Morgunblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ 'FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 „E/nkunnAsSpjaldiá rriitt rn.un-ek.lcL bseio. xruxgasari<5 Þ'iti. " Jú, vissulega er ég dýra- vinur, enda allt plast- dýr... Þú ert með lyklana, veskið og ökuleyfið og allt er klappað og klárt...? Nautaat: Kvartaði virkilega enginn við kónginn? Til Velvakanda. Sama dag og heimsókn þjóðar- leiðtoga Spánar bar upp hér á ís- landi hófst hin árlega og djöfullega nautaatstíð þar syðra í heimalandi kóngs og drottningar með því að reka ungnautin um þarlendar götur og trylla þessi blásaklausu dýr með tilheyrandi barsmíðum og eftir- rekstri. Mér er því spurn: Kvartaði eng- inn yfir þessu við kónginn í öllum veislunum eða í ræðuflansinum sem yfir honum og drottningu hans voru kiijaðar? Hvar er nú hjartagæskan sem öllum er innrætt hér í æsku, bæði í kristninni og í skólakerfinu? Þessi ófijálsu og óhamingjusömu dýr eru sérstaklega ræktuð (les á vestræna vísu: framleidd) til þess- ara krossferða á spænskum leikvöll- um spánskum og trylltum alþýðu- skríl til afþreyingar. Skríl- og sadistamenning þessi á Spáni er menningu Evrópu til há- borinnar skammar um gjörvallan heim. Nautaat Spánvérja, og stanga- veiði Evrópubúanna sem og bróður- parts Vesturlandabúa, á sér vart hliðstæðu úr mannkynssögunni í sadisma gagnvart öðrum og varnar- lausum lífverum, nema ef væri þeg- ar kristnum mönnum var smalað saman um gjörvallt Rómarríki hér AUMinœ/ct —w~ Málbreytingum verður ekki stjórnað með valdboði. Þú getur ráðið hversu hratt þær ganga! forðum og þeim fleygt fyrir ban- hungruð ljón við skemmtun skrílsins þar — fyrir það eitt að vera kristinnar trúar — sama skrílsins og fyllir nú poppkorns- skríls-stúkur nautaatsleikvanga Spánar. Enn ógeðfelldari eru þó hinar kerfisbundnu tilraunir á dýrum á hinn sadískasta hátt í velflestum ríkjum heims, einkum þó hér á Vesturlöndum. Það er svona svipað og pyntingarnar sem varnarlausir fangar í meirihluta rikja heims þola flesta daga ársins. Þessi tvö síðast- nefndu atriði eru lágkúra lágkúr- unnar í menningu okkar hinna „hugsandi" manna í dag. Þjáningar þessara dýra og fanga eru tryllings- legri en nokkur orð á prenti gætu lýst. (Sjá m.a. ársskýrslur Amnesty Intemational-samtakanna og árs- skýrslur Animal Liberation Front-samtakanna í Bretlandi eða USA.) Við þessa spánsku nautatortúr- menningu höfum við lítið að makka annað en að krefjast tafarlausrar stöðvunar þessa skepnuskaps áður en skálað er í kampavíni í veislum við kónga svona þjóða. Við þá sem fyllast hofmóði út af þessu tilskrifi hér vil ég svara því strax fyrirfram að Green- peace-samtökin og fjöldinn allur af öði-um alþjóðlegum og spánskum náttúru- og dýraverndarsamtökum eru sífellt að jagast meira og meira yfir þessu við sorglega litlar undir- tektir þarlendra. (Svona með svip- uðum árangri og gegn hinum ólög- legu og siðlausu hvalaslátrunum okkar Islendinga.) Nei, má ég þá heldur og fyrr biðja um hvalveiðar út um allan sjó. Hvalveiðar hér og hvalveiðar þar og hvalveiðar allstaðar, (þótt ljótar séu og siðlausar) áður en þetta ljóta og andstyggilega nauta- at verður látið afskiptalaust af hugsandi og hugsanalausu fólki heimsins, sem nóg virðist af (þ.e. seinni flokknum — hinum hugsun- arlausu). Hér verður að setja aðra siðfræði við stýrið en þá sem ræður gjörðum okkar gagnvart lífinu í þessum dæmum sem hér voru nefnd. Því þetta er móðgun við allt sem heitir kærleikur og húmanismi. Og þetta er móðgun við allt sem kallað er Guð. Og fyrir þá sem ekki geta fallist á fyrri skilgreining- arnar