Morgunblaðið - 21.09.1989, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 21...SEPTEMBER 1989.
Alþj óðasiglinga-
máladagurinn
eftir Magnús
Jóhannesson
í dag, 21. september, er haldinn
víða um heim hátíðlegur alþjóða-
siglingamáladagurinn (World Mari-
time Day).
Tilgangur með degi þessum er
að vekja sérstaka athygli á við-
fangsefnum Alþjóðasiglingamála-
stofnunarinnar (International Mari-
time Organization, IMO) sem eru
öryggi sjófarenda og varnir gegn
mengun sjávar.
Árið 1977 samþykkti allsheijar-
þing IMO að halda skyldi árlega
einn dag hátíðlegan og helga hann
þeim málefnum Alþjóðasiglinga-
málastofnunarinnar sem væru ofar-
lega á baugi í hvert sinn.
Árið 1978 var fyrsti alþjóðasigl-
ingamáladagurinn haldinn hátíðleg-
ur en þá voru liðin 20 ár frá því
að stofnskrá Alþjóðasiglingamála-
stofnunarinnar tók gildi. í dag er
tólfti alþjóðasiglingamáladagurinn
haldinn hátíðlegur.
Að þessu sinni er dagurinn helg-
aður 30 ára sögu IMO en 1. janúar
á þessu ári voru liðin 30 ár frá því
að stofnunin tók til starfa.
í tengslum við alþjóðasiglinga-
máladaginn hefur framkvæmdaráð
IMO veitt verðlaun þeim einstakl-
ingi sem hefur á fyrra ári lagt
stærstan skerf til starfa Alþjóða-
siglingamálastofnunarinnar. Að
þessu sinni hlýtur verðlaunin Emil
„Þegar litið er yfir störf
IMO sl. 30 ár blandast
engum hugur um að
stofnunin hafi með
starfi sínu haft veruleg
áhrif til að auka öryggi
sjófarenda og draga úr
mengun sjávar.“
Janssen aðstoðarsiglingamálastjóri
Noregs. Þess má geta að Hjálmar
R. Bárðarson fyrrverandi siglinga-
málastjóri hlaut þessi verðlaun árið
1984.
Alþj óðasiglingamála-
stofnunin IMO
Segja má að tvær meginástæður
hafi legið til grundvallar er ríki
heims ákváðu að setja á fót sér-
staka stofnun um öryggismál sjó-
farenda. í fyrsta lagi hafa siglingar
og sjósókn verið meðal áhættusam-
ari starfsgreina. í öðru lagi eru sigl-
ingar í eðli sínu alþjóðlegar og aug-
ljóst að skjótari og meiri árangri
verður náð til að auka öryggi sjó-
farenda, ef unnið er að verkefninu
á alþjóðlegum vettvangi en ef hver
þjóð vinnur að þessum málum án
samráðs við aðrar þjóðir. I dag eiga
132 ríki aðild að IMO. Stofnunin
er vettvangur samstarfs um þau
viðfangsefni sem fyrr eru nefnd. Á
þessum vettvangi hittast fulltrúar
ríkisstjó'rna, annarra alþjóðastofn-
ana og hagsmunasamtaka og leita
lausna á þeim vandamálum sem við
er að glíma hveiju sinni. Aukin
þátttaka hagsmunaaðila s.s. full-
trúa sjómanna, skipaeigenda og
annarra samtaka í störfum IMO á
undanförnum árum hefur tvímæla-
laust haft jákvæð áhrif og skilað
betri árangri til að ná þeim mark-
miðum sem stofnunin vinnur að.
Sameiginlegar ákvarðanir aðild-
arríkja stofnunarinnar koma fram
ýmist í alþjóðasamþykktum, álykt-
unum og leiðbeiningum.
Alþjóðasiglingamála-
stoftiunin í 30 ár
í 30 ára sögu IMO hafa orðið
miklar breytingar á starfsumhverfi
stofnunarinnar. Ör tækniþróun,
m.a. í flutningum á sjó, hefur haft
áhrif á hönnun skipa og störf
áhafna. Þá hafa viðhorf til mengun-
arvarna sjávar breyst verulega eins
og alkunna er.
