Morgunblaðið - 01.09.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 01.09.1989, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR l'.1 áEp¥EMÍÉR! 'Æ¥ * Ast er... .....takmarkalaus faðmlög. TM Reg. U.S. Pal Off. —all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicale Með morgunkaffmu Fljótur út um bakdyrnar. Hann er að koma ... Perla á höfuðborgarsvæðinu Áróður í bamatíma Til Velvakanda. Ég hlusta mikið á útvarpið og barnatímann líka. Ég vildi að í staðinn fyrir popplögin væri komið með söngva við íslensku kvæðin svo krakkarnir lærðu góðu kvæðin sem allir sungu og kunnu hér áður og fyrr. Eins skaðaði það ekki þó börnin fengju að heyra þulurnar hennar Theódóru Thoroddsen. Núna er flutt dag eftir dag sænsk framhaldssaga, þar sem krakk- arnir eiga að kanna alla starfsemi leikhúss nokkurs í Stokkhólmi og veit ég ekki hvað slíkt getur kom- ið að gagni í barnaskóla. Ég vona að eitthvað af félagshyggjuspek- inni fari fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum börnum. Við lærum ekki íslensku af skandinavískum sósíalisma. Núna þegar perestroj- kan og glasnostið flæðir í dag- blöðum Rússlands, og allir glæpir kommúnismans eru tíndir til, þá hljómar hjákátlega hér í barna- tíma að rifja upp áróðurinn sænska frá Víetnamstríðinu. Hann var svo yfirþyrmandi að Svíar ættu ekki að hampa honum. Perestrojkan virðist ætla að út- rýma marxismanum og ef allir Vesturlandabúar leggjast á eitt með mannréttindabaráttu Banda- ríkjamanna, þá á kommúnisminn að líða undir lok og þá er versta plága mannkynsins úr sögunni. Til þess að slíkt megi verða, þarf mikla hugarfarsbreytingu í Skandinavíu. Megi gæfa heimsins gefa það að svo megi verða. Húsmóðir Góður við- talsþáttur Kæri Velvakandi. Mig langar að biðja þig að vekja athygli á frábærum viðtalsþætti við Hermann Ragnar Stefánsson síð- astliðinn sunnudag í sjónvarpsþætti sem heitir „Fólkið í landinu" í umr sjá Sigrúnar Stefánsdóttur. Skora ég á sjónvarpið að sýna þennan skemmtilega og fróðlega þátt aftur við fyrsta tækifæri. Ég tala hér fyrir munn margra. Elín Jónsdóttir Kæri Velvakandi. Aldrei má byggja stórhýsi án þess, að um það sé rifizt. Eitt nýj- asta dæmið er útsýnishúsið á Öskju- hlíð sem sumir hafa kallað skoppar- akringlu í háði. í fyrstu var ég mjög efins um byggingu þessa og þótti hún dýr og vanhugsuð. En eftir því sem lengra hefur liðið hef- ur afstaða mín orðið jákvæðari. Uppi á tönkunum er einstakt útsýni og sennilega á þetta hús eftir að vekja meiri athygli erlendra ferðamanna en nokkurt annað hér á landi. Kemur þar einkum þrennt til: Heita vatnið í tönkunum er ein- kennandi fyrir ísland, höfuðborgar- svæðið og fagurt Iandslag í ná- grenni þess ber fyrir augu og síð- ast en ekki sízt fær ísland ímynd hugmyndaauðgi og tækni vegna sniðuglegrar hönnunar hússins. Ég vil því að lokum skora á alla borgarbúa, að sameinast um þessa perlu höfuðborgarsvæðisins og hætta allri andstöðu við bygging- una. Hún mun rísa og því verður ekki breytt. Þessir hringdu .. . Gottbakarí Viðskiptavinur hringdi: „Það er og lítið gert af því að tala um það sem vel er gert en mikið kvartað. Ég vil hrósa A & B Bakaríinu, Dalbraut 1. Öll brauð og kökur eru þar verðmerkt og þjónustan ljómandi. Allt sem þarna er á boðstólum er jafnan nýtt og gott en hjá öðrum baka- ríum hef ég stundum fengið brauð sem greinilega voru ekki nýbökuð. Þá mættu fleiri taka sér verð- merkingarnar hjá A & B Bakarí- inu til fyrirmyndar." Sjóskíði Sjóskíði með gráum botni og svörtum ugga tapaðist á leið frá Hafravatni til Reykjavíkur í síð- ustu viku. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 28022 eða 10973. Sólargleraugu Blá sólargleraugu með slípuð- um glerjum töpuðust fyrir nokkru, ef til vill á Eiðistorgi eða við Mik- lagarð. Finnandi vinsamlegast hringi síma 67476 fyrir hádegi eða á kvöldin. Veiðitaska Veiðitaska fannst á Þingvöllum 20. ágúst. Upplýsingar í síma 36133 á kvöldin. Hjól Blátt barnareiðhjól af gerðinni Exclusiv fannst við Haukshóla í Breiðholti fyrir skömmu. Upplýs- ingar gefur Guðbjörg í síma 73639. Raut telpuhjól af gerðinni Euro star fannst í Vesturbænum fyrir hálfum mánuði. Upplýsingar í síma 23838 eftir kl. 19. Kettlingar Tveir fjögura mánuða gamlir kettlingar fást gefins, annar svartur en hinn hvítur. Upplýsing- ar í síma 627673. HÖGNI HREKKVÍSI „ATHU6AÐU HVOfZT HANN ER \ LA<2I NÚNA Víkverji skrifar Víkverji var farþegi í Flugleiða- vél frá Salzburg fyrir skömmu. í vélinni voru margir stuðnings- menn íslenska landsliðsins sem deg- inum áður hafði tapað fyrir Aust- urríkismönnum í landsleik í Salz- burg. íslendingar eru því miður þekktir fyrir að kneyfa öl stíft á slíkum ferðum og í þessum hópi voru margir sem höfðu kynnt sér áusturrískt öl betur en góðu hófi gegndi. Flestir voru þó landi og þjóð til sóma, en eins og við var að búast, mátti finna nokkra í hópn- um sem urðu sjálfum sér_ og islensku þjóðinni til skammar. í al- þjóðlegum flugreglum segir að ekki megi hleypa ölvuðum farþegum inn í flugvélar og sú regla var brotin í þessari ferð og er það líklega ekki í fyrsta sinn. xxx Ahorfendur á leiknum stóðu sig þó vel. Þeir hvöttu íslenska lið- ið áfram og þrátt fyrir að hafa ver- ið aðeins 250 talsins í 17.000 manna hópi, heyrðist vel í þeim. Það var sérstaklega minnisstætt þegar þeir tóku undir er íslenski þjóðsöngurinn var leikinn og þegar íslendingar skoruðu jöfnunarmarkið, en þá var engu líkara en að íslenskir áhorf- endur væru í miklum meirihluta á áhorfendasvæðinu. xxx Aleiðinni tók Víkverji eftir nokkru sem honum fannst furðulegt. Áður en vélin lagði af stað bað flugstjórinn flugfreyjur um að undirbúa fíugtak, og þegar að lendingu kom, bað hann þær að setja sig í stellingar. Það furðulega var, að þessi fyrirmæli hans til flug- freyjanna voru flutt á ensku. I vélinni voru íslendingar og Austurríkismenn og flugfreyjurnar og flugstjórinn voru Islendingar. Kannski átti þetta að vera dulmál hjá flugstjóranum en það er hæpið því flestir skilja ensku. Auk þess var enska flugstjórans varla það góð að hann hefði efni á að slá svona um sig með henni. xxx Snillingarnir sem stjórna fjár- málum þjóðarinnar hafa nú fundið allsheijarlausn á vanda ríkis- sjóðs: Færa fjárlagaárið til þannig að þingmönnum gefist betri tími til að ganga frá ijárlagafrumvarpinu og númera alla ríkisstarfsmenn. Einsog það breyti einhveiju um umframeyðslu stjórnarherranna og yfirmenn stofnana ríkisins hvenær fjárlagaárið hefst. Við skoðun síðarnefndu tillög- unnar, að númera ríkisstarfsmenn, vöknuðu nokkrar spurningar í huga Víkvetja. Verða númerin hengd á starfsmennina, eins og á bíla? Hvaða númer ætlar fjármálaráð- herrann sínu embætti? ORG-001? Eða fær forsetinn að vera ríkis- starfsmaður númer 1?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.