Morgunblaðið - 22.09.1989, Síða 21
Haraldui' Bessason
„Sjónvarpsræða dr.
Valdimars kom mér að
óvörum vegna þess að
hann á sjálfiir sæti í
samskiptanefiid Há-
skóla Islands og Há-
skólans á Akureyri, og
er mér ekki kunnugt
um annað en að sú
nefnd hafi rætt sameig-
inleg málefni þessara
tveggja stofiiana af
hógværð og skynsemi.“
Af ofangreindum ástæðum
grunar mig að Valdimar hafi ekki
iðkað nægilega varkárni um orða-
val kvöldið sem hann sendi ein-
digöngu
að verða dýrari í litlu málsam-
félagi en stóru. Til þess hníga svo
einföld markaðslögmál að allir
skilja. Það er náttúrlega merkileg
niðurstaða alþingismanna að bæk-
ur skuli vera lúxusvarningur á ís-
landi, þvi öðruvísi verður ákvörðun
þeirra ekki skilin. En mér er hins
vegar gersamlega ómögulegt að
skilja að skólaganga og menntun
skuli eiga að vera lúxus hérlendis.
Skal þó skýrt tekið fram að það
er ófær ieið að meðhöndla
skólabækur einhvern veginn öðru-
vísi en aðrar bókmenntir. Það hafa
m.a. Bretar sannfærst um á und-
anförnum árum.
Eins og kunnugt er kostar ríkis-
sjóður allar kennslubækur fyrir
grunnskólanemendur. Þessi hluti
skólagöngunnar er því venjulega
kallaður vera „ókeypis“ og um það
hefur ríkt gott samkomulag. Hins
vegar höfum við íslendingar kosið
þá leið að láta framhaldsskólanem-
endur, hveiju nafni sem þeir nefn-
ast, greiða bókakaup sín sjálfa.
Sömu leið hafa mörg önnur ríki
farið — þó svo einnig sé vel þekkt
að ríki eða . sveitarfélag leggi
. námsbækurnar til („bekkjarsett"
af námsbókum). Þannig er málum
t.d. háttað í Danmörku og Svíþjóð.
Nú er öllum ljóst að frá þessari
meginstefnu verður ekki unnt að
víkja hérlendis um nána framtíð.
Til þess er bókakostnaðurinn ein-
faldlega of mikill. Rikissjóður réði
ekki við dæmið. En þegar sett
r tiaaMaTsa?: .ssjiuoa
MORGUNBLAÐItí FOSTUDA
'80'
21
kunnir sínar norður hingað. Eng-
inn vafi leikur á því að við undiv-
yfálsmenntun fáist einvörðungu
undirmálsfólk í þeirri merkingu
sem ég hef nú skilgreint. Valdimar
K. Jónsson hefur því þrýst vondu
brennimarki á Háskólann á Akur-
eyri, ekki eingöngu kennara og
nemendur, heldur og starfsfólk
skólans og alla þá mætu einstakl-
inga sem hafa veitt stofnuninni
stuðning og brautargengi frá upp-
hafi. Þeirri hegðun hans mótmæli
ég harðlega.
Ur sögu íslenskrar þjóðar eru
ijölmörg dæmi að fólk hafi notast
við orð í stað vopna. Flestir kann-
ast við húsganginn um ferskeytl-
una sem verður í munni fullþroska
hagyrðinga „hvöss sem byssust-
ingur“. Orðkynngi og vopnfimi eru
náskyldar íþróttir eða listgreinar
eins og gleggst má ráða af sögu
Egils Skallagrímssonar, en Egill
vann einmitt bug á harðsnúnum
andstæðingum með því að beita
fyrir sig orðum og vopni í sömu
andrá. Hins vegar eru til dæmi frá
mörgum þjóðlöndum um að vopn
og orð hafi í bókstaflegri merkingu
snúist gegn beitendum sínum.
Átakanlegar eru til dæmis sögur
um þessi efni sem okkur eru komn-
ar frá Ástralíu. Frumbyggjar
þeirrar álfu notuðu um langa hríð
í orrustum sínum vopn það sem
bjúgverpill (boomerang) nefnist.
