Morgunblaðið - 22.09.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.09.1989, Qupperneq 18
18 esei flaaMaTías .í;í: auoAat v.ó-í ai<jA.iavíuoaoi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 Kaþólska kirkjan og gyðingar: Deilan um klaustur í Auschwitz að leysast London. Reuter. LEIÐTOGAR gyðinga hrósuðu á þriðjudag þeirri ákvörðun Páfa- garðs að mæla með brottflutningi Karmelsystra frá klaustri þeirra í Auschwitz í Póllandi. Nasistar settu upp útrýmingarbúðir á þessum slóðum á stríðsárunum og milljónir manna, kristnir jaiiit sem gyðing- ar, létu lífið. Gyðingar telja engan einn trúflokk hafa rétt á að reisa mannvirki á staðnum. Gyðingaleiðtogarnir segja að eðlileg samskipti verði nú tekin upp á ný við yfirstjórn kaþólsku kirkjunnar í Róm. „Við fögnum þessu mikilvæga skrefi í þá átt að staðfesta loforð Júgóslavía: Slóvenar varaðir við Belgrað. Reuter. FULLTRÚAR í stjórnmálaráði júgóslavneska kommúnista- flokksins hafa varað ráðamenn í Slóveníu við því að breyta stjórn- arskrá lýðveldisins. Hin fyrir- hugaða stjórnarskrárbreyting myndi veita Slóvenum rétt til að segja sig úr júgóslavneska ríkja- sambandinu. Þrátt fyrir fyrri aðvaranir for- sætisráðsins, æðstu valdastofnunar landsins, er búist við að stjórnar- skrárbreytingarnar verði sam- þykktar á slóvenska þinginu í næstu viku. „Ef þörf krefur munu Slóvenar efna til atkvæðagreiðslu meðal íbú- anna um lögleiðingu fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga," sagði Mir- an Potrc, forseti slóvenska þingsins á blaðamannafundi sl. miðvikudag. kaþólsku kirkjunnar," sagði Elan Steinberg, framkvæmdastjóri Al- þjóðasambands gyðinga í New York. Fyrir tveim árum samþykkti pólska kirkjan að flytja klaustrið á brott en það var sett á stofn 1984 til að biðja fyrir fórnarlömbum nasista. Sam- kvæmt úrskurði páfa er nú fyrir- hugað að nunnurnar flytjist í sameig- inlegt trúar- og bænasetur nokkurra trúflokka skammt frá Auschwitz. Pólski kardínálinn Jozef Glemp, sem staddur er í Bretlandi, sagðist vona að fundin væri iausn á deilunni sem allir gætu sætt sig við. Að sögn Glemps hefur milljónamæringur úr röðum gyðinga, Zygmunt Nissen- baum, sem fæddist í Póllandi, átt mikinn þátt í að leysa deiluna um klaustrið. Hefur hann boðist til að fjármagna byggingu fyrirhugaðs trú- arseturs í nágrenni Auschwitz. Klaustrið í Auschwitz hefur verið gyðingum mikill þyrnir í augum og valdið heiftarlegum deilum. Glemp hefur sakað gyðinga um að fara of- fari í deilunni og sagt að þeir mættu ekki gleyma þeirri þýðingu sem stað- urinn hefði fyrir kristna Pólveija. Gyðingar sögðu á móti að orð kardínálans hefðu borið keim af and- úð á gyðingum og blað Samstöðu gagnrýndi einnig Glemp fyrir óvarleg ummæli. Risavaxinn misskilningur Reuter í Bandaríkjunum er væntanlegt nýtt frímerki til minningar um risaeðlurnar, sem reikuðu um jörðina fyrir 65 milljónum ára, en starfsmenn póstþjónustunnar hafa nú játað, að þeim hafi orðið á risavaxin mistök. A frímerkinu stendur, að um sé að ræða þórs- eðlu eða Brontosaurus en rétt er, að myndin sýnir aðra tegund áþekka, sem heitir fræðinafninu Apatausurus. Til stóð að gefa frímerkið út 1. október næstkomandi. Grænland: Rækjukvóti minnkaður Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttarit- ara Morg-unblaðsins. Grænlenska landsstjórnin hef- ur ákveðið að stöðva rækjuveiðar úti af Upernavik á Norðvestur- Grænlandi. Er það gert til að vernda rækjustofninn. Búið er veiða helming kvótans á þessum slóðum eða 4.000 tonn. Rækjan á miðunum úti af Upernavik hefur smækkað svo mik- ið, að nú er aðeins fimmtungurinn gjaidgengur á Japansmarkaði, sem tekur einungis við stórri rækju. I