Morgunblaðið - 22.09.1989, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Stónðja
styrkir þióðarbúið
Skuggalegar fréttir berast frá
þeim sem eru að rannsaka
fiskstofna umhverfis landið. í
Morgunblaðsfrétt á laugardag
kom fram, að viðkoma þorsk-
stofnsins hefði brugðist fjórða
árið í röð, ef marka mætti árang-
ur af árlegum seiðaleiðangri haf-
rannsóknaskipanna Bjarna Sæ-
mundssonar og Árna Friðriks-
sonar. Þá liggja fyrir tillögur
fiskifræðinga um niðurskurð á
leyfilegum hámarksafla á næsta
ári. Ollum Islendingum er ljóst,
að í þessu 'hvoru tveggja felast
vísbendingar um versnandi af-
komu þjóðarbúsins og þar með
skerðingu lífskjara. Aðeins
tvennt getur brúað það bil sem
myndast, að meira verð fáist
fyrir aflann en áður eða aðrar
atvinnugreinar gefi af sér meiri
erlendar tekjur. Að sjálfsögðu
lifum við í voninni um fyrri kost-
inn og getum vissulega gert
margt til að sú von rætist, síðari
kosturinn ætti að vera innan seil-
ingar, ef pólitískur vilji er til
þess að nýta hann.
Fátt hefur orðið íslensku þjóð-
inni dýrkeyptara á síðari hluta
tuttugustu aldar en það tillit sem
tekið hefur verið til afturhalds-
stefnu Alþýðubandalagsins í
stóriðjumálum og til erlendrar
fjárfestingar í orkufrekum iðn-
aði. Með því að afhenda Al-
þýðubandalaginu iðnaðarráðu-
neytið í vinstri stjórninni 1971
vildu vinstri flokkamir leggja
áherslu á að tekin yrði upp önn-
ur stefna í stóriðjumálum en á
tímum viðreisnarstjórnarinnar,
þegar þessi mál voru í höndum
sjálfstæðismanna og samið var
um smíði álversins í Straumsvík
og ráðist í að virkja við Búrfell.
Á þessum árum var hamrað á
því að með Búrfellsvirkjun og
samningunum við Alusuisse um
álverið hefði þjóðinni verið steypt
í óbærilegar skuldir og ráðist að
lífskjömnum. Minnti sá áróður
helst á offors alþýðubandalags-
manna vegna Leifsstöðvar á
Keflavíkurflugvelli nú, þótt
miklu meira væri auðvitað í húfi.
1978 var enn á ný mynduð
vinstri stjórn og þá var Alþýðu-
bandalaginu enn á ný afhent iðn-
aðarráðuneytið og var stjórn þess
í höndum Hjörleifs Guttormsson-
ar til 1983. Þessi fimm ár voru
í raun notuð til pólitískra árása
á þá, sem samið höfðu við okkur
um nýtingu á raforku. Lagði iðn-
aðarráðherra sig sérstaklega
fram um að fæla þá frá, sem
áhuga kynnu að hafa á því að
fjárfesta hér. Nú er Alþýðu-
bandalagið enn í ríkisstjórn og
bendir ýmislegt til þess að það
eigi að hafa neitunarvald í stór-
iðjumálum, að minnsta kosti tek-
ur forsætisráðherra ekki af skar-
ið til stuðnings iðnaðarráðherra,
þegar hann kynnir mikil áform
um virkjanir og orkufrekan iðnað
með erlendri fjárfestingu. Enn
kann svo að fara að pólitísk
þröngsýni komi í veg fyrir að
skynsamleg stefnumótun nái
fram að ganga í stóriðjumálum,
stefna sem myndi treysta undir-
stöður þjóðarbúsins á viðsjálum
tímum.
I Morgunblaðinu í fyrradag
er skýrt frá því að miðstjórn
Málm- og skipasmíðasambands-
ins, félagsfundur hjá járniðnað-
armönnum og stjórn Verka-
mannasambands íslands hafi lýst
yfir .stuðningi við stórvirkjanir
og stóriðju. í ályktun stjórnar
Verkamannasambandsins segir
að afar brýnt sé að teknar séu
ákvarðanir um nýjan orkufrekan
iðnað og stórvirkjanir í tengslum
við hann. Fyrirsjáanlegur sam-
dráttur í þorskveiðum geri þetta
brýnt til að tryggja atvinnu og
tekjur í næstu framtíð ekki síst
fyrir félaga í Verkamannasam-
bandinu.
