Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 19

Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 19 Harmleikur á knattspyrnuleik í Moskvu árið 1982: 340 manns tróðust undir og létu lífið Skuldinni skellt á lögregluna - Yfir- völd fyrirskipuðu yfirhylmingu Moskvu. Reuter. ALLT að 340 áhorfendur að knattspyrnuleik, sem fram fór í Moskvu 1982, biáu bana er þeir tróðust undir, að því er skýrt er frá í nýjasta hefti tímaritsins Sovíetskíj Sport. Þar er skuldinni skellt á lögreglu og hún sögð bera ábyrgð á harmleiknum. Blaðið segir ennfremur að yfirvöld hafi látið þegja atburðinn í hel. Gefið var í skyn fyrir skömmu í fréttum frá Moskvu að áhorfendur að knatt- spyrnuleik fyrir nokkrum árum þar í borg hefðu beðið bana en fjöldi ekki tilgreindur. I tímaritinu er í fyrsta sinn skýrt frá því hvað raunverulega gerðist. Að sögn Sovjetskíj Sport minnir atvikið á atburðina á Hillsboroug- h-leikvangnum í Sheffield í Bret- landi í apríl en þar biðu 95 menn bana er þeir tróðust undir. Harm- leikurinn í Moskvu varð á leik Moskvuliðsins Spartak og hol- lenska félagsliðsins Haarlem þann 20. október 1982. Leikurinn fór fram á Lúzhníkí-vellinum og var liður í Evrópukeppni félagsliða. Blaðið segir að lögreglumönn- um, sem héldu uppi gæslu meðan á leiknum stóð, hafi legið svo á að rýma völlinn og komast heim til sín að þeir hafi byijað að reka áhorfendur niður af áhorfendapöll- unum áður en leikurinn var úti. Rekið hafi verið út um aðeins einn stigagang. Vallargestir á útleið hafi síðan snúið við til uppgöngu er þeir heyrðu fagnaðaróp þegar Sergeij Shvetsov skoraði mark, 20 sekúndum fyrir leikslok. Þá hafi harmleikurinn átt sér stað og hinir látnu troðist undir. Að sögn Sovjetskíj Sport fyrir- skipuðu yfirvöld þegar í stað að hylmt skyldi yfir atburðinn. Eng- inn fékk að koma að leikvanginum, hvorki forvitnir vegfarendur né foreldrar, sem söknuðu barna sinna. Fengu þeir ekkert að vita í tvær vikur og fengu þá fyrst að sjá líkin. Embættismenn sögðu á sínum tíma að rumpulýður hefði komið óeirðum af stað á vellinum. Blaðið sagði að mörg hundruð manns hefðu troðist undir og fagnaðaróp- in hefðu skyndilega breyst í kvala- stunur. Shvetsov segist aldrei hafa séð jafn mikið eftir að hafa skorað mark og í þessum leik. Vitni sögðust hafa séð lögreglu- menn draga lík hinna látnu eftir freðinni jörðinni við leikvanginn. Foreldrar fórnarlamba hafa sagt að þeir hafi aðeins fengið að líta á líkin í viðurvist lögreglu rétt fyr- ir greftrun, hálfum mánuði eftir atburðinn. Sovjetskíj Sport segir útilokað að fá nákvæma tölu um fjölda þeirra sem látist hafi en þeir hafi sennilega verið um 340. Hvatti það lesendur til að senda upplýsingar um atburðinn. Leikir hafa ekki farið fram á Lúzhníkí-vellinum seinni hluta okt- óbermánaðar frá því harmleikurinn átti sér stað. Hin opinbera skýring hefur ætíð verið á þá lund að völl- urinn væri ekki í góðu ásigkomu- lagi en Sovjetskíj Spoit segir raun- verulegu ástæðuna þá að yfirvöld hafi óttast að menn streymdu til vallarins og heiðruðu minningu hinna látnu með því leggja þar blóm. Að sögn tímaritsins átti sams konar atvik sér stað í Sokolníkí- íþróttahöllinni í Moskvu árið 1976. Þá hafi óþekktur fjöldi áhorfenda beðið bana er þeir tróðust undir á ísknattleik milli landsliða Sov- étríkjanna og Kanada. Aðeins einn útgangur úr húsinu var hafður opinn. David Lange, forsætisráðherra Bob Hawke, forsætisráðherra Nýja Sjálands. Ástralíu. fijálshyggjunni hafi verið framfylgt af of miklu offorsi heldur má gera athugasemdir við röð aðgerða. Eftir á að hyggja hefði tímabundinn sárs- auki sem fylgir umbyltingunni orðið minni ef stjórnvöld hefðu afgreitt vinnumarkaðinn fyrst þar sem mestr- ar tregðu var að vænta en snúið sér síðan að fjármálamarkaði þar sem þess var að vænta að breytingum yrði tekið fagnandi. Tregða sem enn er við lýði á vinnumarkaðnum á að hluta til sök á skyndilegu auknu at- vinnuleysi. Umbætur í öfugri röð eru því ein ástæða þess að enn eru vand- ræði í efnahagslífinu. Lærdómurinn sem Ástralir geta dregið af reynslu Nýsjálendinga er ekki sá að aflétting haftabúskapar gangi ekki, heldur sá að henni verði að stjórna af fyrirhyggju. Nauðsyn þess að draga úr eftirspurn í Ástr- alíu hefur beint sjónum ríkisstjórnar- innar frá umbótum á smærri hag- rænum þáttum og þá einkum tveim- ur. í fyrsta lagi eru við lýði takmark- anir á vinnumarkaði sem kveða á -um að sá sem bori holurnar megi ekki reka skrúfuna inn. Þrátt fyrir hagvöxt hefur framleiðni minnkað undanfarin þijú ár. í öðru lagi leiðir víðátta Ástralíu til þess að ódýrt og virkt samgöngunet er sérlega mikil- vægt. Umbóta er helst þörf í hafnar- málum og strandsiglingum. Þessar greinar eru varðar samkeppni og höftin eru fleiri en tölu verður á komið. Það er tvisvar sinnum dýrara að koma tonni af járni milli hafna í Ástralíu heldur en að senda það til Japans. Þetta er þungt ok fyrir atvinnulíf í Ástralíu. Þegar fram líða stundir koma afleiðingarnar í ljós. Grípi Ástralir ekki skjótt til umbóta má vænta þess að þeir líti öfundaraugum yfir Tasman-sund. The Economist • MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ * FLUGUHJOL r Fást í nœstu sportvöruverslun. ORD VIKUNNAR ER: » BJÖRGUNARSVEITIRNAR 1 safnleik á sumarmiða Lukkutríós sáfnar þú bókstöfum í orð. í hverri viku birtist vinningsorð í dagblöðum og útvarpi. Haltu miðunum til haga því um leið og þú átt bókstafi sem mynda eitthvert orðanna getur pú fengið Jiann vinning. Vinninga má vitja á skrifstofu Lukkutríós að Borgartúni 18. Orð fyrri vikna: Hjól (Kynast 1362, kr. 19.900,-) Bakpoki (Karrimor Jaguar 66, kr. 9.290,-) Grill (Sunbeam gasgrill, kr. 35.000,-) ÍJtvarp (Sony SRF-16, kr. 2.270,-) íþróttataska (Henson kr. 1.800,-) Yoko sjónvarp (Ferðasjónvarp kr. 13.510,-) Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.