Morgunblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. 14.1Ú1Í ennan dag fyrir 200 árum var ráðist á Bastilluna í París. Tákn spilltra og grimmdarlegra stjórnarhátta. Frakkar gerðu daginn að þjóð- hátíðardegi sínum 1880. Nú er þess minnst með margvís- legum hætti í Frakklandi og víða annars staðar, að tvær aldir eru liðnar frá frönsku stjómarbyltingunni. Áhrifa hennar gætti langt út fyrir Frakkland og má sjá glögg merki þess í stjórnarháttum okkar. Móðurinn sem rann á frönsku byltingarmennina náði til allra þátta þjóðlífsins. Þeir vildu með sínum hætti hafa hreint borð, byija á nýjum grunni og ryðja öllu hinu gamla úr vegi. Eitt gleggsta dæmið um þetta er, að þeir skiptu mánuðum í þrjár tíu daga vikur og tóku upp ný nöfn á dögum og mánuðum. Almenningur sætti sig illa við breytingar af þessu tagi og þær urðu skammlífar. Hins vegar hefur annað er snertir daglegt líf okkar lifað lengur og má þar nefna metrakerfið. Bretar telja það til marks um, hve lítil áhrif byltingin hafði á þá, að þeir hafa ekki enn al- mennt tileinkað sér það mæli- einingakerfi. Einnig er sagt, að hefði áhrifa stjórnarbylting- arinnar gætt meira í Bretlandi en raun ber vitni, myndi vera stuðst við hlutfallsreglur við útreikning á fylgi í kosningum þar en ekki einmenningskjör- dæmi. Hlutfallskosningar eru taldar endurspegla þjóðarvilj- ann betur en reglurnar um ein- menningskjördæmi. Kjörorð byltingarmannanna var: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Breski heimspek- ingurinni A.J. Ayer, sem er nýlega látinn, minnti á það í síðustu greininni sem hann skrifaði en hún íjallaði um frönsku byltinguna og birtist í breska vikuritinu Spectator, að orðin jafnrétti og bræðralag vísuðu til kristinna hugtaka; við værum öll jöfn sem börn Guðs. Hins vegar hefði kenn- ingunni aldrei verið hrundið í framkvæmd, nema ef til vill í frumkristninni og í fámennum samfélögum. Til þessara hug- taka eru sóttar hugmyndaleg- ar forsendur velferðarþjóðfé- laga eins og okkar. Stjórnar- hættir okkar mótast af við- leitni til að finna meðalveg á milli frelsis og jafnréttis. I kommúnistaríkjunum hefur frelsinu hins vegar verið fóm- að fyrir það, sem þar er kallað jafnrétti. Raunar hafa komm- únistar skrumskælt kjörorð frönsku byltingarinnar og spillt merkingu þess. Frakkar leggja höfuðkapp á að minnast byltingarinnar með sem glæsilegustum hætti. í dag hittast leiðtogar 30 ríkja í París og á morgun hefst þar fundur sjö helstu iðnríkja heims. Frakkar hafa skipað sér í röð fremstu þjóða og þaðan hafa borist og berast menning- ar- og hugmyndastraumar til allrar heimsbyggðarinnar. Þeir þykja eigingjarnir í alþjóða- samstarfi og vilja nýta allar reglur til hins ýtrasta sér í vil. Á hinn bóginn hafa þeir áttað sig á því, að áhrif þeirra eru meiri í nánu samstarfi við aðra heldur en ef þeir standa einir og sér. Þeir em burðarás innan Evrópubandalagsins og vilja sem nánasta Evrópu- samvinnu en taka aðeins þátt í stjórnmálasamstarfi Atlants- hafsbandalagsins, vilja ekki alfarið treysta á sameiginlegar varnaráætlanir. Þeir eiga þriðja mesta kjarnorkuherafla heims og sýna mikið raunsæi í umræðum um varnar- og öryggismál eins og best hefur sést á málflutningi Francois Mitterrands, forseta Frakk- lands. Þeim er kappsmál að halda sínum hlut í breytilegum heimi og hefur tekist það bæri- lega. Frönsku