Málm- og skipasmíðasam-
bandið lýsir bæði yfir stuðningi
við stækkun álversins í
Straumsvík og frekari stóriðju
utan höfuðborgarsvæðisins. Örn
Friðriksson, formaður Málm- og
skipasmíðasambandsins og vara-
forseti Alþýðusambands Islands,
sagði í Morgunblaðssamtali að
við mat á hagkvæmni stóriðju
mætti ekki einblína á raforku-
verðið, eins og Hjörleifur Gutt-
ormsson og skoðanabræður hans
í Alþýðubandalaginu hafa gert.
Taldi Örn, að það ætti að vera
unnt að tryggja íslenskum fyrir-
tækjum hlut í smíðum og upp-
setningu tækja vegna stóriðju,
þótt þau gætu auðvitað ekki
annað því öllu á skömmum tíma.
Þá ætti að endurnýja tæki hér á
landi. Þróunin hefði verið í þá
átt í Straumsvík og nefndi hann
þar smíði kera.
Eftir reynsluna sem við höfum
fengið af álverinu í Straumsvík
og járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga er með ólíkindum
að um það skuli þurfi að rífast
í ríkisstjórn íslands hvort halda
eigi áfram á þessari braut. Allar
þjóðir leita eftir því að fá traust
fyrirtæki til að fjárfesta innan
landamæra sinna til að styrkja
atvinnulíf og þjóðarafkomu. Að
sjálfsögðu eigum við að nýta
auðæfin sem felast í vatni og
gufu og selja orkuna til að afla
okkur tekna. Afturhaldsstefna
Alþýðubandalagsins í þessum
málaflokki hefur þegar valdið
nógu miklu tjóni.
Fjölmiðlaslys
eftir Harald Bessason
Dr. Valdimar K. Jónsson vara-
rektor Háskóla íslands sendi Há-
skólanum á Akureyri að því er
virðist fremur hryssingslegar
kveðjur i sjónvarpserindi fimmtu-
daginn 14. september síðastliðinn.
Eg bið starfsfólk og stúdenta
við Háskólann á Akureyri velvirð-
ingar á því hversu seinn ég hef
orðið til svara, en hef mér það til
afsökunar að ég missti af erindi
Valdimars og varð mér ekki úti
um greinanlegan texta fyrr en 18.
þessa mánaðar.
Því miður hlýt ég að játa að
textagreining er í flestum tilvikum
erfið viðfangs. Freistandi er að
leggja beinan skilning í orð, en
gæta þess þó jafnframt að fletta
upp í orðabókum ef vafi leikur á
um merkingu. Þar með er þó sag-
an ekki öll sögð. „Svo er margt
sinnið sem skinnið,“ mælti kerling-
in. Höfundar tjá sig á mismunandi
vegu. Til að mynda velti ég því
fyrir mér hvort líta bæri á ræðu
Valdimars sem „allegóríu“, en þá
yrði að gera ráð fyrir því að merk-
ingarkjarni frásagnar (í þessu til-
viki Ieikrænnar tjáningar í litum)
sé í heild sinni mjög á annan veg
en ráðið verður af grunnfærnis-
legri athugun á beinu samhengi
orða og setninga.
í íslenskum bókmenntum má
finna mýmörg dæmi þessu til
stuðnings. Þannig skiluðu ræðu-
skörungar Snorra Sturlusonar
jafnan alvarlegum tíðindum áleiðis
undir hjúpi sakleysislegrar frá-
sagnar. Með þessi sérstöku
stílbrögð i huga mætti því spyija
hvort Valdimar K. Jónsson hafi í
raun sagt eitthvað allt annað held-
ur en hann sagði í áðurnefndum
fyrirlestri, að Háskólinn á Akur-
eyri, og einkum sjávarútvegsdeild
þeirrar stofnunar, ætti sér bjarta
og blessunarríka framtíð og þar
fram eftir götunum.