Á fyrsta allsheijarþingi IMO árið
1960 var samþykkt að endurskoða
Alþjóðasamþykkt um öryggi
mannslífa á hafinu frá 1948 (Saf-
ety of Life at Sea, SOLAS 1948).
Þá hafði stofnunin tekið að sér
framkvæmd Alþjóðasamþykktar til
að koma í veg fyrir árekstra á sjó.
Og einnig framkvæmd Alþjóðasam-
þykktar um varnir gegn olíumeng-
un sjávar frá 1954. IMO varð þar
með fyrsta alþjóðastofnunin sem
tók að sér mengunarvarnir sjávar.
Alþjóðasamþykktir er
varða öryggi skipa og
áhaftia þeirra
Eins og áður er nefnt var eitt
af fyrstu verkefnum allsheijarþings
IMO að endurskoða SOLAS 1948
og var ný Alþjóðasamþykkt um
öryggi mannslífa á hafinu sam-
þykkt árið 1960 (SOLAS 1960)
þessi samþykkt tók gildi árið 1965.
SOLAS 1960 lagði grundvöll að
ákvæðum um alla helstu öryggis-
þætti í skipum, má þar nefna
ákvæði um sundurhólfun og stöðug-
leika skipa, vélakerfi og rafbúnað,
eldvarnir og slökkvibúnað, björgun-
arbúnað, fjarskiptabúnað og öryggi
siglingabúnaðar og siglingar.
Vegna þróunar í gerð og búnaði
skipa var talið nauðsynlegt að gera
nýja alþjóðasamþykkt uni öryggi
mannslífa á hafinu 1974 (SOLAS
1974), þar sem allir þessir þættir
voru teknir fyrir á ný. Þessi sam-
þykkt hefur verið í gildi frá 1980.
Einnig var þá gerð sú grundvallar-
breyting á eftirliti með framkvæmd
samþykkta að stjórnvöldum var fal-
ið að hafa eftirlit með erlendum
skipum sem kæmu í þeirra hafnir
(hafnareftirlit), svo betur mætti
samræma eftirlit einstakra ríkja.
Hafnareftirlit með skipum hefur
síðan farið vaxandi á öllum sviðum.
Fjöldi annarra alþjóðasamþykkta
er varða öryggi skipa hefur verið
gerður á vegum IMO. Má þar nefna
Alþjóðasamþykkt um hleðslumerki
skipa frá 1966, Alþjóðasamþykkt
um mælingu skipa 1969, Alþjóða-
samþykkt um gámaflutninga 1972,
og sérstaka samþykkt um öryggi
fiskiskipa sem gerð var árið 1977.
Þá hefur mönnum orðið æ Ijósara
.á undanförnum árum að einn veiga-
mesti þátturinn í öryggi sjómanna
byggist á hæfni áhafnar, þjálfun
hennar og reynslu. Af þeim sökum
beitti IMO sér fyrir því að árið
1978 var gerð sérstök alþjóðasam-
þykkt um menntun, þjálfun, skilríki
og vaktstöðu sjómanna. Tilgangur
þessarar samþykktar er að setja
staðal um lágmarkskröfur til
áhafna skipa. Ýmislegt bendir til
þess að frekari áhersla verði lögð
á virka þátttöku áhafnarinnar til
að auka öryggi og efla mengunar-
varnir. Fyrir næsta allsheijarþingi
IMO liggur tillaga að ályktun um
skipsstjórn vegna öryggis skipa og
mengunai’varna, sem líklegt er að
verði samþykkt samhljóða.
Annar mikilvægur þáttur í ör-
yggismálum sjómanna er leit og
björgun slasaðra og/eða skipreika
sjómanna. Til þess að tryggja að
vel sé fyrir þessum þáttum öryggis-
mála séð hvar sem er í heiminum
gekkst IMO fyrir gerð alþjóðasam-
þykktar um leit og björgun á sjó
árið 1979. Þessi samþykkt tekur
sérstaklega mið af nýju neyðarfjar-
skiptakerfi skipa sem tekið verður
í notkun eftir 1. febrúar 1992 og
er gjörbreyting á því sem verið
hefur. í hinu nýja kerfi er m.a. tek-
in upp og hagnýtt ný tækni fjar-
skipta og staðsetningar með gervi-
hnöttum.