Vopnið er þeirrar náttúru að missi
það marks, snýr það óðara aftur
og særir eiganda sinn. Sú þjóðtrú
hefur reynst furðu lífseig í af-
skekktum byggðum álfunnar að
fái menn geig af eigin bjúgverpli,
skilji vopnið eftir sár sem hafist
verr við og séu lengur að gróa
heldur en sár þau sem verða til
með skaplegri hætti.
Við íslendingar þurfum þó ekki
að leita til Astralíu um harm-
þrungnar frásagnir tengdar vopn-
um. I Skírnismálum Sæmundar-
Eddu og í Snorra-Eddu em sam-
kynja frásagnir af Frey, syni
Heimir Pálsson
hafa verið lög sem staðhæfa að
framhaldsskólinn sé fyrir alla
hljóta að vakna ýmsar spurningar.
Þær sem þetta mál snertir eru
m.a. eftirfarandi:
1. Er hægt að halda því fram
að framhaldsskólinn sé fyrir alla
þegar bókakostnaður meðalnem-
anda veltur á tugum þúsunda á
skólaárinu?
2. Þegar vitað er að íslenskar
námsbækur hljóta að verða dýrari
en erlendar, hvernig er þá réttlæt-
anlegt að skattleggja þær eins og
hvern annan lúxusvarning?
3. Hafa ráðamenn þjóðarinnar
gert sér grein fyrir að bókakostn-
aður framhaldsskólanema er svo
mikill að efnahagur foreldra getur
ráðið gæðum námsins?
4. Eru ráðamenn þjóðarinnar
þá reiðubúnir að axla ábyrgðina
af mismunun í skólakerfinu?
Hér skal ekki rætt sérstaklega
um gildi íslenskra bókmennta og
vægi þeirra í menningarlífi þjóðar-
Forstjórar Coldwater og Ieeland
Seafood í Bandaríkjunum:
Ottast ekki skort
á þorski í haust
FORSTJÓRAR Coldwater Seafood og Iceland Seafood í Bandaríkjun-
um óttast ekki að verða uppiskroppa með þorsk í haust, þrátt fyrir
minni aflakvóta en í fyrra og mikla veiði fyrri hluta þessa árs. „Ég
veit að stórir bandarískir kaupendur eru með miklar birgðir af
þorski núna, meðal annars vegna þess að spáð var skorti á þorski
í haust,“ sagði Magnús Friðgeirsson forstjóri Iceland Seafood. „Mikl-
ar birgðir af þorski stafa vafalaust af því að eftirspurnin hefur ekki
orðið jafh mikil og menn bjuggust við,“ sagði Magnús Gústafsson
forsljóri Coldwater Seafood.
Birgðir af þorskflökum í Banda-
ríkjunum voru 17.300 tonn í júlí
síðastliðnum og hafa ekki verið
meiri á undanförnum fjórum árum.
Þær eru 5% meiri en í júní síðast-
liðnum og 21% meiri en í júlí í
fyrra. Birgðir af þorskblokk í
Bandaríkjunum voru 11.100 tonn í
júlí síðastliðnum, eða 23% meiri en
í mánuðinum á undan. Hins vegar
voru þær 29% minni en í júlí í fyrra.
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater Seafood, sagði að þegar
litið væri á núverandi eftirspurn
eftir þorski og sýnilegar birgðir af
þorskblokk og þorskflökum í
Bandaríkjunum, óttaðist hann ekki
skort á þorski í haust. Hann sagði
að birgðir Coldwater Seafood væru
hins vegar hóflegar og mættu ekki
vera mikið minni en þær væru nú.
Magnús sagði að ekkert benti til
að verð á þorski á Bandaríkjamark-
aði hækkaði I haust. Verðið væri
nú hins vegar viðunandi fyrir frysti-
húsin. „Vegna minni aflakvóta fer
hlutfallslega meira af aflanum til
vinnslunnar til að tryggja henni
hráefni og í haust verður nægjan-
legt vinnuafl til að vinna aflann í
vinnuaflsfrekar pakkningar fyrir
Bandaríkjamarkað," sagði Magnús.