Enn verð ég að geta þess að
það flögraði að mér hvort Valdi-
mar hefði beitt „refhvörfum“ (oxy-
moron) í ræðu sinni, það er raðað
þar saman hugtökum andhverfrar
merkingar. Sú ágiskun fær þó
varla staðist, þar sem refhvarfa
er helst að leita í bundnu máli, en
ræða Valdimars var nær einvörð-
ungu í óbundnu máli. Hinu er ekki
að neita að sé litið á umræddan
ræðutexta sem heildstæða ein-
ingu, myndar hann allskýra and-
hverfu viðfangsefnis.
Hvorki flokkast ræða prófessors
Valdimars undir leiðslubókmenntir
(draumsýnir) né heimsslitabók-
menntir í hefðbundnum skilningi,
en þó má skoða hana í heild sem
spá um hrakfarir og dauða. Væri
þá hér á ferðinni „apocalyptiskt“
verk sem ijallaði um lokaorrustuna
milli góðs og ills. Er þá helst til
ráða að lifa áfram í voninni um
lokasigur hins góða, og má, í því
sambandi vísa til alkunnra erinda
við lok Völuspár.
Frekari hugleiðingar um texta-
skýringar eru óþarfar. Sjálfur skil
ég orðsendingu dr. Valdimars á
þann veg að hún sé stílfræðilega
umbúðalaus áfellisdómur þess efn-
is að æðri menntir við Háskólann
á Akureyri skuli aldrei þrífast.
Málfar þess dóms og framsetningu
mætti ræða nokkru nánar, en ég
læt nægja að víkja stuttlega að
orðinu undinnálsmenntun, sem
Valdimar telur okkur hér nyrðra
láta stúdentum í té. Skilningur
hans á þessu nafnorði er í sam-
ræmi við túlkun orðabóka. Þannig
skilgreinir íslensk orðabók (1983)
undivmálsmann sem lítilhæfan
mann, þ.e.a.s. mann neðan við
meðallag að hæfileikum. Þótt
orðabækur séu gagnlegar, eru þær
ekki einhlítar. Þess eru mörg dæmi
að orð öðlist aukamerkingar í vit-
und fólks vegna hljóðlíkingar við
önnur orð, enda þótt um ólíkan
uppruna sé að ræða. Þannig er
nafnorðið undirmál í hvorugkyni
fleirtölu kunnugt úr fornu máli og
nýju og merkir m.a. undirferli,
fals eða svik. Dreg ég ekki í efa
að í hugum margra sé undirmáls-
maður því ekki einungis sá sem
er undir meðallagi að sálar- og
líkamsþrótti, heldur einhvers kon-
ar leiðindapjakkur sem í engu sé
treystandi. Varla er það nein til-
viljun að í grein sinni Mannasiðir
tekur Halldór Laxness svo til orða
að ríkur maður sem vanræki jafn-
ingjaboðorð í umgengni sinni við
alþýðufólk sé „undirmálsmaður og
auvirðileg persóna í áugum íslend-
inga,.. (Vettvangur dagsins,
bls. 391). Enn segir Laxness í
Skáldatíma (bls. 148) um útlend-
ing nokkurn: „Hann var fljót-
greindur undirmálsmaður og minti
á Göbbels.“ Maður sá sem Halldór
notar hér til viðmiðunar hét fullu
nafni Paul Joseph Göbbels, lést
voveifiega 1. maí vorið 1945 og
hlaut slæm eftirmæli.
Þessi dæmi læt ég nægja til
sönnunar því að snjallir rithöfund-
ar lauma stundum aukamerking-
um í orð án þess að semjendur
orðabóka verði þess varir.
„Ekki í askana 1
— eða skattlagning skóli
eftirHeimi Pálsson
Undanfarnar vikur hafa staðið
háværar umræður um skattlagn-
ingu matvæla og er það að vonum
að neytendur geri kröfur í því efni.
