Morgunblaðið - 21.09.1989, Síða 22
22
MORGUNBLÁÐÍÐ FIMMTUDáGUR 2T. 'SEPTEMBER“T989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Vinnulöggjöfin og
frumkvæði forsætis-
ráðherra
Að undanförnu hefur verið
töluverður órói á vinnu-
markaðnum. Þótt tekizt hafi
að koma í veg fyrir verkfall
mjólkurfræðinga, að því er
virðist án meiriháttar tilslak-
ana, er engu að síður ástæða
til að staldra við og íhuga stöðu
þjóðfélagsins gagnvart fá-
mennum starfshópum, sem
hafa lykilaðstöðu í atvinnulíf-
inu.
í frásögn Tímans af blaða-
mannafundi, sem Steingrímur
Hermannsson, forsætisráð-
herra, efndi til sl. föstudag
sagði m.a.: „Steingrímur sagði
í gær vinnulöggjöfina algerlega
úrelta. Ekki væri unnt að líða
lengur að fámennir hagsmuna-
hópar gætu gengið yfir fjöld-
ann, hagsmunir heildarinnar
yrðu að ráða. Aðspurður kvaðst
forsætisráðherra ekki vita,
hvort ríkisstjórnin gæti breytt
lögum um vinnumarkaðinn:
„Eg veit ekki, hvort við höfum
styrk til að gera það, það hefur
engin ríkisstjórn haft til þessa.“
I samtali við Morgunblaðið
í fyrradag sagði forsætisráð-
herra: „Ég er þeirrar skoðunar,
að þessi ríkisstjórn eigi að
reyna að laga vinnulöggjöfina
og breyta henni, en ég efast
þó um, að menn hafi dug í
það. Það er eins og það gangi
aldrei. . . Menn hafa aldrei lagt
í að breyta vinnulöggjöfinni,
því verkalýðshreyfingin hefur
staðið svo hörð á móti, en ég
segi, að andstaða hennar sé
byggð á miklum misskilningi.“
Steingrímur Hermannsson
bætti því við, að hann teldi „að
stefna bæri að því að taka upp
fyrirkomulag á vinnustöðum
hér í líkingu við það, sem væri
hjá íslenzka álfélaginu í
Straumsvík, en þar hefðu menn
sameinast í einu vinnustaðarfé-
lagi, andstætt því, sem tíðkað-
ist hjá öðrum stórfyrirtækjum,
sem hefðu mörg ólík félög, þar
sem vinnuveitendur þyrftu að
semja við hvert og eitt fyrir
sig.“
Það er tímabært að taka
þessi mál upp til umræðu. Það
hefur gerzt hvað eftir annað
áratugum saman, að fámennir
starfshópar í lykilaðstöðu,
mjólkurfræðingar og starfsfólk
við flug svo að dæmi séu tekin,
hafi notað aðstöðu sína til þess
að knýja fram kjarabætur langt
umfram það, sem samið hefur
verið um almennt. Stundum eru
svo miklir hagsmunir í húfi
fyrir viðkomandi fyrirtæki, að
þau sjá engan annan kost en
þann að semja við þessa starfs-
hópa og láta undan kröfum
þeirra.
Undansláttur gagnvart
kröfugerð þessara fámennu
hópa er hins vegar ekki í þágu
annarra launþega. Raunar
verður að ætla, að aðrir starfs-
menn, t.d. Flugleiða, kunni því
illa, að einstakir starfshópar
innan fyrirtækisins geti jafnan
knúið fram meiri kjarabætur
en þorri starfsmanna.
Steingrímur Hermannsson
segir réttilega, að verkalýðs-
hreyfingin hafi jafnan verið
andvíg breytingum á vinnulög-
gjöf. En tímarnir hafa breytzt.
Það er ákaflega erfitt að sjá
hvaða rök ættu 'að vera fyrir
því, að verkalýðshreyfingin í
heild sinni verndi sérstaklega
aðstöðu fámennra hagsmuna-
hópa, til þess að knýja hveiju
sinni fram meiri kjarabætur en
launþegasamtökin hafa náð
fram fyrir sína félagsmenn.
Það væri a.m.k. fróðlegt að sjá
þau rök.
Nú hefur það gerzt, að for-
sætisráðherra vinstri stjórnar
hefur hreyft breytingum á
vinnulöggjöf til þess að gera
að engu þessa sérstöku aðstöðu
fámennra hópa. Að vísu hafa
forsvarsmenn Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags ekki tjáð sig
um þetta mál en engu að síður
er það staðreynd, að forsætis-
ráðherra hefur lýst þeirri skoð-
un sinni, að taka beri á þessu
vandamáli. Ótrúlegt er, að ráð-
herrar og þingmenn Borgara-
flokks mundu leggjast gegn
slíkum breytingum á vinnulög-
gjöf og ætla verður, að þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins sé
reiðubúinn til' samstarfs um
lagabreytingar af þessu tagi.
