Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 13 Tónafórnin IV Hinum hæsta Guði til dýrðar og náunga mínum til velfarnaðar. J.S. Bach: Orgelkvcr Rök o g tónar eftir Þorstein Gylfason Sú tillaga hefur komið fram að ef við, ibúar þessarar reikistjömu, vildum gera vart við okkur meðal vitsmunavera á öðrum hnöttum, og sýna þeim í leiðinni vitsmuna- lífið sem hér er lifað, þá ættum við ekki betri kost á því en þann að útvarpa linnulaustr eins langt út í geiminn og við getum, tónlist eftir Bach. Þessi tillaga er til áminningar um það að tónlist, sem höfðar svo sterkt sem raun ber vitni til tilfinninga hvers heil- brigðs manns, er öðrum þræði vitsmunalist, alveg eins og vísindi. Bach var þetta samband tónlistar og vísinda einkar ljóst. Hann gerð- ist sjálfur félagi í tónvísindafélagi í júní 1747 um það bil sem hann samdi Tó.nafórnina; það hét Correspondirende Societát der Musicalischen Wissenschaften, stofnað af Lorenz nokkrum Mizl- er. Það var að líkindum á þessu sama ári sem hann lagði fyrir félagið, sem vísindalegt verk, keðjuverk sitt Af himnum hátt (Vom Himmel hoch BWV769). Um sömu mundir sendi hann fé- lagsmönnum sérprent af sex- raddaðri keðju sem hann hafði gert, rétt eins og um fræðilega ritgerð væri að ræða. Af þessum sökum þarf það kannski ekki að koma á óvart að Helgi Hálfdanarson orðar Bach við stærðfræði, og hitt ekki heldur að stærðfræðingar og heimspek- ingar, og áreiðanlega iðkendur. margra annarra fræðigreina líka, sækja til þessa dags dæmafáan innblástur í verk Bachs. Einn slíkur, bandaríski tölvufræðingur- inn og heimspekingurinn Douglas R. Hofstadter, hefur raunar skrif- að stóra bók þar sem hann reynir að sýna fram á margvíslegar hlið- stæður milli Tónafómar Bachs annars vegar og frægustu setn- ingar í stærðfræðilegri rökfræði fyrr og síðar, sönnunar Gödels sem svo er nefnd eftir austurríska rökfræðingnum og heimspekingn- um Kurt Gödel sem fann hana og birti árið 1931. Hofstadter gengur raunar lengra í samanburðaræfingum sínum og ber saman eina listileg- ustu keðjuna í Tónafóminni, „Canon per tonos“, við mynd eftir hollenzka listamanninn M.C. Esc- her sem heitir „Foss“. Það er umhugsunarverður samanburður fyrir hvem sem kemur í Skálholt um helgina, og þess vegna birtist myndin með þessari grein. Úr því að ég er að ota fram mynd eftir Escher væntanlegum Skálholtsfömm til umhugsunar, má ég til með að fara fáeinum orðum um sönnun Gödels áður en ég lýk máli mínu. Hún er eitt mesta andiegt afrek sem unnið ‘hefur verið á 20stu öld, samjafn- anleg við til að mynda afstæðis- kenningu Einsteins eða þá upp- götvun sameindalíffræðinga að erfðastofnamir em kjamasýrur. Hún á líka erindi við hvem mann vegna merkilegrar ályktunar sem virðist mega draga af henni. Samkvæmt setningu Gödels, sem hann sannaði með aðferð sem Hofstadter ber saman við aðferðir Bachs í 'Tónafóminni, er engin sönnunaraðferð í talnafræði full- komin eða altæk, þannig að að- ferðinni megi beita til að leiða í ljós öll sannindi talnafræðinnar og engin ósannindi. Hvaða sönn- unaraðferð sem við höfum í hönd- unum, verða einhver sannindi talnafræðinnar ósannanleg með þeirri aðferð. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að í talna- fræði er að finna tiltölulega ein- faldar tilgátur sem stærðfræðing- um hefur ekki tekizt að sanna þrátt fyrir ýtrastu og hugvitssam- legustu tilraunir öldum saman. Meðal þessara ósönnuðu setninga er sú tilgáta Goldbachs, sem var rússneskur stærðfræðingur á 18du öld, að sérhver jöfn tala hærri en tveir sé summa tveggja framtalna; önnur er „síðasta setn- ing Fermats" sem svo er nefnd eftir franska stærðfræðingnum Fermat sem uppi var á 17du öld, en hún kveður á um að jafnan x" + y" = z" eigi sér enga lausn.