Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 23
ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Tangi óskar eftir framkvæmdastj óra Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Tangi hf. á Vopnafirði óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Æskilegt er að við- komandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomu- lagi. Eldri maður/náms- maður óskast í blaðinu í dag er auglýst eftir samviskusömum manni til sendistarfa á bíl frá fyrirtækinu. Vinnutíminn er frá kl. 13—17, en um meiri vinnu getur orðið að ræða á álagstím- um. Tekið er fram að starfið henti vel eldri manni eða náms- manni. Krefjandi stj órnunar starf Teitur Lárusson starfsmannaþjónusta auglýsir í dag lausa stöðu hjá rótgrónu innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Um er að ræða kreíjandi stjórnunarstarf þar sem viðkomandi þarf í upphafi að taka að sér fjármálastjórn og bókhald, síðan sölustjórn og ef vel tekst til og árangur í starfi er mikill, framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Um er að ræða inn- flutning og sölu á vörum til matvöruverslana, mötuneyta og veitingahúsa. Leitað er að ungum, baráttuglöðum, metn- aðarfullum og vel menntuðum einstaklingi sem tilbúinn er til stórra átaka og um leið að leggja töluvert á sig til að ná árangri. RAÐAUGL ÝSINGAR Námsstyrkir í Banda- ríkjunum 1990—’91 íslensk ameríska félagið auglýsir eftir umsóknum vegna aðstoðar félagsins við öflun námsstyrkja í „undergraduate"- námi í Bandaríkjunum fyrir skólaárið sem hefst haustið 1990. Aðstoð félagsins felst í milligöngu með aðstoð stofnun- arinnar Institute of International Education, sem sendir umsóknir til bandarískra háskóla, en styrkirnir koma frá þeim. Til greina koma þeir sem hafa lokið stúdentsprófi í síðasta lagi vorið 1990. Umsóknum skal skilað fyrir 1. októ- ber nk. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá Verslunarráði Islands. Stelpur og strákar 10—15 ára Samræðu- og rökleikinámskeið fyrir stelpur og stráka á aldr- inum 10—15 ára hefjast 18. septerftber. Sígildar ráðgátur verða til umfjöllunar. Tekið er fram að þetta sé síðasti inn- ritunardagurinn. Útboð hjá Félags- stofnun stúdenta Félagsstofnun stúdenta óskar eftir tilboðum í útimottur, borð og stóla í kaffistofur, leiktæki fyrir barnaheimili, linole- um-dúk og gólfteppi. Einnig í vörur fyrir kaffistofur, s.s. kaffi, samlokur, ávaxtasafa í litlum neytendaumbúðum, sælgæti og álegg. SMÁAUGLÝSINGAR Haustferðir Ferðafélag íslands segir í auglýsingu í dag að góð hvíld frá amstri hversdagsins sé hclgardvöl í Þórsmörk. Gróðurinn sé hvergi fallegri en í Þórsmörk á haustin. Gist er í Skagfjörðs- skála í Langadal. Brottför er kl. 20 föstudag. Sjá nánar í auglýsingum Námið er einkum ætlað sölu- og markaðsstjórum. Nýjung hjá Stjórnunarfélaginu: Nám ímarkaðs- og sölufræðum Ætlað starfandi og verðandi markaðs- og sölustjórum HJÁ Markaðsskóla íslands, sem rekinn er af Stjórnunarfélaginu, hefúr staðið yfir undirbúningur að 12 vikna námi í mark- aðs- og sölufræðum og hefst námið 26. september nk.Kennt verður tvo daga í viku. Að sögn Árna Sigfússonar fram- kvæmdastjó’ra Sljórnunarfélagsins er námið sérstaklega ætlað núverandi og verðandi markaðs- og sölustjórum íyrir- tækja auk helstu aðstoðarmönnum þeirra. Við höfum fundið fyrir mikilli þörf og áhuga á námi sem þessu og þeir þremenningar sem sjá um leiðbeinedahlutverkið hafa gert sér sérstakt far um að byggja á raunhæfum verkefnum, þannig að hér sé komið nám sem nýtist frá fyrsta degi“, sagði Árni. Leiðbein- endurnir eru Friðþjófur Johnson framkvæmdastjóri, Sigurður Ágúst Jensson markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri ásamt Hauki Haraldssyni, sem sér um Time Manager verkefni Stjórnunrfélags- ins. Auk þeirra þremenninga munu Davíð Scheving Thorsteinsson, Birna Eyjólfsdóttir, Gunnar