Morgunblaðið - 21.09.1989, Page 23

Morgunblaðið - 21.09.1989, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989 Angólska sendineihdin fyrir utan Höfða. Á myndinni eru talið frá vinstri dr. Adáo Kapilango, Waldemar dos Santos, og Garcia Neto. Hugmyndir um sparnað sem bitna ekki á nauðsyn- legri þjónustu á að ræða - segir Sverrir Bergmann varaformaður Læknafélags Islands „ÉG ER þeirrar skoðunar að allar hugmyndir, sem hafa í for með sér sparnað í kerfmu og bitna ekki á nauðsynlegri þjónustu, eigi að ræða af heilum hug af báðum aðilurn," sagði Sverrir Bergmann, varaformað- ur Læknafélags íslands og formaður samninganefhdar sjúkraliús- lækna, þegar hann var inntur álits á hugmyndum heilbrigðisráðherra um sparnað í heilbrigðiskerflnu, sem fela meðal annars í sér gagnger- ar breytingar á uppbyggingu sérfræðiþjónustunnar. „Það er þegar í gildi takmörkun á því hvað sérfræðingar í fullu starfi geta unnið á eigin stofu. Þar er nú rniðað við mest 40 stundir á mánuði og mér finnst einnig koma til greina að setja einhveijar hlið- stæðar reglur fyrir þá sem eru í hálfu starfi eða meira á sjúkrahús- um. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að það megi koma sérfræði- þjónustunni öðruvísi og betur fyrir, þannig að hún geti orðið eitthvað ódýrari en hún er í dag án þess að gæðin minnki. En ég tel að það sé mjög óheppilegt að draga algjör skil milli sjúkrahúslækna og sér- fræðinga á stofu. Mér finnst að læknasamtökin eigi að vera til við- ræðu um fyrirkomulag sem tryggir nauðsynlega þjónustu og er eins .hagkvæmt og kostur er. Menn get- ur svo greint á um hvað sé nauðsyn- leg þjónusta. En hinu má ekki gleyma að eins og sérfræðiþjónust- an er í dag er hún í raun mjög góð, vafalaust betri en gei'ist nokk- urs staðar, þótt hún sé ekki fullkom- in. Miðað við gæði má alltaf deila um hvort kostnaðurinn sé svo mik- ill. Laun okkar sem sérfræðinga eru í rauninni lág en á móti kemur að við höfum haft öniggar greiðslur. En þegar hart ei' í ári líta menn á alla útgjaldaliði og mér finnst sjálf- sagt að gera það. Það er með lækna eins og aðra að það getur komið að því að þeir verði of margir á þessu sviði eða hinu. Þá standa menn frammi fyrir því að lítið sé að gera. Ég tel það einnig æskilegt á leið til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu að rekstri stóru sjúkrahúsanna verði þannig fyrir komið að hann verði sem hagkvæmastur. Á milli þeirra þarf að vera sem skýrust verka- skipting og sömuleiðis að þar væri góð samvinna um tækjabúnað og tækjakaup þannig að spítalarnir noti dýr tæki sameiginlega. Það þarf að koma því þannig fyrir að spítalarnir sem hér eruj"áði sameig- inlega yfir eins góðum tækjakosti og mögulegt er, þannig að við drög- umst ekki langt afturúr. Við erum komnir svolítið afturúr með vissa rannsóknartækni sem skiptir mali bæði uppá meðferð sjúklinga og með tilliti til öflunar þekkingar sem kemur að gagni til að fyrirbyggja sjúkdóma en sá tæknibúnaður er dýr og okkur nægir að hafa hann á einum stað,“ sagði Sverrir Berg- mann. Sjálfstæðismenn á Vestgörðum: Núverandi kvótakerfí verði lagt niður KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðuni hélt aðalfrind sinn á ísafirði fyrir skömmu. Var þar Iýst yfir harðri andstöðu við ríkisstjórnina og lögð áhersla á að sjálfstæðismenn þyrftu að standa saman sem órofa heild í baráttu fyrir endurreisn atvinnulífsins og breyttri efnahagsstjórn. Aðgerðir til að treysta búsetu á lands- byggðinni voru einnig ræddar og meðal annars lagt til að núver- andi fyrirkomulag í kvótamálum yrði lagt niður. Umræður á aðalfundinum sner- ust einkum um stjórnmálaástandið og stöðu landsbyggðarinnar. í stjórnmálaályktun fundarins segir Morgunblaðið/Júlíus Knut Hanschke, yfirmaður þýska ferðamálaráðsins á Norð- urlöndum. Hann tekur um næstu mánaðamót við starfi flugvallarstjóra í Saarbriicken. Knut Hánschke sagði að lokum, að hann myndi sakna ferðanna til íslands. „Hérna er gott fólk, sem ánægjulegt er að eiga samskipti við. Islendingar eru heiðarlegir og hreinskiptnir og ekki í eðli þeirra að ljúga. Þessir eiginleikar þeirra gerðu starf mitt bæði ánægjuiegt og auðvelt." meðal annars, að núverandi ríkis- stjórn hafi á stuttum ferli sínum fylgt efnahagsstefnu, sem sé hættuleg atvinnulífinu. Linnulausar verðhækkanir að undanförnu stafi . af óhönduglegri stjórnarstefnu, at- vinnulífið sé víða verr statt en nokkru sinni fyrr og fullkominn óvissa ríki