Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 10
íí ('801 ÍJÖt, ,M: JPJDAUUtaÖ'? CJIdAJSHU D5TON 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Ný atvinnugrein? eftir Vilhjálm G. Skúlason Á undanförnum árum og áratug- um hefur verið rætt um möguleika á að stunda atvinnugreinar hér á landi, sem ekki hafa verið stundað- ar áður að marki, svokallaðar nýjar atvinnugreinar. Eru þessar umræð- ur sprottnar af óskum um að gera atvinnulíf landsmanna fjölbreyttara og einnig af því að vægi sumra hefðbundinna atvinnugreina, eink- um landbúnaðar, hefur breyst. í eftirfarandi verður bent á atvinnu- starfsemi, sem talið er að eigi fram- tíð hér á landi, ef rétt verður á málum haldið. Þessi starfsemi er lyfjaiðnaður. Skal í eftirfarandi gerð grein fyrir kostum og göllum slíkrar atvinnustarfsemi. Óllum má vera ljóst, að áhrifamestu framfarir í heilsufræði síðastliðna hálfa öld hafa orðið beint eða óbeint vegna uppgötvana á sviði lyijafræði. Þess- ar uppgötvanir eru svo margar, að þær verða ekki tíundaðar hér, en sem dæmi má nefna framfarir í meðferð smitsjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, geðsjúkdóma, önd- unarsjúkdóma, meltingarsjúkdóma og forsendur framfara í skurðlækn- ingum fyrr og síðar hafa verið ný lyf. Fátt er hægt að tíunda, sem gert hefur mannkyni meira gagn en þessi glæsilega þróun, en því miður hafa sumir þátttakendur í henni einnig varpað skugga á þessa starfsemi og þar með þá, sem drýgstan hlut hafa átt að máli. Þessi starfsemi, uppgötvun og framleiðsla nýrra lyfja, hefur verið stunduð með ýmsum aðferðum frá örófi alda og hlýtur að eiga framtíð- ina fyrir sér bæði til þess að með- höndla þá sjúkdóma, sem nú 'eru þekktir og einnig sem meðferð gegn þeim sjúkdómum, sem mannkyn hefur ekki þekkt og skotið hafa upp kollinum á þessari öld. Uppruni lyfla Öll lyf eiga sér í aðalatriðum tvenns konar uppruna. Annars veg- ar eru lyf, sem unnin eru úr jurtum og dýrum, og er sú aðferð eldri, en frá því um miðja nítjándu öld hafa efnafræðilegar aðferðir verið notaðar í vaxandi mæli til þess að framleiða ótrúlegan fjölda nýrra og betri lyfja en áður þekktust. Á síð- ustu árum hefur erfðatækni verið notuð til framleiðslu á flóknum efn- asamböndum, sem erfitt hefur verið að framleiða á annan hátt í nægi- legu magni. Sú aðferð við lyfja- framleiðslu, sem reynst hefur að- gengilegust og árangursríkust er framleiðsla með efnafræðilegum aðferðum og eru langfiest lyf, sem notuð eru í dag, framleidd þannig. Hvers vegna ættu lyf að verða fyrir valinu? Lyf eru efnasambönd sem hafa eiginleika, er gera þau hæf til notk- unar til þess að fyrirbyggja, lækna eða greina sjúkdóma eða sjúk- dómseinkenni í mönnum eða dýrum. Þau eru því gagnieg efnasambönd, sem hafa mikið notagildi, eru notuð í tiltölulega litlu magni og eru dýr framleiðsluvara. Af þessu leiðir, að framleiðslustaður skiptir ekki höf- uðmáli því flutningskostnaður er tiltölulega lítill miðað við verðmæti. ísland gæti því eins orðið ákjósan- legur framleiðslustaður og Sviss, Holiand, Belgía, Danmörk eða Sví- þjóð, sem allt eru tiltölulega fámenn þjóðfélög, er