Morgunblaðið - 22.09.1989, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER
1989
39
(
ÍÞRfmtR
FOLK
■ BÚIÐ er að draga í riðla í C-
| keppni heimsmeistarakeppninnar í
handknattleik, sem fer fram í Finn-
landi 31. mars til 8. apríl 1990.
A-RILILL: V-Þýskaland, ísrael,
Noregur, Belgía, Tyrkland og
Grikkland. B-RIÐILL: Búlgaría,
Holland, Ítalía, Portúgal, Luxem-
borg og Finnland.
B MIKE Ferguson, fyrrum þjálf-
ari Skagamanna, var í gær ráðinn
framkvæmdastjóri utandeildarliðs-
ins Enfield. Hann er eini launaði
framkvæmdastjór-
FráBob inn hjá utandeildar-
Hennessy ]iði.
íEnglandi m ABERDEEN
vann góðan sigur,
1:0, yfir Celtic í undanúrslitum
skosku deildarbikarkeppninnar.
Ian Camerun skoraði sigurmarkið.
( Ray Aitkens, fyrirliði Celtic, var
rekinn af leikvelli rétt fyrir leikslok
fyrir gróft brot á Jim Bett.
| Aberdeen leikur gegn Glasgow
Rangers í úrslitum.
B SIGURÐUR Jónsson lék ekki
með Arsenal gegn Plymouth, eins
og reiknað var með um tíma
H BRESKA blaðið Match birtir
annað slagið skemmtilegar sögur
um liðin í ensku deildinni. Ein slík
var í blaðinu fyrir skömmu: Tveir
sjómenn voru skipreka á eyðieyju
og höfðu verið ve~rið þar í nokkrar
vikur. Einn daginn segir annar
þeirra: „Jæja nú var Newcastle að
tapa.“ Félagi hans var mjög undr-
andi á þessu og spurði: „Hvernig í
ósköpunum veistu það?“.„Er ekki
laugardagur?!"
H TONI Kurbos, framheiji Nice,
| hefur ákveðið að fara í mál við
markvörð liðsins, Fabien Piveteau.
Þeim lenti saman á æfingu um
( helgina og lauk þeim viðskiptum
með -því að Piveteau sparkaði í
höfuð Kurbos. Félagið hefur ákveð-
ið að setja markvöiðinn í launa-
laust frí en þess má geta að hann
er enn að taka út sjö leikja bann
sem hann hlaut í fyrstu umferð er
hann réðist á dómara. Kurbos var
sektaður um 7.500 kr. fyrir vafa-
söm ummæli um gáfnafar mar-
kvarðarins á þessari sögulegu æf-
ingu.
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN
KR-ingar leika báða leik-
ina gegn Uredd í Noregi
„ÞAÐ verður mjög erfitt fyrir
okkur að leika báða leikina í
Noregi. Uredd er mjög sterkt
lið og erfitt heim að sækja,"
sagði Páll Ólafsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, hjá
KR.
If
IV
R leikur gegn Uredd í IHF-
keppninni í Noregi 6. og 7.
október. „Þetta verða fyrstu leikir
okkar á keppnistímabilinu, þannig
að við erum ekki sem best undir-
búnir. Fjórir leikmenn KR-liðsins
eru í unglingaiandsliðinu á Spáni.
Þeir hafa ekkert geta æft með
okkur að undanförnu. Koma heim
nokkrum dögum áður en við höld-
um til Noregs," sagði Páll.
KR-ingarnir Ijórir sem leika
með 21 árs liðinu á Spáni, eru:
Konráð Olavson, Páll Ólafsson,
yngri, Þorsteinn Guðjónsson og
Sigurður Sveinsson. Þess má geta
að KR tók ekki þátt í Reykjavíkur-
mótinu vegna fjarveru þeirra.
„Það sýnir til dæmis hvað
sterkt Uredd er, að liðið vann
rúmenska liðið Steaua Búkarest
með fjögurra marka mun í
Evrópukeppninni í Noregi síðast-
liðið keppnistímabil," sagði Páll.
Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf-
ari KR, hefur fengið myndbands-
spólu frá Noregi með ieikjum
Uredd og þá hefur Steinar Birg-
irsson gefið honum ýmsar upplýs-
ingar um liðið.
HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND
Sigurður Sveinsson - „dátinn" skotfasti.
KORFUKNATTLEIKUR
Kristinn dæmir í Luxemburg
Kristinn Albertsson, körfuknattleiksdómari, mun dæma í 1. umferð
Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik. Kristinn, sem er á lista
yfir alþjóðlega dómara FIBA, fer til Luxemburgar í vikunni og dæmir
leik BBC US Hiefenisch frá Luxemburg og Ble Nun Kosternburg frá
Austurríki.
KNATTSPYRNA
Markaskorarar og skór
UNDANFARIN ár hafa leik-
menn í 1. deild fengið afhenta
gull-, silfur- og bronsskó fyrir
að skora flest mörk í deildar-
keppninni. Oft hefur úthlutun
valdið óánægju þegar gert
hefur verið upp á milli leik-
manna sem hafa skorað jafn
mörg mörk. Fram til þessa
hefur enginn af markahæstu
mönnum verið skilinn útund-
an en nú er útlit fyrir að það
verði gert í fyrsta sinn. Ljóst
er að þrír leikmenn eru jaf nir
í öðru sæti yfir markahæstu
leikmenn.
Fyrst. þegar skórnir þrír voru
afhentir - varð að gera upp
á milli tveggja leikmanna. Guð-
mundar Þorbjörnssonar, Val og
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
SigmundurO.
Steinarsson
skrílar
Ragnars Mar-
geirssonar,
Keflavík, sem báð-
ir skoruðu tólf
mörk. Þá fékk
Ragnar silfurskó-
inn af því að hann
lék sextán leiki, en
Guðmundur
sautján. Þá var
Guðmundi refsað
fyrir að hafa leikið einum leik
meira en Ragnar. Þessi regla hef-
ur vakið deilur í þeim löndum sem
hún er notuð. Mönnum finnst það
hart að refsa mönnum fyrir að
leika.
Nú, þegar þrír leikmenn eru
jafnir með niu mörk í öðru sæti,
stefnir í að einum leikmanni verði
refsað fyrir að hafa leikið meira
en aðrir. Pétur Pétursson, KR,
Guðmundur Steinsson, Fram og
Kjartan Einarsson, Keflvík, hafa
allir skorað níu mörk.
Pétur hefur skorað níu mörk í
þrettán leikjum, en hann lék ekki
fimm leiki vegna meiðsla. Guð-
mundur og Kjarlan skoruðu níu
mörk í átján leikjum. Guðmundur
var tekinn af leikvelli fjórum sinn-
um, en Kjartan einu sinni, þannig
að Guðmundur lék í færri mínútur
en Kjartan.
Það gefur auga leið að nú er
verið að refsa Kjartani fyrir að
hafa leikið alla leiki Keflavíkur-
liðsins að fimmtán mínútum und-
anskildum. Það er óneitanlega
einkennilegt að farið sé að refsa
leikmönnum fyrir að leika knatt-
spymu. Kjartan hefði staðið betur
af vígi ef þjálfari hans hefði tekið
hann af leikvelli í tíma og ótíma.
En það gerði þjálfarinn ekki, því
að Kjartan lék vel og þýðingar-
mikið hlutverk fyrir Keflvíkinga.
Fyrir það fær hann að gjalda nú.
Hann fer í jólaköttinn í ár. Fær
ekki skó - vegna einkennilegra
reglna hér á landi um afhendingu
á skóm.
í framhaldi af þessi geta leik-
menn sem eru að beijast um
markakóngstitil, farið að láta taka
sig af leikvelli þegar við á, til að
græða fáeinar mínus mínútur í
hverjum leik.
jslenskir markaskorarar eiga
að standa jafnt að vígi og marka-
skorarar í þeim löndum sem keppt
er um hina ýmsu skó. Þar fá leik-
menn skó við sitt hæfi, eða eftir
því hve mörg mörk þeir hafa skor-
að. Þeir fá viðurkenningu fyrir
skoruð mörk, en ekki hvað lengi
þeir voru inn á í hverjum leik.