Alþjóðasamþykktir um
varnir gegn mengun hafsins
IMO hefur frá upphafi látið
mengunarvarnir hafsins sig miklu
varða. Árið 1954 var gerð fyrsta
alþjóðasamþykktin um varnir gegn
olíumengun sjávar. IMO tók að sér
við upphaf stofnunarinnar 1959
framkvæmd þessarar alþjóðasam-
þykktar. Þessi alþjóðasamþykkt var
sú fyrsta í heiminum þar sem gert
var átak til að sporna við mengun
hafsins.
Það var þá þegar orðið ljóst að
olíumengun sjávar var orðin al-
þjóðlegt vandamál. Vandinn .jókst
með aukinni burðargetu olíuskipa
og umferð skipa. Það er þó ekki
fyrr en við strand olíuflutninga-
skipsins Torry Canyon.árið 1967
sem athygii alheimsins beindist að
þeirri gífurlegu eyðileggingu sem
olíuflutningar geta valdið á lífríki
og umhverfi sjávar.
í kjölfar þessa óhapps gekkst
IMO fyrir gerð fjölmargra alþjóða-
samþykkta um varnir gegn mengun
sjávar. Árið 1973 var gerð heild-
stæð alþjóðasamþykkt um varnir
gegn mengun sjávar frá skipum
sem tekur til olíumengunar, meng-
unar frá sorpi, skólpi, kemískum
efnum og öðrum hættulegum efn-
ROYAL
SKYNDIBÚÐINGARNIR v7
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragötegundir
í skrifstofutækni
lærir þú að vinna
sjálfstætt á tölvur
í skrifstofutækni eru m.a. kenndar eftirfarandi greinar:
- almenn tölvufræði - to'll- og verðútreikningur
- almenn skrifstofutækni
- grunnatriði við stjórnun
- útfylling eyðublaða
- verslunarreikningur
- víxlar og verðbréf
- íslenska
- viðskiptaenska
Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast
þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-,
eftirmiðdags- eða kvöldtíma.
- stýrikerfi
- tölvusamskipti
- ritvinnsla
- gagnagrunnur
- töflureiknar og
áaétlanagerð
- tölvubókhald
HlTÖlVyFRÆÐSLAN
Borgartúni 28, sími 687590
Innritun er þegar hafin. Mjög hagstæð greiðslukjör.
Hringdu í síma 687590 og fáðu sendan bækling.
P.s. þú ert líka velkomin í heimsókn til okkar í Borgartún 28.
um.
Island hefur staðfest allar al-
þjóðasamþykktir sem gerðar hafa
verið á vegum IMO um varnir gegn
mengun sjávar.
Önnur verkeftii
Þótt öryggismál sjófarenda og
varnir gegn méngun sjávar hafi
jafnan skipað öndvegi í störfum
IMO er einnig unnið að öðrum
málum. Eitt þessara verkefna er
auðveldun siglinga sem felst m.a.
í samræmingu skýrslugerða við
komu og brottfarir skipa og árið
1965 var undirrituð sérstök alþjóða-
samþykkt á vegum IMO um þetta
efni (Facilitation of Maritime
Traffic).
Árið 1976 stóð Alþjóðasiglinga-
málastofnunin fyrir ráðstefnu um
gervihnattafjarskipti skipa, þar sem
lögð voru drög að stofnun Alþjóð-
legu gervihnattastofnunarinnar
(International Maritime Satellite
Organization INMARSAT). Þessi
alþjóðasamþykkt tók gildi í júlí
1979 og hefur INMARSAT-stofn-
•unin aðsetur í London. Nú mun
vera unnið að því að ísland gerist
aðili að INMARSAT.
Þá hefur IMO undanfarin ár lagt
i
i
>
>
i
>