sárabætur hafa rækjusjómennirnir fengið 2.000 tonna kvóta vestur af Diskóeyju en þar er helmingur afl- ans enn nógu stór fyrir Japani. Samtök grænlenskra útgerðar- manna kröfðust þess sjálf, að veið- arnar við Upernavik yrðu stöðvað- ar. Franska þotan sem fórst í Níger: Sprengja falin undir gólfi fyrsta farrýmis? París. Reuter. DPA. FORMAÐUR stjórnar franska flugfélagsins Union de Transports Ariens (UTA) sagðist í gær hafa fengið upplýsingar er staðfestu að sprengja hafi sprungið um borð í DC-10 breiðþotu félagsins er fórst Svíþjóð: Lögregla ræðst inn í banka Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins í Svíþjóð. LOGREGLUMENN í Stokkhólmi réðust í gær inn í skrifstofu aðal- bankastjóra Skandinaviska En- skilda Bankcn, Jacobs Palmsti- erna, til að leggja hald á gögn í mögulegu skattsvikamáli gegn bankastjóranum. Hann er, ásamt fleiri af æðstu ráðamönnum bank- ans, sakaður um að hafa leigt íbúð- arhús af bankanum og greitt fyrir það óeðlilega lága leigu án þess að geta þess í skattaskýrslu sinni. Enskilda Banken er stærsti banki Svíþjóðar. Undirbúningsrannsókn er hafin í málinu og leitaði lögreglan m.a. að afritum leigusamninga á skrifstofunni. Palmstierna bjó árum saman í glæsilegu einbýlishúsi í Djursholm, norðan við Stokkhólm, og greiddi aðeins 2.000 til 3.000 sænskar krón- ur (18.800 til 28.200 ísl.kr.) í mánað- arleigu enda þótt bankinn greiddi sjálfur eiganda hússins 13.000 kr. í mánaðarleigu fyrir húsið. Paimsti- erna gaf þennan greiða aldrei upp til skatts og skattayfirvöld hafa því hækkað álögur á hann um 250.000 s.kr. og bætt öðru eins ofan á í sekt. í Níger á þriðjudag. Franska sjón- varpsstöðin TFl hafði eftir sér- íræðingi frönsku flugmálastjórn- arinnar að allt benti til að sprengja hefði sprungið í farang- urslest undir fyrsta farrými þo- tunnar. Sjónvarpsstöðin hafði eftir sér- fræðingi flugmálastjórnarinnar, en hann kom á slysstað í fyrradag, að gólf og þak fyrsta farrýmis hefðu verið samanklesst. Benti það til þess að spengja hefði sprungið í vörulest undir gólfi farrýmisins.’ Menn, sem vinna að rannsókn slyssins, sögðu hins vegar í gær að fyrstu athuganir á braki þotunnar bentu til sprengingar í henni aftan- verðri. Stangastþað á við fréttir TFl. Þotan hvarf af ratsjám 40 mínút- um eftir brottför frá N’Djamena í Tjad áleiðis til Parísar. Var hún kom- in í 30 þúsund feta hæð er hún hvarf skyndilega af ratsjám og án þess að flugmennirnir sendu frá sér neyðar- kall. Hrapaði brak hennar niður á afskekkt svæði í Sahara-eyðimörk- inni, í svokölluðum Termit-fjöllum. Aðstæður á slysstað hafa gert.björg- unarmönnum erfitt fyrir. Þar er 45 gráðu hiti á celcius og sandfok. Flug- riti þotunnar hafði ekki fundist í gær. Óttast er að sandfok geti hulið brakið og jarðneskar leifar farþega. í gær var leitað átta manna, sem fóru 'með þotunni frá Brazzaville í Kongó en stigu frá borði í N’Djam- ena. Talið er að þeir hefðu verið í aðstöðu til að koma sprengju fyrir. Margt þykir minna á örlög frönsku þotunnar og bandarísku breiðþot- unnar, sem grandað var yfir Skot- landi skömmu fyrir jól. Sprengja sem grandaði henni hafði verið falin í útvarpstæki og stillt til að springa í ákveðinni flughæð. Bandaríkjaför Jeltsíns: Pravda biðst afsökunar á fréttaflutningi blaðsins Moskvu. Reuter. Inteniationaí Herald Tribune. MÁLGAGN sovéska kommúnistaflokksins, Pravda, baðst í gær af- sökunar á grein sem blaðið birti nýlega um átta daga ferðalag þing- mannsins og umbótasinnans Borís Jeltsíns til Bandaríkjanna. Jeltsín var þar sakaður um óhóflegan drykkjuskaþ, ruddaskap og bruðl en greinin var þýdd úr ítalska blaðinu La Repubblica. Sovéska blað- ið