En eins og stundum áður hefur
orðið nokkur slagsíða á neysluræð-
unum því engu er líkara en tals-
menn neytenda (t.d. forsvarsmenn
verkalýðsfélaga) hafi gleymt þeim
fornu sannindum að maðurinn lifir
ekki af einu saman brauði. Hann
lifir meira að segja ekki mann-
sæmandi lífi þótt hann fái ketbita
með brauðinu nema fleira komi til.
Nú er ekki hugmynd mín að
gerast sérstakur talsmaður þess
ágæta boðskapar sem gengur út
af munni presta þótt það orð sé
vísast líka nauðsynlegt sumum.
Áhyggjuefni mitt er allt það orð
sem hingað til hefur verið undir-
staða íslenskrar þjóðmenningar þó
svo alþýðuspeki hafi einhvem tíma
talað með lítilsvirðingu um það
bókvit sem ekki verði í askana
látið.
Á alþingi íslendinga árið 1988
voru samþykkt lög um virðisauka-
skatt, sem leysa skal af hólmi sölu-
skattinn sem hingað til hefur ver-
ið lagður á vörur og tekur virðis-
aukaskatturinn við um næstu ára-
mót. Til þess hníga ýmis skynsam-
leg rök að'hið nýja skattlagningar-
form sé hagnýtara og betra en það
sem tíðkast hefur og skal ekkert
að breytingunni fundið. Hins vegar
gildir hér að skýst þótt skýr sé
og ekki er allt gott sem hinir vísu
landsfeður kveða.
Meðal röksemdanna sem einatt
hefur verið beitt gegn söluskattin-
um er það að undanþágur frá hon-
um voru orðnar mýmargar. Börðu
skattasinnar sér á brjóst og sögðu
hvað eftir annað á þá leið að frá
virðisaukaskatti yrðu engar und-
anþágur, nú yrði eitt látið yfir alla
ganga. En svo einfalt er mannlífið
ekki. Raunar má spyrja í tnikilli
alvöru hvort það sé ekki nokkuð
Iangt gengið t nauðhyggju að sjá
þann kost helstan við skattakerfi
að það komi jafnilla niður á ölluml
Það að vera maður leggur nefni-
lega aðrar skyldur á okkur. Við
verðum að geta metið einstök til-
vik og flokka tilvika, tekið skyn-
samlega og mannlega afstöðu hve-
nær sem þörf er á.
Þetta gerðist á alþingi við af-
greiðslu virðisaukaskattlaganna.
Þar var strax tekið til við að veita
undanþágur. Þær beindust í fleiri
en eina átt en m.a. var lögð áhersla
á skattfrelsi hugverka („Starfsemi
rithöfunda og tónskálda við samn-
ingu hugverka og sambærileg
listastarfsemi“ er meðal þess sem
undan er þegið), menningarstarf-
semi („starfsemi safna og bóka-
safna og hliðstæð menningarstarf-
semi“ er í undanþáguflokki), fjöl-
miðlun („sala dagblaða og sam-
bærilegra landsmála- og héraðs-
„En hvernig sem ég
reyni að skilja löggjaf-
ann þá er mér hulin
ráðgáta hvernig menn
geta komist að þeirri
niðurstöðu að nauðsyn-
legt sé að skattleggja
íslenskar bækur með
fullum þunga.“
fréttablaða, svo og afnotagjöld
útvarpsstöðva“ koma í undan-
þáguflokk) og loks er sala tímarita
undanþegin virðisaukaskatti til
þess að jafna samkeppnisaðstöðu
íslenskra rita við erlend.
Ekki dettur mér annað í hug
en löggjafarsamkundan hafi
gaumgæft iþessi mál vandlega.
Það sýna líka þær umræður sem
birtar hafa verið í Alþingistíðind-
um. Þar hefur margt verið sagt
af skynsamlegu viti.
En hvernig sem ég reyni að
skilja löggjafann þá er mér hulin
ráðgáta hvernig menn geta komist
að þeirri niðurstöðu að nauðsyn-
legt sé að skattleggja íslenskar
bækur með fullum þunga. Ég skal
ekki minnast í þessu samhengi á
þau alvarlegu áhrif sem þessi
skattlagning hefur á almennt
bókaverð í landinu. Það liggur i
augum uppi að bækur hljóta alltaf