Morgunblaðið - 01.09.1989, Page 25

Morgunblaðið - 01.09.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989 25 Aðalfundur Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi; Samgöngur í brennidepli Þingmenn kjördæmisins gagnrýndir Seyðisfirði. MÖRG mál voru á dagskrá aðal- fundar' sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, sem var haldinn á Vopnafirði í lok síðustu viku. Yfirskrift fundarins var „Austurland árið 2000“. í fram- söguerindum um það málefni var mest fjallað um samgöngur og þátt þeirra í byggðaþróuninni. Hrafiikell A. Jónsson Eskifirði iét af formannsembætti, en ný stjórn kaus Einar Má Sigurðarson frá Neskaupstað formann í hans stað. í lok fiindarins voru samþykktar margar ályktanir efltir mislangar umræður. Samstarf við þing- menn kjördæmisins í setningarræðu formannsins Hranfkels A. Jónssonar kom fram mikil gagnrýni á þingmenn kjördæm- isins. Hann sagði að þeim gleymdist það nema rétt fyrir alþingiskosningar að í röðum sveitarstjórnarmanna væru þeir bakhjarlar sem ætlast væri tii að ynnu sleitulaust að endur- kjöri þingmanna. Þessum sömu sveit- arstjómarmönnum væri síðan boðið upp á að reka tóma bæjar- og sveitar- sjóði með tilheyrandi brigðum á öll- um þeim góðu áformum sem lagt var upp með í kosningum. Svo þyrftu þessir sömu sveitarstjórnarmenn í æ ríkara mæli að standa í biðröðum til að ná tali af einhveiju kerfisdóti í Reykjavík, sem ræður því hvort und- irstöðufyrirtæki byggðarlaganna lifa eða deyja. Hvort byggðin fær sex mánaða frest, eða hvort hún af ein- hveijum embættismanni syðra er dæmd til dauða. „Ágætu þingmenn- sem hér eru staddir, látið ykkur ekki bregða þótt einhveijir félagar ykkar sem tekið hafa að sér sveitarstjórnar- málin fyrir flokkinn sinn, verði seinir framúr næst þegar kallað er í bátana til að róa á hin pólitísku mið í kjör- dæminu," sagði hann. Á aðalfundi SSA í fyrra á Neskaupsstað kom einnig fram gagnrýni á störf þing- manna kjördæmisins. Þáverandi stjórn SSÁ hafði fyrir þann fund sent þeim opið bréf í dagblöðunum. Austurland árið 2000 Guðmundur Mamlquist forstjóri Byggðastofnunar, Hallgrímur Guð- mundsson bæjarstjóri Höfn, Arn- björg Sveinsdóttir formaður bæjar- ráðs Seyðisfjarðar, Sigurborg Kr. Hannesdóttir hótelstjóri Valaskjálf á Egilstöðum, Ágústa Þörkelsdóttir húsfreyja Refstað í Vopnafirði og Sigríður Bragadóttir húsfreyja Síreksstöðum í Vopnafirði, fluttu framsöguerindi um Austurland árið 2000. Þau voru öll bjartsýn á framtíð Austurlands og Austfirðinga. Þau lögðu mikla áherslu á bættar sam- göng-ur í fjórðungnutn á næsta ára- tug. Það væri megin forsenda fyrir eðlilegri uppbyggingu atvinnulífsins og byggðaþróuninni almennt á lands- byggðinni. Guðmundur Malmquist sagði að íbúar Mið-Austurlands yrðu að sam- einast um að efla þjónustukjarna á Héraði. Samgöngur við firðina og þeirra á milli skiptu þar miklu máli, þær yrðu að vera greiðar og góðar. Þar gæti komið til greina að nota fé Byggðastofnunar til að flýta fyrir gerð jarðgangna. Hallgrímur Guðmundsson sagði að næsti áratugur yrði að vera ára- tugur samgöngubóta. Bættar sam- göngur flýttu fyrir viðhorfsbreyting- um og kæmu í veg fyrir þrönga hrep- papólitík í stofnanauppbyggingu þjónustusvæða, það stuðlaði að ein- faldari og hagkvæmari