Morgunblaðið - 01.09.1989, Page 40

Morgunblaðið - 01.09.1989, Page 40
E/NKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM m _________________ SJ ÓVÁtjH ALM EN NAR FÉLAG FOLKSINS FOSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Dyttað að í Neskaupstað ASÍ skrifar forsætisráðherra vegna íyrirheita í tengslum við kjarasamninga: Óskað eftir svörum um efndir á 8 loforðum af 12 Nýjum verðhækkunum mótmælt á fundi með formönnum stjórnarflokkanna - ófriðareldur ef svona heldur áfram, segir varaforseti ASÍ Þjóðarflokkur og Stefánsmenn: Tillaga um samstarf Akureyri. VIÐRÆÐUNEFND á vegum Sam- taka um jafnrétti og félagshyggju annars vegar og Þjóðarflokksins hins vegar hefur lagt fram tillögu um stjórnmálalegt samstarf flokk- anna. Þetta kom fram á fundi sem SamtÖk um jafnrétti og félags- hyggju hélt í blómaskálanum Vín í gærkvöldi. í inngangi að tillögunni segir að markmið og leiðir flokkanna séu líkar og því mikilsvert að þessir aðil- ar vinni saman svo horfið verði af braut þjóðfélagslegrar hnignunar. Mjólkin í 70krónur lítrinn MJÓLKURVÖRUR hækka í dag um 10,1 til 14,3%. Þannig hækkar mjólkurlítrinn út úr búð um 11,3%, kostar nú 70,20 krónur, en kostaði áður 63,10. Peli af ijóma hækkar um 14,3% og kostar 144,70 krónur, en kostaði áður 126,60. Kíló af skyri hækkar um 10,1%í- kostar 126,30 kr., en kostaði áður 114,70. Kílóið af smjör- inu kostar nú 546,30 kr., en kostaði 479,90. Hækkunin er 13,8%. Verð á kílóo af 45% osti hækkar um 11,4%. Það var 663,10, en verður nú 738,70 krónur. Þessar hækkanir á mjóikur- vörum stafa af 7,5% hækkun á grundvallarverði til bænda, sem sex manna nefnd hefur ákveðið. Þá ák- vað fimm manna nefnd 3,1% hækkun vegna vinnslu- og dreifingarkostnað- ar og þegar hafði verðlagsráð heimil- að hækkun smásöluálagningar um eitt prósentustig. Þá hefur sex manna nefnd ákveð- ið 6,9% hækkun á heildsöluverði eggja til bænda. Ákvörðunar um hækkun á kjötvörum er ekki að vænta fyrren um miðjan september. ALÞÝÐUSAMBAND íslands hef- ur sent forsætisráðherra bréf, þar sem óskað er svara við því, hvað líði efndum á átta af tólf loforðum ríkissljórnarinnar, sem voru gefin til að greiða fyrir kjarasamning: um í apríl síðastliðnum, en ASI telur að hafí ekki verið fullnægt. Forystumenn ASÍ hittu formenn stjórnarflokkanna ásamt forstjóra Þjóðhagsstofhunar og efnahags- ráðgjafa stjórnarinnar á fundi í sfjórnarráðinu í gær. Þar mót- mæltu Alþýðusambandsmenn miklum verðhækkunum og sögðu að við þær yrði ekki unað. I bréfi Álþýðusambandsins er óskað eftir að fá að vita hvað líði stofnun nefndar með fulltrúum ASÍ, VSÍ og VMS um atvinnumál og skipun nefndar um stefnumörk- un í sambandi við jafnrétti kvenna hvað varðar fæðingarorlof. í bréfi forsætisráðherra til ASÍ, dagsettu 30. apríl síðastliðinn, er því lofað að þessar nefndir verði stofnaðar, og ÁSÍ hefur þegar tilnefnt fulltrúa í þá fyrrnefndu. Spurt er hvað líði könnun á því með hvaða hætti megi tryggja verkafólki við land- búnaðarstörf rétt til atvinnuleysis- bóta, sem einnig hafði verið lofað. Óskað er fregna af því, hvað líði samráði við samtök launafólks um aðgerðir í skattamálum og um und- irbúning og framkvæmd virðis- aukaskattsins. Spurt er hvenær verði stigið næsta skref til áframhaldandi lækk- unar raunvaxta og hvað líði aðhaldi að þjónustugjöldum banka og spari- sjóða. Óskað er svara við því hvað líði mótun almennra reglna um veit- ingu átvinnuleyfa, könnun á leiðum til að koma í veg fyrir tvísköttun lífeyrisiðgjalda og könnun á því með hvaða hætti megi greiða fyrir aðild starfsfólks verndaðra vinnustaða að lífeyrissjóðum. í bréfi forsætis- ráðherra sagði að niðurstöður úr síðarnefndu könnuninni ættu að liggja fyrir 1. júní. Ríkisstjórnin hét á sínum tíma verðstöðvun á opinberri þjónustu. ASÍ segir að ljóst sé að hún haldi ekki út samningstímabilið. Stjórnin sagðist myndu beita aðhaldi