Morgunblaðið - 22.09.1989, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989
Finnland:
Fyrrverandi ráðherra
sakaður um landráð
Hclsinki. Frá Lars Lundsten, íréttaritara Morgunblaðsins.
FINNSKA þjóðþingið verður innan tíðar að taka ákvörðun um hvort
höfða beri landráðsmál gegn Paavo Vayrynen fyrrum utanríkisráð-
herra. Fimm þingmenn hafa undimtað ályktun um að stjórnarskrár-
nefiid þingsins taki afstöðu í málinu, en það er fyrsta skref í átt að því
að höfða mál gegn Vayrynen sem er sagður hafa sótt aðstoð í sovéska
sendiráðið í forsetakosningunum 1981. Meðal annarra vilja fimmmenn-
ingarnir ganga úr skugga um hvort utanríkisráðherra átti hlutdeild í
þeim vandamálum sem settu svip á viðskipti landanna um þær mundir.
Málið snýst um óljósa atburði sem
áttu sér stað árið 1981 er Finnar
kusu eftirmann Kekkonens forseta
sem þá hafði sagt af sér vegna veik-
inda. Váyrynen er ásakaður um að
hafa sótt til Sovétmanna til þess að
greiða fyrir kjöri Ahtis Kaijalainens
sem eftirmanns Kekkonens. Váyryn-
en var á þeim tíma formaður finnska
Miðflokksins en Kaijalainen forseta-
efni hans. Báðir voru tryggir stuðn-
ingsmenn Kekkonens sem hafði
stjórnað landinu í rúman aldarijórð-
ung.
Þegar Kekkonen fór frá urðu mið-
flokksmenn áhyggjufullir um framt-
íðina og vildu tryggja sér forseta-
embættið til frambúðar. Mauno Koi-
visto sem var forsætisráðherra Finna
fyrir jafnaðarmenn var orðinn nokk-
uð vinsæll meðal almennings. Kaij-
alainen var álitinn ríkisarfi Kekkon-
ens en var ekki sérstaklega vinsæll
meðal kjósenda enda varð Koivisto
kosinn og náði endurkjöri með trygg-
um meirihluta í fyrra.
Fyrir nokkrum vikum voru birtar
endurminningar Ahtis Kaijalainens,
en hann hvarf af sviði stjórnmála
skömmu eftir forsetakosningarnar
1981. Kaijalainen minnist þess að
flokksformaður hans hafi reynt að
vinna sér stuðning hjá Sovétmönnum
og er vitnað í bréf sem Váyrynen
er sagður hafa skrifað. Ætlunin á
að hafa verið að sýna kjósendum,
að eina leiðin til þess að halda góðum
samskiptum og blómlegum viðskipt-
um við Sovétmenn væri að kjósa
Katjalainen. Staðreyndin er hins
vegar sú að það komu upp minnihátt-
ar erfiðleikar í viðskiptiim þjóðanna
einmitt á þessum sama tíma.
Eins og búast má við neitar Vay-
rynen fastlega að hafa átt óviðeig-
andi viðræður við starfsmenn sov-
éska sendiráðsins. Stjórnarskrár-
nefnd þingsins tekur afstöðu til
hvers konar viðræðu þeir Váyrynen
og Viktor Vladimirov sendifulltrúi
áttu í hita kosningabaráttunnar.
Frumkvæðið að rannsókn málsins
kemur frá nokkrum þingmönnum
Hægriflokksins en bæði Harri Hol-
keri forsætisráðherra og Ilkka Suom-
E vr ópubandalagið:
Kæra Breta
vegna meng-
unar í vatni
Bmssel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttarilara Morgunblaðsins
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins (EB) tilkynnti í
Brussel á miðvikudag að ákveðið
hefði verið að kæra stjórnvöld í
Bretlandi til Evrópudómstólsins í
Lúxemborg fyrir að uppfyila ekki
láginarksstaðla EB um mengun í
neysluvatni. Þessi kæra kemur á
sérlega óhentugum tíma fyrir rík-
isstjórn Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, sem
hyggst selja breskar vatnsveitur
einkaaðilum um miðjan nóvcm-
ber.
Ripa di Meana, sem fer með um-
hverfismál innan framkvæmda-
stjórnar EB, skýrði frá ákvörðun
þessari. Fyrr í vikunni var Chris
Pattprn, umhverfismálaráðherra
Bretlands, á ferð hér í Brussel í
þeim erindum að fá framkvæmda-
stjórn EB til að falla frá kærunni.