grunnfjár- festingu. Til þessa hefði þröngsýn hreppapólitík gert of mikið tilkall í sameiginlegan sjóð og því ættu sam- göngubætur að vera forgangsatriði. „Við verðum að koma úr felum og taka á ýmsum feimnismálum, hags- munapoti byggðarlaga hvert gegn öðru með eigingjörnu og þröngsýnu tilkalli í sameiginlegan sjóð. Við bú- um hins vegar við þá stjórnhætti að á þessum málum er ekki tekið og raunhæfar langtímaáætlanir um Hrafnkell A. Jónsson fráfarandi formaður SSA flytur erindi á fundinum. M,,rffunblaðlð/Garðar Runar Sigurgeirsson þjónustuuppbyggingu og byggðaþró- un héraða eru illa séðar, enda draga þær úr fyrirgreiðsluhlutverki þing- rnanna". Arnbjörg Sveinsdóttir sagði að það kæmi fram í skýrslu sem Byggða- stofnun hefði unnið að Austfirðing- um mundi einungis íjölga um 1,7% fram til ársins 2000, ef tillit væri tekið til búferlaflutninga. Austfirð- ingum mundi því fækka hlutfallslega miðað við aðra landsmenn. Hún sagði að til þess að snúa þessari þróun við yrði að gera sérstakt átak í sam- göngumálum. Nýjar áherslur yrðu að koma til í atvinnumálum, auk aðgerða í húsnæðismálum. „Nútímaþjóðfélag gerir miklar kröfur til samgangna. Þess vegna hljótum við Austfirðingar að gera kröfu um stórfelldar vegabætur á næstu árum, til að tengja saman byggðakjarnana. Efla atvinnuleg og félagsleg tengsl og þjónustu hvers byggðarlags". Sigurborg Kr. Hannesdóttir ræddi um framtíðarmöguleika í þjónustu við ferðamenn og hvernig væri hægt að ná fram aukningu í þeirri grein. Það kom fram hjá henni að á síðasta ári hefðu um 7% allra útlendinga sem komið hefðu til landsins komið með Norrönu í gegnum Seyðisfjörð. Sigríður Bragadóttir sagði að sam- göngur væru sér ofarlega í huga þegar rætt væri um framtíð Austur- lands. Hún sagðist vera alveg stein- hissa á að menn létu sér detta í hug að ætla að gera heilsársveg frá Vopnafirði til Héraðs yfir Hellisheiði öðruvísi en með jarðgöngum, þótt einhver tími væri þar til það væri mögulegt. Hún sagði að alvarlegasta vandamál landsbyggðarinnar væri þessi sífelldi fólksflótti frá henni. „Þess vegna verður að standa vörð um þá atvinnu sem er til staðarV Ágústa Þorkelsdóttir sagði að auð- lindin lægi í fólkinu sjálfu. Það þyrfti að bæta aðstöðuna og auka tiltrúna á búsetumöguleikunum. Ný stjórn kjörin Aðalfundi SSA lauk með kjöri nýrrar stjómar og kosningu í nefnd- ir og ráð á vegum sambandsins. Kjör- nefnd lagði fram tillögur sínar þar að lútandi, og voru þær samþykktar, með lófataki. Sjö nýir menn komu inn í stjórn- ina, Björn Ólafsson Borgarhafnar- heppi, Lárus Sigurðsson Breiðdals- hreppi, Hilmar Siguijónsson.Reyðar- firði, Ólafur Ármannsson Vopnafirði, Arnbjörg Sveinsdóttir Seyðisfirði, Sigurður Ananíasson, Egilstöðum og Magnús Þorsteinsson Borgarfirði. Fyrir í stjórninni voru þeir Einar Már ' Sigurðarson, Neskaupstað og Guð- mundur Þorsteinsson, Fáskrúðsfirði. Stjórnin 'kaus síðan á sínum fyrsta fundi Einar Má Sigurðarson form- ann, Guðmund Þorsteinsson vara- formann og auk þeirra í framkvæmd- aráð Sigurð Ananíasson. - Garðar Rúnar íslensk náttúruöfl eftir Sigurð H. Þorsteinsson THE CONTROL OF NATURE eftir John McPhee. Farrar Straus Giroux, New York 1989. Teikn- ingar Guðjóns Ólafssonar frá Vestmannaeyjagosi. 