Morgunblaðið - 01.09.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.09.1989, Qupperneq 2
2 _____MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989 Dökkt útlit samkvæmt drögum að ...-.. þjóðhagsspá fyrir 1990: 2,5% atvinnuleysi og 6,5% aflasamdráttur AKIÐ VARLEGA Morgunblaðið/ Bjarni Ökumenn minntir á skólabörnin Garðbæingar hafa komið fyrir viðvörunarskilti I Skilti sem þetta eru nýbreytni og sjálfsagt veitir við Vífilstaðaveg skammt frá Flataskóla þar sem I ekki af að minna ökumenn á að senn fara skólam- vegfarendur era minntir á að að aka varlega I ir að byija með tilheyrandi aukinni umferð þar sem skólaböra séu á ferð um nágrennið. | baraa. Almennir skuldabréfa- vextir lækka um aJlt að 4% Vextir almennra sparisjóðsbóka lækka um 1-4% og verða 6-10% í DRÖGUM að þjóðhagsspá fyrir árið 1990, sem Þjóðhagsstofhun hefur tekið saman, er spáð sam- drætti í afla um 6'/2%. Hafrann- sóknastofnun hefur gert ráð fyrir enn meiri samdrætti eða 14%. I spánni segir að atvinnuleysi muni aukast og líklega verða um 2,5% að meðaltali á næsta ári, miðað við 1,7% í ár og 0,7% í fyrra. Atvinnuleysi gæti þó farið upp I 4,3% af mannafla í byijun ársins 1990, sem svarar til þess að um 5.500 manns séu án atvinnu. í plaggi Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir hér um bil óbreyttum viðskiptakjörum íslendinga á er- lendum mörkuðum á næsta ári. í ár eru þau hins vegar um 4% lakari en í fyrra. Gert er ráð fyrir 1,5% halla að meðaltali á fiskvinnslunni á tímabilinu apríl-desember á þessu ári. Endurskoðun þeirrar spár á að liggja fyrir eftir tvær til þijár vikur. Gert er ráð fyrir að framfærslu- vísitala hækki um 14% milli ára, en um 6-7% frá upphafi næsta árs til loka þess. „Þá felst í þessari spá að verðbreytingar síðustu þijá mán- uði ársins 1990 samsvari því að árshraði verðbólgunnar verði undir 5%. Á hinn bóginn sýna þessar áætlanir að kaupmáttur launa muni lækka á næsta ári um 3-4% frá meðaltali þessa árs. Gert er ráð fyr- ir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna muni lækka um sama hlutfall," segir í spánni. Gert er ráð fyrir svipaðri heild- arfjárfestingu í landinu og í ár. Þar skipta flugvélakaup Flugleiða miklu, því að án þeirra drægist heildarfjárfesting saman um 8% og fjárfesting atvinnuveganna um 20%. Ibúðaframkvæmdir eru taldar verða svipaðar og í ár. ' „Á þeim forsendum sem hér hef- ur verið lýst verður landsframleiðsl- an um 1/2% minni 1990 en á þessu ári og þjóðartekjur breytast svipað þar sem gert er ráð fyrir óbreyttum 'viðskiptakjörum,“ segir í yfirliti spárinnar. „Gangi þessar spár eftir _.mun landsframleiðslan dragast saman þriðja árið i röð á næsta ári og verður hún um 5% minni en hún var árið 1987. Þjóðarútgjöldin drag- ast heldur minna saman og því eykst viðskiptahallinn litilsháttar, eða verður 314% af landsframleiðsiu en verður tæplega 3% á þessu ári. At- hygli er þó vakin á því að viðskipta- hallinn hefur haldizt nær óbreyttur á þessu samdráttarskeiði sem telja verður mikilsverðan árangur." Vélstjórar á fundi hjá sáttasemjara Vélsljórafélag Suðurnesja átti fiind í gærmorgun hjá ríkis- sáttasemjara með viðsemjend- um sínum, en félagið hefiir boð- að verkfall frá og með mánu- deginum 4. september hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins miðaði nokkuð í sam- komulagsátt á fundinum í gær- morgun og hefur nýr fundur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan níu fyrir hádegið í dag. BANKAR og sparisjóðir lækka vexti um þessi mánaðamót um allt að 4%, hvort tveggja af innlánum og útlánum, en