Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 Af ríkisstjórn, Reykjavík og komandi Alþingi SL. SUNNUDAG tók ný ríkisstjórn við völdum. Afgangnr af stjórn- málaflokki, sem fleytt hafði ríkisstjórninni yfir flúðir, fékk greiðann goldinn með tveimur ráðherrastólum. Til að uppfylla formlegar kröf- ur um stjórnarskipti var gefíð út fæðingarvottorð, sem var örlitil og efnisrýr viðbót við fyrirliggjandi málefnasamning ríkisstjórnarinn- ar. Þannig var — eftir langan aðdraganda — innsiglað hræðslubanda- lag þeirra flokka, sem ekkert óttast meir en kosningar. Enginn átti von á annarri niðurstöðu. Ekkert hefur í raun breyst. Dauður flokk- ur megnar varla að blása lífsanda í meðvitundarlausa ríkisstjórn, sem hefur fyrir löngu gefist upp á verkefnum sinum. Fjölflokkastjórnir hafa ætíð verið duglitlar og sjaldnast langlífar hér á landi. Innan slíkra stjórna myndast venjulega hagsmunabandalög, sem leiða af sér tortryggni og sundrungu. Takist það sjaldgæfa að sigla fram hjá slíku með sífelldum málamiðlunum bitnar það á þori og þreki til að takast á við viðfangsefnin. ísland er land samsteypustjórna. Urslit síðustu kosninga urðu á þann veg í fyrsta skipti í sögu lýðveldis- ins, að ógjömingur var að mynda ríkisstjórn færri en þriggja flokka. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur skilji betur nú, að æski- legt er að færri flokkar fari með völd og beri ábyrgð á stjórn lands- ins. Borgarstjórnin í Reykjavík er dæmi um það hvernig hægt er að stjórna, þegar einn flokkur fer með völdin og axlar ábyrgðina. Vinstri borgarstjórnin á árunum 1978— 1982 verður Reykvíkingum víti til varnaðar um langt árabil. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins ber einn ábyrgð á gerðum sínum, nýtur þess þegar vel geng- ur, en geldur á sama hátt óvinsælla að- gerða. Flokkar sem standa að fjölflokka- stjómum, reyna hins vegar að skjóta sér undan ábyrgð og kenna öðrum um. Nærtækasta dæmið er Framsóknarflokk- urinn, sem hefur nán- ast óslitið setið í ríkis- stjóm í rúm 18 ár, en mætir ávallt hvítþveg- inn og heilagur til leiks með nýjum sam- starfsaðilum óspar á að kenna þeim fyrrverandi um allt, sem fór úr- skeiðis, en hæla sér af hinu. Reykjavíkurvald Á undanförnum árum hefur farið í vöxt að ýta undir úlfúð miili lands- byggðarinnar og höfuðborgarsvæð- isins. Talað er um Reykjavíkurvald- ið eins og skrímsl, sem sýgur blóð- ið úr landsbyggðinni. Þegar gagn- rýnin er skoðuð ofan í kjölinn reyn- ist það oftast vera ríkisvaldið í höf- uðborginni, sem verið er að amast við. Ríkis- stofnanir hafa höfuð- stöðvar sínar í Reykjavík. Margar þessara stofnana hafa úthlutunarvald og það fer eðlilega í taugarn- ar á fólki utan borgar- innar að þurfa að ganga bónarveg til Reyig'avíkur til að fá fyrirgreiðslu. Að minni hyggju er hægt að ráða bót á þessu með því að draga sém mest úr umsvifum og afskipt- um ríkisins og skapa skilyrði til að gera fólk sem mest sjálf- bjarga, atvinnulífið HVGSAÐ UPPHÁTT ídag skrifar Fridrik Sophusson, varaformaóur Sjálfstœðisflokksins arðbærara og byggðarlögin sjálf- stæðari. Nýjar kröfur um íhlutun ríkisins færir hins vegar valdið í enn ríkara mæli til Reykjavíkur og dreg- ur úr sjálfsbjargarmöguleikum landsbyggðarinnar. Útsýnishús á Öskjuhlíð Sem betur fer þykir flestum landsmönnum vænt um höfuðborg- ina sína þrátt fyrir allt og vilja veg hennar sem mestan. í umræðu- þætti, sem útvarpað var fyrir stuttu frá kauptúni úti á landi kom fram ríkur skilningur á því, að það hefur