í heilum tölum ef n er hærri tala en 2. Sam- kvæmt setningu Gödels er það trúlegt að þessar fullyrðingar verði ekki sannaðar nema fundið sé upp á nýjum sönnunaraðferð- um sem sú talnafræði sem við kunnum skil á ræður ekki yfir. Til þess þarf hugvit eins og Göd- els sjálfs eða Bachs. Ég sagði að af sönnun Göldels mætti draga merkilega ályktun sem ætti erindi við hvem mann. Þessi ályktun er einfaldlega að það sé ókleift að byggja tölvu sem er jafnhæf mannshugánum í talnafræði, því að tölva ráði aldrei jrfir annarri reikningslist en þeirri sem við kunnum skil á og getum byggt inn í hana. Við sjálf getum hins vegar það sem tölva getur ekki: fundið upp nýjar aðferðir í reikningslist, líkt og Gödel gerði sjálfur, alveg eins og við finnum upp nýjar aðferðir í tónlist líkt og Bach gerði og tónskáld gera til þessa dags. Af þessu virðist svo aftur mega draga þá ályktun — Gödel sjálfur vildi draga hana — að hvað svo sem mannsheilinn eða mannshugurinn kunni að vera þá sé hann ekki tölva. Eru raunvextir á íslandi háir? Birgi ísleif Gunnarsson Vaxtamálin hafa verið mjög fyr- irferðarmikil í allri þjóðmálaum- ræðu nú um nokkurt skeið. For- svarsmenn fyrirtækja sem lent hafa í vandræðum skella gjarnan allri skuldinni á „mikinn fjármagns- kostnað" þegar verið er að útskýra fyrir alþjóð bágan hag fyrirtækj- anna. Víst hafa vextir hækkað hér á landi á síðustu tveimur áram, en sú spuming hlýtur að vera áleitin, hvort íslensk fyrirtæki eða einstakl- ingar þurfi að sæta mun verri kjör- um að þessu leyti en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Niðurstöður Vísbendingar í ritinu Vísbending sem út kom þann 29. júní sl. er gerð nokkur úttekt á þessu og eru þær niðurstöð- ur mjög fróðlegar og vert að vekja sérstaka athygli á þeim. Niðurstaða Vísbendingar er sú að raunvextir hér á landi séu tæpast háir á al- þjóðlegan mælikvarða. í blaðinu er vakin athygli á því að samanburður á raunvaxtakjörum milli landa sé erfíður, sérstaklega vegna þess að bankar taki mjög mismunandi vexti eftir eðli fjárfestingarinnar og stöðu lántakandans. Lægstu vextina greiði traustustu viðskiptavinirnir sem séu gjarnan stór og öflug fyrir- tæki með góða eiginfjárstöðu og mikla veltu. Vextir til minni og áhættusamari fyrirtækja séu hærri og vextir til einstaklinga séu gjam- an mun hærri en fyrirtæki greiða. Verðbólguþátturinn torveldi og samanburð á milli landa. Þrátt fyr- ir þessa fyrirvara gerir Vísbending tilraun til að bera saman vexti á íslandi og í ýmsum ríkjum OECD. Aðferð Vísbendingar Lægstu vextimir sem traustu fýrirtækin borga nefnast „prime rates“ eða kjörvextir. Bent er á að óeðlilegt sé að tína til kjörvexti hinna ýmsu landa og líta á þá sem eðlilegan samanburðargrandvöll. Markmiðið er að fínna þá vexti sem fyrirtæki af svipaðri stærð og stöðu og íslensk fyrirtæki verða að greiða. Meginaðferð Vísbendingar er sú að bæta 2% álagi á kjörvexti nema þar sem upplýsingar liggja fyrir um meðalvexti. Tekið hefur verið tillit til verðbólgu í viðkomandi löndum. „Nú ber hæst að keyra eigi niður raunvexti „með handafli“. Ef sú verður raunin virðast raunvextir á íslandi verða með því lægsta sem þekkist í nálægum löndum.