Þar er engin sem vinnur til verð-
launa skilinn útundann. Þar er
ekki verið að hringsóla með skó
leikmanna. Þannig á það einnig
að vera hér á landi.
Sigurður bú-
inn að stilla
fallbyssuna
Fórá kostum með Dortmund gegn Atletico
Madrid og skoraði sjömörk
SIGURÐUR Sveinsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, hef-
ur stillt fallbyssu sína hjá Dort-
mund og er hann byrjaður að
hrella markverði. Sigurður fékk
lofsamlega dóma þegar hann
skoraði sjö mörk fyrir Dort-
mund í jafnteflisleik gegn
Atletico Madrid, 18:18.
Sigurður hefur hleyft nýju blóði
í lið okkar,“ segir Gunther
Klein, þjálfari Dortmund, sem leik-
ur í 2. deild. Þess má geta að Klein
sagði sl. sumar við
forráðamenn Dort-
mund, að hann
myndi ekki vera
áfram hjá félaginu
FráJóni
Haildóri
Garðarssyni i
V-Þýskatandi
nema það fengi Sigurð til iiðs við
sig. Klein var þjálfari Lemgo þegai’
Sigurður lék með liðinu.
Siguðrur var yfirburðarmaður á
vellinum í leiknum gegn spánska
liðinu og skoraði mörk með þrumu-
skotum og þá átti hann glæsilegar
línusendingar sem gáfu mörk.
Bjarni Guðmundsson hefur einn-
ig fengið góða dóma í leikjum með
Wanne-Eickel. „íslendingurinn er
einn leikreyndasti leikmaður liðsins.
Hann var útnefndur besti hægri
hornamaðurinn í 2. deildinni sl.
keppnistímabil og valinn í lið árs-
ins,“ sagði eitt blaðanna. Wanne-
Eickel leikur í 1. deildarkeppninni
í vetur.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
KA-menn verða á
ferð og flugi
Mikið um að vera í herbúðum íslandsmeistaranna
„ÞETT A eru búnir að vera stór-
kostlegir dagar. Við KA-menn
erum enn í sjöunda himni og
það má segja að keppnistíma-
bil okkar sé langt frá því að
vera búið,“ sagði Stefán Gunn-
laugsson, formaður knatt-
spyrnudeildar íslandsmeistara
KA.
Sefán sagði að það væri í mörg
horn að líta. „Við komum til
Reykjavíkur á morgun (í dag) til
að mæta í lokahátíð 1. deildarfélag-
anna að Hótel íslandi. Áður en við
förum þangað mun ESSO, stæsti
styrktaraðili okkar, taka á móti
okkur í Olíufélagshúsinu og fyrir
hönd KA mun ESSO bjóða leik-
mönnum allra 1. deildarliðanna og
eiginkonum þeirra í stutt hóf áður
en lokahátíðn hefst,“ sagði Stefán.
„Við munum síðan halda þakkar-
hátíð fyrir stuðningsmenn okkar í
Sjallanum á Akureyri laugardaginn
29. september. Bjóðum tvö til þijú
hundruð manns í mat og síðan verð-
ur húsið opnað og aðgangur ókeyp-
is fyrir aðra gesti. Daginn eftir
verður opið hús fyrir þá yngstu og
fimmtudaginn 5. október bjóðum
við unglingum á hátíð í Sjallanum.
Sýnt verður frá leikjum íslands-
meistaranna á breiðtjaldi, ýmsar
uppákomur verða og síðan diskó-
tek,“ sagði Stefán.
Leikmenn Galatasary á móti Held
SÁ orðrómui- er nú í V-Þýskalandi að Siegfried Held, fyrrum lands-
liðsþjálfari íslands, verði ekki mikið lengur hjá tyrkneska liðinu
Galatasary. Leikmenn liðsins hafa mótmælt að hann verði áfram.
Þá er einnig ljóst að Mustafa, fyrrum þjálfari liðsins, myndi ekki
taka við ef Held fer. Hann hefur tekið við v-þýska 2. deildarliðinu
Aachen.