Af þessum sökum sýnist full
ástæða til að taka forsætisráð-
herra á orðinu og taka upp
samráð milli þingflokka innan
og utan ríkisstjórnar um nauð-
synlegar lagabreytingar. Að-
staða fámennra sérhagsmuna-
hópa til þess að setja atvinnu-
fyrirtæki og ríkisstjórnir upp
að vegg er auðvitað óþolandi
og tímabært að þar verði breyt-
ing á. Þar sem forsætisráð-
herra hefur tekið frumkvæði í
málinu er fyllsta ástæða til að
fylgja því fast eftir.
Sendinefiid frá Angólu:
Kannar möguleika á auknu
samstarfi á sviði sjávarútvegs
ÞRIGGJA manna sendinefhd frá Angólu var nýlega hér á landi til
kanna möguleikana á auknu samstarfi Islands og Angólu á sviði
sjávarútvegs. Meðal þess sem Angólumennirnir telja sig geta haft
gagn af er sú reynsla sem Islendingar hafa á sviði skipulags land-
helgisgæslu. Munu Angólumenn eiga í erfiðleikum með ólöglegar
veiðar erlendra fiskiskipa í landhelgi þeirra. Sendinefhdin er hér
í boði Þróunarsamvinnustofnunar Islands.
í angólsku sendinefndinni eru
þeir dr. Adáo Kapilango, hagfræð-
ingur, Waldemar dos Santos, fisk-
tæknifræðingur, og Garcia Neto,
fulltrúi angólska sjávamtvegs-
ráðuneytisins í Bengo-héraði. Á
meðan á dvöl þeirra hér stóð skoð-
uðu þeir ýmislegt er tengist
íslenskum sjávarútvegi, s.s. fisk-
vinnslu, fiskmarkað, Hafrannsókn-
arstofnun, Ríkismat sjávarafurða,
mennta- og sölukerfi sjávarútvegs-
ins, og fiskeldisstöð ríkisins í Kolla-
firði.
Úlfur Björnsson, ráðgjafi hjá
Þróunarsamvinnustofnun íslands,
fór til Angólu í fyrravetur til að
kanna þar aðstæður og voru An-
gólumennirnir nú að endurgjalda
þá heimsókn. Það sem þeir hafa
haft mestan áhuga á að fræðast
um af íslendingum er þjálfun og
kennsla manna í verkstjórn í fisk-
vinnslu, skipulag landhelgisgæslu
og fiskveiða, fiskeldi í sjó og fiski-
rannsóknir.
Þegar Morgunblaðið spurði
sendinefndina hvernig staðan i
angólskum sjávarútvegi væri í dag
sögðu þeir Angólu hafa mikla auð-
lind þar sem fiskurinn væri. Eins
og staðan væri í dag næði fiski-
floti þeirra ásamt nokkrum sam-
starísaðilum að veiða nægilega
fyrir innanlandsmarkað en stefnt
væri að því að veiða einnig fyrir
útflutning í framtíðinni. Fiskimiðin
hefðu verið rannsökuð og bentu
niðurstöður þeirra rannsókna til
að hægt væri að veiða 600.000
tonn á ári. í dag væru hins vegar
ekki veidd nema rúmlega 100.000
tonn árlega.
Heimsókn sína til íslands sögðu
þeir vera kynningarheimsókn en
samskipti landanna töldu þeir eiga
eftir að vaxa á næstunni, sérstak-
lega hvað varðaði samstarf á sviði
sjávarútvegs, en þar stæðu íslend-
ingar mjög framarlega. Hlutir sem
þeir sögðust hafa.sérstakan áhuga
á, auk þeirra atriða sem fyrr voru
nefnd, eru samstarf við samvinnu-
hreyfinguna, sem er öflug í An-
gólu, og smábátaútgerð, en hún
er talin munu henta þeirra aðstæð-
um mjög vel.
Sendinefndarmenn sögðu að
nýlega hefði verið samþykkt lög-
gjöf um erlendar íjárfestingar í
Angólu sem miklar vonir væru
bundnar við. Miðaði þessi löggjöf
að því að hverfa frá miðstýringu
og gætu nú erlendir aðilar komið
og ijárfest með hagnað beggja
aðila í huga. Aðspurðir sögðust
þeir vona að íslendingar myndu
jafnvel ijárfesta í Angóiu. íslend-
ingar ættu tækni og tæki og An-
gólumenn ættu fisk.
Doktor í sagnft’æði
ANNA Agnarsdóttir varði doktorsritgerð í sagnfræði við London
School of Economics and Political Science þann 6. júlí síðastliðinn.
Ritgerðin nefnist Great Britain and Iceland 1800-1820.
Eins og titillinn gefur til kynna,
fjallar ritgerðin um samskipti ís-
lands og Bretlands á tímabili Napól-
eonsstyijalda, en þá komst ísland
á yfirráðasvæði Breta. Ritgerðin
fjallar einnig m.a. um aðdraganda
o g eftirmál byltingar Jörundar
hundadagakonungs árið 1809-og
um fyrstu tvo ræðismenn Breta á
íslandi. Verslunarsaga tímabilsins
er einnig rannsökuð, bæði enska
verslunin og verslun landsmanna,
sem á stríðsárunum var að mestu
stjórnað áf Bretum með höftum og
útflutningshömlum.