um framtíð heilla byggð- arlaga. Þrátt fyrir að skattheimta hafi aukist um marga milljarða sé ríkissjóður rekinn með stórfelldum halla og í fyrsta skipti í mörg ár geri atvinnuleysi nú vart við sig me_ð alvarlegum hætti. í ályktuninni segir að Sjálfstæð- isflokkurinn sé sem fyrr reiðubúinn að axla ábyrgð við stjórn landsins og er stefnumótun þingflokksins í efnahags- og atvinnumálum fagn- að, einkanlega nýmælum varðandi skráningu gengis. Krafist er ráð- stafana til að treysta búsetu á landsbyggðinni; að núverandi kvótafyrirkomulag verði afnumið, samgöngur verði treystar, unnið að bættri þjónustu á sviði mennta- og heilbrigðismála, fjárhagsstaða minni sveitarfélaga tryggð og skipulagi landbúnaðarmála verði breytt, meðal annars þannig að aukið tillit verði tekið til staðar- kosta og aðstæðna. Á fundinum var kjörin stjórn kjördæmisráðsins og skipa hana Guðmundur Sævar Guðjónsson frá Bíldudal, formaður, Geirþrúður Charlesdóttir, ísafirði, Óli M. Lúðvíksson, ísafirði, Þórir Örn Guð- mundsson, Þingeyri og Björg Guð- mundsdóttir, Bolungarvík. Morgunblaðið/Björn Blöndal íþróttahúsið við Siinnubraut í Keflavík. Nýi íþróttasalurinn er í við- byggingunni sem er hægra megin á húsinu og er gólfflötur hans 18 x 33 m. Keflavík: Nýr íþróttasalur tekinn í notkun NÝR íþróttasalur var formlega tekinn í notkun við hátíðlega at- höfn nýlega. Nýi salurinn er í nýbyggðri viðbyggingu við íþróttahúsið við Sunnubraut og * Akvörðun um gerð vegar yfir Gilsflörð í sjónmáli Midhúsum, Reykhólasveit. SAMSTARFSNEFND um veg yfir Gilsfjörð boðaði til fiindar sem hald- inn var í Vogalandi í Króksfjarðarnesi fóstudaginn 15. september. Á fundinn mættu samgönguráðherra, Steingrímur Sigfússon, allir þing- menn úr Vesturlandskjördæmi og einn þingmaður úr Vestljarðakjöi'- dæmi en hinir þingmennirnir voru búnir að ráðstafa sér annað. Einn- ig voru mættir þrír verkfræðingar frá Vegagerðinni, sýslumaður Dalamanna og sveitarstjórnarmenn úr Dalasýslu og Reykhóalhreppi. Reinhard Reynisson sveitarstjóri Reykhólahrepps setti fund og bauð gesti velkomna og setti Sigurð þó- rólfsson, Innri-Fagradal fundar- stjóra og stjórnaði hann fundi með röggsemi. Sigurður Rúnar Friðjóns- son mjólkunrbússtjóri í Búðardal hélt framsöguerindið. Til máls tóku flestir þingmenn, verkfræðingarnir, samgönguráðherra, sýslumaður Dalamanna og sveitarstjóri Reyk- hólahrepps. Einhugur var um að reyna að vinna sem best að því að hægt yrði að hefjast handa eins fljótt og auðið væri og allar áætlanir yrðu tilbúnar fyrir áramótin 1990-1991. Verkfræðingarnir töluðu um þijá valkosti og leist mönnum best á þann kost að leggja veg frá Kaldr- ana í Dalasýslu yfir Gilsfjörð að Króksfjarðarnesi og setja affallsbrú við norðurenda vegarins. þá yrði Gilsfjörður gerður að fallegu stöðu- vatni, og leiðin á milli mundi stytt- ast um 17 kílómetra. Þessi vegar- gerð er alldýr og mun vera til laus- leg áætlun um að þessi framkvæmd kosti um hálfan milljarð króna. Tvær tillögur komu fram. Onnur var þess efnis að ttyggja nægilegt fjármagn til rannsókna og hönnunar svo ijúka megi undirbúningsvinnu og taka ákvörðun um vegargerð yfir Gilsfjörð á árinu 1990. Hin tillagan var um snjómokstur á leiðinni Búð- ardalur - Reykhólar, að hann yrði samræmdur og aukinn. Báðar þessar tillögur voru samþykktar samhljóða. Sveinn er 18 x 33 m að stærð auk 30 fer- metra geymslu. Með tilkomu nýja íþróttasalarins vænkast hagur íþróttafólks í Keflavík verulega því erfitt var orðið að fá tíma og dæmi voru um að menn færu til Sandgerðis til æfinga. Helgi Hólm formaður bygginga- nefndar afhenti bæjarstjórn Keflavíkur nýja íþróttasalinn við hátíðlega athöfn sem fram fór á Flughótelinu og síðar um daginn fór fram hátíðardagskrá í nýja og gamla íþróttasalnum og meðal þeirra sem þar komu fram var 90 manna danskur unglingakór frá Svenstrup í Danmörku sem var í heimsókn í Keflavík á vegum Rot- ai-yklúbbs Keflavíkur. Við afhendingu hins nýja salar kom fram í máli Helga Hólm að framkvæmdir við viðbygginguna hefðu staðið í eitt ár, kostnaður hefði verið rúmlega 31,5 milljónir og þar af væri búið að greiða lið- lega 8 milljónir. Nýi salurinn er 650 fermetrar að flatarmáli, en 5.626 rúmmetrar. Búningsklefar og ann- að sameiginlegt rými var þegar fyrir hendi í íþróttahúsinu sem tek- ið var í notkun árið 1980. Aðalverk- taki við byggingu hússins var Steinsmíði hf. í Nj'arðvík. BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.