Morgunblaðið - 05.10.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 05.10.1989, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 Greinargerð fjármálaráðherra til BSRB: Þorsteinn Pálsson: Landsfiindur flokks- ins kýs sér forystu - tek ekki afstöðu hvað varðar Kaupmáttaraukning hjá liinuin tekjulægstu Allir aðrir en viðmiðunarhópur flár- málaráðherra hafa orðið fyrir kjara- skerðingu, segir formaður BSRB ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra afhenti í gær forsvars- mönnum BSRB greinargerð um verðlags- og launaþróun frá gerð kjarasamninga síðastliðið vor. Þar segir m.a. að tekjulægstu hóparn- ir innan BSRB hafí notið kaupmáttaraukningar á samningstímanum. Ólafur Ragnar sagði að tilefni þessarar greinargerðar væru við- bárur forsvarsmanna verkalýðssamtaka um að ekki hafi verið staðið við þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að verðlag á matvörum hækki ekki umfram laun lágtekjufólks á samningst ímanum. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði við Morgunblaðið að allir launþegar í BSRB, aðrir en viðmiðunarhópur fjármálaráðherrans, hefðu orðið fyrir kjaraskerðingu á samningstímanum. Ólafur Ragnar Grímsson sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í versluninni Miklagarði í gær að lægstu laun starfsfólks í BSRB hefðu hækkað um 18-19% á meðan hækkun á almennri matvöru hefði numið 10% en hækkun á land- búnaðarvörum á bilinu 11-14%. Sagði ráðherra að greinargerðin sýndi ótvírætt að staðið hafi verið við fyrirheit ríkisstjórnarinnar. Við- miðunarhópur fjármálaráðherra var sá fjórðungur félagsmanna í BSRB sem tekjulægstir eru. Þá segir í greinargerðinni að ríkisstjómin hefði í tengslum við kjarasamninga ASÍ og vinnuveit- enda ákveðið að auka niðurgreiðslur á búvörum um 500-600 miljónir kr. umfram heimildir fjárlaga. í júní og júlí voru síðan ákveðnar sérstak- ar niðurgreiðslur á nýmjólk og kindakjöti og að öllu samanlögðu stefni í það að niðurgreijðslur nemi 700-750 miljónum kr. Ólafur Ragnar sagði að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að verðlagn- ing á opinberri þjónustu fari ekki fram úr forsendum fjárlaga hefði gengið eftir, að minnsta kosti hvað ríkisfyrirtæki snerti. Verðlagning á þeirri þjónustu sem heyrir beint undir ríkið hefði hækkað um 6'//% frá apríl og fram í september. Aftur á móti hefðu verðákvarðanir fyrir- tækja í eigu sveitarfélaga falið í sér meiri hækkanir á tímabilinu og þar vægi þyngst hækkun á töxtum ýmissa hitaveitna. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði í viðtali við Morgun- blaðið að greinargerð fjármálaráð- herra hefði verið kynnt forsvars- mönnum BSRB í gær. Hann sagð- ist vera sammála útreikningum Ijármálaráðuneytisins um að kaup- máttur lægstu launa starfsfólks í BSRB hefði haldist en hins vegar hefði Verið um kaupmáttarrýrnun að ræða varðandi almenn laun BSRB-manna. Formannafundur BSRB verður haldinn kl. 10 í dag og þar munu forystumenn samtak- anna leggja fram greinargerð um málið. Morgunblaðið/Þorkell í sljórn Kvikmyndahátíðar eru Friðrik Þór Friðriksson, Hilmar Oddsson, Guðbrandur Gíslason, Arni Þórarinsson og Inga Björk Sólnes framkvæmdasljóri Listahátiðar. Listahátíð í Reykjavík: Bruno Ganz og István Szabó meðal gesta á Kvikmyndahátíð Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 7. október með sýningu myndarinnar Himinn yfir Berlín (Himmel iiber Berlin) eftih leikstjórann Wim