Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 15

Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 15 TT Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jónas Ingimundarson pianoleikari. Lj óðatónleikar _________Tónlist____________ RagnarBjörnsson Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jónas Ingimundarson píanóleikari komu fram á ljóðatónleikum í Gerðubergi sl. mánudagskvöld. Mjög áhugaverða og vel upp- byggða efnisskrá fengu áheyrend- ur í hendurnar er þeir gengu inn í tónleikasal Gerðubergs. Fyrri hlutinn íslensk, norsk og dönsk ljóð, og ekki úr þeim hlutanum sem íslenskir söngvarar virðast aðallega halla sér að. Hér voru flest verkefnin lítt þekkt og að því leyti a.m.k. áhugaverð, en höfundar þeirra voru Jórunn Við- a*r, E. Grieg og P. Heise. Af þess- um verkefnum kom lagaflokkur- inn „Dyvekes Sange“ eftir Heise mest á óvart og efins er ég að hann hafi áður verið fluttur á tón- leikum hérlendis. Auk þess að vera tónskáld var Heise söng- kennari og vissi því hvað mátti bjóða söngröddinni enda eru þessi lög úr „Dyvekes Sange“ perlur sem Ólöf kunni að notfæra sér, slíkur listamaður sem hún er. En ljóðasöngur er líklega kröfuharð- asta form tónlistarflutnings sem söngvari fær í hendumar. Þar má ekkert út af bregða, hvorki raddlega, í textaframburði, sviðs- hreyfingum og fleira ef draumur- inn um að nálgast toppinn á að vera einhvers staðar nálægur. Ólöf er löngu búin að ávinna sér sess sem óperusöngkona en að þessu sinni kom hún undirrituðum á óvart sem ljóðasöngkona. Lengi má leita uppi einhveijar veilur hjá hvaða listamanni sem er, en hæst náði Ólöf e.t.v. að þessu sinni þar sem hún söng veikt og tókst að halda hreyfingum og tilfinningum I listrænum böndum. Hins vegar skil ég aldrei þann ávana hjá íslenskum söngvurum að benda á píanóleikarann þegar undirtektir áheyrenda eiga að beinast að hon- um. Önnur leið er til. Jónas Ingi- mundarson er orðinn mjög rútin- eraður píanóleikari með söngvur- um, skilaði sínu hlutverki enda vel með mjúkum áslætti og fallega mótuðum hendingum sem undir- rituðum fannst á stundum um of rómantíseraðar, en það er e.t.v. smekksatriði. Smekksatriði er ekki að píanóhluturinn í Stándc- hen (Strauss) er tæknilega einn sá erfiðasti sem hægt er að lenda í og hann verður að þrælæfa, að öðrum kosti að sleppa honum. Framtak Gerðubergs í sam- bandi við ljóðatónleikahald vetrar- ins er skemmtilegt og virðingar- vert, en um leið og fróðlegt verð- ur að kynnast öllum þessum söngvurum, væri einnig fróðlegt að kynnast fleiri píanóleikurum en Jónasi, þrátt fyrir hans ágæti. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar og VMSI: Krafa um verðtrygg- íngu launa ósköp eðlileg „Þessi krafa er ósköp eðlileg, vegna þess að lán eru verðtryggð, landbúnaðarvörur eru verðtryggðar og það er flest verðtryggt í þessu þjóðfélagi nema vinnulaun," sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkamanna- sambands íslands, aðspurður um þá skoðun Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambands íslands að krafan í næstu kjarasamningum hljóti að vera um verðtryggingu launa. Guðmundur sagði að á hinn bóg- inn gæti vísitala valdið keðjuverkun og hún hefði oft gefið ákaflega hæpna raun, en meðan verðbólga ríkti og allt annað verðtryggt í kringum fólk eins og nýleg hækkun á vöxtum til að mynda væri dæmi um og fólk sæi allt á hreyfingu í kringum sig þá væri ekki nema vonlegt að það ókyrrðist. „Þetta á sér sterkan hljómgrunn. Meðan verðbólgan er svona og stjórnvöld hafa ekki náð verðbólgu niður meira heldur en verið hefur, er þetta auðvitað ákaflega rökrétt afleiðing. Fólk er þreytt á að allir hlutir hækki, annað hvort eftir verð- tryggingum eins og landbúnaðar- vörur eða með beinni tengingu eins og lán. Er hægt að hafa þetta þjóð- félag þannig að bara launin ein séu óverðtryggð?" sagði Guðmundur. Hann sagðist hins vegar sann- færður um að yfirgnæfandi ijöldi fólks myndi frekar vilja að verðlag lækkaði, en að lauh og vörur hækk- uðu. „En meðan einhliða hækkanir eru á vöruverði og lánum og bank- ar standa gikkfastir á því að vextir verði að vera í samræmi við verð- bólguna, þá spyr hinn almenni maður: Nú má ég þá ekki fá verð- tryggingu líka? Og ég er ekki hissa á því.“ Brotist inn í Borgar- bókasafiiið DRUKKINN maður braut þrjár rúður í Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti um klukkan 23 í fyrrakvöld. Oryggiskerfi Vara fór í gang við innbrotið. Maðurinn var kominn inn í Borgarbókasafnið þegar lögreglan kom á staðinn en virtist þó ekki hafa skemmt neitt innanhúss. Lög- reglan taldi ólíklegt að maðurinn hefði brotist inn í safnið vegna lestrarfýsnar. nn(u Nýjar þýskar og danskar haustsendingar co CI < m co Q 0 Vandaöur og glæsilegur fatnaöur cz z VERSLUNARHÚSINU MIÐBÆR HÁALEITISBRAUT 58-60 S: 38050 105 RVK. 'a kynnir: SYKURMOLARNIR „HERE TODAY TOMORROW NEXT WEEK“ Önnur breiðskífan sannar svo ekki verður um villst að Sykurmolarnir eru komnir til að vera... Hér er á ferðinni frumlegt, en umfram allt skemmtilegt popp með algera sérstöðu. Eftirvæntingarfull bið er á enda. Fæst í öllum betri hljómplötuverslunum á LP, CD, kass. og á silfurvinyl (takmarkað upplag!) Nýjar íslenskar útgáfur í næstu viku: HAM - Buffalo Virgin (LP,CD) Bootlegs - Klósettskrímslið (LP)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.