Morgunblaðið - 20.08.1989, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1989
lega. Við ráðum auðvitað ekki við
það, þegar hinum og þessum er
úthlutað grálúðu sem höfðu litla og
enga veitt og nú eru allt í einu
komnir undir kvóta í grálúðu og
þá verða þeir sem eru á sóknar-
marki að keyra á fullt á grálúðuna.
Við höfum haldið áfram í grálúð-
unni á Guðbjörginni, erum búnir
að breyta talsverðu af þorski yfir í
grálúðu. Það er hagkvæmast fyrir
okkur, frekar en að vera að sigla
á fjórða sólarhring fram og til baka
til að ná í einhvern þorsk fyrir aust-
an land. Þá vil ég nú heldur sigla
tíu tíma hérna út að ná í lúðu, hvora
leið.“
Þarna vitnar Ásgeir til þess er
skip Vestfirðinga og Austfirðinga
mættust úti fyrir Norðurlandi.
Austfirðingar á vesturleið til að
nýta grálúðukvótann sem þeir
höfðu fengið úthlutað og Vestfirð-
ingar, búnir með sinn grálúðukvóta,
fóru að sækja þorskinn austurfyrir.
Ásgeir er reyndar frumkvöðull í
grálúðuveiðum, kunnugir segja
hann hafa skapað arðbærar veiðar
á þessum flatfiski. Grálúðan er erf-
ið að ná henni, er djúpt og erfiður
botninn. Menn voru að hengilrífa
og gekk erfiðlega. Þá kom til sög-
unnar tæki, sem gjörbreytti öllum
Morgunblaðið/Úlfar
aðstæðum, svokallaður höfuðlínu-
mælir. Ásgeir var meðal hinna
fyrstu til að reyna þetta undratæki
með árangri. Með því var hægt að
hafa betri stjórn á trollinu en áður,
stjórna meðal annars fjarlægð þess
frá botni. Sumir segja að nú sé
hægt að stilla trollið eins og hefil
í trésmíðavél, upp á millimetra. Það
eru kannski ýkjur, en að minnsta
kosti varð þetta til þess að arðbært
varð að veiða grálúðuna.
Getum veitt 7 þúsund tonn
Hvað heldurðu að þið gætuð
dregið á land á Guðbjörginni, miðað
við aflabrögð eins og þau eru núna?
„Við erum í engum vandræðum
að draga á land sjö þúsund tonn,
það er ekkert mál. Ef maður fengi
að veiða.“
En hafið þið tryggingu fyrir því
að þið hafið þennan kvóta sem þið
hafið keypt til frambúðar?
„Það er sagt svo í dag, en maður
hefur ekki tryggingu fyrir einu eða
neinu því að ég held það sé fyrir
neðan hveija grein í þessum lögum
að ráðherra hefur heimild til að
gera hvað sem er. Okkur er sagt í
dag að þetta sé hagkvæmast. Ég
hef alltaf verið andvígur þessum
kvóta, alla daga og alla tíð og verð
það sjálfsagt alltaf, þó að ég sé
búinn að kaupa þessi ósköp af kvóta
o g búinn að skrifa á skipið um fimm
þúsund lestir í dag, langt umfram
alla aðra. Ég hafði alltaf hugsað
mér að þetta væri langbest eins og
þetta var áður og fyrr, að gefa
bara veiðidagá. Þá getur enginn
rifist við einn eða neinn nema sjálf-
an sig, þú skalt fara bara á sjó og
ná í þinn fisk á ákveðnum veiðidög-
um og þá getur þú bara rifist við
sjálfan þig og engan annan.“
Skipstjóranum er mikið niðri fyr-
ir, hann á því að venjast að standa
og falla með eigin verðleikum, en
nú er eins og þeir skipti ekki leng-
ur máli. Þetta er allt ákveðið í ráðu-
neytinu fyrir sunnan. Það er
kannski þess vegna sem sjást fágæt
merki þess, að hann bregði skapi.
Ásgeir Guðbjartsson er þekktur
fyrir jafnaðargeð, að sögn manna
sem til hans þeklqa. Jafnvel þegar
trollið kemur í vöndli upp á dekk,
er enginn æsingur. Undir niðri er
dugnaður og kröfuharka. Menn vita
af því og þarf ekki bægslagang til
að sýna það. Ásgeir er sagður beita
sjálfan sig mestri kröfuhörku. Þeg-
ar leggja þarf skipinu fyrir í að-
gerð, þá er hann óðara kominn í
gallann og á dekk með körlunum.
Ekki aðeins núna á Guðbjörginni,
þetta hefur verið svona alla tíð.
Þegar trollið er rifið er hann strax
kominn með nálina á loft. Þá á
hann það til að senda mannskapinn
heim þegar verið er að landa í gáma
og klára þetta lítilræði bara sjálfur.
