Morgunblaðið - 15.07.1989, Side 24
Í24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JULÍ 1989
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins;
Athugasemd um rúllu-
pökkun á heyi og ostagerð
Morgnnblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd fi-á upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins:
„Fram hafa komið í fjölmiðlum
undanfarið ýmsar fréttir og athuga-
semdir varðandi heyverkun og
mjólkuriðnað, sem valdið geta tals-
verðum misskilningi. Þrennt ber hér
hæst:
1) Haldið hefur verið fram að
óvænt milljónatjón hafi orðið vegna
óeðlilega mikilla skemmda á ósta-
birgðum sl. vetur. Þetta er rangt,
samkvæmt upplýsingum frá Osta-
og smjörsölunni sf. Sker nýliðinn
vetur sig ekki úr hvað ostagæði
varðar. Tölur um óvenjulegt tjón
vegna skemmdra osta á sl. vetri
hafa því verið orðum auknar.
2) Fjölmiðlar hafa lagt þunga
áherslu á að talið sé að mistök í
rúllubaggaheyskap hérlendis valdi
skemmdum á ostum í birgða-
geymslum. Engar niðurstöður
liggja fyrir í þessu efni hérlendis
né úttekt á því. Heyverkunaraðferð
þessi hefur verið þekkt og stunduð
árum saman, ekki síst í Bretlandi,
og öll lögmál hennar eru þekkt,
einnig hér á landi. Full þörf er á
auknum rannsóknum og leiðbein-
ingum í þessum efnum og mun þá
væntanlega koma fram hvort or-
sakir ostaskemmda er þangað að
rekja eða annað.
3) Haldið hefur verið fram að
íslenskir bændur hafi fjárfest of ört
og fyrirhyggjulaust í vélbúnaði og
„ekki hugsað út í afleiðingamar“.
Samkvæmt upplýsingum þeirra 4
innflytjenda sem að mati kunnugra
selja um 99% allra vélanna, hafa
íslenskir bændur nú á tiltölulega
skömmum tíma keypt um 310 rúllu-
pökkunarvélar. Þær spara vinnu og
orku og bæta heyverkun verulega,
ef rétt er að staðið. Notkun þeirra
er samt vandasöm og full þörf á
að leggja áherslu á leiðbeiningar
um rúllupökkun.
Áhersia hefur því verið lögð á
fræðslu um þessa nýju tækni. Birt-
ar hafa verið greinar og viðtöl í því
skyni. Bændaskólinn á Hvanneyri
hefur boðið upp á námskeið í rúllu-
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 14. júlí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 63,50 53,50 60,94 16,381 998.254
Þorskur(smár) 28,00 28,00 28,00 0,384 10.752
Ýsa 78,00 35,00 66,25 0,669 44.319
Karfi 28,00 27,00 27,12 0,872 23.660
Ufsi(smár) 11,00 11,00 11,00 1,661 18.274
Steinbítur 56,00 54,00 55,70 1,097 61.140
Langa 23,00 23,00 23,00 0,107 2.465
Lúða 200,00 30,00 53,36 0,313 16.703
Koli 45,00 10,00 37,16 4,880 181.328
Keila 10,00 10,00 10,00 0,024 240
Samtals 51,43 26,389 1.357.135
Á mánudag verður selt úr Otri HF, 100 tonn af karfa og 12 tonn
af þorski. Einnig blandaður afli úr Sigluvík Sl og bátafiskur.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 63,00 55,00 60,24 15,728 947.476
Ýsa 87,00 20,00 77,07 17,343 1.336.613
Karfi 29,00 15,00 22,87 110,440 2.526.132
Ufsi 37,00 16,00 30,06 3,969 119.319
Steinbítur 51,00 49,00 49,96 1,307 51.158
Langa 38,00 38,00 38,00 0,740 28.120
Lúða 205,00 145,00 179,17 0,036 6.450
Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,160 4.000
Keila 7,00 7,00 7,00 0,100 700
Samtals 32,34 149,825 4.845.106
Selt var úr Krossvík HK, Keili RE og Ottó N. RE. Mánudaginn
17. júlí verður selt úr Halkion um 100 tonn af þorski og 15 tonn
af ýsu.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 63,00 53,50 60,69 8,531 578.407
Ýsa 94,00 30,00 64,33 5,607 360.729
Karfi 35,00 11,00 24,69 12,048 297.431
Ufsi 35,50 12,00 23,97 5,408 129.632
Steinbítur 52,00 15,00 40,13 1,698 68.271
Langa 37,00 1,00 23,01 1,608 36.996
Lúða 275,00 70,00 146,14 0,487 71.170
Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,238 3.570
Skarkoli 205,00 10,00 43,15 1,649 71.148
Keila 8,00 8,00 8,00 0,046 360
Skata 115,00 115,00 115,00 0,009 1.035
Skötuselur 295,00 90,00 245,39 0,251 61.715
Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,2384,-
760
Blálanga 31,00 26,00 29,33 0,600 17.600
Öfugkj. 15,00 15,00 15,00 1,000 15.000
Undirm.fis. 18,00 18,00 18,00 0,018 324
Samtals 42,49 40,437 1.718.206
SKIPASÖLUR í Bretlandi 10. til 14 júlí.