þýðingu fyrir landsmenn alla að Reykjavík sé landsprýði. Útsýnis- húsið á Öskjuhlíð var tekið sem dæmi um framkvæmd, sem gæfí gestum kost á að njóta fegurðar borgarinnar og nágrennis hennar. Þetta sjónarmið var þeim mun ánægjulegra sem „skopparakringl- an“ hefur verið helsti skotspónn þeirra, sem sjá ofsjónum yfir við- leitni borgaryfirvalda til að gera höfuðborgina meira aðlaðandi en áður með margvíslegum fram- kvæmdum. Ljóti bærinn Glöggt er gestsaugað, segir mál- tækið. Um það leyti sem Alþingi kom saman í fyrsta skipti í nýju Alþingishúsi, sem hafði verið reist í kálgarði Halldórs Kr. Friðriksson- 28 önnur hverfi/25 líkamsárásir Líkamsárásir eftir hverfum, jan.-jún. 1989 Fyrirvaralaust ofbeldi hefur ekki aukist Helgi Daníelsson, yfírlögreglu- þjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, segir að við embættið hafi menn ekki orðið varir við meinta' aukningu á ofbeldisbrotum. „í fyrra voru okkur alls sendar 78 kærur um líkamsmeiðingar. Nú þegar ar níu ára gamlar, en í fljótu bragði hef ég ekki ástæðu til þess að ætla að miklar breytingar hafi orðið á þeim. Annars verður að hafa í huga að ofbeldisbrotum er skipt í tvennt: annars vegar líkamsmeiðingar, sem varða yfirleitt sektum, og hins veg- ar líkamsárásir, en þær varða oftar fangelsisdómum. Nú sitja alls 105 manns inni fyr- ir hin og þessi afbrot. Af þeim er um það bil helmingur inni fyrir auðgunarbrot, þ.e.a.s. skjaiafals og annað í þeim dúr, en um 20 manns eru þar vegna ofbeldisglæpa. Um heimingur þeirra situr inni fyrir morð eða manndráp, þannig að þetta eru ekki nema tæp 10% ailra fanga, sem afplána refsingu vegna líkamsárása.“ Erlendur bætti við að venjan væri að kynferðisafbrotamenn og þeir, sem sætu inni fyrir ofbeldisaf- brot, afplánuðu a.m.k. % dómsins. „Brotin þykja þess eðlis að þrátt fyrir að mennirnir hafi sýnt góða hegðun innan veggja fangelsisins sé ekki verjandi að veita þeim reynslulausn eftir helmingsafplán- un — líkt og gerist oft í öðrum til- fellum, t.d. meðal þeirra, sem af- plána dóm fyrir auðgunarbrot. að sveiflur virtust miklar milli ára ef menn einblíndu á prósentuna, án þess að um einhvern faraldur þyrfti að vera að ræða. Ástandið í bænum skárra en það var Mest ber á ofbeldisverkum í mið- bæ Reykjavíkur, enda eru þar iðu- lega samankomin mörg hundruð ungmenna. Bói, yfirdyravörður á Café Hressó, þótti tilvalinn til þess að lýsa ástandinu, enda er hann svo að segja í stúkusæti þar sem hann gætir dyranna á Skálanum. „Það er rétt, ástandið getur ver- ið skelfilegt, en ég er ekki frá því að það sé skárra en var fyrir tveim- ur, þremur árum. Það eru fjórir mánuðir síðan ég byijaði hér og á tæpir% ársins eru liðnir eru kærurn- ar 44. Kærur um líkamsárásir voru alls 51 í fyrra, en eru nú orðnar 36. Ég fæ ekki betur séð en frekar hafi dregið úr þessum brotum en hitt.“ Helgi var spurður hvort hann teldi að fólk væri frekar vopnað nú en áður. Hann kvaðst ekki geta lagt dóm á það, en benti á að þrátt fyrir að fólk, sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af, hefði oft reynst með hníf á sér hefði það sjaldan brugðið honum. „í fyrra voru sex hnífamál til meðferðar hjá okkur, tvö þar sem skotvopn komu við sögu, og í einu var barefli not- að. 1 ár höfum við fengið fjögur hnífamál inn á borð og eitt þar sem barefli var notað,“ sagði Helgi en ítrekaði að þessi mál væru svo fá LÍKAMSÁRÁSIR í REYKJAVÍK GLÓRULAUST 0FBEL0I Líkamsárásir jan.-jún. 1989] 36

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.