Morgunblaðið - 22.09.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.09.1989, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 Keflavíkurflugvöllur: Eðlilegt að við tök- um við fleiri störfiim - segir Þorsteinn Pálsson „GEIR Hallgrímsson markaði þá stefnu á sínum tíma sem utanrík- isráðherra, að við tækjum við fleiri störfum og það komst til dæmis til framkvæmda hvað varðar ratsjárstöðvarnar. Það er eðlilegt, eftir því sem aðstæður leyfa, að fyigja þeirri stefnu," sagði Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er hann var inntur álits á þeim orðum Matthíasar Bjarnasonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, að íslendingar ættu að taka að sér fleiri störf á Keflavíkurflugvelli. Þorsteinn sagði að mjög mikil- vægt væri að hlutir af þessu tagi gerðust með þróun. „Ég legg á það áherslu að í þessum efnum þarf jafnan að taka ákvörðun út frá vamarhagsmunum okkar,“ sagði hann. „Við höfum aldrei litið svo á að várnarliðið verði hér ætíð, en mikilvægi varnarsamstarfsins við Bandaríkin er óbreytt. Við metum samstarfið á hverjum tíma og það er gífurlega þýðingarmikið, vegna þeirra miklu breytinga sem nú eiga sér stað, að Atlantshafsbanda- lagsríkin sýni áframhaldandi styrk. Þegar ég tala um breytingar vísa ég fyrst og fremst í þann áragnur sem hefur náðst í afvopnunarmál- um og hrun sósíalismans í Austur- Evrópu. Einmitt á slíkum tímum er engin forsenda til að breyta grundvelli varnarsamningsins, enda ekki um það rætt,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Þjóðleikhúsið: Miðasala á Oliver gengur vel SÖNGLEIKURINN Oliver verð- aðeins í rúman mánuð og lýkur ur frumsýndur í Þjóðleikhúsinu þeim 29. október. Ástæðan fyrir á laugardaginn. Að sögn Jó- þessu er sú að leikmynd og bún- runnar Sigfúsdóttur hjá miða- ingar eru leigð erlendis frá fyrir sölu Þjóðleikhússins gengur þennan tíma. sala á miðum á söngleikinn mjög Sala á áskriftarkortum er enn í vel. fullum gangi og lýkur henni 1. Sýningar á Oliver standa yfir október næstkomandi. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.16 i gær) VEÐURHORFUR íDAG, 22. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Við Suðurströndina er 1000 mb lægð, sem grynn- ist, en um 500 km suðaustur af Hvarfi er 995 mb lægð á leið aust- norð-austur. Víða verður vægt frost inn til landsins í nótt, en ann- ars hiti á bilinu 3-10 stig. SPÁ: Hæg breytileg átt, léttskýjað á Austurlandi. Suð-vestan kaldi og skýjað. Þurrt að mestu á vestanverðu landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestan- átt. Rigning eða skúraveður um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt á Norðausturlandi. Hiti 5-10 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 úrkoma Reykjavík 7 léttskýjað Bergen 14 alskýjað Helsinki 20 alskýjað Kaupmannah. 19 léttskýjað Narssarssuaq 1 þoka Nuuk 0 slydda Osló 19 léttskýjað Stokkhólmur 21 léttskýjað Þórshöfn 10 hálfskýjað Algarve 27 skýjað Amsterdam 24 mistur Barcelona 24 þokumóða Berlín 25 helðskírt Chicago 13 þokumóða Feneyjar 27 heiðskirt Frankfurt 22 mistur Glasgow 15 súld Hamborg 23 mistur Las Palmas 26 léttskýjað London 26 léttskýjað Los Angeles 17 heiðskírt Lúxemborg 23 léttskýjað Madríd 23 léttskýjað Malaga 25 skýjað Mallorca 26 skýjað Montreal 16 þokumóða New York 23 þokumóða Orlando 23 skýjað Paris 25 léttskýjað Róm 28 heiðsklrt Vín 25 heiðskírt Washington 24 súld Winnipeg vantar Morgunblaðið/Silli í verslun KNÞ á Kópaskeri sem kaupfélagið á Húsavík rekur nú. Norður-Þingeyjarsýsla: Kaupfélagið