Morgunblaðið - 01.09.1989, Side 14

Morgunblaðið - 01.09.1989, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989 Frábær afrek íslensku spj ótkastaranna RÍKISSKÓLI - EINKASKÓLI eftir Örn Eiðsson Iðkun íþrótta svo og umræða um þær, bæði manna á meðal og ekki síður í fjölmiðlum, eru mjög vinsælt mál. Stundum nær íslenskt íþróttafólk góðum og jafnvel frá- bærum árangri og þá eru dregnar fram stóru fyrirsagnirnar í blöðun- um og ljósvakamiðlarnir eru ósparir á lýsingarorðin. Nærtæk- ast er að nefna glæsilegt afrek okkar manna í handknattieik og knattspyrnu undanfarna mánuði og misseri. Fjölmiðlafólk fylgist með hverri hreyfingu afreksfólks- ins og fréttamenn eru sendir á vettvang vítt og breitt um heiminn til að miðla glóðvolgum fréttum. Viðtöl og myndir fylla fjölmargar síður blaðanna og ekki eru sjón- varpsstöðvar og hljóðvarp neinir eftirbátar kolleganna á blöðunum með sínar beinu útsendingar og lýsingar. Ekkert skal að slíku fundið hér nema síður sé og ánægjulegt er að horfa á og lesa um, þegar landinn vinnur mikil afrek í íþróttum í keppni við æsku- fólk annarra þjóða. En nóg um það. Tilefni þessa greinarkorns er hinsvegar að vekja athygli á stór- kostlegum afrekum tveggja ís- lendinga í spjótkasti á þessu sumri. Hér er um að ræða þá Sig- urð Einarsson og Einar Vilhjálms- son, sem keppt hafa á fjölmörgum Grand Prix-mótum Alþjóðafijáls- íþróttasambandsins. A þessum mótum keppa ávallt bestu menn heims hver í sinni grein og ávinna sér stig. Átta bestu menn keppa síðan til úrslita. Að þessu sinni verður úrslitakeppnin háð í Món- akó 1. september nk. Grand Prix- keppnin er með svipuðu sniði og heimsbikarkeppnin í skíðaíþrótt- um á hveijum vetri og vekur gjarn- an mikla athygli. Undirritaður telur að afrek þessara tveggja íþróttamanna okkar hafi ekki hlotið verðskul- daða athygli í okkar ágætu ijöl- miðlum. Þeir Sigurður og Einar hafa tekið þátt í fjölda Grand Prix-móta í allt sumar og att kappi við bestu menn í heimi og nær alltaf verið á verðlaunapalli. Sér- staklega eru ánægjulegar fram- farir Sigurðar Einarssonar. Nú þegar úrslitakeppnin ein er eftir eru þeir félagar i þriðja og fjórða sæti í stigakeppnini og m.a. ólympíumeistarinn, heimsmeistar- inn og heimsmethafinn á eftir þeim. Það gerir afrekin enn glæsi- legri þegar haft er íhuga, að íþrótt þeirra er iðkuð í öllum löndum heims, aðildarþjóðir Alþjóðafijáls- íþróttasambandsins (IÁAF) eru 183, eða fleiri en í nokkru heims- sambandi íþrótta. Þrátt fyrir þetta allt hefur það oft gerst, að fjöl- miðlar hafa tæpast og stundum alls ekki getið um þessi miklu af- rek. Við komu þeirra til landsins fyrir skemmstu eftir síðustu sigur- för sendi aðeins einn fjölmiðill þ.e.a.s. Morgunblaðið, ljósmynd- ara út á Keflavíkurflugvöll og skal Örn Eiðsson „Þrátt fyrir þetta allt hefur það oft gerst, að fjölmiðlar hafa tæpast og stundum alls ekki getið um þessi miklu afirek.