Morgunblaðið - 01.09.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 01.09.1989, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 'i. SEPTEMBÉR 1989 Þj 18 Bretland: Anna prinsessa og Mark Phillips skilja Lundúnum. Reuter. ANNA prinsessa og eiginmaður hennar, Mark Phillips, hafa skilið að borði og sæng eftir 16 ára hjónaband. Að sögn talsmanns Buckinghain- hallar mun lögskilnaður hins vegar ekki vera í vændum. Hjónin eiga tvö börn. Að sögn heimildarmanna innan hallarinnar fór skilnaður þeirra Önnu, sem er 39 ára gömul og eina dóttir Elísabetar II. Bretadrottning- ar, og Mark Phillips, sem er 40 ára gamall og ótiginborinn, fram með fullri vinsemd. Drottningin, sem er í sumarleyfi í Balmoral-kastala á Skotlandi, var sögð hrygg vegna skilnaðarins, en Fargjalda- stríð yfir Atlantshaf? St. Cloud í Flórída. Frá Atla Stein- arssyni, fréttaritara Morgnnblaðs- ins. Bandaríska flugfélagið Northwest hefur riðið á vaðið með stórlækkun á fargjöldum yfir Atlantshafið. Býður félag- ið nú ferðir til sex borga í Evrópu fyrir 288 dollara (17.650 kr.) (fram og til baka) á tímabilinu frá 1. nóvember til 14. marz á næsta ári. Þessar ferðir .eru seldar með því skilyrði að kaupa þarf far- miðana fyrir 15. september nk. Heflist Evrópuferðin annars staðar en á suðurströnd Banda- ríkjanna hækkar fargjaldið allt upp í 448 dollara (27.460 kr.), ef farið er frá vesturströndinni. Þessi lækkun kom nokkuð á óvart, því bandarísku flugfélögin eru að hækka fargjöld á innan- landsleiðum. Önnur stór flugfé- lög eins og TWA, Pan Am og Continental hyggjast bjóða samskonar fargjöld en hafa ekki tilkynnt það enn, Þær upplýsingar fengust hjá Flugteiðum í New York, að 30 daga fargjald á FlugleiðinniNew York/Lúxemborg/New York kosti 388 (23.780 kr.) dollara eftir 1. nóvember og 458 dollara (28.000 kr.) ef ferðin byijar og endar í Orlando. orðrómur um stirða sambúð hjón- anna hefur verið uppi um árabil og komu hjúskaparslitin henni því ekki á óvart. Samkvæmt enskum lögum, geta Anna og Phillips ekki fengið lögskiln- að fyrr en þau hafa verið skilin að borði og sæng í tvö ár. Blaðamaður- inn James Whittaker, sem fyrstur skýrði frá samvistarslitunum og hef- ur langa reynslu af fréttaflutningi um konungsfjölskylduna, sagðist telja að þau hjónin myndu fara fram á iögskilnað að nokkrum árum liðn- um, en taldi fjarska ólíklegt að Anna prinsessa myndi giftast á nýjan leik. Anna og Phillips giftust í West- minster Abbey árið 1973, en þegar árið 1976 fór að bera á sögusögnum um hjónaerjur. Undanfarin ár hafa samvistir þeirra orðið minni og minni og hafa bæði verið orðuð við nána vini af gagnstæðu kyni. Danadrottning sýnir list sína í Stokkhólmi i Kaupmannahöfh. Frá Nils Jörgen Bruun, fi-éttaritara Morgunblaðsins. MARGRÉT Þórhildur Danadrottning sýnir verk eftir sig í Milles- gárd-listasafninu í Stokkhómi þessa dagana og er það fyrsta sýn- ing hennar utan Danmerkur. Á sýningunni, sem eftit var til að frumkvæði framkvæmdasfjóra listasafiisins, eru 98 verk, stór akrýlmálverk, útsaumaðir messuhöklar og önnur útsaumsverk, auk úrvals af skissum af bókarskreytingum og frímerkjum. Margrét Þórhildur sýndi í fyrsta sinn opinberlega á 700 ára aftnælishátið Koge-bæjar í fyrra. Líbýa og Chad semja um frið Algeirsborg. Reuter. LÍBÝA og Chad bundu í gær enda á 15 ára langan ófrið milli ríkjanna, en friðarsamningurinn var undirritaður á leynifúndi ut- anríkisráðherra ríkjanna í Alsír. Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, heldur um þessar mundir upp á 20 ára byltingaraftnæli stjórnar sinnar. Helsta deiluefninu — Aouzou- landræmunni, sem er á landamær- um ríkjanna og í miðri Sahara- eyðimörk — verður skotið til Al- þjóðadómstólsins í Haag, nema ríkin tvö komi sér saman um lausn málsins innan árs. „Samkomulagið felur í sér að ríkin tvö reyni að leita friðsamlegr- ar og pólitískrar lausnar mála á ákveðnu tímabili, en leiti síðan til alþjóðlegs gerðardóms," sagði Jad- allah Azzouz al-Talhi, utanríkisráð- herra Líbýu. Ekki er ljóst hvort líbýskar her- sveitir, sem hraktar voru út úr Chad árið 1987, muni halda til á Azouzou-ræmunni þar til sam- komulag næst. Vera þeirra þar kom í veg fyrir að samkomulag næðist á fundi Gaddafis og Hissane Habre Chad-forseta á fundi þeirra í Malí fyrir sex vikum. Sóknin gegn eiturlyfjasölum í Kólumbíu hert: Utgöngubann sett í Medellin Bogota, Medellin, Jerúsalem. Reuter. YFIRVÖLD í Kólumbíu hertu í gær aðgerðir gegn eiturlyfjasölum og var m.a. gripið til þess ráðs að sefja útgöngubann í Medellin, miðstöð kólumbískra eiturlyijabraskara, frá því klukkan 10 á kvöld- in til sex á morgnana. Um 4.000 her- og lögreglumenn eru við eftirlitsstörf í borginni og hafa vegtálmar verið reistir á 18 stöðum í borginni. Þar standa bryn- vagnar og skriðdrekar og varðmenn gráir fyrir járnum. Öflugar sprengj- Skelleftá: Mikið um jafiitefli JAFNTEFLI varð í öllum skákum 14. umferðar heimsbikarmótsins í skák utan einni. Kasparov heldur enn efsta sætinu með 9 vinninga nú þegar einungis ein umferð er eftir. Helstu úrslit í gær urðu þau að uðu með jafntefli. Short og Karpov gerðu jafntefli. Kasparov hefur 9 vinninga, Short Sömuleiðis Kasparov og Ribli. Nunn og Karpov 814. í 4.-5. sæti eru Port- vann Ehlvest en aðrar skákir end- isch og Seirawan með 8 vinninga. ur hafa sprungið í borginni síðustu daga en eiturlyfjasalar hafa lýst stríði á hendur stjórn landsins og hótað að myrða dómara. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að setja upp sérstaka stjórnstöð leyniþjónustu hersins til þess að fylgjast með og stöðva eiturlyfja- flutninga til Bandaríkjanna. Er henni ætlað að samræma aðgerðir gegn fíkniefnasmyglururti en hermt er að það hafi háð baráttunni gegn smyglurum til þessa að aðgerðir lögreglu og tollgæslu hafa verið ósamræmdar. Samkvæmt upplýs- ingum leyniþjónustu bandaríska hersins er talið að árlega sé fíkni- efnum smyglað til Bandaríkjanna með um 3.500 flugvélum og 18.000 skipum. Að fyrirmælum Yitzhaks Rabins, varnarmálaráðherra ísraels, hafa fjölskyldur ísraéla sem starfað hafa í Kólumbíu farið úr landi vegna herferðinnar gegn eiturlyfjasölum. Fullyrt hefur verið af hálfu kól- umbísku leyniþjónustunnar að ísra- elskir málaliðar hafi þjálfað sér- sveitir fíkniefnaþijótanna síðustu misseri. Af ótta við hefndaraðgerð- ir kvaddi Rabin ísraelska þegna í Kólumbíu heim. Sömuleiðis hafa bandarísk yfirvöld hvatt alla banda- ríska þegna að koma sér frá Kól- umbíu meðan stríðið við eiturlyfja- salana stendur yfir. Lögregla í Venezúela handtók í gær fjóra fíkniefnasmyglara á landamærum landsins og Kólumbíu og gerði upptæk 37 kíló af kókaíni sem fundust í jeppa þeirra. Yfirvöld í Venezúela hafa hert eftirlit á landamærum til þess að koma í veg fyrir að kólumbískir fíkniefnaþijót- ar flýi þangað undan herferð stjórn- arhersins. Sir Peter Scott látinn: Prumkvöðull í náttúru- vemd og mikill Islandsvinur Náttúruverndarsinninn sir Peter Scott lést á miðvikudag tæplega áttræður að aldri. Hann var fi*umkvöðull í náttúruvemd og fór meðal annars i tvo leiðangra til Þjórsárvers í byrjun sjötta áratugar- ins til að kanna mikilvægar varpstöðvar heiðagæsa. Hann var sæmd- ur fálkaorðunni á sínum tíma en skilaði henni fyrir fáeinum áram til að mótmæla hvalveiðum íslendinga. Sir Peter Scott stofnaði rann- sóknastofnunina The Sevem Wildfowl Trust í Slimbridge í suð- vesturhluta Englands