Hann sagði að sala á flökum
væri nú aðeins meiri en á sama tíma
í fyrra. „Verð á þorskflökum var
lækkað í maí í fyrra og það hefur
ekki hækkað aftur. Verð á þorsk-
blokk hefur hins vegar heldur verið
að hækka og verð á ýsu hefur
hækkað lítils háttar á árinu.“
Magnús Gústafsson sagði að verð
á hörpudiski hefði hækkað nokkuð
á þessu ári og sífellt fleiri keyptu
hörpudisk af Coldwater Seafood.
Magnús Friðgeirsson, forstjóri
Iceland Seafood, sagði að framboð
af þorskflökum yi-ði að hans mati
nægjanlegt í haust og framboð af
þorskblokk yrði einnig nægjanlegt
miðað við eðlilegar aðstæður. Hann
sagði að verð á þorskflökum hefði
ekki hækkað í Bandaríkjunum frá
því í fyrrahaust. Sala á þeim hefði
þó aukist undanfarið en þyrfti að
aukast aðeins meira áður en jafn-
vægi kæmist á framboð og eftir-
spurn. „Áður en því jafnvægi er
náð sé ég ekki ástæðu til verð-
hreyfinga og held að styrking
Bandaríkjadals sé aðalávinningur-
inn fyrir íslendinga núna.“
Magnús Friðgeirsson sagði að
framboð af ýsu hefði verið gott
undanfarið og góðir sölumöguleikar
væru á ufsa. „Því miður er erfiðara
fyrir okkur að fá karfa vegna þess
að verðlag annars staðar er nokkuð
hærra en á Bandaríkjamarkaði.
Staðan í það heila séð er hins veg-
ar nokkuð góð og ég held að farsæl-
ast sé fyrir okkur að hreyfingar á
markaðinum séu ekki öfgakennd-
ar,“ sagði Magnús Friðgeirsson.
Samtök fámennra
skóla stoftiuð
Njarðar í Nóatúnum. Þar segir að
Freyr tæki sæti í höll Óðins, Hlið-
skjálf, enda hafði sá síðarnefndi
þá öðrum hnöppum að hneppa
annars staðar á himinvegum. Dvöl
Freys í Hliðskjálf varð honum af-
drifarík, því að einmitt á þeim
helga stað varð tilfinningahiti
guðsins slíkur að vitsmunir hans
urðu að láta í minni pokann. Af
þeirri sök varð hann viðskila við
sverð sitt. I ragnarökum varð svo
þessi höfuðgersemi aiira vopna
eiganda sínum geigvænn bjúg-
verpill og þarf ekki að rekja þá
sögu nánar.
Athugun mín á umræddu sjón-
varpserindi dr. Valdimars, sem
hann flutti í heimsókn sinni í Hlið-
skjálf íslensku þjóðarinnar, færði
mér enn heim sanninn um að
landamerki milli goðheims og ver-
aldar dauðlegra mánna eru óskýr.
Að lokum er mér skylt að geta
þriggja atriða. Sjónvarpsræða dr.
Valdimars kom mér að óvörum
vegna þess að hann á sjálfur sæti
í samskiptanefnd Háskóla íslands
og Háskólans á Akureyri, og er
mér ekki kunnugt um annað en
að sú nefnd hafi rætt sameiginleg
málefni þessara tveggja stofnana
af hógværð og skynsemi. Þá
harma ég mjög, eins og þegar
hefur verið gefið í skyn, að dr.
Valdimar skyldi mæla orð sín frá
rektorsstóli. í þriðja lagi vil ég
gera það skýrt að þessi svargrein
er ekki af persónulegum rótum
runnin. Kynni mín af dr. Valdimar
eru löng, og ég hef ávallt virt
hann mikils sem einstakling og
vísindamann. En þar er þó einnig
að leita orsakarinnar til þess að
ijölmiðlaslys hans hefur í vitund
minni öðlast harmsögulegri blæ
en ella.
Háskólanum á Akureyri,
18. september 1989.
Höfvndur er rektor Háskólans d
Akureyri.
innar. Hér skal ekki heldur spurt
hvernig alþingismenn réttlæti það
að undanþiggja klámritið Bósa
virðisaukaskatti en leggja hann
hins vegar af fullum þunga jafnt
á íslandsklukkuna, Njálu og Bósa-
sögu. Hér er aðeins verið að ræða
þann þátt þessa máls sem snýr
að skólafólki.
