Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 17

Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. JULI 1989 17 Yiðbygging Háskólabíós: \ Slæmt að ekki skulu keyptir íslenskir stólar -segir Kristbjörn Árnason formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði „FRAMLEIÐSLA hefur dregist saman í íslenskum húsgagnaiðnaði síðastliðin 2 ár og minna er um hefðbundin verke&ii en áður. Því er slæmt að heyra að Háskólabíó skuli vera að gera samning við þýska framleiðendur um kaup á stólum,“ sagði Kristbjörn Arnason, formaður Félags starfsfólks i húsgagnaiðnaði, í samtali við Morgun- blaðið. Greint hefur verið frá því að Háskólabíó leiti nú samninga við þýskt fyrirtæki, Kamphöner, um smíði 800 stóla í viðbyggingu bíós- ins. Eitt íslenskt fyrirtæki gerði til- boð í smíði stóla í þá þrjá sali sem verða í viðbyggingunni. Kristbjörn segir tilboð þess hafa verið hærra en þýska fyrirtækisins. Hins vegar hafi tilboð Kamphöner borist eftir að tilboðin voru opnuð formlega. Gerð er krafa um að bök stólanna séu úr trefjaplasti. Slíkt er hægt að fjöldaframleiða erlendis en þarf að sérsmíða hé,r. Að sögn Kristbjörns Ámasonar hefur Félag starfsfólks í húsgagna- iðnaði skorað á forráðamenn opin- berra stofnana að kaupa íslensk húsgögn. „Hér á landi er hægt að framleiða stóla sem standast ítrustu gæðakröfur," sagði Kristbjörn. „Dæmi um slíkt eru einmitt sætin í Háskólabíói sem smíðuð voru hér á landi fyrir 30 árum og em enn í góðu lagi, auk þess sem öll viðhalds- þjónusta hefur verið til staðar.“ Kristbjörn telur innlenda framleið- endur ekki sitja við sama borð og þeir sem flytji inn erlenda vöm. „Þegar smíðaðir vom stólar í nýja Borgarleikhúsið var ekki reynt mér vitandi að fá það gert hér á landi,“ sagði Kristbjörn. Um 400. manns eru í Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Að sögn Kristbjörns hafa 2,5 milljónir króna verið greiddar í atvinnuleysis- bætur til félagsmanna í Reykjavík það sem af er þessu ári. Eþíópísku gestirnir ásamt Þórönnu Jónsdóttur, til vinstri, og Ingu Margréti Friðriksdóttur, sem eru á forum til Eþiópíu. Fyrir framan þau eru hluti af saumavélum, sem félagar í ungmennahreyfingu RKÍ hafa safnað og ætla að senda til Gojjamhéraðs í Eþiópíu. . * Rauði kross Islands: Fulltrúar frá Eþíópíu í heimsókn TVEIR fulltrúar Rauða kross Eþíópíu komu nýlega hingað til lands í boði Rauða kross Islands, og kynntu sér starfsemi RKI. Gestirnir hittu meðal annars tvær konur sem eru á förum til mánaðardvalar í vinnubúðum í Eþíópíu, en RKÍ hefur átt mikið samstarf við Rauða krossinn í Eþíópíu að undanförnu. Ársfimdir Oslóar- og Parísarnefiida: Þriggja ára áætlun mengun- armælinga við Island kynnt ÁRSFUNDIR Oslóar- og Parísarnefiidanna um varnir gegn mengun sjávar og sameiginlegur fundur þessara nefnda fóru fram í Dublin á írlandi dagana 12.-22. júní. Gunnar H. Ágústsson, deildarsljóri Siglinga- málastofiiunar ríkisins var fulltrúi ísla,nds á fundunum og gerði hann m.a. grein fyrir áætlun um mengunarmælingar á hafsvæði Islands á næstu þremur árum. Áætlunin tekur mið af heildarrannsóknaráætlun samninganna og gætu rannsóknirnar hér við land veitt grundvallarupp- lýsingar um mengun í Norður-Atlantshafi. þykkt að innsævi aðildarlandanna teljist til samningssvæðisins og að ákvæði Oslóarsamningsins gildi á hafinu þar fyrir utan. Eftir þessa breytingu verður samningssvæði beggja samninganna hið sama. Oslóar- og Parísarsamningarnir eru milliríkjasamningar um varnir gegn mengun sjávar á Norð-Austur- Atlantshafi og eru öll strandríki í Vestur-Evrópu aðilar að þeim. Á fundi Oslóarnefndarinnar var sam- Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Landsmót hestamanna verður haldið í Borgarnesi 21. til 23. júlí. Þessi mynd var tekin í vetur, þá unnu félagsmenn Skugga af fiillum krafti við byggingu félagsheimilis að Vindási sem nú er tilbúið sem og keppnisvellir og önnur aðstaða. Borgarnes: Islandsmót í hestaíþróttum Borgarnesi. Islandsmót í hestaíþróttum verður haldið í Borgarnesi 21. til 23. júlí nk. Þrjú hestaeigendafélög, Skuggi, Faxi og Dreyri, standa að þessu landsmóti. Unnið