vaxtalækkunin er nokkuð mismunandi eftir lána- stofnunum. Þannig lækka vextir óverðtryggðra skuldabréfa um 4% í sumum bönkum og verða lægstir 26% en lækka ekkert í þeim bönk- um sem hafa verið með þá í lægri kantinum til þessa. Forvextir víxla lækka á bilinu 1,5% til 4% og vext- ir af almennum sparisjóðsbókum um 1-4%. Hækkun lánskjaravísi- tölunnar í ágúst var um 13% mið- að við heilt ár og í júlí rúm 8%. Sumir viðmælendur Morgunblaðs- ins innan bankanna töldu ekki ástæðu til að lækka vextina meira í ljósi þeirra launa- og verð- hækkana sem eru væntanlegar um mánaðamótin. Aðrir töldu hugsan- legt að um frekari vaxtalækkanir gæti orðið að ræða á næstu vaxta- breytingadögum. Breytingar á vöxtum skuldabréfa taka í flestum tilvikum ekki gildi fyrr en 11. þessa mánaðar, þar sem tilkynna þarf þær með tíu daga fyrirvara. Landsbanki íslands lækkar vexti á almennum sparisjóðsbókum um 4%. Þeir voru 10% en verða nú 6%. Vextir af kjörbókum lækka um 3% úr 18% í 15 og önnur þrep samsvar- andi. Vextir af almennum tékka- reikningum lækka úr 2% í 1% og vextir af einkareikningi úr 9% í 5%. Iðnaðarbanki íslands lækkar vexti á skuldabréfum um 3,5%. Kjörvextir verða 26,5%, en voru 30% og almenn skuldabréf verða 28%, en voru 31,5%. Á innlánshlið verður einungis breyt- ing á óverðtryggðum vöxtum bónus- reiknings sem lækkar um 3% í 14-15,5% eftir þrepum. Vextir al- mennra sparisjóðsbóka eru óbreyttir 10%. Útvegsbankinn lækkar fórvexti víxla um 4% úr 28% í 24%. Vextir af almennum sparisjóðsbókum lækka um 3% úr 12% í 9% og vextir af ábótarreikningum um 2%. Vextir af almennum tékkareikningum lækka úr 3% í 2%. Búnaðarbankinn lækkar forvexti víxla úr 27,5% í 26% og vextir af yfírdráttarlánum lækka úr 30,5% í 30%. Vextir af almennum skulda- bréfum breytast ekki, en þeir eru 29%. Á .innlánshliðinni lækka vextir af almennum sparisjóðsbókum úr 10% í 8% og af gullbók úr 17% í 16%. Alþýðubankinn lækkar vexti af almennum sparisjóðsbókum úr 10% í 8% og vextir annarra innlánsreikn- inga lækka einnig í flestum tilvikum um 2%. Vextir á óverðtryggðum skuldabréfum eru óbreyttir 29%, en kjörvextirnir 27%. Samvinnubankinn lækkar innláns- vexti um 1-2%. Vextir af almennum sparisjóðsbókum verða 8%, en voru 10%, og sama gildir um tékkareikn- inga. Vextir almennra skuldabréfa lækka úr 30% í 27% og kjörvextir úr 29% í 26%. Sparisjóðirnir lækka innlánsvexti almennra sparisjóðsbóka um 1%, úr 10% í 9%. Sama gildir um sértékka-, reikninga, en aðrir innlánsvextir lækka í flestum tilvikum um 2%. Kjörvextir skuldabréfa lækka einnig um 2%, úr 28,5% í 26,5%. Verslunarbankinn lækkar vexti af almennum sparisjóðsbókum um 2% úr 10% í 8% og vextir af Rentubók lækka úr 19% í 16%. Kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa lækka úr 30 í 26% og almenn skuldabréf úr 31,5% í 27,5%. Álag á kjörvexti er allt að 3%. Stjórnarviðbót: Gæti dregizt fram yfir helgi - segirJúlíus Sólnes EKKI gekk saman með Borgara- flokknum og ríkissljórninni í gær í viðræðum um stjórnarþátttöku þess fyrmefiida. Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins, segir að viðræðurnar séu mjög erfiðar og gætu dregizt fram yfir helgi. Júlíus sagði i Morgunblaðinu fyrir skömmu að gengi ekki saman fyr- ir mánaðamót, sem eru í dag, væri flokkur hans farinn í harða stjórnarandstöðu. „Við teljum að okkur beri skylda til að reyna til þrautar, en hvort það tekst eða ekki, skal ég ekkert segja um,“ sagði Júlíus í samtali við Morg- unblaðið eftir fund sinn með for- mönnum stjórnarflokkanna í gær. Hann sagði að ágreiningur um ráðu- neyti hefði