árið 1946. Stofnunin rannsakar eínkum villt- ar endur og gæsir og hefur til að mynda komið upp garði þar sem sjá má allar tegundir þessara fugla. Rannsóknir á íslandi Peter Scott kom fyrst hingað til lands til að kanna mikilvægar varpstöðvar heiðagæsa í Þjórsár- veri árið 1951. Hann og Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur við Náttúmfræðistofnun íslands, fóm þessa ferð á hestum og merktu meðal annars 1.000 heiðagæsir. Rannsóknastofnunin í Slimbridge veiddi síðan margar þessara gæsa lifandi og kom í ljós að stór hluti þeirra skilaði sér til vetrarstöðv- anna á Bretlandi. Scott ákvað því að fara í annan leiðangur árið 1953 og merkti þá 10.000 gæsir. Af þessum 11.000 gæsum voru um 4-5.000 gæsir veiddar iifandi á Bretlandi. Að sögn Ævars Petersens, fuglafræðings við Náttúmfræði- stofnun ísiands, vom þessar rann- sóknir mjög þýðingarmiklar. Með- al annars hefði komið í ljós að á varpsvæðinu í Þjórsái’veri verptu 70% allra heiðagæsa í heiminum. Með því að veiða merktu gæsimar lifandi á Bretlandi hefði meðal annars verið unnt að aldursgreina þær og í ljós hefði komið að þær gætu orðið allt að 25-30 ára. Scott ritaði 17 bækur, þar á meðal eina um leiðangurinn til Þjórsárvers árið 1951 og ber hún titilinn „A Thousand Geese“ (Þús- und gæsir). Scott kom hingað til lands árið 1970 er áform voru um að gera miðlunarlón fyrir virkjun í Þjórs- árveri. Hann beitti sér mjög gegn þessum framkvæmdum og urðu mótmæli hans og fleiri til þess að Þjórsárver er nú friðað. í þeirri ferð hélt hann meðal annars fyrir- lestur í Gamla bíói og sýndi kvik- mynd um leiðangra sína til Þjórs- árvers. Scott var einn af stofnendum náttúruvemdarsamtakanna World Wildlife Fund. Hann kom oft fram í sjónvarpi fyrir hönd samtakanna og naut mikillar virð- ingar á Bretlandi. Hann stóð með- al annars fyrir söfnun þar í landi fyrir þjóðgarði í Skaftafelli og að sögn Ævars var það fyrst og fremst fyrir hans tilstilli sem pen- ingar fengust til þeirra fram- kvæmda. Þess má einnig geta að Scott kvæntist síðari konu sinni, er hét Philippa Talbot-Ponsonby, í Ár- Sir Peter Scott bæjarkirkju árið 1953. Þau eign- uðust dóttur og son. Áður var hann kvæntur ihhöfundinum Elizabeth Jane Howard, en þau skildu. Fjölbreyttur ferill Peter Scott var sonur Roberts Falcons Scotts, sem varð annar til að koma til Suðurheimskauts- ins á eftir Roald Amundsen. Hann fetaði í fótspor föður síns því hann fór í marga leiðangra, til að mynda til kanadíska norður- skautssvæðisins. Scott nam í Trinity College í Cambridge, hélt þar sýningu á vatnslitamyndum af fuglum, sem vakti svo mikla athygli að hann ákvað að gerast málari að at- vinnu. Hann skráði sig í sjálf- boðaliðasveit breska sjóhersins árið 1939 og gat sér þar gott orð, fékk til að mynda tvær orðut- fyrir frækilega framgöngu í seinna stríðinu. Þar sem hann var þekkt stríðshetja var honum boðið að lýsa „sigurgöngunni“, sem efnt var til á Bretlandi árið 1945. Þar með hófst ferill hans sem fjöl- miðlamanns og var hann mjög þekktur útvarps- og sjónvarps- maður á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Hann vann mörg afrek sem siglingamaður á sínum yngri árum og Ioks má geta þess að Bretadrottning sló hann til ridd- ara árið 1973. Þekktastur var hann þó fyrir störf sín í þágu náttúruverndár og lýsti náttúruverndarsinninn og sjónvarpsmaðurinn sir David Att- enborough honum sem verndar- dýrðlingi hinnar villtu náttúru. Honum tókst þó ekki að vinna það afrek sem hann þráði mest - að sanna í eitt skipti fyrir öll að Loch Ness-skrímslið væri til. Hann hélt því fram að skrímsla- fjölskylda væri í skoska vatninu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.