er þetta einnig móðgun við lífið sjálft, Qölbreytileik þess og fegurð. Leggjum lóð okkar á vogar- skálarnar að þessum harmleik verði hætt hið fyrsta. Krefjumst tafar- lausts afnáms nautaatsleika hvar sem er í heimi hér! Og ekkert minna. Magnús H. Skarphéðinsson, meðlimur í Hvalavinafélagi Islands * Agæt skáldsaga Til Velvakanda. Mig langar þess að biðja þig fyr- ir nokkrar línur í þætti þína, ég les þá alltaf mér til ánægju. Eg hefi verið að lesa ágæta skáldsögu sem heitir „Leyndarmálið í Engidal" eft- ir Hugrúnu skáldkonu. Mér finnst bókin svo skemmtileg, að ég vil mæla með henni á þessum umbrota- tímum á vettvangi bókmenntanna. Sannast að segja finnst mér koma alltof mikið út af léttvægum boð- skap. Tískan virðist teygja klærnar í allar áttir. Þessi saga hreif mig svo að mig langar til þess að mæla með henni og lofa fólki að vita að hún er þess virði að lesa hana. Hún fékk góð meðmæli, en lítið fór fyrir auglýsingum um útgáfuna. Höf- undur mun hafa tileinkað Selja- kirkju allan ágóðann af sölunni, en kirkjan er í uppbyggingu. Sagan er í kiljuformi og fæst í bókabúðum og einnig hjá Bókamiðstöðinni. Hún er heppileg að taka hana með sér í sumarfríið. Létt í vöfum en sögu- þráður og málfar prýðilegt. Kristján Eiríksson HÖGNI HREKKVÍSI „ HAKJM HBFUR GKeNNST...þOÆ.TTIR AÐ REVNA ÞeNNAN FANöeLSISKÓR/" Víkverji skrifar au furðulegu tíðindi mátti lesa á baksíðu Morgunblaðsins á þriðjudaginn að í athugun væri að menntamálaráðuneytið keypti stór- hýsi Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi undir listaháskóla. Þetta mál eru stjórnarherrarnir að kanna á sama tíma og stefnir í margra milljarða halla ríkissjóðs enn eitt árið! Og þetta er verið að kanna á sama tíma og ekki er hægt með sómasamlegum hætti að ljúka byggingu þjóðarbókhlöðu eða gera þjóðskjalasafn þannig úr garði að nýtist eins og vera skyldi. Og framundan er mörg hundruð millj- óna króna viðgerð á Þjóðleikhúsinu og upplýst hefur verið að gera þarf við húsnæði Þjóðminjasafnsins fyrir 250 milljónir króna. xxx Ef ráðherrar menntamála og flármála telja sig hafa hand- bærar 500 milljónir til þess að kaupa umrætt hús af SS og nokkur hundruð milljónir í viðbót til að ljúka við húsið mætti einnig spyija hvort ekki væri rétt að nota þá peninga til að kaupa nýja og fullkomna björgunarþyrlu. Það hefur marg- sinnis komið fram að þótt núver- andi þyrla hafi reynst mjög vel, dugar hún ekki ef stórslys verður á sjó. Rætt hefur verið um það í mörg ár að kaupa stærri þyrlu en peninga hefur vantað. Nú hafa sjómenn á Austfjörðum hrint af stað fjársöfnun til kaupa á nýrri þyrlu. Vonandi verður þessi söfnun upphafið að því að ráðist verði í kaupin. xxx Yeðrið hefur ekki beinlínis leikið við fólk sunnanlands og vestan í sumar. Því hrökk Víkveiji í kút er hann sá auglýsingu á. sunnudag- inn, þar sem ósk.að var eftir tilboð- um í snjómokstur á Ströndum. Þessi auglýsing minnti óþægilega á þá staðreynd, að það er nær mánuður síðan daginn tók að stytta. Haustið nálgast og sumarið hefur varla komið enn. Og við hugsunina um síðasta vetur setti hroll að Víkveija! xxx Nýlega auglýsti stórfyrirtæki vélar til sölu. Áhugaaðilar voni beðnir að hafa samband við tiltekinn mann. Þetta þykir Víkveija slæmt mál. Þegar byijað var að selja svokall- að úrvalskjöt á dögunum kom í ljós að í sumum tilvikum var maðkur í mysunni. Talsmaður sölusamtak- anna kom 1 sjónvarpið og sagði að fitudreifing hefði verið ójöfii í kjötinu. Á venjulegri íslenzku heit- ir þetta að kjötið hafi verið of feitt. Það er ætíð bezt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.