hætt- ir verslunarrekstri Kaupfélögin á Húsavík og Þórshöfn leigja aðstöðuna Húsavík. KAUPFÉLAG Norður-Þingey- inga á Kópaskeri hefúr náð nauðasamningum við almenna lánardrottna, leigt verzlanir sínar um tíma og eru nú verzl- unarhættir á Kópaskeri komnir í eðlilegt form. Hinn 17. apríl síðastliðinn fékk Kaupfélag Norður-Þingeyinga heimild skiptaráðanda til að leita nauðasamninga við lánadrottna sína til þess að bjarga málum sínum án gjaldþrots. Á lögmætum fundi síðastliðinn mánudag með skiptaráðanda Halldóri Kristinssyni, sýslumanni á Húsavík, var lagður fram nauðasamningur, sem almennir kröfuhafar samþykktu með því að fá 40% krafna sinna greidd. Til að geta staðið við samning- inn hefur stjóm kaupfélagsins talið rétt að hætta verzlunar- rekstri um tíma, selja vörulager sinn og leigja verzlunarhúsnæði félagsins. Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík hefur tekið verzlanirnar á Kópaskeri og í Ásbyrgi á leigu en Kaupfélag Langnesinga, Þórs- höfn, verzlunina á Raufarhöfn. Þetta voru svo til einu verzlanirn- ar á þessum stöðum, svo mikil- svert var að þær Iegðust ekki nið- ur. Fyrir hönd stjórnar Kaupfélags Norður-Þingeyinga hefur Árni Vilhjálmsson hrl. annast þessa samninga og hefur það mál leyst án gjaldþrots, sem annars hefði getað komið til. Fréttaritari Norræna ráðherranefhdin: Styrktarsjóður sto&að- ur til kvikmyndagerðar Sjóðurinn hefiir 370 milljónir króna til ráðstöf- unar á ári „NORRÆNA ráðherranefndin hefúr beitt sér fyrir stofnun norr- æns kvikmyndasjóðs og þetta er tilraun sem á að gera í íimm ár,“ segir Tryggvi Gíslason deild- arstjóri í sljórnarskrifstofu norr- ænu ráðherranefndarinnar. Hann segir að ákveðið hafi verið að sjóðurinn hafi tii úthlutunar 45 milljónir danskra króna ár hvert, en það samsvarar um 370 milljónum íslenskra króna. Sjóö- urinn tekur til starfa um næstu áramót. Auk ráðheri'anefndarinnat' standa ríkissjónvarpsstöðvarnar og kvikmyndastofnanir á Norðurlönd- unum að sjóðnum. Hann á að starfa í fimm ár í tilraunaskyni. Ætlunin er að sjóðurinn styrki kvikmynda- gerð, hvort sem er fyrir bíó, sjón- varp, myndbönd eða annað form. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja gerð mynda fyrir börn og unglinga. Tryggvi segir að sjóðurinn út- hluti samkvæmt ákvörðunum stjórnar sjóðsins, ekki verði deilt úr honum í einhvetju hlutfalli til einstakra landa. „íslendingar gætu þess vegna fengið miklu meira en nemur þeirra hlut, eins og gefur að skilja, og nú hafa íslenskir kvik- myndagerðarmenn getið sér gott orð, meðal annars á Norðurlöndum, svoleiðis að auðvitað getur þetta eflt íslenska kvikmyndagerð." Norræni kvikmyndasjóðuriunn mun hafa aðsetur í Svíþjóð. Ekki hefur enn verið skipað í stjórn hans, það verður gert fljótlega. Tryggvi segir að búast megi við að auglýst verði eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum eftir miðjan næsta mánuð og að fyrsta úthlutun geti farið fram í febrúar næstkomandi. Skóladagbók frá Eymunds- son og AB BÓKAVERSLUN Sigfúsar Ey- mundssonar og Almenna bókafé- lagiö hafa í samvinnu gefið út Skóladagbók, sem send hefúr ver- ið öllum þeim nemendum er luku skyldunámi sl. vor og hyggja á framhaldsnám í haust, auk þess sem hún er til sölu í verslunum Eymundssonar. Að sögn Tómasar Tómassonar, markaðsstjóra Eymundssonar og AB, er stefnt að því að gera útgáfu skóladagbókarinnar að árlegum við- burði. í dagbókinni eru m.a. sérstakir reitir fyrir heimaverkefni, próftöflur og stundaskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.