Þorskur 109,51 309,000 33.837.409
Ýsa 116,41 99,395 11.570.563
Ufsi 40,10 27,265 1.093.287
Karfi 57,64 9,520 548.758
Koli 80,15 15,150 1.214.205
Grálúða 100,71 2,650 266.890
Blandað 116,70 8,465 987.829
Samtals 105,4 471,445 49.518.944
Skipin sem seldu í Grimsby og Hull voru Dalborg EA, Gullberg
VE, Börkur NK, Súlan EA og Katrín VE.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 10. til 14. júlí.
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Karfi
Koli
Grálúða
Blandað
Samtals
113,96
108,44
41,07
66,77
115,16
91,35
126,27
69,580
116,005
5,610
2,780
42,135
25,810
28,645
109,28 290.565
7.929.299
12.579.388
230.384
185.620
4.852.167
2.357.650
3.616.977
31.751.525
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 10.- 14. júlí.
Þorskur 92,62 0,593 54.920
Ufsi 81,82 1,054 86.235
Karfi 83,97 167,143 14.034.407
Blandað 97,62 5,149 502.631
Samtals 84,39 173,939 14.678.195
Ögri RE seldi í Bremerhaven.
pökkun undanfarið, bæði á heima-
slóðum og annars staðar á landinu.
Þessi námskeið hafa reynst vinsæl-
ust allra kennslutilboða skólans. Á
þau hefur mætt mikill meirihluti
allra bænda sem nota rúllupökkun-
arvélar.
4) Fram hefur komið sá mis-
skilningur að stjórn Samtaka af-
urðastöðva í mjólkuriðnaði tefji
rannsóknir á þessu viðfangsefni og
hafi „ekki talið þess virði að eyða
í miklum peningum".
Þetta er villandi lýsing. Sem svar
við bréfi Rannsóknastofu mjólkur-
iðnaðarins með beiðni um fjárstuðn-
ing lýsti stjórn Samtaka afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði yfir á fundi
sínum 22. júní sl. stuðningi við
rannsóknir á þessu sérstaka verk-
efni og vísaði því síðan til stjórnar
Rannsókriastofnunarinnar. Mjólk-
ursamlögin á landinu kosta starf-
semi Rannsóknastofunnar sem og
Samtaka afurðastöðva. Stjórn SAM
vill stuðla að því að samin sé rann-
sóknaáætlun sem taki til rúllu-
baggaheyskapar og gerlamyndunar
í heyi, í samstarfi við Bútæknideild-
ina á Hvanneyri og Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins, sem hafa
annast athuganir og fræðslu á
þessu sviði.“
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Stúlkurnar í 3. flokki UMFN í handknattleik höfðu nóg að gera
við að þrifa og bóna bíla Njarðvíkinga um helgina og jafiivel
Keflvíkingar lögðu bæjarríginn á hilluna og komu til að láta
bóna bíla sína í Njarðvík.
Handknattleiksstúlkur í Njarðvík:
Bónuðu og þrifii
30 bíla á 2 dögum
Keflavík.
STÚLKURNAR sem skipa 3.