Patten benti á að í gangi væri áætl-
un sem miðaði að því að neysluvatn
á Bretlandi uppfyllti skilyrði EB-
staðla árið 1995. Framkvæmda-
stjórn EB krefst þess hins vegar að
stöðlunum verði náð árið 1993.
inen, iðnaðarráðherra og flokksform-
aður, hafa reynt að draga úr ásökun-
um gegn Váyrynen.
Hinn ákærði — eða fórnarlambið
eins og hann sjálfur álítur sig vera
— segist ekki hafa neitt að fela.
Váyrynen hefur átt erfitt með að
umgangast Koivistö forseta og hefur
undanfarnar vikur gefið í skyn að
þetta hneykslismál hafi komið upp
einungis vegna þessa. Meðal annars
hefur Váyrynen lýst því yfir að hann
muni víkja ef það gæti greitt fyrit
að Miðflokkurinn tæki þátt í stjórnar-
myndun í forsetatíma Koivistos.
Stjórnmálaskýrendum ber ekki sam-
an um hvort þetta geti orðið endalok
stjórnmálaferils Váyrynens eða hvort
hann á eftir að græða á því að verða
píslarvottur.
Reuter
Bangsímon á uppboði
Bangsinn á myndinm seldist fyrir 55.000 puiid (5,3 milljónir ísl. kr.)
hjá uppboðshöldurum Sothebys í London á þriðjudag. Þetta er fjór-
falt hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikfangabangsa á
uppboði. Hann er sagður einstaklega vel með farinn og þykir ein-
stakur vegna þess að feldurinn er með tvenns konar brúnum blæ og
augun eru óvenju stór. Bangsi er sagður fæddur í Þýskalandi árið
1920 og gæti vel heitið Bangsímon. Kaupandinn óskaði nafnleyndar.
9
SV/EDAMEOFEROARSKOLI
ÍSLANDS
9
TILKYNNIR
★ Nám fyrir byrjendur í svæðameðferð hefst í kvöld,
föstudaginn 22. september kl. 18.00. Enn er mögu-
leiki á að sækja um skólavist veturinn 1989-1990.
★ Einnig er í boði ódýrt nudd nemenda undir leiðsögn
leiðbeinenda.
á
★ Innritun og allar nánari upplýsingar eru gefnar^
síma 687566.
Qrn og Helena
ROYAL
SKYNDIBÚÐINGARNIRx /
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragötegundir
Viðskiptatækni 128 klst.
Markaðstækni 60 klst.
Fjármálatækni 60 klst.
Sölutækni 36 klst.
/í«'í. Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan bækling
Viðskiptaskólinn
Borgartúni 24, sími 62 66 55
HID ÍSLENSKA
SKYLMINGAFÉLAG
Haustnámskeið í ólympiskum skylm-
ingum hefst þriðjudaginn 26. sept. og
er öllum opið. Takmark þessa nám-
skeiðis er að kynna öryggisreglur og
grundvallartækni íþróttarinnar að því
marki að þátttakendur geti að því loknu
skylmst sér til ánaagju. Öll nauðsynleg
tæki eru á staðnum.
Upplýsingar og skráning í síma 26928
næstu daga.
MARKAÐS-
TÆKNI
Hvernig nærð þú
bestum árangri í
markaðsstarfmu ?
Markaðstækni er hagnýtt nám í markaðs- og sölu-
fræðum sem er einkum ætlað núverandi og verð-
andi markaðsstjórum. Markaðstækni er einnig
afar hentug fyrir þá stjórnendur og forráðamenn
fyrirtækja sem ekki hafa hlotið formlega menntun
í markaðs- eða sölufræðum.
— A námskeiðinu er kennt eftirfarandi: —
- Grunnatriði í markaðsmálum.
- Vöruhugtakið og vöruþróun.
- Verðlagning.
- Auglýsingar, sölumennska og
kynningarstarfsemi,
- Val dreifileiða.
- Markaðsáætlanir og stjórnun
markaðsstarfseminnar.
Námskeiðið er 60 klst. og spannar 4 VIKUR.
Allt námsefni er á íslensku og sérstaklega samið fyrir
Viðskiptaskólann. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við
15-20 manns. Kennarar á Markaðstækni-námskeiðinu eru
allir sérmenntaðir í markaðsmálum.
Kennt er 4 daga í viku, 4 tíma í senn.
Námskeiðið hefst 16. október.
Námskeiðsgjald er kr. 48.600,-
Hringdu og fáðu sendan bækling.
% Viðskiptaskólinn
Borgartúni 24, sími 62 66 55