Morgunblaðið - 15.07.1989, Page 20

Morgunblaðið - 15.07.1989, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 ísrael: Dönsku stúlkunni vísað úr landi Tel Aviv. Reuter. Danskri stúlku, Ullu Lyngs- by, sem var handtekin á Ben Gúríon-flugvelli í Tel Aviv fyr- ir að reyna að smygla fjármun- um til palestínskra hryðju- verkamanna fyrir viku, var í gær vísað úr landi í ísrael. Að sögn öryggisvarða flugvall- arins, fundust 75.000 Banda- ríkjadalir í farangri hennar, innpakkaðir sem danskur gæðaostur. Stúlkunni var fylgt um borð í SAS-vél á leið tii Kaup- mannahafnar í gær. Frétta- menn spurðu hvort vel hefði verið farið með hana og kink- aði hún kolli, en sagði ekkert. Ulla Lyngsby er 25 ára gömul og er kvænt Palestínu- araba í Danmörku. Hún hefur verið virk í vináttufélagi Pa- lestínuaraba í Danmörku. Þrír knatt- spyrnumenn flýja land Stokkhólmi. Reuter. Talið er að þrír austur- þýskir knattspyrnumenn hafi flúið til Vestur-Þýskalands frá Svíþjóð á miðvikudag. Menn- irnir komu ekki til leiks þegar þeir áttu að keppa við sænska liðið Orgryte í Gautaborg á miðvikudag. Þeir hafa ekki beðist hælis í Sviþjóð og er talið að þeir hafi flúið til Vest- ur-Þýskalands. Kafbátsforingi: Dæmdur fyr- ir manndráp af gáleysi Kaupmannahöíh. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. Kviðdómur í Kíl í Vestur- Þýskalandi hefur dæmt skip- herrann á þýskum kafbáti, sem dró danskan fiskibát ásamt þriggja manna áhöfn niður í djúpið fyrir norðan Skagen fýrir fimm árum, fyrir manndráp af gáleysi. Kviðdómurinn dæmdi skip- stjóra og fyrsta stýrimann á leiðsöguskipi kafbátsins í sekt- ir fyrir „að stofna almennri skipaumferð í hættu“. Grænland: Fækka hrein- dýrum vegna beitarskorts Kaupmannahöfh. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Tömdum hreindýrum verður slátrað í fyrsta sinn í slátur- húsinu í Narssaq á Suður- Grænlandi í haust. Eini hrein- dýrabóndinn á Grænlandi, Ole Kristiansen, kemur þá með 1.000 dýr til sláturhússins. Hreindýr voru fyrst rekin á fjall í nágrenni Narssaq fyrir tíu árum, en nú hefur stofninn vaxið svo mjög, að dýrin eru líklega orðin um 2.000 talsins. Fjölgunin hefur leitt af sér ofbeit á svæðinu og hefur því verið ráðist í slátrun þeirra. A komandi árum verður um 300 dýrum slátrað á ári til innan- landsneyslu. Sovéska þingið: Yfirmaður KGB yfirheyrður um hlutverk stofiiunarinnar Moskvu. Reuter. VLADÍMÍR Krjútsjkov tryggði sér stuðning sovéska þingsins við áfram- haldandi setu sína í embætti yfírmanns leyniþjónustunnar, KGB, eftir að þingmenn höfðu spurt hann spjörunum úr um hlutverk stofnunarinn'- ar í sovésku samfélagi í nútíð og fortíð. Vladímír Krjútsjkov. Tveir þeirra fjögurra, sem teknir voru af lífí í gær, voru háttsettir í innanríkisráðuneytinu, en tíu yfir- menn aðrir úr ráðuneytinu sluppu með langa fangelsisdóma. Mennimir voru skotnir í sólaruppr- ás á fimmtudag eftir að þeir höfðu Meðal þeirra þingmanna, sem létu spurningamar dynja á Kijútsjkov, var Borís Jeltsín, sem fyrrum átti sæti í stjómmálaráði sovéska komm- únistaflokksins, og sakaði hann KGB verið sekir fundnir um eiturlyfja- smygl og spillingu, en sakborning- arnir játuðu allir sekt sína fyrir her- rétti. Hæstiréttur landsins og ríkisr- áðið undir forsæti Fídels Kastrós höfnuðu bæði náðunarbeiðni mann- anna fjögurra. um að hafa á sínum snærum her uppljóstrara, sem yllu sovésku sam- félagi „miklum siðferðilegum skaða“. Aðeins sex þingmenn af 542 voru andvígir því að fela Kijútsjkov stöðu Herforingjarnir fyrrverandi játuðu að hafa aðstoðað Medellín-eiturlyíja- hringinn alræmda við að smygla sex tonnum af hreinu kókaíni inn í Bandaríkin, en þeir þágu að minnsta kosti 3,4 milljónir Bandaríkjadala í mútur fyrir vikið. Ochoa mælti sjálfur með dauðar- efsingu þegar hann baðst afsökunar á að hafa svikið „Fídel og bylting- una“ og bætti við: „Maður geldur fyrir landráð með lífí sínu.