hefur verið af kappi við undirbúning frá því um áramót. Hafa félagar hestaeigendafélagsins Skugga í Borgarnesi nú fullklárað nýtt og glæsilegt félagsheimili, þá hafa vellir verið endurbættir og áhorfendasvæðið þökulagt. Gengið hefur verið frá aðstöðu fyrir tjald- vagna og hjólhýsi og tjaldstæði hafa verið útbúin. Segja forsvars- menn Skugga að þeir búist við að margir komi ríðandi á staðinn því reiðleiðir séu goðar i allar áttir. Að sögn mótshaldara verður vegleg veitingasala á svæðinu og starfrækt verður sportvöruverslun á staðnum. í tengslum við mótshaldið verða haldnir dansleikir á föstudags- og laugardagskvöld. Gera mótshaldar- ar ráð fyrir að um 800 til 1.000 manns geti komið á staðinn ef vel viðrar. - TKÞ Sameiginlegur fundur Oslóar- og Parísarnefndanna fjallaði um íjármál samninganna, rekstur skrifstofu í London og um samstarf við Alþjóða- hafrannsóknaráðið. Öll aðildarríkin voru sammála um að Sovétríkin hefðu fulla heimild til þess að gerast fullgildur aðili að báðum samningunum, en undanfarið hafa Sovétríkin verið að athuga möguleika sína á aðild. Einnig var rætt um aðild Austur-Þýskalands og Tékkoslóvakíu sökum mengunar, sem berst í Norðursjó frá þessum löndum með ánni Elbu. Fulltrúi ís- lands minnti á að hafstraumar, sem bærust til norðurs meðfram strönd- um Norður-Ameríku, hefðu einnig veruleg áhrif á ástand sjávar í Norð- ur- og Norð-Vestur Atlantshafi. Því þyrfti að athuga um einhvers konar aðild Kanada og Bandaríkjanna að samningunum. Samþykkt var að heimila Greenpeace að ávarpa fundi nefndanna. Hinsvegar leyfa fundar- sköp ekki félagasamtökum áheyrnar- aðild, en Greenpeace hafði sóst eftir hvoru tveggja. Á fundi Parísarnefndarinnar var rædd skýrsla tækninefndar, sem starfar á vegum nefndarinnar. Rætt var um niðurstöður rannsókna og athugana sem gerðar hafa verið á efnainnihaldi og mengun sjávar á undanförnum árum. Auk þess var rætt um árlegar skýrslur, sem aðild- arlöndin gera, um losun mengandi efna í sjó. Á fundinum var samþykkt skil- greining á svokallaðri „varúðar- reglu“, sem m.a. felur í sér sönnunar- byrði mengunarvalds. Þessi regla verður framvegis ein meginstoðin í starfi Parísarnefndarinnar, en eitt aðalskilyrðið fyrir því að unnt sé að framfylgja varúðarreglunni er að ætíð sé beitt „bestu fáanlegri tækni“. Samþykkt var að aðildarlöndin beiti áhrifum sínum til að kvikasilf- ursnotkun í rafhlöðum verði hætt. Samþykkt var að herða verulega eft- irlit með ýmsum efnum sem berast í sjó, s.s. skordýraeitri, þungamálm- um og köfnunarefnissamböndum. Rætt var um þær aðstæður og efni sem valda þörungablóma í sjó. Sér- stakar aðgerðir voru samþykktar í þessu efni, einkum er snerta land- búnað, skolp og iðnað. Stefnt skal að því að minnka losun eða fram- burð þessara efna í sjó um allt að 50% fyrir árið 1995 í þeim aðildar- löndum þar sem hætta er á þörunga- blóma í sjó. Næstu ársfundir Oslóar- og París- arnefndanna verða í Reykjavík á næsta ári dagana 11.-23. júní. Heimsókn frú Maesa Kitaw, sem sæti á í framkvæmdaráði Rauða kross Eþíópíu, og Feleke Abebe, formanns Rauðakrossdeildar í Goj- jamhéraði í Eþíópíu, er liður i sam- starfi Rauðakrossfélaga á íslandi og Gojjamhéraði, en þar hafa ís- lendingar tekið þátt í umfangsmik- illi áætlun um neyðarvarnir og fyrir- byggjandi aðgerðir. RKÍ hefur um eins árs skeið unnið að verndun vatnsbóla í Goj- jamhéraði, en samstarfsáætlun RKÍ og Gojjamdeildarinnar miðar að því að 250 þúsund manns hafi aðgang að hreinu vatni og kunni að nýta sér_það fyrir árslok 1991. Á vegum RKI starfa nú tveir sjálboðaliðar í Gojjam ásamt sendifulltrúa írska Rauða krossins, og vinna þeir með- al annars með ungmennum í Goj- jamdeildinni að því að fræða al- menning um heilsuvernd og nauð- syn þess að gæta hreinlætis í með- ferð vatns og matvæla. ^PiiADy '■iPii.Aoy Nútíma lausn á þekktu vandamáli. Epilady er fyrir nútímakonur. Fjarlægir óæskileg hár af fótleggjum betur og varanlegar en áður hefur þekkst. 5NYI\TlVOf Sundaborg 9, sími 681233. Fæst í snyrtivöruverslunum, apótekum og raftækjaverslunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.