“ Með þessari aðferð kemur í Ijós að raunvextir era æði háir í mörg- um löndum. Þannig eru fimm lönd með raunvexti á bilinu 7—8%, þ.e. Svíþjóð, Ítalía, Frakkland, Bretland og Bandaríkin. Tvö lönd á bilinu 8—10%, þ.e. Belgía og Austurríki, fjögur lönd á bilinu 10—12%, þ.e. Kanada, Holland, Spánn og Noreg- ur. Nýja Sjáland er með 13,1% og hæst er Astralía með 17% raun- vexti. Japan er lægst með 3%. Að- eins fjögur ríki era með raunvexti á bilinu 4—7%. Raunvextir á íslandi ekkiháir Samkvæmt þessu eru raunvextir í hinum ýmsu löndum afar mismun- Birgir ísleifur Gunnarsson andi og raunvextir á Islandi alls ekki háir á alþjóðlegan mælikvarða. Ef íslensk fyrirtæki ættu kost á lánum á alþjóðlegum lánamarkaði, er enginn vafí á því að vaxtakjör þeirra yrðu afar mismunandi. Stærstu íslensku fyrirtækin sem reyndar mörg hafa tekið lán reglu- lega á erlendum mörkuðum yrðu væntanlega nálægt Iq'örvöxtum. Önnur fyrirtæki, og þá ekki síst þau sem mest kveinka sér undan mikl- um fjármagnskostnaði, þyrftu vafa- laust að greiða mun hærri vexti, þó ekki væri nema vegna þess hve eiginfjárstaða þeirra flestra er slæm. í of miklum mæli hefur verið ráðist í ijárfestingar fyrir lánsfé í stað þess að auka eigið fé. Lántökur erlendis Við íslendingar höfum alltof mikla tilhneigingu til að hafa „pat- ent-lausnir“ á öllum málum. Nú ber hæst að keyra eigi niður raunvexti „með handafli“. Ef sú verður raun- in virðast raunvextir á íslandi verða með því lægsta sem þekkist í nálæg- um löndum. Það sjá aðvitað allir að í ijármagnsnauðu landi gengur það ekki upp til lengdar. Eg held að það yrði mun affarasælla að veita fyrirtækjum heimild til að taka beint lán erlendis á eigin ábyrgð og þar með að hlíta því mati sem erlendar lánastofnanir leggja á fyr- irtækin. Samkeppni eykst við íslen- skar lánastofnanir við það og eðli- legur samanburður fæst við raun- vexti í öðrum löndum. Höfundur er þingmaður fyrir Sjálfctæðisílokkinn í Reykjavík. Skagaströnd: Yfirlýsing frá meiri- hluta hreppsnefiidar Vegna ítrekaðara yfirlýsinga frá- farandi oddvita á Skagaströnd þar sem gefið er í skyn að réttur hans hafi verið fyrir borð borinn, vill meirhluti hreppsnefndar Höfða- hrepps láta eftirfarandi koma fram: Nyr meirihluti var myndaður fyr- ir rúmu ári þegar slitnaði upp úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Þá var Adolf gerð grein fyrir þeirri breytingu sem orðin var. Jafnframt var honum gert ljóst að hann hefði ekki stuðning um- rædds meirihluta. Þá var ítrekað farið fram á afsögn oddvitans enda eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð að oddviti sé forsvarsmaður meiri- hlutans. Marmkið þessarar meirihluta- myndunar var ekki að hefja neinn á stall eða rífa af stalli eins og Adolf hefur látið hafa eftir sér. Heldur að samræma skoðanir og krafta þeirra sem treystu sér til að vinna saman af heilindum. Eftir að Adolf skaut máli sínu til Félagsmálaráðuneytisins og fékk þann dóm að hann „mætti“ sitja út kjörtímabilið þar sem hann hafí verið kjörinn til fjögurra ára, vora afsagnarmál hans ekki rædd frekar á hreppsnefndarfundum. Hins veg- ar starfaði meirihlutinn áfram af fullum krafti enda kom það hvergi fram í úrskurði Félagsmálaráðu- neytisins að óheimilt væri að mynda meirihluta um annað en stuðning við títtnefndan Adolf. Þótt oddvitakjör og afsagnarmál væra ekki til umræðu reyndi meiri- hlutinn að gera oddvita ljóst hver raunveraleg staða hans væri. Til þess vora gerðar ýmsar bókanir og ályktanir. Eins og fyrr getur virtist Adolf þó þurfa rúmt ár til að átta sig á stöðunni. Alla tið var samkomulag um það í meirihlutanum að fara ekki út í svo harkalegar aðgerðir að sam- þykkja vantraust á oddvitann, þótt hann láti nú sem öll mannréttindi hafí verið brotin á sér eftir að hann tók sjálfur ákvörðun um að segja af sér. Axel J. Hallgrímsson, Ingibjörg Kristinsdóttir og Magnús B. Jónsson Mínar bestu þakkir til starfsfólks dvalarheimil- is aldraðra í Stykkishólmi og til allra, sem heiðruðu mig á 70 ára afmœli mínu. Ingibjörg Jónsdóttir, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.