“ yfirmanns KGB. Jeltsín og 25 aðrir þingmenn sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Kijútsjkov, sem gegnt hefur emb- ætti yfirmanns leyniþjónustunnar frá því í október á síðasta ári, varði til- verurétt stofnunarinnar og sagði, að hún væri ekki lengur sú ógn, sem hún hefði verið í tíð Jósefs Stalíns. Hann sagðist styðja umbótastefnu Mikhaíls Gorbatsjovs og mundi KGB starfa fullkomlega í anda hennar. Þá vísaði hann þeim fullyrðingum á bug, að KGB-menn stunduðu kerfis- bundnar símhleranir. Jeltsín sagði, að Kijútsjkov styddi nauðugur umbótastefnu Gorbatsjovs. „Á 10 ára ferli mínum í embætti flokksritara Moskvu-deildar komm- únistaflokksins vissi ég aldrei til þess, að KGB tækist að ná einum einasta njósnara," sagði Yeltsín. „Þetta er her manns, sem hefur það hlutverk eitt að fylgjast með því, hvað um er að vera á hvetjum vinnu- stað. Slíkt er óviðunandi." Kijútsjkov er fyrsti yfirmaður KGB, sem verður að koma fyrir sov- éska þingið til þess að leita eftir stuðningi við tilnefningu sína í emb- ætti og svara spurningum um stofn- unina. Sovétríkin: Kúba: Mannaskipti í innan ríkisráðu- neyti eftir aftökur herforingja FLESTIR hæstsettu yfírmenn innanríkisráðuneytis Kúbu, sem fer með málefhi lögreglu og leyniþjónustu, hafa sagt af sér. Þessar breytingar í mannahaldi ráðuneytisins koma aðeins degi eftir að fjórir fyrrver- andi herforingjar voru teknir af lífi fyrir eiturlyfjasmygl og spillingu, en meðal þeirra var Arnaldo Ochoa Sanhez, sem var opinber byltingar- hetja á Kúbu. Þúsundir beijast á landamær- um Kírgízíu og Tajíkístan Moskvu. Reuter. ÞÚSUNDIR þorpsbúa á landa- mærum Sovétlýðveldanna Kírgízíu og Tajíkístan í Mið-Asíu háðu harða orrustu í fyrrakvöld, að því er sagði í fréttaskeyti TASS, hinnar opinberu fréttastofu sovét- stjórnarinnar, í gær. Sagt var að barist hefði verið með skotvopn- um, hnífum og sveðjum, en bar- daginn er rakinn til ævafornra deilna um lendur og vatnsrétt- indi. Útgöngubann hefur verið sett í þremur héruðum og KGB- herliðar gæta laga og reglu. Bardagi þessi átti sér stað í um 100 km frá jaðri Fergana-dals í Uzbekístan, þar sem meira en hundr- að manns féllu í átökum í síðasta mánuði. Þjóðemiseijur, sem eru einn helsti Þrándur í Götu umbótaáætlunar Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, brutust einnig út í sjálfstjórnarhérað- inu Nagomo-Karabakh í vikunni, en þar deila Armenar og Azerbajdz- hanar um yfirráð héraðsins. Að minnsta kosti þrír létu lífið. Reuter Flugvél bandariska lögfræðingsins brotlendir á Atlantshafi. Flugvélin er lengst til hægri og er að snú- ast svo að grillir í stél hennar og hægri væng. Mísstí meðvitund eftir flugtak Rankaði við sér þegar flugvélin skall á sjónum Miami. Reuter. Bandaríski lögmaðurinn Thomas Root þykir hafa sloppið ótrúlega vel þegar flugvél hans steyptist í Atlantshaf í fyrradag undan Ba- hamaeyjum. Lifði hann brotlendinguna af og var bjargað úr hafinu. Hafði flugvélina borið 1.300 kílómetra af leið. Það varð honum