Morgunblaðið - 01.09.1989, Page 39

Morgunblaðið - 01.09.1989, Page 39
MORGUNBJjAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGURÍ SEPTEMBER 1989 39 FRJALSIÞROTTIR / GRAND PRIXSTIGAMOTIN Lokakeppni stigamótanna í Mónakó: Einar og Sigurður verða í eldlínunni í dag Til mikils að vinna, 610.000 króna peningaverðlaun fyrirfyrsta sætið ...45 ...40 ...33 ...30 ....30 ..24 .....19 ...18 i lokakeppninni SPJÓTKASTARARNIR Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson verða í eldlínunni í Mónakó í dag, en þar fer f ram lokakeppni Grand-Prix stigamóta Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Þar keppa þeir ásamt sex öðrum úrvalskösturum en átta stigahæstu menn frá mótum sumarsins komust í lokakeppnina. íslenska ríkissjónvarpið sýnir beint f rá mótinu og hefst útsending klukkan 16.30, en spjótkastið hefst ki. 18:05. Það er mikið afrek að komast í lokakeppnina og keppni mikil milli um 40 spjótkastara á 13 stiga- mótum sumarsins að komast þang- að. Að íslendingar skuli eiga tvo af átta bestu kösturum heims er því enn stærra afrek. Einar og Sig- urður stóðu sig vel á mótunum, Einar vann eitt þeirra (Lausanne), varð þriðji á einu (Köln) og ijórði á þremur (Búdapest, Ziirich og Berlín). Sigurður varð annar á þremur (Ziirich, Köln, Berlín) og þriðji á tveimur Róm og Búdapest). Auk þess vann Einar alþjóðleg stór- mót í Lille í Frakklandi í júní, Malmö í Svíþjóð fyrir tveimur vikum þar sem hann kastaði 84,50 og í Berne í Sviss sl. þriðjudag þar sem hann kastaði 82,96. Lengsta kast Sigurð- ar í ár er 82,68 og hefur hann kast- að yfir 80 á mörgum mótum síðustu vikumar. Staðan í stigakeppninni fyrir lokakeppnina er annars sem hér segir: Steve Backley, Bretlandi. Kazuhiro Mizoguchi, Japan. Sigurður Einarsson.... Einar Vilhjálinsson... Seppo Raty, Finnlandi. Mike Hill, Bretlandi. Jan Zelezny, Tékkósl.... Gerd Weiss, A-Þýskalandi. Mikið er í húfi. því keppt er um peningaverðlaun og ræður lokastigastaðan hvað kemur í hlut hvers og eins. Fyrir fyrsta sæti eru veitt 18 stig, 14 fyrir annað, 12 fyrir þriðja, 10 fyr- ir fjórða o.s.frv. niður í tvö fyrir áttunda sæti. Sá stigahæsti hlýtur 10.000 dollara í sinn hlut eða 610 þúsund krónur íslenskar. Fyrir ann- að sætið í stigakeppninni fást 8.000 dollarar, fyrir þriðja 6.000, fyrir fjórða 5.000 o.s.frv. og 1.000 dollar- ar, eða 61 þúsund krónur, fyfir áttunda og neðsta sæti. Þríðja úrslitakeppni Einars Grand Prix-mótin fóru fyrst fram 1985 og var keppt í spjótkasti það Sigurður Einarsson á níunda besta árangurinn, 82,68 m. ár og einnig 1987. Er þetta því í þriðja sinn sem keppt er í spjót- kasti og er Einar Vilhjálmsson eini spjótkastarinn í heiminum sem komist hefur í lokakeppninna í öll þrjú skiptin. Hafði hann forystu að stigum fyrir lokakeppnina í Róm 1985 en mætti þangað meiddur og endaði í áttunda sæti. í Brussel Einar Vilhjálmsson á fimmta besta árangurinn, 84,50 m. 1987 hafnaði hann í fimmta sæti og varð í sama sæti að stigum, aðeins tveimur á eftir heimsmethaf- anum Zelezny. Bandaríkjamaðurinn Tom Petranoff varð stigahæstur bæði 1985 og 1987 en hann er nú búsettur í Suður-Afríku og vegna þátttöku í mótum þar ekki gjald- gengur á mót annars staðar. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Bogdan ekki sáttur við undirbúninginn fyrir HM UNDIRBÚNINGUR landsliðs- ins í handknattleik fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu hefst um helg- ina með landsleikjum við Bandaríkjamenn og síðan gegn A-Þjóðverjum í næstu viku. Landsliðið er byijað að æfa undir stjórn Bogdans Kowalc-' zyk, landsliðsþjáifara. „Leik- mennirnir eru ekki komnir í 100% æfmgu, en flestir þeirra eru í betri æfíngu en oft áður í sept- Landsliðs- hópurinn Bogdan Kowalczyk, landsliðs- þjálfari, hefur valið eftirtalda leikmenn fyrir leikina gegn BandaríLjamönnum og A-Þjóð- veijum: Guðmundur Hrafnkelsson.FH Hrafn Margeirsson, Víkingi Gísli Felix Bjarnason, KR Guðmundur Guðmundsson, Vík. Jakob Sigurðsson, Val Valdimar Grimsson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Geir Sveinsson, Granollers Birgir Sigurðsson, Víkingi Skúli Gunnsteinsson, Stjarnan Gunnar Gunnarsson, Ystad Brynjar Harðarson, Val Jón Kristjánsson, Val Kristján Arason, Teka Alfreð Gíslason, Bidasoa Atli Hilmasson, Granollers Óskar Ánnannsson, FH Guðjón Ámason, FH Gunnar Beinteinsson, FH Bjarki Sigurðsson, Víkingi Þess má geta að samkomulag varð um að þeir leikmenn sem eru í 21 árs landsliðinu yrðu ekki valir í landsliðið vegna undirbún- ing liðsins fyrir IIM 21 árs á Spáni, en liðið heldur út 11. sept- ember. ember," sagði Bogdan, sem er ekki yfir sig ánægður með æfin- gaplan landsliðsins fyrir HM í Tékkóslóvakíu. „Við getum ekki undirbúið okkur eins vel og og oft áður. Það er bagalegt að þurfa að miða undirbúning landsliðsins við deildarkeppnina á Spáni, þar sem fyórir af lykilmönnum lands- liðsins leika,“ sagði Bogdan. Ákveðið hefur verið að landslið- ið leiki 20 landsleiki fyrir HM í Tékkóslóvakíu og nú er unnið að því að koma á fjórum leikjum gegn Svíum - tveimur í Reykjavík og tveimur í Svíþjóð. Landsliðið mun taka þátt í tveimur mótum áður en haldið verður á HM. Fyrst í Sviss í októb- er og síðan í Tékkóslóvakíu í nóv- ember. „Mótið í Sviss hentar ekki nægilega vel þar sem leikmenn- irnir sem leika úti geta ekki takið þátt í því.. Við förum eingöngu með leikmenn sem leika hér heima,“ sagði Bogdan. Aftur á móti geta allir sterkustu leik- mennirnir tekið þátt í mótinu í Tékkóslóvakíu. „Auðvita hefði verið æskilegt að leika fleiri landsleiki á útivöll- um, en það er ekki hægt vegna þess hvað það er fjárfrekt. að senda iiðið utan til keppni," sagði Bogdan. Lokaundirbúningur landsliðsins verður aðeins þijár vikur og þarf að leita allt aftur til 1974 til að finna minni undirbúning fyrir heimsmeistarakeppni. Landsliðið leikur sjö landsleiki á þessum þremur vikum hér á landi og verð- ur í eina viku i æfingabúðum með Svisslendingum, sem koma hing- að. Þrír leikir verða leiknir gegn Rúmeníu, þrír gegn Sviss og tveir gegn Austurríki. -Bogdan var ekki ánægður með að sumir af lykilmönnum lands- liðsins hafi verið í of löngu sum- arfríi, eða allt að fjögurra mánaða fríi án þess að æfa. í þessum hópi eru leikmenn eins og Alfreð Gíslason, Sigurður Gunnarsson og Sigurður Sveinsson. „Ég hef oft sagt og segi það enn, að afreksmenn eiga að fá í mesta lagi einn mánuð i sum- arfrí. Ef frí þeirra er lengra - fara þeir úr æfingu og það tekur þá miklu lengri tima að komast aftur á toppinn. Afreksmenn geta aldrei leyft sér að siaka á, ef þeir ætia sér að ná árangri," sagði Bogdan, sem benti á að flest öll landsliðin sem taka þátt í HM í Tékkóslóvakíu hafi æft á fullum krafti í allt sumar. HANDKNATTLEIKUR Valsmenn mættu ekki á landsliðsæfingu Handknattleiksdeild