stjórnarbyltingar- innar væri ekki minnst í dag með hátíðarhöldum nema vegna þess að hún hefur haft varanleg og heillavænleg áhrif. Hér skal dregið í efa, að árið 2117 verði nokkrir til að halda upp á byltingu bolsév- ikka í Rússlandi með sama hætti — jafnvel ekki einu sinni árið 2017. Miklu líklegra er að þjóðirnar sem nú búa við alræði kommúnismans eigi eft- ir að fikra sig til þeirra stjórn- arhátta sem við njótum í lýð- ræðisríkjunum. Þar sjái menn að marxísk skýring og fram- kvæmd á kjörorði frönsku bylt- ingarinnar eigi ekki við rök að styðjast og bijóti beinlínis í bága við það sem felst í hin- um fögru orðum: Frelsi, jafn- rétti og bræðralag. Fyrsti Bastilludagurinn: Ráðist á tákn h stjómar og gen eftir Sig-laug Brynleifeson Mirabeau greifi héit ræðu á Þjóð- þinginu 23. júlí 1789, þar sem hann fjallar um ástæðurnar fyrir bylting- unni í París rúmri viku áður. Hann telur frumorsökina vera „hrun við- urkennds valds“. Astæðan fyrir þessu hruni var hik og stefnuleysi konungs og tilburðir hans til þess að sætta andstæðar fylkingar, af- sláttur hans við kröfum Þriðju stétt- ar og ónógar uppiýsingar um holl- ustu hersins. Frumástæðurnar ónóg landbúnaðarframleiðsla. Mikili hluti franskra bænda, sem töldu um 80- 90% þjóðarinnar, bjó á svo rýrum skikum að nægði þeim vart til fram- færslu, því að kvaðir, landskuldir og leigur voru þeim þungur baggi. Rikisskuldirnar voru gífurlegar og hirðhaldið í Versölum gleypti dijúg- an hluta ríkisteknanna. Stéttaþing- ið hafði beinlínis verið kvatt saman til þess að leita ráða til að forða ríkisgjaldþroti. Málin snerust á þann veg, að fulltrúar Þriðju stéttar tóku sér frumkvæði um löggjöf og stjórnun og tilraunir konungs til þess að ná aftur frumkvæðinu virt- ust byggjast á valdbeitingu hersins, sem reyndist ótryggur og beinínis andsnúinn tilraunum konungs til þess að ná frumkvæði og fyrri völd- um. Þegar konungur tók að kveðja hersveitir, sem álitnar voru trygg- ar, til Versala og enn frekar til stöðva í næsta nágrenni Parísar, þá þóttust þingmenn sjá að stefnt væri að því að leysa upp þingið og tryggja „frið óttans“ (Mirabeau) í París. Það hafði komið til alvar- legra óeirða í París 28. apríl, Rév- eillon-óeirðanna. Ráðist var á eignir auðugs verkstæðiseiganda og rænt og stolið öllu steini léttara. Þá hafði franska varðliðið hlýtt fyrirskipun- um og ekki borið á _ óhollustu óbreyttra liðsmanna. í þessum óeirðum féllu um 300 manns. Þegar kemur fram í júnímánuð tekur að bera á hunguróeirðum og 28. júní hófst uppreisn franskra varðliða- sveita í París, gegn yfirmönnum gínum. Það tók að bera á ókyrrð innan franska hersins um þessar mundir, vegna þess að aðallinn hafði þá og lengi vel haft einkarétt- indi á liðsforingja- og herforingja- stöðum innan hersins. Þriðja stétt var útilokuð, þetta vakti eðlilega mikil sárindi. Palais-Royal, setur hertogans af Orleans, var samkomustaður and- stæðinga konungsveldisins, þar hópuðust saman áróðursmenn og ræðumenn sem veittust harkalega að hirðinni í Versölum. Lögregla Parísar gat ekkert aðhafst, því að setur hertogans var ekki hluti lög- sagharumdæmis Parísar. í þessu hverfi voru helstu tískubúðir borg- arinnar og veitingastaðir og svæði þar sem ræðumenn máttu tala að vild. Menn vissu einnig afstöðu her- togans og menn vissu að hann studdi kröfur Þriðju stéttar og dag- ana 5.