“ það þakkað. Þar voru engir sjón- varps- eða útvarþsmenn. Ánægjulegt er til þess að vita að sjónvarpið verður með beina útsendingu frá úrslitakeppni Grand Prix-mótanna í Mónakó 1. september nk. Útsending hefst kl. 16.30. Með þökk fyrir birtinguna. Höftmdur er fyrrverandi formaður Frjálsíþróttasambands Islands. eftir Kristínu H. Traustadóttur Aðbúnaður grunnskólaném- enda er vissulega áhyggjuefni, eins og Sigrún Gísladóttir skóla- stjóri bendir réttilega á í Morgun- blaðinu 22. ágúst sl. Sundurlausar stundatöflur, breytilegur byijunartími, mislang- ir skóladagar, stuttur daglegur skólatími, eitt árið fyrir hádegi, það næsta eftir hádegi, eru hlutir sem flestir íslenskir foreldrar þekkja af eigin raun. Það er eins og skólastarf sé ekki tekið alvar- lega. Þarfir grunnskólans fyrir aukið fjármagn til að geta veitt nemendum sínum þann aðbúnað og menntun sem hentar best í nútíma þjóðfélagi hafa verið van- ræktar alltof lengi. Hugmyndin að Miðskólanum er því vel skiljanleg. Almenningur er orðinn langþreyttur á að bíða eftir umbótum í grunnskólanum. Síðasti niðurskurður, 4%, sem kemur til framkvæmda nú í haust og felur m.a. í sér að skorin verð- ur 1 kennslustund af stundaskrá allra grunnskólanemenda í landinu, er ekki til þess fallinn að efla trú fólks á að bjartari tímar séu framundan í grunnskólum landsins. Hver er skoðun foreldra? Frá því Miðskólinn var nefndur í fjölmiðlum og þar til hann var nánast fullbókaður, liðu aðeins 4 sólarhringar. Sýnir þetta aðeins eitt: Foreldrar vilja það skólaskipu- lag sem áformað var í Miðskólan- um, þ.e. einsetinn skóla, samfelldan skóladag með heitri máltíð i há- degi, fjölbreyttari og persónulegri kennslu. En á þetta aðeins að bjóðast í einkaskólum? Viljum við að skólakerfið í landinu verði tvöfalt, þ.e. af tveim gæðastigum? Annars vegar einka- skólar sem koma til móts við kröfur nútímans og hins vegar ríkisskólar sem geta það ekki vegna fjársveltis og dragast smám saman lengra og lengra aftur úr einkaskólum. Viljum við þá þurfa að gera upp á milli barna okkar og kosta sum í einkaskóla til að tryggja þeim góða menntun, en önnur ekki? Viljum við að þannig vaxi upp tvenns konar ungmenni í landinu, þ.e. þau sem hafa gengið í einka- skóla og hafa framtíðina fyrir sér, og þau ríkisskólagengnu sem fá ékki sömu tækifæri vegna lélegri menntunar? Þetta er alþekkt í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem einkaskólar hafa blómstrað á kostnað ríkisrekinna skóla. Einhell vandaðar vömr & Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ Þ0RGRÍMSS0N & C0 Armstrong LDFTAPLDTUR KOPROPIABT GÓLFFLÍSAR SfÁRMAmST EINANGRUN GLERULL STEINULL Sendu kúna — Sæmundur eftir Unnar Stefánsson Eftirfarandi er skrifað eftir beinni frásögn konu úr Trékyllisvík: „í grein í Morgunblaðinu 22. ágúst „Af Ríkey og Sæmundi“, eft- ir Guðjón Friðriksson m.a. um meint „siðleysi“ gagnvart þeim hjónum og þeirri fjölskyldu, og viðskilnað hennar við Árneshrepp stendur: „Og hörmungum hennar var ekki þar með ltkið því að norður á Ströndum var ekkert að hafa og ekki blasti annað við en að henni yrði þar sundrað. í örvæntingu sinni lagði þessi fátæka fjölskylda af stað í smábátskel yfir Húnaflóa vorið 1934 og náði við illan leik landi á Siglufirði. í tilefni af því lýsti hreppsnefnd Árneshrepps yfir í bréfi til sýslumanns Strandasýslu að Sæmundur Guðmundsson og Ríkey Eiríksdóttir hefðu þar með fyrirgert rétti sínum til framfærslu í hreppnum og hún vildi ekkert framar hafa með þau að gera.