Maack, Jón Ásbergsson, Lýður Eriðjónsson og Ólafur Stephensen ræða við þátttakendur um reynslu sína úr atvinnulífinu. Að sögn Árna hefur íslenski markaðsklúbburinn (ÍMARK) og Félag atvinnusölumanna (FAS) yfirfarið námsefnið. „Það er mikils virði að samtök fagmanna á þessu sviði mæla með náminu. Þetta hef- ur hert kröfurnar um hagnýtt nám, sem hlýtur að skipta miklu fyrir vinnumarkaðinn. Þátttakendur vinna raunhæfa markaðsáætlun og farið verður í heimsóknir í fyrir- tæki, auk þess sem áðurnefndir aðilar úr viðskiptalífinu koma í heimsókn og segja frá reynslu sinni,“ sagði Árni. Raunhæf verkefiii unnin í náminu verður farið í grund- völl markaðsfræðinnar. Farið verð- ur yfir uppruna og stöðu hennar, þar sem áhersla verður lögð á að skýra grundvallarhugtök. Rætt verður um hlutverk markaðsfræð- innar í þjóðfélaginu og innan fyrir- tækisns, auk þess sem fjallað verð- ur um þróun og breytingar í mark- aðsmálum. Einnig verður fjallað ítarlega um markaðsfræðina í fram- kvæmd, þar sem áhersla verður lögð á raunhæf dæmi. Fjallað verður um stjórnunarmál, þar sem greinarmunur verður gerð- ur á markaðsstjórnun og sölustjórn- un. Farið verður yfir skipulegt markaðsstarf. Til þess að gera þennan þátt sem gagnlegastan fyr- ir þátttakendur verður þeim leið- beint í gerð markaðsáætlunar þar sem gert er ráð fyrir að þeir tengi saman nám sitt og starf og vinni raunhæft verkefni fyrir fyrirtæki sitt. Skoðaðar verða dreifileiðir, hvernig koma á vöru og þjónustu á framfæri. Fjallað verður um ýmsa þætti alþjóðaverslunar og í því sam- andi verður litið á lög og reglur sem gilda um slík viðskipti ásamt mark- aðssetningu á erlendum mörkuðum. Segir Árni að rík áhersla verði lögð á umræður þátttakenda um náms- efnið bæði í kennslutímum og í hópvinnu nemenda. Þingeyri: Fáftiir yfir- tekur rekstur Hraðfrysti- hússins Þingeyri. ÝMSAR breytingar hafa átt sér stað hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga og dótturfyrirtækja þess og fleiri breytinga er að vænta að sögn Magnúsar Guðjónssonar kaup- félagssljóra. Meðal annars hefur Framnesið ÍS-708 verið selt að hálfú til íshúsfélags ísfirðinga og sláturhúsið hefúr verið leigt Barða hf. Fáftiir hf. er nú að yfir- taka rekstur Hraðfrystihúss Dýr- firðinga sein hingað til hefúr verið deild innan kaupfélagsins. • • Orlítill hagnaður varð af rekstri kaupfélagsins á fyrstu sex mánuðum þessa árs en nokkuð tap á Fáfni á sama tímabili. Verið er að vinna að allsherjar endurskipu- lagningu á rekstri Fáfnis sem m.a. felst í því að selja Framnesið ÍS til Arnarnúps hf. sem er dótturfyrir- taéki Fáfnis og til íshúsfélags ís- firðinga. Þá er ætlunin að selja Fáfni Hraðfrystihús Dýrfirðinga. Sökum þessa mun hlutafé Fáfnis aukið um tugi milljóna króna með þátttöku Hlutafjársjóðs Byggða- stofnunar, Þingeyrarhrepps og fleiri. Hraðfrystihúsið hefur hingað til keypt bróðurpartinn af smábáta- aflahum sem veiðst hefur í sumar. Þrátt fyrir fyrirsjáanlegan samdrátt á vinnslu hraðfrystihússins, sökum lítils kvóta, er búist við að vinnu verði hægt að halda áfram þar fram í desember. Hulda Blönduós: Atvinnu- ástand gott Blönduósi. Á BLÖNDUÓSI voru átta skráðir atvinnulausir um miðjan september og er það veruleg fækkun frá því í maí en þá voru 39 á atvinnuleysis- skrá. Starfsfólk vantar í brauðgerðina Krútt og pappírspokaverksmiðjuna Serki. A Ofeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi sagði í samtali við Morgunblaðið að útlitið í atvinnumálum Blönduóss væri betra núna en það var á sama tíma í fyrra. „Það er léttara yfir öllum þessum málum og stemningin er betri," sagði Ófeigur. Ófeigur Gestsson gat þess að í gangi væri samstarfs- verkefni Kaupfélags Húnvetn- inga, Blönduósbæjar og Iðn- tæknistofnunar um ný atvinnu- tækifæri á Blönduósi og lofaði þetta starf mjög góðu. Jón Sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.