Njarðvík stóðu í ströngu síðustu
og þrifú 30 bíla á tveim dögum,
Stúlkurnar sem eru íslands-
meistarar í sínum flokki hyggja á
keppnisferð til Danmerkur í næsta
mánuði og voru þær að safna
peningum fyrir væntanlega
keppnisferð. Fyrr í vor léku stúlk-
umar „maraþon“ handbolta í 16
tíma af sama tilefni. Dugnaður
flokk UMFN í handknattleik í
helgina í júní, en þá bónuðu þær
handknattleiksstúlknanna hefur
vakið athygli á Suðurnesjum, en
þær hafa tvívegis orðið Islands-
meistarar í sínum flokki á síðustu
þrem árum og láta ekki sitt eftir
liggja í fjáröflun við rekstur sinnar
deildar.
BB
Sumarhátíð á Kópavogshæli
SUMARHÁTÍÐ verður haldin í fyrsta sinn á Kópavogshæli dagana
16. til 22. júli næstkomandi. Frumkvæði og undirbúningur að hátí-
ðinni hefúr að mestu leyti verið í höndum þroskaþjálfa sem sjá um
tómstundir á stofiiuninni eú ákveðið var að halda hana eftir að ljóst
var að vinnustofúr hælisins yrðu lokaðar í þijár vikur í sparnaðar-
skyni eins og segir í frétt frá Kópavogshæli.
Með þessari sumarhátíð vill
heimilisfólkið og starfsfólk stofnun-
arinnar gera sér dagamun og auka
á fjölbreytni þeirra frístunda sem
fötluðum bjóðast. Dagskrá hátíðar-
innar miðast við almenna þátttöku
fatlaðra með skemmtiatriðum,
íþróttaiðkun og ferðalögum. Flestir
sem koma fram eða hafa lagt mál-
inu lið gera það endurgjaldslaust.
Gestum af höfuðborgarsvæðinu og
utan af landi er boðin þátttaka og
er þeim sem koma utan af landi séð
fyrir svefnpokaplássi og aðgangi
að mötuneyti staðarins.
Sunnudagur 16. júlí
Kl. 14.00. Opnun, Homaflokkur
Kópavogs leikur.
Kl. 14.30 Látúnsbarkarnir.
KI. 15.00 Flugsýning, Björn Thor-
oddsen flýgur listflug yfir vogin-
um.
Kl. 16.00 Fyrsta frumsýning leik-
félagsins Loka. Árstíðirnar.
Kl. 16.30 Heimakórinn, fjöldasöng-
ur. Sprell frá starfsmannafélag-
inu.
Kl. 17.00 Harmonikkuball.
Seldar blöðrur, sælgæti, gos,
popp og merki.
GENGISSKRÁNING
Nr. 132 14. iúlí 1989
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala flongi
Dollari 67,82000 57,98000 58,60000
Sterlp. 93,68300 93,94200 91,34600
Kan. dollari 48.49700 48,63100 49,04800
Dönsk kr. 7,87470 7,89650 7,65260
Norsk kr. 8,31940 8,34240 8,18780
Sænsk kr. 8,96050 8,97520 8,80280
Fi. mark 13,57280 13,61030 13,29100
Fr. franki 9,01040 9,03540 8,77440
Belg. franki 1,46130 1,46540 1,42250
S v. franki 35,39640 35,49430 34,62850
Holl. gyllim 27,13280 27,20790 26,41960
V-þ. mark 30,59260 30,67720 29,77570
it. líra 0,04217 0,04229 0,04120
Austurr. sch. 4,34820 4,36020 4,23030
Port. escudo 0,36690 0,36700 0,36680
Sp. peseli 0,48660 0,48800 0,46870
Jap.yen 0,41442 0,41557 0,40965
Irskt pund 81,83000 82,06600 79,35900
SDR (Sérst.) 73,65520 73,85900 72,96810
ECU.evr.m. 63,28400 63,45910 61,69990
Tollgengi fyrir júli er sölugengi 28. júní.
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
Mánudagur 17. júlí
Kl. 10.00 - 15.00 Þingvallaferð,
ekið um Nesjavelli og Ljósafoss
(u.þ.b. 5 klst.).
Kl. 10.30 Bátaleikir í sundlaug,
fyrir yngri þátttakendur.
Kl. 13.00 Djazzballet.
Kl. 13.30 Einfaldir útileikir. (Hring-
leikir, þrautaleikir, bolti í fötu
o.fl.)