“ Sæmundur fór ekki í neinni ör- væntingu úr Árneshreppi. það var farið vel með þau á Ströndum og ekki komið fram við þau sem sveit- arómaga. Hreppurinn hafði boðið þeim að búa hvort heldur á Hall- dórsstöðum eða í Kúvíkum, en á hvorugnm staðnum vildu þau vera. Þeim var þá látin í té íbúð í sam- komuhúsinu í Árnesi. Oddvitinn, Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði, hafði látið Sæmúnd hafa kú til þess að hann hefði mjólk fyrir heimilið. Kýrin var í fjósinu í Árnesi og fékk þar hey eins og hinar kýrnar. Hreppurinn lét hann hafa nýja eða nýlega trillu svo hann gæti fiskað og haft lífsbjörg fyrir heimilið. Börnin gengu í skóla á Finnboga- stöðum. Það var því ekkert neyð- arlíf hjá þeim á Ströndum né „neyð- arúrræði“ fyrir þau að fara. Vorið 1934 hafði Ríkey farið í skemmtiferð til ísaljarðar til þess að heimsækja vinkonur sínar þar og hafði með sér dætur sínar nema eina, sem var í fóstri. Hún ætlaði að eigin sögn að koma heim úr ferðalaginu með næstu ferð. Sæ- mundur var heima með son sinn. Hjónin höfðu mikil samskipti við fólkið í Árnesi m.a. til þess að hlusta á útvarp, því að útvarp, sem hafði byijað 1930, var í Árnesi, en ekki hjá Sæmundi. Þessa dagana fór Sæmundur þangað heim hvert kvöld til þess , að hlusta á veðurskeytin, m.a. kvöldið áður en hann hvarf úr Tré- kyllisvíkinni. En hann fór þá að næturlagi með son sinn á trillunni út víkina, en fyrir utan beið Bjarni skipstjóri frá Isafirði á vélbáti og flutti hann til Sigluíjarðar. Bjarni sagði mér sjálfur'frá því mörgum árum seinna að hann hefði tekið Sæmund og flutt hann til Siglu- Ijarðar — og hafði gaman af. Og mörgum er eflaust enn í minni símskeytið, sem oddvita hreppsins barst frá Siglufirði nokkrum dögum síðar: „Sendu kúna. Sæmundur." EFtir það var enginn í vafa um, hvað orðið hafði um Sæmund. En svo mikið er víst, að hann fór ekki í neinu neyðarástandi úr Trékyll- isvík né heldur „örvæntingu", á nýrri trillu með veðurskeyti upp á vasann. Mér er ókunnugt um, hvort hann skilaði trillunni, enda má það kyrrt Iiggja, en hreppsnefndin mun ekki hafa séð ástæðu til að senda Fynrlesturinn verður haldinn klukkan 15 sunnudaginn 3. septem- ber í stofu 101 í Odda og nefnist „Þýskaland og tildrög síðari heims- styijaldar" (Germany and the Orig- ins of the Second World War“). Hann verður fluttur á ensku og er öllum á eftir honum kúna né heldur með- lag til Siglufjarðar. Engum sögum fór h§ldur af því á Ströndum, hvernig þeir Bjarni hafa hagað innsiglingunni á „bát- skelinni" inn í Sigluijarðarhöfn, og ég fæ reyndar ekki séð, hvaða til- gangi það þjónar af „sagnfræðingi" að vera nú, eftir öll þessi ár, að skálda upp lýsingu á aðstæðum, sem menn hafa ekki betri hugmynd um, hvernig voru, nema ef væri til þess að sverta minningu mætra forustuinanna tveggja sveitarfé- laga, á Isafirði og í Árneshreppi, vegna skyldustarfa þeirra. Ég eftirlæt lesendum að bera þessa frásögn saman við hina til- vitnuðu málsgrein hér á undan.“ Höfiindur er ritstjóri Sveitarstjórnarmála. opinn. Dr. Bernd Wegner hefur einkum getið sér orð fyrir rit sitt um Waffen SS, þ.e. hersveitir SS-liðsins þýska, en hann vinnur nú að fjölbindaverki um sögu heimsstyijaldarinnar á veg- um Hernaðarsögustofnunarinnar. Tildrög styrjaldarinnar í TILEFNI af því að nk. sunnudag, 3. september, verður liðin hálf öld frá því að síðari heimsstyrjöld hófst, flytur dr. Bernd Wegner sagnfræð- ingur frá Hernaðarsögustofnuninni í Freiburg í Vestur-Þýskalandi opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands. Húsgagna-UTSOLUNNI lýkur á morgun - Opiö 10-16 YONDUÐ HÚSGÖGN 19 19-19 8 9 ■ Greióslukjör vió allra hæfi KRISUÁN siggeirsson Hesthálsi v/Vesturlandsveg, SÍmi 91-672110.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.