Liggur við borgarastríði
Árangurinn næst með dugnaði
og nú þykir skipstjóranum að hend-
ur sínar séu bundnar og er þykkju-
þungur: „Nú liggur bara við borg-
arastríði, það er ekkert sem vantar
nema vopnin. Ég veit eiginlega ekki
hvað þeir hugsa þessir menn. Það
mætti halda að þeir telji að við lifum
bara á Seðlabankanum og bílainn-
flutningi og slíku. Ég veit ekki hvað
á að gera hér á þessum stöðum
þegar er búið að loka frystihúsunum
og binda togarana. Þeir eru ekki
búnir að bíta úr nálinni með það
sjálfír ennþá. Þó nú sé reynt að
fara gætilega í veiðarnar, svona
eins og hægt er, en við verðum að
hugsa um okkar útgerð og ekki
höfum við áhuga á að skríða undir
láppirnar á þeim fyrir sunnan og
biðja þá um peninga. Við viljum
gera út á meðan hagkvæmt er að
ná í fiskinn."
Þorskur í baðkari
Er nóg af þorski í sjónum?
„Það er náttúrulega ekki hægt
að segja, satt að segja, að það geti
verið nóg fyrir allan þennan flota,
það getur samt verið. En, frá því
að ég man eftir og fór fyrst að
gera út hafa alltaf verið tekin um
400 þúsund tonn af þorskinum öll
þessi ár, ég hef ekki séð að þetta
hafi nokkum hlut skánað, þó að
fiskifræðingarnir væru að tilkynna
okkur að það væri enginn fiskur.
Ég verð að segja það sem skip-
stjóri að það hefði ekkert þýtt að
losa bönd á skipunum síðustu tíu
árin ef ætti að taka þetta alvarlega
sem fiskifræðingarnir em að segja.
Þeir klifa á því sýknt og heilagt
að það sé enginn fiskur. En, það
er með þennan fisk, að hann er svo
hreyfanlegur, mér finnst að þeir
tali alltaf þessir fiskifræðingar eins
og þorSkurinn sé í baðkari. Straum-
arnir em skarpir og nú flæðir kald-
ur sjór yfir. Þess vegna er enginn
| fiskur út af Vestfjörðum og við
verðum að sækja hann suður fyrir,
aðallega austur fyrir, en en venjan
er að þetta kemur allt saman í júní,
júlí þegar sjórinn hlýnar aftur, þá
gengur fiskurinn hér. Hann gerir
það.“
iSl T2UOA m SVlVAdW/mJE (JK
Odæðisverk Stalins:
Sönnunar-
gögnin liggja
ekki á lausu
Moskvu. Reuter.
í nýlegri skýrslu miðstjórnar
sovéska kommúnistaflokksins eru
sovéskir valdamenn og yfirmenn
leyniþjónustunnar KGB sakaðir
um að hafa hindrað tilraunir fólks
til þess að afla upplýsinga um fóm-
arlömb hreinsana Jósefe Stalíns,
sem mörg hver liggja enn í
ómerktum fjöldagröfum.
Skýrslan var birt í Prövdu, mál-
gagni kommúnistaflokksins, og
í henni kemur einnig fram að lík 160
manna hafi fundist í fjöldagröf ná-
lægt Donetsk í Úkraínu í vor. Marg-
ir þessara manna voru námaverka-
menn sem teknir voru af lífi á ijórða
áratugnum. Alls voru um 40.000
manns líflátin á svæðinu í hreinsun-
um Stalíns á þessum tíma, að sögn
Prövdu.
Fyrrum starfsmaður KGB hefur
einnig upplýst í sjónvarpsviðtali að
leiðslur hafi verið lagðar til að flytja
blóð fórnarlamba Stalíns úr fangelsi
í Leníngrad í Neva-fljót. Hann sagði
að blóð hefði stundum borist niður í
Vetrarhöllina, sem var áður aðsetur
Rússakeisara.
í skýrslu miðstjórnarinnar segir
að valdamenn hafi hafnað beiðni
fólks um upplýsingar varðandi ætt-
ingja sem hurfu á valdatíma Stalíns.
Yfirmenn KGB hafi einnig reynt að
hindra rannsókn á fjöldagröfunum í
Donetsk með því að halda skjölum
leyndum. Borgaryfirvöld hafi einnig
reynst dragbítar á rannsóknina.
Pravda hefur eftir sérfræðingi að
sjá hafi mátt á líkunum að þau hafi
komið úr þrælkunarbúðym eða fang-
elsum. Ennfremur fundust hlutir í
fjöldagröfunum, svo sem einkennis-
merki námamanna frá árinu 1934,
sem benda til þess að fórnarlömbin
hafi starfað í einhveijum af þeim
fjölmörgu kolanámum sem voru á
svæðinu.
TEYGJUR og ÞREK
Það er staðreynd að alvöru líkamsþjálfun, sem skilar
A fögrum vexti, verður aldrei létt.
"
En við hjá Dansstúdíói Sóleyjar getum hins-
vegar lofað því að hjá okkur verður hún
skemmtileg og hressandi.
Ný námskeið að hefjast 21. ágúst.
Innritun í símum 687701 og 687801.
Engjateigur 1 • 105 Reykjavik
^ ©
T 687701
687801
Erum byrjuð að taka niður pantanir í veggtennis
>í
r