hafa umtalsverðar tekjur af framleiðslu og sölu lyfja. Af þessum þjóðum eiga Svisslend- ingar elsta hefð í þessari atvinnu- grein, sem byggir á þeim litar- efnaiðnaði er þeir hófu á síðari hluta nítjándu aldar, en Belgar eiga sér tiltölulega skamma en glæsilega sögu á þessu sviði. Hvað þarf til? Rannsókna- og þróunarstarfsemi á sviði lyíjafræði krefst þekkingar á efna- og líffræði, tækjabúnaðar og húsnæðis. Þessar forsendur eru Vilhjálmur G. Skúlason „Það er erfítt að koma auga á hvers vegna Is- lendingar ættu ekki að nota þennan flársjóð eins og aðrar þjóðir hafa lengi gert og hvers vegna góðar hug- myndir gætu ekki orðið til hér á landi eins og annars staðar.“ allar fyrir hendi hériendis enda -þótt hagnýt reynsla á sviði efna- og líffræði á þessu sviði sé ekki ýkja mikil og betur megi búa að með tækjum og húsnæði. En til þess að slík sfarfsemi verði mark- viss og árangursrík þarf að sameina krafta og skipuleggja, áður en haf- ist verður handa. Þetta er nauðsyn- legt vegna þess, að ailir þættir rannsókna- og þróunarstarfsemi verða að liggja samhliða og taka mið hver af öðrum til þess að settu og tiltölulega flóknu markmiði verði náð, en það er betra lyf en fáanlegt er nú. Er þetta nauðsynlegt? Eins og kunnugt er hafa lyf ver- ið framleidd í lyfjabúðum hér á landi í langan tíma og á síðustu árum í litlum lyfjaverksmiðjum, sem hafa tekið við hlutverki lyfjabúð- anna að þessu leyti. En þessi fram- leiðsla er einskorðuð við framleiðslu lyfjaforma úr aðkeyptum hráefnum. Þessi starfsemi er að sjálfsögðu allra góðra gjalda verð, en það er alvarlegt umhugsunarefni, hvort hún eigi langa framtíð fyir sér, ef ekkert verður gert á næstunni til þess að renna frekari stoðum undir hana. Ástæða er til að ætla að fram- tíð hennar geti verið komin undir rannsókna- og þróunarstarfsemi í þeim skilningi, sem hér hefur verið vakið máls á. Þarf mikið Qármagn? En þegar hefjast á handa um nýjungar kemur fyrr eða síðar í hugann, hvort fjármagn sé fáanlegt og hve mikið þurfi af því og síðast en ekki síst, hvort slík starfsemi eigi örugga framtíð fyrir sér. Von- andi er af framansögðu ljóst, að slík starfsemi hlýtur að eiga fram- tíð fyrir sér og að íslendingum yrði ekki minni sómi að henni en ann- arri atvinnustarfsemi nema síður væri. Mannkyni ijölgar jafnt og þétt, sjúkdómar herja allt of víða þrátt fyrir vasklega baráttu margra gegn þeim og lyf verða sífellt mikil- vægari í allri heilbrigðisþjónustu og rannsóknum á orsökum sjúkdóma. Líkur eru á, að mikilvægi lyfja í þessum efnum fari fremur vaxandi en minnkandi. Þörfin fer því ekki á milli mála. Þegar litið er yfir sögu og þróun þessa iðnaðar er það athyglisvert, hve upphaflegi vísirinn hefur oft verið mjór og að það, sem skiptir sköpum er góð hugmynd og hér gildir því sem annars staðar, að góð hugmýnd er gulli betri. Reyndar er aldrei hægt að sjá fyrir með fullri vissu, hvort hugmynd er góð og þessvegna er rannsókna- og þróun- arvinna svo mikilvæg. En í þessari vísindagrein er oft hægt að gera sér góða grein fyrir líkum sem eru á að hugmynd sé góð og nytsam- leg. Fjármagnsþörf og áhætta eru