Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 34
MPMiUiN'BLAÐtt): FIMM TUDAGUR 2:1. SEJfTPMBER ,19íBS> m Elíás J. Guðjónsson Akranesi - Minning Fæddur 13. maí 1919 Dáinn 13. september 1989 Þótt allir viti og geri sér ljóst að „eitt sinn skal hver deyja“ þá fer ekki hjá því að þegar maður stend- ur frammi fyrir þeirri staðreynd að góður vinur og félagi er.ekki lengur á sínum stað er manni brugðið. Það eru margar góðar minningar bundnar við Elías Guðjónsson bæði hér heima og erlendis. Þar sem Elías var skorti aldrei léttan anda. Elías kunni margar sögur er lýstu vel mönnum og málefnum og var hann næmur á það broslega í lífinu og hafði gaman af ýmsum sérkenn- um manna sem ekki allir veittu athygli. En hann fór ekki illa með slíka hluti frekar en annað sem honum var trúað fyrir. Elías talaði ekki illa um fólk, enda var hann nærgætinn og hjartahlýr. Og tók hann nærri sér að sjá fólki líða illa. Við Elías áttum viðskipti saman í fjölda ára og það liðu sjaldan margir dagar svo að við töluðum ekki saman. 0g síðast var það 13. september. Við voru þá að ræða vörukaup til næstu mánaða. En að kvöldi þess sama dags var þessi árvaki verslunarmaður ekki lengur til viðræðna við einn eða neinn. Þannig er lífið og þannig er dauð- inn. Þegar litið er til baka eru margar stundir eftirminnilegar ekki síst á vörusýningum erlendis þar sem við vorum oft saman í hópi góðra vina. Og Elías var ætíð hrók- ur alls fagnaðar. Og eftir á finnst manni að liðnu árin, sem enn virð- ast svo nálæg, komi til manns með óráðnar gleðistundir. En þá, þégar minnst varir, hefur slokknað á lampanum og myrkrið hellist yfir. Þannig er vitundin þegar maður hrekkur við og sér að dauðinn er hinumegin við þilið. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og börnum mína dýpstu samúð. Andres Guðnason Elli vinur okkar er fallinn frá. Harmafregnin barst okkur morgun- inn eftir að hann lést, miðvikudag- inn 14. sept. Elías Jón Guðjónsson hét hann, borinn og barnfæddur Akurnesing- ur. Fæddur 13. maí 1919 og því nýorðinn 70 ára. Við vorum svo lánsöm að kynn- ast honum og konu hans fyrir um - 20 ámm. Vegir okkar lágu saman er við sóttum skósýningar í Diis- seldorf og London. Elli var vel af Guði gerður, þétt- ur á velli og léttur í lund, hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagn- aðar. Alltaf hinn mesti æringi, vildi öllum gott gera og hjálpa til ef á þurfti á að halda. Höfðingi heim að sækja og voru þau hjónin orð- lögð fyrir gestrisni og myndarskap. Hann byijaði sipn búskap með konu sinni Sigríði Ármannsdóttur á Staðarfelli og bjuggu þau þar alla tíð._ Árið 1946 hóf hann verzlunar- rekstur, fyrst með búsáhöid, en söðlaði síðaf yfir í skóverzlun. Rak hann skóverzlunina Staðarfell á Akranesi í rösklega 40 ár. Einnig rak hann verzlun við Skólavörðu- stíg, síðar við Óðinstorg, í fjölda ára. Hann keypti og skóverzlun á Laugavegi 100 og rak 3 verzlanir um árabil. Varð hann umsvifamik- ill kaupmaður, sem sífellt þurfti að fara á milli Akraness og Reykjavík- ur. Taldi hann sig ekki geta gert landsbyggðarverzlun góð skil, nema reka einnig verzlun í Reykjavík, Þurftu þau hjónin því oft að fara erlendis og kaupa inn. Þótt mörgum þyki það eftirsóknarvert að ferðast til útlanda verður það lýjandi til lengdar. Kom að því, er hann hafði fengið hjartaáfail fyrir nokkrum árum, að hann seldi verzlanirnar í Reykjavík og hélt sig við heima- byggð sína. Þaðan ætlaði hann aldr- ei að fara, þótt einhveijum hefði kannske fundist að betra hefði ver- ið að flytja og reka verzlun í Reykjavík, þar sem nafli heimsins er að margra mati. Svo mikið