Morgunblaðið - 20.08.1989, Qupperneq 1
PATPONG
GATA
GLEDI
- OG
SORGAR
OPNA
GCÐ
ER
HEBi
GUÐFAÐIR
GR/ENINGJANNA
Erlend Hrtngsjá
14
SUNNUDAGUR
20. ÁGUST 1989
SUNNUPAGUR
BLAÐ
ÞAI)
eftir Brynju Tomer
er haust árið 1912.
Sögusviðið er Clavad-
el-heilsuhælið i Sviss.
Aðalpersónur Dala Diakonova
og Paul Grindel.
Hún er rússnesk og hann fransk-
ur. Faðir hans er þekktur fast-
eignasali í París en Paul notar
ættarnafn móðurömmu sinnar,
Éluard. Bæði eru ung og berkla-
veik og eiga eftir að skrifa langa
kafla í listasögu aldarinnar, hvort
á sinn hátt.
Gala fæddist inn í listræna og
menningarlega sinnaða borgarfjöl-
skyldu í Moskvu. Hún var elst
þriggja systkina og hlaut „vestrænt
uppeldi". Hún talaði og skrifaði
frönsku eins og móðurmálið frá því
hún var sjö ára. Hún las og lærði
mikið, og dýrkaði Dostoievsky. Hún
var veikbyggð en afar heillandi og
þegar hún var 16 ára var henni
boðið á dansleik sem skipulagður
var tii að leita að konuefni fyrir
keisarann.
Hún var glæsileg, klædd skósíð-
um svörtum pels þegar hún lagði
af stað í ferðalagið frá Moskvu til
Sviss. Eftir skamma dvöl á heilsu-
hælinu kynntist hún Paul. Það fór
ekki fram hjá neinum, hvorki
hjúkrunarliðinu né öðrum að þau
voru ástfangin, en það var einnig
þessi óseðjandi þorsti eftir list og
þekkingu sem tengdi þau. Paul var
17 ára og ákveðinn í að verða
skáld, Gala var ákveðin í að standa
við hlið hans alla ævi og örva hann
til dáða.
Hún var yrkisefiii
aldarinnar
Gala átti reyndar eftir að örva
ýmsa listamenn til dáða seinna á
lífsleiðinni. Hún hafði einstök
mýstísk áhrif á menn og varð oft
eitt helsta viðfangsefni þeirra.
Skáldin ortu til hennar ástar- og
dýrðarljóð og málararnir gerðu
hana ódauðlega með olíu á striga.
Hún málaði hvorki né skrifaði sjálf,
en hlutverk hennar í listasögu ald-
arinnar virðist hafa verið að vera
yrkisefni.
Þegar Gala og Paul voru saman
á heilsuhælinu, hvatti hún hann til
að koma ljóðum sínum á framfæri.
Hún leitaði sjálf uppi útgefendur
og sannfærði þá um hæfni unnusta
síns. í kjölfarið var gefið út fyrsta
ljoðasafn Pauls Éluards.
Foreldrarnir lítt hrifiiir
Þegar Paul tilkynnti foreldrum
sínum frá trúlofun þeirra Gölu varð
uppi fótur og fit í fjölskyldunni.
Sérstaklega var móðir hans á móti
sambandinu og sennilega hafa af-
brýðissamar tilfinningar haft mikil
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Hún fæddist í Rússlandi 1 893, giftist ung Paul Éluard
skáldi sem elskaói hana meðan hann lifði og deildi
henni meðal annars með málaranum Max Emst.
Þá kom Salvador
Dali til sögunnar.
Hann vildi hafa
hana hjá sér —
alltaf — og hún
hvatti hann og
hjálpaði honum á
sinn einstæða hátt
til að verða einn
af stórmeisturum
aldarinnar
Gala var helsta viðfangsefni
Salvadors Dali. Þessi mynd er
í eigu Dalileikhússafnsins í Fig-
ureras.