til lífs að flugvélina bar inn í loftrými flughersins. Var henni veitfreftir- fór og í Ijós kom að hann lá meðvitundarlaus fram á stýrin. Að sögn lögreglu mun hann hafa orðið fyrir skoti. Root er 36 ára lögmaður í Wash- stýri flugvélarinnar, að sögn flug- ington, höfuðborg Bandaríkjanna. Hugðist hann skreppa á einshreyf- iis Cessna-210 flugvél sinni til bæj- ar í Norður-Karólínu vegna starfs síns og fljúga síðan til baka til höf- uðborgarinnar. Varþað um klukku- stundar flug hvora leið. Skömmu eftir að flugtak í Was- hington tilkynnti hann í talstöðina að hann hefði verki í lungum og ætti erfitt með andardrátt. Missti hann meðvitund og lagðist fram á manna sem sendir voru á loft til að fylgja flugvél hans eftir. Flugvél- in hélt áfram flugi í fimm klukku- stundir, eða meðan eldsneytið ent- ist, þar sem hún hafði verið stillt á sjálfstýringu. Vaknaði Root er flug- vélin brotlenti á hafinu 14 mílum undan eynni Eleuthera á Bahama- eyjaklasanum. Slasaðist hann al- varlega í brotlendingunni en tókst samt að komast út úr flugvélinni og synda frá flakinu rétt áður en það sökk. Fjórir björgunarmenn bandarísku strandgæslunnar höfðu varpað sér út í fallhlíf úr þotu gæslunnar yfir slysstaðnum og náðu til Roots. Voru mennimir stuttu seinna hífðir um borð í þyrlu strangæslunnar og flaug hún að sjúkrahúsi í Miami þar sem lögmað- urinn var lagður inn. Að sögn bandarísku lögreglunnar mun Root hafa misst meðvitund eftir að hafa orðið fyrir skoti. Grun- ur leikur á að hann hafi reynt að fremja sjálfsmorð. Kraftaverk þykir að hann skyldi hafa lifað brotlend- inguna af. „Það jafnast á við að hafa fengið þann stóra í lottóinu," sagði flugstjóri strandgæsluþotunn- ar, sem fylgdi flugvél Roots eftir. Undanfarna mánuði hafa eijur af þessu tagi ítrekað brotist út í Kazakhstan, Túrkmeníu, Georgíu og Armeníu, en Sovétlýðveldi þessi eru öll sunnarlega í Sovétríkjunum. Að sögn TASS hafa yfirvöld í Kírgíziu og Tajíkístan reynt að bera klæði á vopnin, en íbúar sitt hvoru megin landamæranna hafa viljað yrkja hið umdeilda svæði án samráðs við nágranna sína. Hafa skemmdar- verk verið tíð fram að þessu, en loks sló í brýnu á fimmtudagskvöld. Eins og venja er í Sovétríkjunum þegar eitthvað ber alverlega út af, hafa helstu flokksbroddar kommúni- staflokksins í Sovétlýðveldunum ver- ið sendir á staðinn. Færeyjar: Mikill halli á fiskvinnslunni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. REKSTUR færeyskra fiskvinnslu- fyrirtækja gekk illa á síðasta ári, og eiga fyrirtækin í miklu skulda- basli. Samkvæmt nýrri athugun, sem íæreyska landstjórnin heftir látið gera, var halli á rekstri 20 af 24 fiskvinnslufyrirtækjum landsins á síðasta ári. Hjá því fyrirtæki, sem best gekk, nam rekstrarhallinn ríflega hálfri milljón danskra króna (tæplega 4 millj. ísl. kr.). Þijú fyrirtæki voru rekin með 10 millj. dkr. halla á árinu 1988, enda þótt þau fengju sömu upphæð (10 millj. dkr.) í opinberan. styrk hvert. Samtals fengu fisk- vinnslufyrirtækin 173 millj. dkr. í styrk. Þessi slæma rekstrarafkoma á síðasta ári átti rætur sínar að rekja til lágs fískverðs fyrst og fremst, að því er segir í skýrslu um málið. Auk þess er skuldabyrði fyrirtækjanna þungbær. Samtals skulda þau 800 millj. dkr. Færeyska landstjórnin ræðir ástandið í fiskvinnslunni í næstu viku. Vonir standa þó til, að betur gangi á þessu ári, þar sem fiskverð fer hækkandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.