Til samanburðar má reyndar
geta þess að virðisaukaskatturinn
verður hér jafnhár því sem hæst
gerist í Vestur-Evrópu. íslending-
ar verða samkvæmt gildandi lög-
um í hópi fjögurra þjóða sem
leggja fullan virðisaukaskatt á
bækur. Hinar þijár eru Danir,
Svíar og Finnar. Norðmenn leggja
engan virðisaukaskatt á bækur,
þótt almenn skattprósenta þeirra
sé 20. Af Dönum er þá sögu
að segja að þeir eru á leið inn í
Evrópubandalagið, þar sem þegar
hefur verið samþykkt að virðis-
aukaskattur á bækur verði aldrei
hærri en 6% — og auk þess kaup:
ir ríkið allar kennslubækur. í
Svíþjóð kaupa nemendur engar
bækur. í Finnlandi er virðisauka-
skatturinn 16,3% og jafnhár á
bókum. Hér er talað um 23—25%
virðisaukaskatt — jafnt á bókum
sem öðru (nema náttúrlega því
sem löggjafinn hefur undanþegið!)
og þá vel að merkja á bókum sem
þegar eru dýrari í framleiðslu en
með þeim þjóðum sem eðlilegast
er að bera saman við að menning-
arstigi.
Þetta er sorglegt mál og því
verður ekki að óreyndu trúað að
Alþingi íslendinga ætli með lögum
að lýsa því yfir að bókvitið sé að
engu hafandi, það verði ekki i
askana látið. Sú þjóð sem þannig
hugsar á ekki langa framtíð fyrir
sér.
Höfundur er deildarstjóri við
bókaútgáfuna Iðunni.
ÁTTATÍU manns sóttu framhalds-
stofnfund Samtaka fámennra
skóla sem haldinn var dagana 8.
og 9. september síðastliðinn að
Flúðum í Hrunamannahreppi. Til-
gangur samtakanna er að efla
samstarf og samskipti fámennra
skóla, stuðla að bættu og fjöl-
breyttara skólastarfi og standa
vörð um hagsmuni þessara skóla.
Kolbrún Hjörleifsdóttir skólastjóri
Ketilsstaðaskóla í Mýrdal var ein
þeirra sem skipulagði fundinn. Hún
sagði í samtali við Morgunblaðið að
starfsfólk allra fámennra skóla á
landinu hafi verið boðað á hann.
„Allir skólar sem hafa fjörtíu eða
færri nemendur frá forskóla upp í
sjötta bekk, eða eitthundrað eða
færri nemendur frá forskóla upp í
níunda bekk flokkast undir fámenna
skóla,“ sagði hún. „Þegar nemendur
eru svo fáir er ekki hægt að kenna
eftir hinu hefðbundna bekkjarkerfi
og þess vegna þarf alltaf einhverja
samkennslu í þessum skólum. Sumir
skólar fara eftir sínu eigin sam-
kennslukerfi.
Ástæðan fyrir stofnun þessara
samtaka er meðal annars sú að öll
námsbókaútgáfa og allt heildar
skipulag fyrir skóla er sett úpp fyrir
hefðbundna bekkjarkennslu. Fá-
mennir skólar eiga það sameiginlegt
að komast ekki fyrir í þessu kerfi."
Á landsbyggðinni eru alls 174
skólar og flokkast 55,74% þeirra
undir fámenna skóla. Eru fæstir á
Vesturlandi eða 33,33% en flestir á
Vestfjörðum eða 86,37%.
Kennarar og skólastjórar fá-
mennra skóla ásamt fulltrúum frá
fræðsluskrifstofum, menntamála-
ráðuneyti og menntastofnunum fyrir
kennara geta orðið félagar í samtök-
unum. Engin stjórn var kosin á fund-
inum en ákveðið hefur verið að halda
ársfund á hveiju hausti til skiptis í
fræðsluumdæmunum. Verður allur
undirbúningur í höndum þeirra fé-
laga sem búa á því svæði sem fundur-
inn er haldinn.