Andmælendur voru dr. Stewart
P. Oakley, prófessor í skandin-
avískri sögu við University of East
Anglia og Patricia K. Crimmin,
lektor við Royal Holloway College,
University of London, sérfræðingur -
í sögu tímabilsins.
Anna er fædd í Reykjavík 14.
maí 1947. Faðir hennar var Agnar
Kl. Jónsson_ sendiherra, en móðir
hennar er Ólöf Bjarnadóttir. Hún
lauk stúdentsprófi 1967, B.A.
(Hons.) prófi í sagnfræði frá háskól-
anum í Sussex árið 1970 og prófi
í íslandssögu við Háskóla Islands
árið 1973. Síðan tók við framhalds-
nám við London School of Econ-
omics 1974-7. Anna hefur starfað
sem stundakennari við Menntaskól-
ann í Reykjavík 1972-4, Kennara-
háskóla íslands 1973-4, Mennta-
Dr. Anna Agnarsdóttir
skólann við Sund 1981-5 og frá
1980 við Háskóla íslands. Maður
hennar er dr. Ragnar Árnason,
prófessor og eiga þau tvær dætur.
Samskiptin við Islendinga
hafa verið afar ánægjuleg
- segir yfirmaður þýska ferðamálaráðsins á Norðurlöndum
sem nú tekur við starfi flugvallarstjóra í Saarbriicken
KNUT Hanschke, sem verið hefúr yfirmaður þýska ferðamálaráðs-
ins á Norðurlöndum í tæp fjögur ár, hefúr nú verið ráðinn flug-
vallarstjóri í Saarbriicken. Hann tekur við starfinu þann 1. októ-
ber, en fyrir nokkrum dögum var hann staddur hér á landi til
að kveðja vini og samstarfsmenn.
„Undanfarin ár hefur verið stöð-
ug fjölgun íslenskra ferðamanna í
Þyskalandi og ég hef haft mikla
ánægju af samskiptum mínum við
íslenskar ferðaskrifstofur og flugfé-
lög,“ sagði Knut. „Árið 1984 fjölg-
aði gistinóttum íslendinga í Þyska-
landi um tæp 100% frá árinu áður,
voru árið 1983 rúmlega 23.500 en
fóru 1984 í tæp 46 þúsund. Skýr-
ingin á þessu er sú, að árið 1984
var byijað að selja ferðir til Daun
Eifel, þar sem margar íslenskar fjöl-
skyldur hafa eytt sumarfríinu sínu.
Á síðasta ári voru gistinæturnar
komnar í tæp 80 þúsund og fyrstu
ijóra mánuði þessa árs var aukning-
in 24%. Það er því ljóst að íslending-
ar kunna að meta Þýskaland og
njóta þess að dvelja þar í fríum.“
Knut Hánschke sagði að hann
hefði í starfi sínu lagt mikla áherslu
á að ná góðu sambandi við flugfé-
lögin og þá sem selja ferðir. „Á
íslandi, líkt og í Finnlandi, þekkir
fólk ekki eins vel til Þýskalands og
til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð.
Þess vegna fannst mér skemmtileg-
ast að vinna að kynningu á landi
mínu á íslandi og í Finnlandi og
gera fólki ljóst að í Þýskalandi eru
ekki bara stórar verksmiðjur Volks-
wagen og fleiri iðnfyrirtækja, held-
ur einnig fallegt landslag.“
Knut sagði, að í starfinu sem
flugvallarstjóri í Saarbriicken
myndi hann leggja mesta áherslu á
að vekja athygli á flugvellinum.
„Völlurinn sinnir nú tólf áætlunar-
ferðum daglega og þaðan eru farin
14 leiguflug í viku,“ sagði hann.
„Hins vegar er auðveldlega hægt
að tvöfalda umferð um völlinn og
það verður mitt hlutverk. Nú leita
íbúar í nágrenni vallarins til flug-
vallanna í Lúxemborg eða Frank-
furt ef þeir vilja fara til útlanda,
en ég ætla að reyna að breyta
þessu. Til að byija með vil ég koma
á flugi til London og Parísar."
Knut sagði að stór hluti starfs
hans yrði að kynna flugfélögum
þann möguleika sem opnaðist þegar
innri markaður Evrópubandalags-
ins yrði að veruleika árið 1992.
„Saarbriicken verður þá skyndilega
í miðri Evrópu,“ sagði hann. „Stóru
flugvellirnir, til dæmis í París og
London, eiga takmarkaða mögu-
leika á að auka umferðina og marg-
ir flugvellir lenda í vanda þess
vegna, til dæmis vegna þess að
mjög er nú litið til umhverfismála.
Fólk í næsta nágrenni þeirra sættir
sig ekki við aukna umferð og háv-
aða sem af henni stafar. Flugfélög
í Evrópu eru því nú þegar farin að
leita til minni flugvalla, meðal ann-
ars til þess að minnka kostnað, sem
stafar af töfum á stærri völlunum.”