272 bls. USD. 17,95. Höfundur bókar þessarar, John McPhee, sem býr í Princeton í New Jersey, hefir áður skrifað alla þá þætti er í henni birtast í tímaritið The New Yorker. Vöktu þeir verð- skuldaða athygli á sínum tíma. Þetta er tuttugasta bók hans á rúm- lega tuttugu árum. Þegar bókin kom út í júlí, vakti hún strax verðskuldaða athygli og umsögn um hana birtist á forsíðu The New York Times, Book Review, undir fyrisögninni „Stríð við nátt- úruöflin“. Bókin skiptist í þijá kafla, þar sem maðurinn hefir sagt náttúruöfl- unum stríð á hendur. Fyrsti kaflinn, sem heitir Atchafalaya, fjallar um hvernig barist var við að halda Missisippi-fljótinu í gamla farvegin- um sínum, þegar það ætlaði að bijóta sér nýja leið til sjavar um Atchafalaya. Annar kaflinn íjallar um hugmyndir Þorbjöms Sigur- geirssonar prófessors um vatnskæl- ingu hrauns í Vestmannaeyjum og hvernig þar tókst til. Þriðji kaflinn fjallar svo um Los Angeles. Húsin þar hanga í fjallslíðunum og það kostar borgaryfirvöld stórfé að koma í veg fyrir að þau skríði niður með berg- og jarðvegshlaupum. Allir kaflar bókarinnar eru ein- staklega skemmtilegir og .vel skrif- aðir. Miðhluti bókarinnar, sem er tæpar 10 siður, er þó sá sem fang- ar huga íslenskra lesenda. Þarna segir höfundur af mikilli nákvæmni og á skemmtilegan hátt frá or- ustunni sem háð var við hraun- rennslið í Vestmannaeyjum. Hann hefur gefið sér góðan tíma til að ræða við fólk og kynnast bakgrunni mála. Að vísu verður honum tíðrætt um Þorbjörn Sigurgeisson heitinn, prófessor og hugkvæmni hans. En aðrir sem hlut áttu að málum eru einig nefndir og þáttur þeirra í að- gerðunum. Svo aðeins nokkrir séu nefndir: Magnús Magnússon, Sig- urður Jónsson, Valdimar Jónsson, Þorbjörn Sigurgeirsson Þorleifur Einarsson, Guðmundur Karlsson, Bjarni Sighvatsson, Sig- urður Þórarinsson að Sveini Eiríks- syni ógleymdum, sjálfum „General Patton". Margir fleiri eru nefndir í bókinni og hlutverk þeirra skýrð. Það sem fyrst og fremst einkenn- ir þennan kafla um ísland, er að-4 hann er svo skemmtilega skrifaður að jafnvel við sem heima búum getum haft sanna ánægju af lestri hans. Þá kennir hann okkur þarfa lexíu. Hvernig kemur hið islenska útlendingum fyrir sjónir? Hvað þyk- ir honum merkast í íslensku hátt- erni og viðbrögðum? Hann leitar samstæðna hjá rómveijum og á Hawai, harðfræðilegra og sagn- fræðilegra. Þá rekur hann sögu Pliniskra gosa, frá Krakatá, 1883, allar götur til St. Helena 1980. Sögu Vestmannaeyja rekur hann einnig og afkoma einstakra fjöl- skyldna er honum heldur ekki óvið- komandi. Er þessi þáttur allur ein- staklega vei unninn. Sagan af sundi - Guðlaugs fær einnig að fljóta með. Sama er að segja um þátt varnaliðs- ins í hjálparstarfinu. Hárnákvæm frásögn af baráttu mannsins við máttarvöldin er sú einkunn er gefa má bók þessari. Skemmtilega skrifuð og því sér- staklega góð aflestrar. Sá þáttur að þessi bók mun harla víða auka hróður Islands og þeirrar þjóðar er landið byggir, er þá ekki síðri. Hinn hægláti Þorbjörn Sigur- geirsson fær þarna auk heldur enn eina viðurkenninguna á alþjóða mælikvarða, sem og allir þeir sem hlut áttu að máli. Höfiwdur er skólastjóri á Klúku í Bjarnarfírði. _ \ S^* yyx MArtline AIIKUG4RDI GEFUR LÍNUNNI LIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.