Wenders, í Regnboganum. Bruno Ganz, aðalleik- ari myndarinnar, er gestur kvikmyndahátiðar og verður hann við- staddur sýninguna. Yfir þrjátíu kvikmyndir, frá Evrópu, Ameríku og Asíu, verða sýndar á hátíðinni, sem stendur yfir í þrjár vikur. A fyrsta degi hátíðarinnar verða sýndar myndimar Lestin ieyndar- dómsfulla eftir Jim Jarmusch, Stutt mynd um dráp eftir pólska leikstjó- rann Kryzystof Kieslowski, Salaam Bombay frá Indlandi eftir Mira Nair, Geggjuð ást eftir Belgann Dominique Derruder og síðasta mynd Wim Wenders Himinn yfir Berlín. Gestir Kvikmyndahátíðar að þessu sinni eru þýski leikarinn Bruno Ganz, ungverski leikstjórinn István Szabó, framleiðandinn Jim Stark, Katrín Ottarsdóttir leikstjóri frá Færeyjum og franski leikarinn Jean Reno. Sýndar verða fjórar kvikmyndir eftír Szabó. Mefistó, Redl ofursti, Hanussen og Trúnaðartraust auk nokkurra smámynda. Jim Stark er framleiðandi mynd- arinnar Lestin leyndardómsfulla (Mystery Train) eftir Jim Jar- musch. Dawn by law, sem sýnd var á síðustu Kvikmyndahátíð, er einnig eftir Jarmusch. Katrín Ott- arsdóttir er leikstjóri myndarinnar Atlandshafs rapsódían (Atlantic Rhapsody), fyrstu kvikmyndarinn- ar sem gerð hefur verið í Færeyj- um. Jean Reno er aðalleikari mynd- arinnar Úrslitaorustan (Le Dernier Combat) eftir franska leikstjórann Luc Besson. Besson gerði myndirn- ar Subway og The Big Bleu, en Úrslitaorsutan er fyrsta myndin hans. Allar myndir hátíðarinnar verða sýndar í sölum Regnbogans. Verð aðgöngumiða er 250 krónur á sjö sýningar og 350 krónur á myndir sýndar á öðrum tímum. I stjórn Kvikmyndahátíðar eru Friðrik Þór Friðriksson Guðbrand- ur Gíslason, Árni Þórarinsson, Inga Björk Sólnes og Hilmar Oddson. Nánar verður fjallað um myndir Kvikmyndahátíðar í Menningar- blaði Morgunblaðsins á laugardag- inn. stuðning í varaformannskjöri Morgunblaðið/Sverrir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson kynnir bók sína um Sjálfstæðisflokkinn. Við borðið sitja Ingibjörg Magnúsdóttir, Marta Thors, Rut Ingólfsdóttir, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Ásgeir Pétursson, Frið- rik Sophusson, Ragnheiður Hafstein og Vala Thoroddsen. Saga Sjálfstæðisflokksins í 60 ár: ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist í gær enga afstöðu taka til þess hvern hann styddi í forrnannskjöri á landsfúndi flokksins. Það væri landsfúndurinn sem kysi sér for- ystu. Þorsteinn sat fyrir svörum hjá fréttamönnum, vegna þess að i dag hefst landsfundur flokksins. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði ekki lýst því yfir að hann myndi styðja Friðrik Sophusson, varaform- ann flokksins við varaformannskjör: „Ég tek enga afstöðu í þeim efnúm, hvorki til sjálfs mín né annarra. Þetta er ákvörðunarefni landsfundarins, hveijir eru þar kjömir í trúnaðar- störf, hvort sem það er formennska, varaformennska eða miðstjórn og að. því er varðar kjör formanns og vara- formanns, þá er þetta óbundin kosn- ing, sem ekki er bundin við tiltekna frambjóðendur," sagði Þorsteinn. Formaðurinn kvaðst hafa lýst því yfir að hann væri reiðubúinn til þess að gegna formennsku áfram og eng- in breyting hefði orðið þar á. Þorsteinn greindi frá undirbúningi landsfundarins, sem hefst í Laugar- dalshöll í dag. Hann sagði að mikið hefði verið unnið í málefnanefndum og undirbúningur hefði staðið um langa hrið. Hann kvaðst ekki eiga von á því að lokaniðurstaða næðist á landsfundinum í því