Morgunblaðið - 20.08.1989, Qupperneq 16
161: C
MORGUNBLAÐIÐ rispur SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1989
„Súperstelpur" sjá um að
lokka vegfarendur inná
samnefndan skemmtistað.
Arabar þykja yíírleitt
ruddalegir viðskiptavinir og
eru þessvegna ekki
aufúsugestir hjá thailenskum
gleðikonum, eins og ráða má
af orðsendingunni sem hékk
uppi á einum Patpong
barnum en þar segir: Enga
Araba hér. Við viljum ekki
fjölþreifna arabíska
drykkjumenn. Við virðum
íslamska trú ykkar. Takk
fyrir.
GATA
GLEDI
- 0G
SORGAR
Myndir og texti/Sverrir Vilhelmsson
Komstu með
konu? Keyptirðu
konu? spytja
menn þegar þeir
frétta að maður
er að koma frá
Thailandi.
Kannski eru þessar spurningar ekki
alveg fráleitar því Bangkok, höfuð-
borg Thailands, hefur fengið á sig
það orð að vera kynlífshöfuðborg
Austurlanda.
í Bangkok starfa um 250.000
vændiskonur (svipað hlutfall væri
5.000 vændiskonur í Reykjavík) á
um 1500 stöðum víðsvegar um
borgina. Patpong, er án efa þekkt-
asta gata í Austurlöndum, en þessi
200 metra gata í viðskiptahverfi
Bangkok er miðpunktur gleðiiðnað-
arins sem talið er að meira en 60%
karlkyns ferðamanna sem koma til
landsins séu í leit að.
Fyrir 20 árum var Patpong Iík
hverri annarri verslunargötu í
Bangkok. Þá var miðstöð næturlífs-
ins á New Petchburi Road langt frá
miðborginni þar sem thailensk og
bandarísk yfirvöld höfðu reist fjölda
hótela, nuddstofur, bari og veitinga-
staði til að þjóna þeim þúsundum
bandarískra hermanna sem komu
frá Víetnam í viku leyfi sem her-
málayfirvöld kölluðu hvíldar- og
hressingarleyfi(Rest and Recreati-
on, R&R), en hermennirnir kölluðu
sukk og samfarir (Intoxication and
Intercourse, I&I). Bandarísku her-
mennrnir sáu aldrei Patpong; þeir
voru fluttir beint af flugvellinum
til New Petchburi-svæðisins, þar
sem þeim var skilað inn á hótel
með loftkælingu og sundlaug og
leyft að sinna áhugamálum sínum.
Þar sem áhugamálin voru konur
og singha-bjór, sem nóg var af á
þessu svæði, höfðu þeir litla hug-
mynd um það sem gerðist annars
staðar í Bangkok, en um það leyti
var Patpong að vakna til lífsins.
Maðurinn sem innleiddi „Go Go“-
dans í Bangkok var Richard Men-
ard, 26 ára fyrrverandi hermaður
sem barist hafði í Víetnam. Hann
opnaði bar í Patpong sem hann
kallaði Grand Prix Bar og til að
lífga upp á viðskiptin fékk hann
stúlkur til að dansa fáklæddar á
barnum. Lögreglan gerði athuga-
semdir við að Menard hafði ekki
skemmtanaleyfi og mætti því ekki
hafa dansstúlkur á staðnum, en
Menard svaraði að bragði: „Stúlk-
urnar eru að dansa á eigin vegum
og ég get ekki bannað gestum
mínum að dansa.“ Yfir þetta náðu