Skagafólk voru þau hjónin að það kom aldrei til greina. Elli hafði mörg áhugamál. Var mikill félagsmaður. Var í Lions og átti þar 100% mætingu í mörg ár. Hann var og í Oddfellowstúkunni Agli. Talaði hann oft um hvað þessi félög væru mannbætandi. Sumarbústað í Borgarfirðinum höfðu þau hjónin komið sér upp af áhuga og dugnaði með Guðjóni syni sínum og áttu þau hjónin margar ánægjustundir í faðmi fjölskyldunn- ar. Tvö börn áttu þau, Guðjón og Gunnhildi. Son átti. Elli áður en hann gifti sig, Steinar, er dó af slys- förum. Var það þeim mikið áfall. Sonur Steinars, Ragnar, hafði ný- lega gert hann að langafa, sem hann var stoltur af. Erfitt var og hjá þeim hjónum, þegar Gunnhildur missti mann sinn snögglega frá tveim ungum börn- um. Þar voru þau vanmáttug, eins og fleiri. Barnabörnin urðu 6 að tölu, þeirra líf og yndi. Gaman var að fylgjast með, síðast þegar við heim- sóttum þau, sjá, sonardótturina Sigríði yngri hjálpa til við af- greiðslu. Snemma beygist krókur- inn. Elli hafði mikið að gefa. Þótti hann ómissandi í stórum hópi skó- kaupmanna, sem um árabil hittust á skósýningum, vor og haust. Og þegar hann vantaði, var ekki sama glaðværðin og áður. Þótt hann væri með þeim elstu, þá var fjörið þar sem hann var. Hann dansaði manna mest, var manna kátastur og skemmtilegastur, þrátt fyrir langan vinnudag. Gaf þeim yngri ekkert eftir. Orðheppinn var hann með afbrigðum og eru margar fleygar setningar til eftir hann. Hann hafði ekki gengið heill til skógar um nokkurn tíma, þótt hann vildi ekki gera mikið úr veikindum sínum. Sló hann á létta strengi, þegar spurt var hvernig heilsan væri. Fyrir skömmu lagðist hann inn á sjúkrahús og þegar hringt var til hans eftir heimkomuna, sagðist hann vera stálsleginn. Kvöldið áður en hann lést hringdi ....................... — + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma; HERBORG KRISTJÁNSDÓTTIR kennari, Vesturbrún 6, lést á heimili okkar að morgni 19. september.^ Þórir Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Bróöir okkar, + SKÚLI PÉTURSSON bóndi, Nautaflötum, Ölfusi, lést 19. september. Systkini hins látna. ■ Hjartkær sonur minn, faðir og t aróðir okkar, BÆRING VAGN AÐALSTEINSSON, Klapparstíg 11, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 22. septem- ber kl. 15.00. Svanhildur Maríasdóttir, Selma Björk Elíasdóttir, Halldór Guðbjartur Elíasson, Jónas Friðgeir Elíasson, Viðar Elíasson, Hilmar Elíasson, Svanfrfður Ósk Bæringsdóttir, Hafdís Lilja Pétursdóttir, Soffía Ösp Bæringsdóttir, Svanur Elí Elíasson, Hlynur Elías Bæringsson. 3. vfi ► 'iCWÍ’." Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. amfliaaiaiKStq MIKLUBRAUT 68 ® 13630 + Útför heiðursborgara Gerðahrepps, BJÖRIMS FINNBOGASONAR, fyrrverandi oddvita, verður gerð frá Útskálakirkju laugardaginn 23. september nk. kl. 14.00. Hreppsnefnd Gerðahrepps. + Hjartkær eiginmaður minn, GUÐNI ÁRSÆLSSON, Hrisateigi 43, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 22. septem- ber kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Jóhannesdóttir. + Eiginkona mín og móðir okkar, HALLFRÍÐUR SVEINSDÓTTIR frá Súðavík, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 22. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag íslands. Þorvarður Hjaltason og börn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, J. GUNNAR TÓMASSON verkfræðingur, Bakkaflöt 6, Garðabæ, verður jarðsunginn föstudaginn 22. september kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Landspítalasjóð og St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði. Doris J. Tómasson, Edda Gunnarsdóttir, Karl Gunnarsson, Rúna Gunnarsdóttir, Ása Gunnarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. hann til Eyja og lék á als oddi, talaði urn hvenær við hittumst næst, þó ætlaði hann ekki til Dusseldorf í ár, en vonaði að næst gæti hann verið með. Morguninn eftir var hann allur. Erfitt er að trúa því að hann Elli sé dáinn. Sár er söknuður fjöl- skyldu hans og vina. Viljum við með þessum fátæklegu orðum þakka honum og þér Sigga mín vináttuna í öll þessi ár. Megi góður Guð styrkja þig og fjölskylduna og hjálpa ykkur að sefa þá sáru sorg sem nú ríkir á Staðarfelli. Sigurbjörg Axelsdóttir, Axel O. Lárusson. Bezti faðir, barna þinna gættu; blessun þín er múr gegn allri hættu. Að oss hlúðu, hryggð burt snúðu, hjá oss búðu, orð þín oss innrættu. (P.G.) Hann Elías afí minn er dáinn ög þess vegna langar mig að skrifa fáein kveðjuorð um hann. Það er erfitt að kveðja svo góðan mann sem afi minn var. Hann var svo góður og umhyggjusamur og vildi allt fyrir alla gera. Hann afi vissi og kunni svo margt, sem hann hafði mikla ánægju af að segja okkur frá. Hann bjó til leikföng, eins og þau sem hann lék sér að sem drengur. Svo Iékum við okkur saman og þá var afi ekki síður barn en við. Það er svo margt, sem við afi gerðum saman. Ég minnist alltaf þcss þegar við fórum saman í sunnudagaskólann frá því ég var fjögurra ára og héldum því áfram í mörg ár. Síðastliðinn vetur fór hann með mér í messu vegna ferm- ingarundirbúnings hjá mér. Mér leið alltaf svo vel með honum afa. En nú kveð ég elsku afa minn. Hann mun alltaf vera í huga mér og ég mun reyna að gefa öðrum það, sem hann gaf mér. Ég skal reyna að hjálpa elsku ömmu minni, sem honum þótti svo vænt um, en þurfti að kveðja alltof fljótt. Hafðu Jesú, raig í minni, mæðu’ og dauðans hrelling stytt. Bðrn mín hjá þér forsjón finni, frá þeim öllum vanda hritt. Láttu standa á lífsbók þinni líka þeirra nafn sem mitt. (H.P.) Sigríður Ásta Guðjónsdóttir Að kvöldi miðvikudags 13. sept- ember lést á heimili sínu, Kirkju- braut 1 á Akranesi, Elías Guðjóns- son kaupmaður. Hann hafði átt við hjartasjúkdóm að etja um tíma, en vonir stóðu til að hann kæmist yfír það. Var hann óðum að hressast og var hann við vinnu í verslun sinni daginn sem hann lést. En kallið, sem enginn flýr, var komið, og eng- inn frestur veittur. Hann verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, fimmtudaginn 21. september. Elías Jón Guðjónsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur á Akranesi 13. maí 1919. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson kaup- maður og kona hans Ólafía Ólafs- dóttir, bæði fædd á Akranesi. Guð- jón byrjaði að versla á Akranesi 1918, fyrst í Oddgeirsbúð, sem stóð þar sem nú er verslunar- og íbúðar- húsið á Kirkjubraut 2. í Oddgeirs- búð hafði verslað áðut' Oddgeir heit- inn Ottesen á Ytra-Hólmi. Árið 1922 byggðu þau Guðjón og Ólafía myndarlegt steinhús á Kirkjubraut 1, beint á móti Oddgeirsbúð og nefndu það Staðarfell. Þar verslaði Guðjón meðan hann lifði, en hann lést langt fyrir aldur fram árið 1929. Eftir lát Guðjóns rak Ólafía versl- unina í nokkur ár, en leigði hana síðan. Ólafía rak um árabil matsölu - á Staðarfelli af miklum myndar- skap. Hún andaðist í Reykjavík 1955. Þau Guðjón og Ólafía áttu einnig eina dóttur, Unni. Hún- er búsett í Reykjavík gift Skarphéðni Óskarssyni, og eiga þau fjögur börn. Hugur Elíasar hneigðist snemma að verslunarstörfum. Innan við tvítugt hóf hann störf og stjórnaði verslun, er Sigurður heitinn Hall- bjarnarson útgerðarmaður stofnaði. Um tíma vann hann svo með And-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.