Morgunblaðið - 21.09.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 21.09.1989, Síða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ'FIMMTUDAGUIl 21. SKBIKMKLR IStSii Að gefnu tileftii vegna ferðalýsingar Til Velvakanda. Fyrir nokkrum dögum birtist hér í Velvakanda grein er bar yfirskrift- ina „Sumarferð Sjálfsbjargar. Van- efndir á ferðalýsingu." Það er verulega hallað réttu máli varðandi flesta þætti og eru aðfinnsl- ur Oddnýjar Ólafsdóttur kjólameist- ara með slíkum eindæmum að þeir fjölmörgu sem nutu ferðarinnar geta ekki orða bundist. Fyrir það fyrsta ber titill greinar- innar í sér rangfærslu. Ferðin var nefnilega hreint ekki sumarferð Sjálfsbjargar heldur hópferð á vegum ferðaskrifstofunnar Ferðabæjar sem félagsmönnum í Sjálfsbjörg var sér- staklega boðið að nýta. vGreinar- höfundur kvartar sáran yfir því að hafa hvorki fengið vott né þurrt SIS og Framsókn beint á flárlögin Til Velvakanda Váleg tíðindi berast nú víða að úr þessu þjóðfélagi en hörmulegast af öllu er að vita hvernig komið er fyrir Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, þessum helsta hornsteini byggðar í landinu síðan dönsku sel- stöðuverslunina leið. Er að vonum, að reynt sé að bjarga fyrirtækinu með bankakaupum og öðrum stuðn- ingi en samt er ekki víst, að það dugi til. Mér hefur því dottið í hug hvort ekki sé rétt og maklegt að taka SÍS beint inn á fjárlög ríkisins og þjóðarinnar. Ef þessi háttur væri hafður á, að láta skattgreiðendur gjalda SÍS það sem SÍS er næstum milliliðalaust, mætti komast hjá því argaþrasi, sem nú ríkir í þjóðfélaginu þar sem alls kyns strákalýður telur sig geta brugðið fæti fyrir þetta þjóðþrifafyr- irtæki. Framsóknarflokkurinn fengi að sjálfsögðu sinn skerf enda er skylt skeggið hökunni og náið nef augum eins og þar segir og þá má ekki gleyma Tímanum, sem hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjö tugi ára. Við skulum nefnilega átta okkur á því, að falli Sambandið er fram- sóknarmennskunni hætt. Þá gæti farið svo, að þjóðin missti leiðsagnar ástmagar síns og eftirlætis, sjálfs forsætisráðherrans, þessa stálminn- uga heiðursmanns, sem stendur eins klettur úr hafinu og er ávallt sam- kvæmur sjálfum sér á hveiju, sem gengur. Þá hugsun skulum við ekki hugs'a til enda. Skattgreiðandi fyrsta daginn í ferðinni fyrr en seint um kvöld, að frátöldum flugvélar- matnum. Þetta ber vott um einstakt framtaksleysi höfundar sparðatín- ingsins, því að allan tímann var hægt að panta heita drykki sem kalda í eldhúsi rútubílsins ef fólk hafði rænu á að láta vita af sér. Auk þess var stoppað við stóra kjörbúð þar sem þeir er vildu gátu keypt sér hvers kyns matvæli. Ef einhver var svo aðframkominn sem greinarhöf- undur gefur í skyn átti sá hinn sami að láta vita af sér. Bíllinn hafði nefnilega þann ágæta eiginleika að geta stoppað hjá flest- um þeim búðum sem ekið var hjá. Þá getur Oddný þess að bílstjórinn hafi vaðið í villu mest allan daginn. Hér hefur tímaskynið eitthvað aflag- ast, því seinkunin var í mesta lagi tveir tímar og stafaði af því að bílstjórinn beygði óvart útaf hrað- brautinni Trier-Köln of snemma. Hér var einungis um mannleg mistök að ræða og er það greinarhöfundi til minnkunar að básúna slíkt út um allar jarðir. Bílstjórinn reyndist nefnilega einstaklega vel og aksturs- máti hans var óaðfinnanlegur. Öllu skítkasti á fararstjórann er vísað til föðurhúsanna, því hann var einstaklega alúðlegur og var nánast fjórði hjálparmaðurinn í ferðinni, allt- af boðinn og búinn til aðstoðar. Bíllinn var sérstaklega hannaður fyrir hjólastóla (lyfta, salerni) en í kynningarbæklingnum var íwergi minnst á sérhönnuð sæti eins og greinarhöfundur virðist gefa í skyn. Oddný gagnrýnir hótelið fyrir þrengsli og skort á aðgengi. Það er mikið rétt að gagnrýna má flest hót- el fyrir slíka hluti en einmitt þess vegna hefði henni mátt skiljast að aðgengilegra hótel fannst ekki auð- veldlega. Þeir fatlaðir sem reynslu hafa af ferðalögum vita að gallalaust hótel 'eru jafn vandfundin og nál í- heystakk. Dagsferðir voru sumar hveijar langar en jafnframt þær skemmti- legustu fyrir þær sakir að í þeirn var boðið uppá fjölbreyttustu hlutina og í þeim kynntumst við best þýskum lifnaðarháttum. Án þessara ferða hefði ferðalagið orðið ósköp tilbreyt- ingarlaust. Þeir sem ekki þola skemmtiferðir af þessu tagi ættu frekar að panta sér sólarlandaferð, sitja sem fastast og lesa ensk blöð ef ekkert betra er að fá. Þá gætu þeir sem unna ferðum sem þeirri er við fórum á vegum Ferðabæjar (en ekki Sjálfsbjargar) notið ferðarinnar í ró að næði. Vonandi sjáum við ekki fleiri greinar af því tagi sem Oddný Ólafsdóttir skrifaði því sú grein er ekki dæmigerð fyrir viðhorf flestra ferðaféiaganna til ferðarinnar. Fyrir hönd ánægðra ferðalanga, Sigurður Björnsson SKÓLABLÚSSA Svörtu skólablússurnar komnar aftur. Vinnufatabúóin Laugaveg 76, s. 15425, SGndum Kringlan, 3. hæð, s. 686613. ípÓStkrÖfU. ÚTSALA don cano Krumpugöllum Jogginggöllum Anórökum og kuldaúlpum 30 til SO % afsl. Sendum í póstkröfu um allt land. don ccmo - búóin Glæsibæ - sími 82966. liM Þú ættir að líta til okkar - hvort sem þig vantar húsgögn eða ekki - og skoða fjölbreytt úrval góðra og glæsilegra húsgagna í smekklegu umhverfí. Húsgagnahöllin hf. er hluthafi í tveimur stórum, erlendum innkaupasamsteypum sem tryggja okkur bestu vörurnar og bestu verðin. IDE MÖBLER A/S, stærsti innkaupahringur Danmerkur opnar okkur milliliðalaus viðskipti við 120 framleiðendur á Norðurlöndum. REGENT MÖBEL GmbH í Þýskalandi gerir okkur á sama hátt möguleg bein og milliliðalaus viðskipti, með ströngu gæðaeftirliti, við 400 þekkta framleið- endur húsgagna á meginlandi Evrópu. (Velta Regent Möbel gmbh 1988 var 2.855 milljónir DM eða ríflega 90 milljarðar ísl. króna). Húsgagiwhöllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.