Vals gaf landsliðsmenn sína ekki lausa á landsliðsæfingu í gærkvöldi. „Við eigum að spila gegn ÍR í Reykjavíkurmótinu annað kvöld [í kvöld] og svo gegn Fram á sunnudag og get- um því ekki séð af leikmönnunm okkar á landsliðsæf- ingar á þessum tíma. Við teljum að leikmennirnir fái jafn mikið út úr þvi að æfa með félögunum þar sem Bogdan er eingöngu með kraftæfingar," sagði Pétur Guðmundsson, liðsstjóri Vals, í samtali við Morgun- blaðið i gærkvöldi. Valur á íjóra leikmenn í iandsliðshópnum, Jakob Mm FOLK ÍSLENSKA landsliðið leikur tvo landsieiki gegn Bandaríkja- mönnum, á Seltjarnanesi á sunriu- daginn kl. 20 og á Keflavíkurflug- velli 9. september, en 25 ár eru síðan landslið þjóðanna lék þar sinn fyrsta landsleik. A -ÞJÓÐ VERJAR, sem leika hér tvo landsleiki í handknattleik á miðvikudaginn á Akureyri og ’ fimmtudaginn í Garðabæ, koma hingað með flestar gömlu kempurn- ar. \LEIKUR Leiknis og Þróttar í A-riðli 3. deildar fer fram á gras- velli Þróttar kl. 18:30 í kvöld en ekki á malarvelli Leiknis á morgun eins og áætlað hafði verið í fyrstu. V—ÞÝZKI landsliðsmaðurinn Jiirgen Kohler, sem leikur með meistaraliði Bayern Miinchen, meiddist í vikunni og verður líklega frá keppni í tíu vikur. BAYERN Munchen malaði HSV 4:0 í v-þýzku 1. deildinni í gærkvöldi. Mörkin gerðu Wolil- farth 2, Thon og Kastenmaier. SIGURÐUR Jónsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, og eigin- kona hans, Kolbrún Hreinsdóttir, eignuðust son í fyrradag. ~\TVÖ mót á vegum Landssam- bands eldri kylfinga verða haldin nú um helgina. Hið fyrra fer fram á Nesvelli föstudaginn 1. sept- ember og verður ræst út frá kl. 12:00. Síðara mótið fer fram í Grindavik sunnudaginn 3. sept- ember og verður ræst út frá kl. 9:30. GOLFKL ÚBBURINN Keilir fer í nóvember til Aloha á Spáni til að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða í golfi. Ferðin er kostn- aðarsöm og því verða haldin fimm mót til fjáröflunar fyrir klúbbinn, svokölluð Alohainót. Hið fyrsta verður á iaugardaginn 2. septerrtber en hin fara fram ijórar næstu helg- ar. Það skal tekið fram að meðlim- ir golfsveitar klúbbsins taka ekki þátt í mótunum. Keppt verður á Hvaleyrarholti í Hafiiarfirði. Glæsileg ferðaverðlaun eru i boði. Skráning er í síma 53360. IRÍKISSJÓNVARPIÐ mun sýna beint frá leik FH og ÍA, sem fram fer á Kaplakrikavelli í Hafhar- firði kl. 14:00 á laugardag. KJÖLUR, golfklúbbur þeirra í Mosfellsbænum, verður með opið golfmót um næstu helgi, og verða leiknar 36 holur. Skráning fer fram síma 667415 og ræst verður út kl. 8 á laugardagsmorguninn. ÍSI gengst fyrir dómaranám- skeiði fyrir iþróttaþjálfara í Laug- ardalnum um helgina. Námskeiðið hefst föstudaginn 1. september kl. 17:00. Sigurðsson, Valdimar Grímsson, Jón Kristjánsson og Brynjar Harðarson. „Málið er að HKRR tilkynnti það í vor til HSÍ að Reykjavíkurmótið færi fram 1. til 15. september. Síðan setur HSÍ á landsleiki gegn Banda- ríkjamönnum, á sama tíma, án þess að ræða við félög- in um að fá leikmenn lausa. Foiysta HSÍ þarf að fara að læra mannleg samskipti," sagði Pétur. Það er því ljóst að íslenska Iandsliðið verður án Valsmanna allavega í leiknum gegn Bandaríkjamönn- um á sunnudaginn þvi á sama tíma leika þeir gegn Fram. „VIГ leikum í Ölver íkvöld frá kl. 21.00. Opið Irá kl.11.30-15.00 Framarar, mætum allir á völlinn á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.