að verðákvörðunum einokunarfyrir- tækja og_ markaðsráðandi fyrir- tækja. ASÍ segir það ekki hafa ver- Vesturlands- vegur orðinn aðalbraut að Vestflarðavegi ÞJÓÐVEGUR númer 1, hringveg- urinn, er nú orðinn aðalbraut á Vesturlandsvegi allt vestur að Vestfjarðavegamótum. I sumar hafa verið sett upp um það bil 70 biðskyldumerki á gatnamót sem liggja að hringveginum á kafla frá Fossá í Kjós og nemur kostnaður- inn um hálfri miljón króna, að sögn Gunnars Gunnarssonar ylír- lögfræðings Vegagerðarinnar. Gunnar sagðist eiga von á að næsta sumar yrði kaflanum frá Vest- ijarðavegamótum að Akureyri breytt í aðalbraut. Um nokkurt skeið hefur Suðurlandsvegur verið aðal- braut allt austur að Hvolsvelli en á öðrum köflum hringvegarins, eins og víðast á þjóðvegakerfinu, gildir enn hinn almenni umferðarréttur, varúð til hægri. Gunnar sagðist ekki eiga von á að hringvegurinn allur yrði aðalbraut á næstu árum, menn vildu sjálfsagt fremur leggja áherslu á merkingar á umferðarþungum hlið- arvegum, eins og Sauðárkróksbraut, en að koma upp biðskyldumerkjum á Möðrudalsöræfum - löngum en fremur fáförnum kafla hringvegar- ins. ið nægjanlegt og bendir á hækkun á sementi og heitu vatni og hækkun á þjónustu Flugleiða. Stjórnin hét því að auka niður- greiðslur á landbúnaðarvörur út árið þannig að þær yrðu óbreyttar í krónutölu, eða að gripið yrði til annarra aðgerða til lækkunar á verði nauðsynjavöru. „Landbúnað- arvörur hafa hækkað verulega á samningstímanum og fyrirhugaðar eru enn frekari verðhækkanir. Til hvaða ráðstafana hyggst ríkis- stjórnin grípa til þess að efna fyrir- heit sín í þessum efnum?“ er spurt í bréfi ASÍ. Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundinum m_eð ráðherrunum hefðu fulltrúar ASÍ gert þeim grein fyrir því að verðhækkanirnar, sem nú hefðu dunið yfir, væru langt umfram það sem gert hefði verið ráð fyrir í kjarasamningum og að ekki hefði orðið vart við samráð ríkisstjórnarinnar við launþega hvað verðlagsmálin varðaði. Ráð- herrarnir hefðu ekki gefið nein svör um aðgerðir vegna verðhækkan- anna, önnur en þau að þeir væru að leita skýringa á sumum þeirra. Þeir hefðu beðið um frest til að svara bréfi ASÍ. „Við bentum ein- faldlega á það, að ættu menn að bera þetta bótalaust, ásamt áfram- haldandi og vaxandi kjaraskerð- ingu, myndi kvikna hér ófriðareld- ur,“ sagði Örn. „Ekki það að við stefndum að slíku, heldur væru all- ar forsendur orðnar slíkar hjá fólki, sem býr við lág laun, að það hlyti að kalla á einhvers konar aðgerðir." Neikvæðar jónir og jákvæð- ur Jón í bíl rallfeðganna Mortfunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Litla sívala tækið sendir jákvæðar jónir á Rúnar. „MÉR finnst nú alveg nóg að hafa einn Jón, þó það sé ekki verið að margfalda þá í bílnum.“ sagði Rúnar Jónsson rallöku- maður í samtali við Morgun- blaðið. Jónatæki hefúr verið sett í Escort keppnisbíl hans og íoður hans Jóns Ragnarssonar, til að halda þeim fyrrnefiida við efhið í alþjóðlegri rallkeppni sem hefst í dag klukkan 12. Tækið spýtir neikvæðum jónum í farþegarýmið og á með því að hindra það að Rúnar fái krampa um allan líkamann á sérleið um Kaldadai, eins og gerst hefur síðustu tvö ár í rallkeppni. „Ég lagðist hreinlega útaf í bílnum hátt uppi á Kaldadal á meðan pabbi keyrði á fullu til að ljúka leiðinni í fyrra.- Sumir telja að ég fái krampa vegna þess að loftið verði eitthvað einkennilega rafmagnað þarna uppi, því við ök- um svo hratt upp í mikla hæð, á allt að því 180 km hraða. Þess vegna er verið að reyna hvort þetta tæki virkar á mig.“ „Ég kvíði því ekkert að aka þessa leið og ætla að keyra yfirvegað í byijun, en betjast í lokin af grimmd sé ástæða til. Það er örugglega ágætisblanda að hafa neikvæðar jónir og jákvæðan Jón um borð í bílnum í þessari erfiðu keppni", sagði Rúnar. Sjá frétt á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.