-9. júlí þyrptust Parísarbúar til Palais-Royal til að hlusta á hvatningarræður og áskoranir full- trúa Þriðju stéttar og þingsins um að búa sig undir átök við „þær er- lendu hjarðir" (Mirabeau 15. júlí) sem konungur virtist nú stefna til Parísar. Vinsælasti maður landsins um þessar mundir var fjármálaráð- herrann, Necker. Hann hafði reynt að koma á einhveiju samkomulagi við konung og hirðina, en mistekist Ráðist á Bastilluna. og var sviptur embætti og skipað að fara úr landi 11. júí. Uppreisn gegn tollum og brauðverði Fréttin um brottrekstur Neckers barst til Parísar að morgni 12. júlí. Fólk flykktist til Palais Royal og þaðan héldu kröfugöngur um stræti borgarinnar, hópar mynduðust við Tuileri-höll og þar gerði konunglega þýska herfyikið árás á kröfugöngu- menn. Klukkan 10 um kvöldið stefndu svissneskar hersveitir inn á Champs-Elysées, en hurfu þaðan sökum náttmyrkurs. Átök urðu milli frönsku varðliðanna og þýsku sveitanna í Tuileri-görðunum og með tilstyrk almennings. Skömmu eftir miðnætti yfirbugaði múgurinn varðliðið sem gætti ráðhússins og tók að ræna skotfærum og vopnum. Klukkan 1 aðfaranótt mánudagsins 13. júlí var kveikt í 40 af 50 toll- stöðvum við borgarhliðin. Tollstöðv- arnar voru mjög illa séðar af íbúun- um, allir tollar hækkuðu vöruverðið og um tollhliðin fór aðalfæðan, brauðið. Sljórnin hafði náið eftirlit með flutningi á korni og brauði til borgarinnar og lögreglan átti að fylgjast með að bakarar bökuðu þær brauðtegundir sem þeim bar skylda til að baka. Talið var að Parísarbúar þyrftu um eina milljón brauða á dag og stjórnin taldi það skyidu sína að sjá borgarbúum fyr- ir þessu magni með ýmiss konar ráðstöfunum. Bakarar voru fjöl- margir í borginni, en auk þess voru brauð flutt til borgarinnar og seld á mörkuðum. íkveikjurnar voru fyrst og fremst uppreisn gegn tollum og hækkandi brauðverði, en það hafði ekki verið eins hátt í heila öid og það var að morgni 14. júlí. Klukkan sex að morgni 13. júlí réðst múgur á Saint-Lazare- klaustrið, en álitið var að þar væru miklar kornbirgðir geymdar. Munk- arnir þurftu að brauðfæða um 500 manns og auk þess fátæklinga og betlara sem beiddust beininga við klausturdyrnar. Kornbirgðum klaustursins var rænt, vínföngum Necker og öðrum matvælum, einnig silfur- munum og bókum, húsgögn voru brotin og einkamunum íbúanna stolið. Þeir sem stóðu að ránum og þjófnaði í klaustrinu voru einkum smáborgarar, svo sem smákaup- menn og handverksmenn, einnig daglaunamenn og flækingar. Auk þess nutu þeir aðstoðar franskra varðliða og atvinnuleysingja úr út- borgum Parísar. Um áttaleytið þennan morgun komu kjörmenn Parísar, þeir sem höfðu kosið fulltrúa á Stéttaþingið, saman í ráðhúsinu og stofnuðu til borgarvarðliðs, því að upplausn og stjórnleysi ríkti. Lögreglan réð ekki við neitt og frönsku varðliðarnir gegndu ekki lengur skyldum sínum sem verðir laga og réttar. Eftir nón þennan dag sendu kjörmennirnir fulltrúa sína til Invalides,' en þar var annað aðalvopnabúr borgarinn- ar, hitt var Bastillan, og kröfðust vopna fyrir hið nýstofnaða borgar- varðlið. Um kvöldið leituðust fyrstu deildir hins nýstofnaða borgarvarð- liðs við að koma á einhverri reglu í borginni. Þá um kvöldið og næsta dag handtók þessi nýja lögregla þjófa og flækinga, sem höfðu stund- að iðju sína þar sem eftir einhveiju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.