvöl. Ekki fór á milli mála, að Leona var bitur kona. Hún var tággrönn, skapstór og fáskiptin, en framkoma hennar öll tiginmannleg. Skipti þeirra mæðgna þóttu mér í senn fróðleg og merkileg. Móðirin var fædd og upp alin við austurrísk-ungverska menningu og ungverska hennar fyrsta mál, en fyrir þróun stjóm- mála ólst dóttirin upp við slóvakíska hætti. Þótt báðar væra þær mæltar á ungverska og slóvakíska tungu, töluðust þær einlægt við á þýzku, nema þegar þær kærðu sig ekki um, að aðrir skildu. Auk þess að vera altalandi á margar tungur var Marta hámenntuð kona. Á yngri áram sínum lék hún gullfallega á píanó. Snemma á ferli mágkonu minnar hér á landi bauð henni konan mín í ferð til frændfólks síns á Vestfjörð- um. Var einkum dvalizt á ísafirði, í Hnífsdal og Bolungarvík. Gleymi ég aldrei, hversu Marta undraðist, að fágaðir lifnaðarhættiptakmörkuðust ekki við Reykjavík, heldur tíðkuðust eigi siður víðs fjarri höfuðborginni. En ferðir okkar hjóna með Braga og Mörtu urðu margar og samskipti heimilanna mikil og náin. Ekki hvað sízt rísa í minningunni hóf, sem þau hjón héldu árlega vinum sínum og vandamönnum af einstakri rausn. Þá var Marta virtur félagi í klúbbi íslenzkra húsmæðra, brotinna af erlendu bergi. Kenndi þar margra grasa, og stundum fengu eigin- mennirnir að vera með í góðum fagn- aði. Þegar Marta kom til Islands, var hún barnshafandi. Af þeim sökum kynntist hún fljótt heilsugæzlu í Reykjavík. Er mér kunnugt um, að þá var hún hvött til þess að nota menntun sína í þágu heilbrigðismála hér á landi. En svo var hugur henn- ar eindreginn til heimilis síns og uppeldis hins ófædda barns, að hún sló öðram störfum á frest og reynd- ar allt þar til, að hún taldi sjálf, að kunnátta sín til læknisstarfa væri fymd. Veit ég enga húsmóður, sem gefið hefur sínum nánustu meira af hug sínum og hjarta en Marta Ólafs- son. Slíkt skilar sér óþjákvæmilega. Til dæmis tel ég, að börn Mörtu séu ekki aðeins heiðarlegt, vel upp alið og siðað fólk, heldur og gegnir borg- arar. En Marta var mörgum öðram lyftistöng. Ég leyfi mér að fullyrða, að eigin- maður Mörtu, Bragi Ólafsson, hafi verið duglegur maður og óspar á krafta sína til allra verka. Þegar hann kom heim frá námi, gerðist hann verkfræðingur Landssmiðjunn- ar, næst yfirverkfræðingur í Vél- smiðjunni Héðni, þá framkvæmda- stjóri Iðnaðarmálastofnunar íslands, en síðast og lengst forstjóri Fálkans hf. með bræðrum sínum Sigurði og Haraldi. Síðla árs 1975 fór hann sem oftar utan í viðskiptaerindum. Dag- inn fyrir brottförina tjáði hann mér, að sér hefði aldri liðið betur, enda var hann talinn stálhraustur maður. En á heimleiðinni varð hann bráð- kvaddur í hvílu sinni á hóteli í Lon- don. Þetta var konu hans, börnum og okkur öllum gífurlegt áfall. Marta var yfirkomin af harmi. Var þá bragðið á það ráð að kveðja til móð- ursystur hennar, konu á níræðis- aldri, sem búsett var í London og komið hafði til íslands nokkram sinnum. Anna Sivak var stórvitur -kona eins og systir hennar Leona, en gerólík að öðra leyti. Hún var lítil vexti og hnellin, mild og mann- blendin, lík Mörtu nema á velli. Anna taldi um fyrir frændkonu sinni og leiddi henni miskunnarlaust fyrir sjónir, að fleiri ættu um sárt að binda en hún og ekki stæði hún ein og óstudd. Þetta gerði gæfuinuninn, þótt ekkert græddi hjartasárin ann- að en tíminn einn. Eftir þetta kom Anna Sivak næstum árlega til syst- urdóttur sinnar á íslandi og dvaldist hjá henni nokkrar vikur í senn. Átt- um við, kona mín og ég, því láni að fagna að kynnast þessari konu, ekki sízt fyrir það, að við létum aldrei undir höfuð leggjast að bjóða þeim frændkonum eitthvað upp í sveit. Er undravert, hversu opnum huga gamla konan skynjaði og drakk í sig fegurð íslenzkrar náttúru og reyndar allt, sem fyrir augun bar á þessu landi. Anna Sivak dó fyrir fáum áram vel á tíræðisaldri. Alla tíð var Marta heilsuhraust þar til á síðustu áram, að marg- háttuð veikindi tóku að hijá hana. Má þar einkum til nefna háskalega liðagigt og krabbamein. En við þess- um áföllum brást Marta á annan veg en sorginni. Hún efldist við hveija raun og beið þess, sem verða vildi, æðralaus. Var aldrei lærdómsríkara að ræða við Mörtu en einmitt í raun- um hennar. í dag verður hún lögð til hinztu hvíldar við hlið móður sinnar og eiginmanns í Fossvogs- kirkjugarði. Blessuð sé minning Mörtu Ólafsson. Einiægar samúðar- kveðjur bömum hennar og ástvinum öllum. Ólafur M, Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.