mikla starfi sem unnið hefði verið að undanfömu undir stjórn Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra um stefnumörkun til framt- íðar. Það nýmæli yrði tekið upp á þessum landsfundi að í kvöld myndu stórar nefndir funda sérstaklega um málefni sem vörðuðu hag allra lands- „Sjálfstæðisflokkurinn á ís- landi alveg einstakt fyrirbæri“ segir höfundurinn, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Á FUNDI sem forysta Sjálfstæðisflokksins boðaði til með fréttamönnum í gær var kynnt nýútkomin bók, Saga Sjálfstæðisflokksins í 60 ár, sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor í stjórnmálafræði er höfund- ur að. Fyrsta eintakið var afhent Má Jóhannssyni, starfsmanni Sjálfstæð- isflokksins sem starfað hefur með öllum formönnum og varaformönnum Sjálfstæðisflokksins nema Jóni Þorlákssyni. Næstu cintök voru afhent eftirlifandi mökum og afkomendum fyrrum formanna og varaformanna flokksins og afkomendum. Geir Hallgrímsson, seðalbankastjóri og fyrr- verandi formaður Sjálfstæðisflokksins er staddur erlendis og gat því ekki verið viðstaddur þessa athöfn. Hannes Hólmsteinn, höfundur bókarinnar sagði við þetta tækifæri að ákveðið hefði verið að gefa út eins konar innanflokks annál þessara sextíu ára. Þetta væri því ekki stjórn- málasaga í þeim skilningi. „Við töldum að það væri mun fróð- lega og forvitnilegra að gefa mönn- um innsýn í það sem hefur verið að gerast á vettvangi Sjálfstæðisflokks- ins undanfarin 60 ár,“ sagði Hannes Hólmsteinn, „Því vitaskuld ’er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er á Islandi alveg einstakt fyrirbæri. Hann hefur frá stofnun verið lang- stærsti stjómmálaflokkurinn og allir sem setið hafa landsfundi hans hafa tekið eftir hversu víðfeðmur flokkur- inn er, enda segir í stofnyfirlýsing- unni að hann sé flokkur allra stétta.“ Auk þess að vera flokksannáll, þar sem hvert ár er tekið fyrir, þá eru í bókinni stuttar svipmyndir af fyrr- verandi formönnum flokksins, þeim Jóni Þorlákssyni, Ólafi Thors, dr. Bjarna Benediktssyni, Jóhanni Haf- stein og Geir Hallgrímssyni. Fjallað er um aðdragandann að stofnun flokksins og um hina tvo forvera hans, íhaldsflokkinn og Fijálslynda flokkinn. Fjallað er um myndun þjóðstjórnarinnar 1939, um aðdragandann að forsetakjöri 1952, um forsetakjörið 1968, kjör form- anns og varaformanns 1969. Auk þess eru aftast í bókinni viðaukar um íslensk stjómmál og Sjálfstæðis- flokkinn. í ritnefnd voru þau Björg Einars- dóttir, rithöfundur, fyrrverandi for- maður Hvatar, Davíð Ólafsson, fyrr- verandi alþingismaður og Seðla- bankastjóri og Óskar Magnússon lögmaður. Þorsteinn Pálsson. manna og væru í fyrsta lagi byggða- mál, í öðm lagi kjördæmamál og í þriðja lagi tengsl íslands og Evrópu- bandalagsins. Þorsteinn var spurður hvort hann hygðist reyna að breyta ímynd flokksins þannig út á við, að hann yrði fremur skilgreindur sem stjóm- málaafl hægri aflanna, fremur en það sem fréttamaðurinn nefndi „framsóknarmennsku Sjálfstæðis- flokksins": „Formaðurinn kvaðst ekki átta sig fyllilega á spuming- unni, en sagði jafnframt: „Ég hef tekið mitt hlutverk sem formaður Sjálfstæðisflokksins frá öndverðu, og mun gera það áfram, fái ég til þess traust, þannig að það sé skylda form- annsins fyrst og fremst að vera trúr þeim gmndvallarhugmyndum sem flokkurinn var stofnaður til þess að vera í sókn og vöm fyrir".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.