Kl. 14.00 Hjóíastólaganga.
Kl. 16.00 Plankaslagur, hólmganga
starfsmanna í sundlaug.
Kl. 20.00 Kvöldvaka, söngur og
leikir.
Þriðjudagur 18. júlí
Kl. 10.00 - 12.00 Sigling um sund-
in blá með Viðeyjarfeijunni.
Kl. 10.00 Boccia úti eða inni.
Frjálst.
Kl. 14.00 Viðeyjarferð, gengið um
eyjuna, nesti úti eða í veitinga-
skála.
Kl. 16.00 - 17.00 Reiðskóli Gusts
býður upp á stutta reiðtúra.
Kl. 16.30 Leikhópurinn Perlan sýn-
ir.
Sölutjöld opin frá kl. 16.00. Sæl-
gæti, gos, popp, merki o.fl.
Miðvikudagur 19. júlí
Kl. 10.00 Sigling á Fossvogi, lagt
upp frá Nauthólsvík.
Kl. 11.00 Bátaleikir í sundlaug.
Útileikir.
Kl. 13.00 Starfsmannagrín. Feg-
urðarsamkeppni.
Kl. 14.00 Gönguferðir: a) í Hlíðar-
garð, styttri ferð, b) í Öskjuhlíð
og heita lækinn, lengri ferð.
Fimmtudagur 20. júlí
Kl. 10.00 Boccia sveitakeppni í
íþróttahúsinu Digranesi.
Kl. 11.00 Krikket, frisbí og bolta-
leikir.
Kl. 13.00 Sigling, lagt upp frá
Nauthólsvík.
Kl. 14.00 Starfsmannagrín, hjóla-
stólakeppni, pokahlaup o.fl.
Kl. 15.00 Brúðubíllinn.
,K1. 20.00 Kvöldvaka, varðeldur
leikir og söngur í umsjón skáta.
Sölutjöld opin frá kl. 15.00. Sæl-
gæti, gos, popp, merki o.fl.
Föstudagur 21. júlí
Kl. 10.00 Frjálsar íþróttir á Kópa-
vogsvelli.
Kl. 13.00 Veiði- og gönguferð. Erf-
ið ferð ca. 5-6 klst.
Kl. 14.00 Kvikmyndasýning í Há-
skólabíói. Sýnd verður gaman-
myndin „Beint á ská“ (Naked
Gun).
Kl. 17.00 Leikfélagið Loki. Endur-
tekin sýning á Arstíðunum.
Kl. 20.00 Hljómsveitin Október
leikur fyrir dansi.
Laugardagur 22. júlí
Kl. ,16.00 Valgeir Guðjónsson
skemmtir.
’KI. 17.00 Byijað að kynda grillið.
Starfsmannagrín og sprell.
Kl. 18.00 Matur. Nikkarinn og
Heimakórinn.
Kl. 20.00 Dansleikur í Digranesi.
Húsið opnar kl. 20.00 en dansinn
stendur frá 21.00-1.00. Sæta-
ferðir úr Digranesi kl. 22.30 og
1.00.
Sundlaug Kópavogshælis verður
opin til fijálsra afnota fyrir þátttak-
endur frá 9.00-12.00 og 17.00
-21.00 alla dagana.
Strætisvagnar Kópavogs sjá um
akstur í alla dagskrárliði utan lóðar
Kópavogshælis, nema í lengri ferðir
utan höfuðborgarsvæðis. Flugleiðir
bjóða upp á útsýnisflug. Tími
óákveðinn. Harmonikkuleikur öðru
hvoru alla vikuna og ýmsar aðrar
uppákomur. Nauðsynlegt að fólk
skrái sig í ferðirnar og bátaleikina.
Dagskrárliðir geta breyst og enn
er tækifæri til að bæta við atriðum
ef þátttakendur hafa einhveijar
sérstakar óskir og/eða skemmtiat-
riði fram að færa.
Samkvæmisdans-
ar á Borgirmi
SÚ nýbreytni hefur verið tekin á
Hótel Borg á sunnudagskvöldum
að þar eru dansaðir samkvæmis-
dansar. Stjórnendur eru Sigurður
Garðarsson og Stefán P. Þorbergs-
son. Matargestir fá frítt inn á dans-
leikinn., segir í frétt frá Hótel Borg.