því ekki mikil í fyrstu til þess að komast að raun um hvers virði hugmynd er og á meðan áhættan er mest. Síðar kemur fjármagns- þörf til með að aukast eftir því sem nær dregur, að framkvæmd hug- myndar fari að skila arði. Þá má benda á, að í slíkri rannsókna- og þróunarvinnu eru oft framleidd efnasambönd, svokölluð milliefni sem ekki eru lyf, en hafa gjaman notagildi fyrir aðra, sem stunda hliðstæðar rannsóknir og þar með verðgildi. Hvar á að bera niður? Það vill því miður oft gleym- ast, að óeigingjarnir og vitrir vís- indamenn hafa unnið þrekvirki á sviði lyijavísinda öldum saman. Margar þeirra aðferða, sem notaðar eru til lyfjaframleiðslu, hafa verið uppgötvaðar á síðastliðnum hundr- að árum og hafa almennt nota- gildi. Þessar aðferðir og aðrar nið- urstöður vísinda standa íslending- um til boða eins og öðmm jarðarbú- um og það án endurgjalds. Þær em nothæfar að undangengnum rann- sóknum til þess að framleiða nýjar sameindir, sem geta haft notagildi gegn sjúkdómum og þjáningu. Það er erfitt að koma auga á hvers vegna íslendingar ættu ekki að nota þennan fjársjóð eins og aðrar þjóðir hafa lengi gert og hvers vegna góðar hugmyndir gætu ekki orðið til hér á landi eins og annars staðar. Lokaorð Hér að framan hefur verið bent á atvinnumöguleika, sem ekki hafa verið mikið ræddir hér á landi. Full- unnin framleiðsluvara hefur mikið og viðvarandi notagildi. Hún er dýr, en notuð í tiltölulega litlu magni svo að hætta á umhverfismengun af slíkum iðnaði er lítil. Flutnings- kostnaður miðaður við verðmæti er lítill svo'áð staðsetning slíks iðnaðar skiptir ekki sköpum. Orkunotun er lítil og hægt er að hefja slíka starf- semi með tiltölulega litlum stofn- kostnaði og áhættu, ef skynsemi er gætt. Framvinda slíks iðnaðar bygg- ir á tiltölulega miklum rannsókna- og þróunarkostnaði á öllum stigum framleiðslunnar. Slík starfsemi gæti skotið styrkum stoðum undir lyfja- iðnað á Islandi til frambúðar. Höfundur er prófessor í lyfjaefna- fræði rið Háskóla íslands. VELORFID VINSÆU4 Algengir notkunarstaðir: - HEIMAGARÐAR - SUMARBÚSTAÐALÓÐIR Meðal notenda: - SVEITARFÉLÖG - ATVINNUMENN Notaðu ZENOAH vélorf þar sem þú getur ekki beitt sláttuvélinni, t.d. í kringum tré, við girðingar eða veggi, á grófgert gras eða „ illgresi og á þýfðu eða ójöfnu landi. Kraftmikil, létt og lágvær. Fáanleg meö tveggja eða fjögurra > línu haus. □ ZENOAH 220 er léttasta orfið á markaðnum. o ZENOAH 431 er léttbyggt vélorf sem atvinnumenn nota allan liðlangan daginn við erfiðar /? aðstæður. FYLGIHLUTIR: Verkfærasett Axlarband Sláttudiskur Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta Opið á laugardögum 10-4 Eurocard Visa Raðgreiðslur Athugið að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni Opið á laugardögum 10-16 G.Á. Pétursson hf. lldHuvéld Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Frakkastígur 4ra-5 herb. íbúð í tvíbhúsi efri hæð og ris. Sérþvotta- hús_á hæðinni. Mjög góð staðsetning. Verð 5,5 millj. js S: 685009-685988 ÁRMÚLA 21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI. 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.