verið lagður til hliðar á meðan glímt væri við málefnaágrein- ing. Borgaraflokkurinn hefði dregið til baka kröfu sína um samgöngu- ráðuneytið gegn því að gengið yrði að vissum skilyrðum, sem snertu májefnagrundvöll. Á fundinum lagði Júlíus fram kröf- ur borgarafiokksmanna um frekari lækkun matarskatts, en þær standa einkum i forystumönnum stjórnar- innar. Einnig er enn deilt um afnám vísitöluviðmiðana. Sjávarútvegsráðherra um kvótamissi Patreksfirðinga; Utilokað að úthluta auka- kvóta með bráðabirgðalögum HALLDÓR Ásgrimsson, sjávar- útvegsráðherra, segir að úti- lokað sé að setja bráðabirgða- lög í þeim tilgangi að úthluta Patreksfírðingum aukakvóta. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði afltur á móti, í samtaii við Morgun- blaðið í gær, að sú hugmynd hefði verið rædd, þótt reyna yrði aðrar Ieiðir fyrst til að leysa vanda byggðarlagsins. Tveir togarar þrotabús Hrað- frystihúss Patreksfjarðar voru seldir á uppboði á mánudag og Patrekur, togari Odda hf. var seldur á uppboði fyrr í sumar. Þýðir þetta að meginþorri afla- heimilda vertíðarbáta á Patreks- firði hefur verið sóldur burt í sum- ar og þeirri hugmynd hefur verið hreyft að Patreksfirðingum beri 'að úthluta aukakvóta með bráða- birgðalögum til að viðhalda byggð á svæðinu. „Ég tel að breytingar á fisk- veiðilöggjöfinni með bráðabirgða- Iögum komi ekki til greina," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra. „Hér er um viðkvæmt mál að ræða og erfitt að ná sam- stöðu um það.“ Hann bætti við, að nú stæði yfir endurskoðun á þessari löggjöf, og yrðu tillögur til breytinga væntanlega lagðar fram á næsta þingi. Sagðist hann óttast, að erfitt yrði að ná um þær pólitískri samstöðu og bærilegri sátt í landinu öllu, ekki síst í ljósi þeirfar umræðu, sem átt hefði sér stað að undanfömu. Einar Oddur Kristjánsson, formaður • Vinnuveitendasam- bands íslands segir það vera „fár- ánlegt" að tala um sérstakan kvóta fyrir Patreksfjörð. „Til þess að endurreisa atvinnulíf á Pat- reksfirði er bara ein aðferð og hún er sú að koma með peninga til verksins, í formi áhættu-, láns- eða gjafafjár," sagði Einar Odd- ur. Hann sagði að Patreksfirðing- aryrðu að kaupa skip með kvóta 0g þau væru seld á markaðs- verði. „Hins vegar hrynur atvinn- ulífið í öllum öðrum byggðarlög- um á íslandi ef við stoppum ekki skuldasöfnun þeirra,“ sagði Einar Oddur. Krisíján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að ef tillaga þessa efn- is yrði samþykkt væri búið að eyðileggja kvótakerfið. „Við höf- um ekki séð geðþóttaákvarðanir í kvótamálum síðan kvótakerfíð var tekið upp árið 1984 og það mun ekki verða liðið af útgerðinni að teknar verði upp geðþóttaút- hlutanir," sagði Kristján. Hann sagði að ekki væri kvótakerfinu að kenna að skipin hefðu verið seld frá Patreksfirði heldur röng- um fjárfestingar og slæmri af- komu. Matthías Bjamason, alþingis- maður, segir, að hugmyndin um úthlutun aukakvóta til Patreks- firðinga með bráðabirgðalögum falli í svipaðan farveg og tillaga sem hann hafi flutt þegar fmm- varpið um stjómun fiskveiða var lagt fram, og hljóti hann að styðja slíka ráðstöfun. Hins vegar hefði hann talið ólíkt skynsamlegra, að Alþingi hefði samþykkt breyting- artillöguna þegar gildandi lög voru sett. „Það er auðvitað ekkert við því að segja, þó að fyrirtæki fari á hausinn og eignir þess á uppboð," segir Matthías. „En hitt er öllu verra, ef fólki í heilu byggðarlagi eru allar bjargir bannaðar eftir slíka atburði." , Sjá bls. 16 og 17. f t P { 1 i I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.