viðurkennir að ekki hafi verið reynt að ganga úr skugga um sannleiksgildi ásakana fréttaritara ítalska blaðsins á hendur Jeltsín. Talið er mögulegt að staða Viktors Afanasjevs, aðalritstjóra Pröv- du, sé í hættu vegna málsins en hann hefur stjórnað blaðinu frá 1976 og er talinn hlynntur harðlínumönnum í kommúnistaflokknum. „Ritstjórar Prövdu biðja Borís Nikolajevitsj Jeltsín áfsökunar," sagði í örstuttri athugasemd sem birt var neðst á síðu inni í blaðinu. Blaðið sagðist hafa beðið ítalska fréttaritarann að skýra frá heimild- um sínum um sukk Jeltsins og hefði hann gengist við því að hafa notast við sögusagnir meðal sové- skra innflytjenda í Bandaríkjunum. Ekki var beinlínis viðurkennt að Pravda hefði látið hjá iíða að kanna sannleiksgildið áður en greinin var birt. Engin skýring hefur verið gefin á því að blaðið bar uppruna- lega sovésku fréttastofuna TASS fyrir greininni en í ljós hefur kom- ið að fréttastofan átti engan þátt í málinu. í grein ítalans var sagt að Jeltsín hefði drukkið fjórar flöskur af Jack Daniels-viskí, tvær vodkaflöskur og óteljandi kokkteila fyrstu fimm daga heimsóknarinnar. Einnig var skýrt frá því að hann hefði smellt rennblautum kossi á kinn embætt- ismanns í John Hopkins-háskólan- um snemma morguns og hrópað: „Drekkum skál frelsisins!“ Þýska tímaritið Der Spiegel segir það kraftaverk að Jeltsín skyldi geta staðið á fótunum er hann Tlutti ræðu sína í háskólanum. Að sögn ritsins fannst fæstum áheyrendum líklegt að þessi maður gæti tekið við ef Míkhaíl Gorbatsjov mistækist að koma á umbótum í Sovétríkjun- um; Jeltsín hefði minnt á sirkus- björn sem reyndi að halda jafnvægi á hjólabretti. Ljóst sé að George Bush forseti, sem eftir nokkurt þóf samþykkti gð eiga stundarfjórð- ungsfund með Jeltsín, hafi átt erf- itt með að gera upp við sig hvort líta bæri á manninn sem alþýðu- hetju eða hirðfífl Gorbatsjovs. Jeltáin vísaði sukkfrásögnunum á bug er hann kom til Moskvu á mánudag. „Þetta er bjánaleg lygi, óhróður, þeir eru að reyna að leita hefnda vegna þess að Bandaríkja- menn höfðu okkur í hávegum," sagði hann. Aðstoðarmaður Jeltsíns sagði að greinin gæti tvímælalaust skaðað þingmanninn. Tímaritið Moskvufréttir, sem styð- ur ákaft umbótasinna, vítti Prövdu fyrir fréttaflutninginn og sagði að blaðið hefði brotið grundvallarregl- ur heiðarlegrar blaðamennsku. Einnig benti ritið á þá undarlegu staðreynd að enginn sovéskur blaðamaður í Bandaríkjunum skyldi greina frá ferð þingmannsins sem hlaut rækilega umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum. Jeltsín sigraði með gífurlegum Borís Jeltsín hátt uppi í ræðustól John Hopkins-háskóla. yfirburðum í kjördæmi sínu í þing- kosningunumá sínum tíma. Stuðn- ingsmenn hans söfnuðust saman á Púshkín-torgi í Moskvu til að ræða ásakanirnar og fordæmdu umfjöll- un Prövdu. Einn sagði að ítalska blaðamanninum hefði vafalaust verið mútað til að skrifa óhróður um Jeltáin. Aðrir sögðu að sann- leiksgildið væri ekki aðalatriðið. „Jeltsín er enginn engill,“ sagði listamaður í hópnum. „Hann hefur sina galla. Til eru þeir sem eru gáfaðri en hann, einnig þeir sem kunna sig betur. En fyrir okkur er hann tákn — tákn baráttu okkar gegn sérréttindum og fyrir auknu lýðræði. Rússneska þjóðin þarf á tákni að halda.“ Sovéskir heimild- armenn álíta að árásin á Jeltsín geti, þegar öllu er á botninn hvolft, orðið honum til framdráttar og aúkið samúð almennings með hon- um. Að auki geti umbótasinnar ákveðið að nota tækifærið og losna við Afanasjev úr ritstjórastólnum. Hann er formaður sovéska biaða- mannafélagsins og á sæti í mið- stjórn kommúnistaflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.